Morgunblaðið - 08.01.1983, Side 3

Morgunblaðið - 08.01.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 Til áUka kom milli lögrcglu og unglinga eftir að kreikt kaffti veriö i bidskýlinu og handarbrotnaði lögreglumað- ur í átökunum. Myadir Mbl. Július. Lögreglumaður slasaðist í átökum við unglinga Fjöldi unglinga var settur í gczlu í Hafnarfirði og foreldrar beðnir að sckja börn sín. í átökum við unglinga í Garðabæ aðfaranótt föstudags- ins handarbrotnaði lögreglu- maður. Atvikið átti sér stað eftir að unglingar kveiktu í biðskýli við Ásgarð í Garðabæ. Lögregl- an handtók átta unglinga og færði til yfírheyrslu. Biðskýlið var fyrir skömmu tekið úr notkun. Unglingar brutu allar rúður í því á gaml- árskvöld. Talsverður fjöldi unglinga safnaðist saman við Asgarð eftir að hafa verið á veitinga- húsi í Reykjavík og mun það hafa verið staðfastur ásetn- ingur þeirra að kveikja í skýl- inu. Slökkvilið var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Að kvöldi þrettánda söfnuð- ust tugir, ef ekki hundruð unglinga í miðbæ Hafnar- fjarðar. Tvær rúður brotnuðu — önnur í verzlun Kaupfé- lagsins. Rúðan brotnaði þegar öflug sprengja sprakk skammt frá. Er víst, að hefði sprengjan sprungið í námunda við fólk, þá hefði stórslys geta hlotist af. Tugir unglinga voru færðir í gæzlu í svokölluðu baðhúsi, skammt frá lögreglustöðinni og hringdi lögreglan í foreldra þeirra og bað þá sækja börn sín, en margir unglinganna voru ölvaðir. Lögreglan í Hafnarfirði hafði mikinn viðbúnað vegna ótta við ólæti og fékk liðstyrk frá Reykjavík. Greiðlegm gekk að slökkva eldinn í biðskýlinn. 3 Albert Guðmundsson: Varaði við lántöku Landsvirkjunar ALBERT Guðmundsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn því að Landsvirkjun verði veitt heimild til töku láns að upphæð 5 milljónir yena, þegar hcimildin var samþykkt í borgar- stjórn sl. fímmtudagskvöld. Albert varaði við þessari lán- töku í ræðu sem hann hélt á fund- inum og sagði að við hefðum ekki efni á því að taka stöðugt erlend lán og timi væri til að menn gerðu sér grein fyrir því hvar þeir stæðu. Þegar málið var afgreitt í borg- arráði nýlega lét Albert bóka eft- irfarandi: Eg greiði atkvæði gegn þessari Iántöku Landsvirkjunar og tel að kanna þurfi nú þegar, hvað slíkar skuldbindingar Reykjavíkurborg- ar vegna erlendrar lántöku eru miklar og hverjar tekjur Reykja- víkurborg hefur á móti til að standa í skilum vegna þeirra, áður en frekari lántökur eru samþykkt- ar. Jafnframt óska ég eftir því, að slíkar upplýsingar verði lagðar fyrir borgarfulltrúa hið fyrsta. Sprengjugabb í Aðalstræti 6 HRINGT var á ritstjórnarskrif- stofur Morgunblaðsins í gær- morgun og sagt að sprengju hefði verið komið fyrir í Aðalstræti 6. Lögreglunni var umsvifalaust gert viðvart og var húsið rýmt. Lögreglan leitaði að sprengju í húsinu en engin fannst og var starfsfólki leyft að snúa til vinnu sinnar eftir að hættuástandi hafði verið aflýst. Alþýðuflokkurinn: Prófkjör 1 þremur kjör- dæmum 29. og 30. janúar ALÞÝÐUFLOKKURINN gengst fyrir prófkjörum í þremur kjördæmum dag- ana 29. og 30. janúar n.k. Hér er um að ræða Reykjanes- og Austurlandskjör- dæmi, einnig Norðurland eystra. Framboðsfestur er útrunninn i tveimur kjördæmunum en í Austurlandskjördæmi rennur hann út 15. janúar nk. í Reykjaneskjördæmi bjóða eft- irtaldir sig fram: Ásgeir Jóhann- esson, Gunnlaugur Stefánsson, Karl Steinar Guðnason, Kjartan Jóhannsson og Kristín