Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.01.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 33 AKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI stjórnvöl mestu morðtækja sem ís- lendingar eiga, en það er bíllinn, þegar honum er illa stjórnað." í út- varpi var minnst á 90% sæmilega ökumenn í umferðinni. Það eru sem sagt 10% ökuníðingar og árekstra- valdar. Ég hélt, að þeir ógætilegu væru fleiri. Hvað um það, eitt er víst, að fólk undir áhrifum eitur- lyfja eða áfengis er hættulegast af öllum, eins og fjölmörg dæmi sanna. Þær eru geigvænlega háar tölurnar, sem nefndar eru í fréttum af ölvuðum ökumönnum teknum við akstur, ekki í eitt skipti, heldur helgi eftir helgi. Hvað er til ráða? spyr fólk. Hví er þetta látið viðgangast? Bent er á þá staðreynd, að ekki varð hið minnsta slys fyrstu dagana eftir að skipt var yfir í hægriakstur. Þá var ekið með réttu hugarfari og ekkert vín í kolli neins ökumanns. Orðrétt: ítrekuð brot á ekki að taka neinum vettlingatökum. Ökumenn mundu kveinka sér undan háum fjársekt- um; ef ekki dugar, þá er að setja bílinn undir fallhamarinn eins og Bandaríkjamenn gera. Ætli þyrfti að leggja marga bíla saman áður en menn breyttu um hugarfar? Ég held ekki.“ Síðan er þjóðin hvött til að sam- einast og stöðva þennan þjóðar- voða, það yrði besta jólagjöfin til þjóðarinnar nú og á komandi árum. V.E. hringdi í Velvakanda 13. nóv- ember og lýsti þeirri skoðun sinni, að það væri vitagagnslaust að svipta menn ökuréttindum fyrir að aka drukknir, og segir víst réttilega að ökumenn aki bara jafnt eftir sem áður. Satt að segja datt mér ekki í hug að þetta væri bæði af lögreglu og jafnvel háttsettum stúkumönnum talinn sjálfsagður hlutur. V.E. vill hins vegar sekta akandi fyllibyttur um stórar fjárhæðir og vitnar í af- brot af þessu tæi í Bandaríkjunum. Þar eru þeir settir í fangelsi og ekki sleppt út fyrir en 500 dollara sektin hefir verið greidd að fullu. Síðan eru þeir skyldaðir til að sækja nám- skeið í umferðarreglum og undan því þýddi heldur ekki að víkjast. Árni Helgason er sá maður sem einna lengst og skeleggast hefir barist gegn áfengisauðvaldi og brennivínsslysum af þess völdum. Ég er þess viss, að hann heldur þeirri háleitu baráttu áfram meðan kraftar leyfa. Ég sendi Árna hjart- anlega kveðju mína og þakklæti fyrir öll hans skrif um þessi að ég held stærstu þjóðarvandamál okkar nú. Að lokum þakka ég Dagrúnu Kristjánsdóttur fyrir þáttinn „Um daginn og veginn" í útvarpinu 15. nóvember. Hvert einasta orð henn- ar í þættingum var skörp ádeila á hið stórsýkta þjóðfélagsástand okkar nú og því miður óhrekjanleg staðreynd. Ég var óneitanlega dá- lítið undrandi að hinir stórvísu ráðamenn útvarps skyldu sleppa þessu inn á öldur ljósvakans. Ef til vill hafa þeir dottað smástund á verðinum." í von um betra samkomu- lag innan flokksins míns Júlíana G. Bender skrifar 16. des.: „Kæri Velvakandi. Ég vona að þú sert það enn, og opinn fyrir málum okkar lesenda þinna. Ég vona að þú sjáir þér fært að koma þessu á framfæri fyrir mig. Hvað er að ske með okkur sjálfstæðismenn? Mér finnst eins og jörðin skríði undan fótunum á mér og ég hafi ekkert til að halda mér í. Eg hefi alltaf fylgt þessum flokki og treyst hon- um einum til að vinna að okkar hag og snúa hlutunum á betri veg fyrir okkur öll. Auðvitað hefi ég alltaf séð að