Tryggva- dóttir. Þau bjóða sig öll fram í fyrsta til þriðja sæti, en kjósa skal þrjá. I Norðurlandskjördæmi eystra eru eftirtaldir í kjöri: Arnljótur Sigurjónsson, Árni Gunnarsson, Hreinn Pálsson og Jósep Guð- björnsson. Reglur í þessum prófkjörum eru eins, kosningarétt hafa allir stuðningsmenn flokksins 18 ára og eldri, sem ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórnmálaflokkum. Prófkjör Alþýðuflokksins í Suð- urlandskjördæmi fer fram 22. janúar, eins og Mbl. hefur þegar skýrt frá, þar er Magnús H. Magn- ússon sjálfkjörinn í 1. sæti en þrír hafa boðið sig fram í annað sæti. Þá er stefnt að prófkjöri á Vest- fjörðum 7. marz. Á Vesturlandi er listi flokksins sjálfkjörinn, próf- kjör í Reykjavík hefur þegar farið fram. Sigluvlkin: Fékk 26,75 krónur á kllóið í Englandi TOGARINN Sigluvík frá Siglufírði fékk mjög hátt verð fyrir afla sinn í Grimsby í gær, eða 26,75 krónur á kíló að meðaltali. Sigluvíkin seldi alls 76,5 lestir og var heildarverð 2.056.000 krón- ur og meðalverð eins og áður segir 26,75. Fékk skipið 57,53 pund á hvert „kit“, sem samsvarar 62,5 kílóum. Hæsta meðalverð á „kit“, sem fengizt hefur í Englandi, fékk togarinn Rán frá Hafnarfirði 4. janúar 1979, en það var 59,06 pund á hvert „kit“. Um að gera í DAG heldur sína fyrstu klassísku tónleika Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú eins og hún er kölluð. Hún er flestum kunn fyrir söng sinn i Spil- verki Þjóðanna en fæfri vita að und- anfarin ár hefur hún dvalist er- lendis við söngnám. Mbl. hafði upp á Diddú í gær þar sem hún var önnum kafin við undirbúning tónleikanna. Eftir að hafa komist að því að skóli í London, Guildhall School of Music and Drama, hafi séð um menntun hennar síðustu ár, vökn- uðu ýmsar spurningar. — Hvað gerist innan veggja svona skóla, er sungið allan dag- inn? — Nei, nei, þetta er mjög fjöl- breytt. Þarna er ég í alhliða tón- listarnámi með söng sem sérgrein svo að auk söngþjálfunarinnar læri ég tónfræði, tungumál, dans, grundvallaratriði í leiklist, og svo læri ég að kenna söng. — Hvenær heldurðu að þú ljúkir námi? — Ætli það verði ekki 1984, en þá get ég farið í framhald ann- aðhvort i sama skóla eða annars staðar. — Þú hefur ekki viljað stunda söngnámið hérna heima? — Nei. Skólarnir úti gefa meiri möguleika og auk þess krefst svona nám svo mikillar einbeit- ingar, maður verður að hella sér út í þetta af lífi og sál og hér heima fannst mér næðið ekki nógu mikið. — Hvernig voru viðbrigðin frá poppinu yfir í klassíkina? — Þetta er svo ólíkt að ég hugsa um það alveg aðskilið. Þeg- að vera frumlegur ar ég syng popptónlist þá syng ég bara si svona með mínu nefi eins og mér dettur í hug, en við klass- ískan söng þarf ég að beita ákveð- inni tækni sem ég hef svo lært í skólanum. — Nú heyrir maður oft; af hverju er Diddú að læra óperu- söng, hún var svo ágæt eins og hún var! — Ég ætla bara að verða ennþá betri svona, sagði Diddú hlæjandi. Maður verður að halda áfram, læra meira, fara út og fá nýtt bragð og nýja lykt, annars er maður svo fljótur að staðna. En auðvitað get ég ennþá sungið eins og þá. — Að lokum, hvað tekur svo við þegar heim kemur? — Eg veit það ekki, það er ómögulegt að segja. Maður vonar auðvitað að maður nýtist í tónlist- Mortfunblaðið/KK inni en annars veltur það mest á efni og þá er bara um að gera að manni sjálfum að útvega sér verk- vera nógu frumlegur. me

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.