menn okkar hafa ver- ið misjafnir, eins og allir dauðleg- ir menn. En ég hefi líka alltaf treyst því,- að við gætum staðið saman og stutt við bakið hvert á öðru í baráttunni fyrir málstað okkar. En hvað nú? Hvað blasir nú við okkur sem alltaf höfum verið stolt af því að teljast til flokksins? Hvar eru mennirnir sem við eig- um að treysta, þegar við sjáum að þeir sem hafa staðið fremstir í baráttunni svífast einskis? Rífa jafnvel hver annan á hol. Sverta og níða hver annan niður og reyna öll ráð til að brjóta niður traust okkar gömlu og tryggu kjósenda flokksins. Svo til að bæta gráu ofan á svart, auglýsir Morgun- blaðið í útvarpinu, að það sé okkar málgagn. Mér sem kaupanda blaðsins í yfir fjörutíu ár, dettur í hug: Kannski er orðið tímabært að stofna nýtt blað fyrir sanna sjálfstæðismenn. Menn sem vilja vinna landinu sínu vel, en hugsa ekki einungis um að krækja sér í nógu þægilegt sæti. Heiður og samviska eiga að sitja í fyrirúmi fyrir valda- og peningagræðgi. Hvar lendum við, ef allir hætta að vilja gæta bróður síns? Hvað er- um við annað en ein fjölskylda? Hvernig færu heimilin okkar, ef við tækjum upp svona stjórnarfar eða hugsunarhátt innan veggja þeirra, hvers og eins? Hafið þið hugleitt það, þið sem eruð á launum hjá okkur til að gera það besta fyrir okkur öll, vel á minnst skammtið ykkur launin sjálfir: Hvað um að reyna að vinna fyrir þeim í sátt og samlyndi? Hvað kallast það, þegar menn þykjast luma á góðum ráðum við öllum okkar vandamálum, en gera ekkert til að koma þeim í gagnið? Það eru hrein landráð frá mínum bæjardyrum séð. Þið eruð ráðnir til að gera ykkar, hvaða flokki sem þið tilheyrið. Ég sem alltaf vinn hjá öðrum, reyni eftir bestu sam- visku að vinna fyrir mínum lágu launum, er svo heimsk að sjá ekki hvernig menn geta komist upp með svona vinnubrögð. Ég hefi í áratugi verið flokksbundin sjálf- stæðiskona, og þetta verður mín stefna, meðan guð lofar mér að lifa á okkar góða landi. En hvort ég vil eyða aurunum mínum i fé- lagsgjald í Verði eða kaupa Morg- unblaðið, á ég eftir að hugleiða betur. í von um betra samkomulag innan flokksins míns.“ Leiðrétting I grein Hrefnu Birgittu Bjarnadótt- ur, „Um upphaf og viðgang kvenna- knatLspyrnunnar", var ranglega far- ið með texta hennar á einum stað. Birtist hér aftur kaflinn og er höf- undur og aðrir hlutaðeigendur beðn- ir afsökunar á mistökunum: Við vorum einkum tvær stöllur sem bjuggum í sömu götu í Kópa- voginum og höfðum mikinn áhuga á boltaleik strákanna. Mig langar hér að nafngreina þessa stöllu mína, þar sem ég tel hana frum- kvöðul að íslenskri kvenna- knattspyrnu og vil ég þakka henni fyrst og fremst að lið okkar forð- um lognaðist ekki út af, en Krist- jana heitin Magnúsdóttir, eða Krissa eins og hún var kölluð, var trú sínu félagi fram á síðasta dag og ómæld eru þau spor sem hún átti fyrir kvennaknattspyrnuna. OG EFNISMEIRA BLAÐ! UM ANDRÚM MORÐ- SINS í SVÍÞJÓÐ OG BANDARÍKJUNUM GUÐRÚN MÖLLER, FEGURÐAR- DROTTN- ING ÍSLANDS TAIWAN — ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI KÍNA RAGNHEIÐUR ER HÖFUNDI SÍNUM NÁSKYLD STEVEN SPIELBERG, HÖFUNDUR ET VÍSINDALEGUR FORNGRIPUR BERND SCHUSTER, KNATTSPYRNU- SNILLINGURINN GOLDA MEIR — MITT BEZTA HLUTVERK VERÖLD UNNU BRAUT- RYÐJENDASTÖRFIN Á DROTTINSDEGI POPPSÍÐA . Sutmudagarinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.