Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 6. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Fátækt öllum til handa“ Lítil saga af hugvitsmanni í Kina og örlögum hans Peking, 8. janúar. AP. „GLÆPUR" Han Kuns var það eitt að hafa tekið við greiðslum fyrir að bjarga ríkisrekinni gúmmiverk- smiðju, þar sem hann vann, frá gjaldþroti og 100 starfsmönnum verksmiðjunnar frá atvinnuleysi. Nýverið var skýrt frá þessu í Kín- versku dagblaði. Öllum frístundum sat hann heima hjá sér og reyndi að finna lausn á vandánum, og að lokum tókst það. Nýtt gúmmiþéttiefni, og verksmiðjan skilaði 200.000 doll- ara hagnaði árið eftir. Fyrir hugmynd sína var honum greidd umbun af hálfu verksmiðjunnar, sem nam alls um 1500 dollurum á 22 mánaða tímabili. Stjórn verksmiðjunnar komst að því að Han Kun hafði fengið aukalegar sporslur fyrir uppfinn- ingu sína. Sá úrskurður var þar kveðinn upp, að greiðslurnar til Han Kun bæri að túlka sem mút- ur, og að hann hefði gerst sekur um „alvarlegan iðnaðarglæp" með því að taka við peningunum. Hann varð að skila peningunum aftur og var sviptur réttindum til stöðu- hækkunar innan verksmiðjunnar. Héraðsdómstóll í Shanghai komst hins vegar að þeirri niður- stöðu, að Han Kun hefði ekkert af sér brotið, en á hinn bóginn lagt sitt af mörkum til þess að auka velsæld þjóðarinnar. Dómarinn var ekki sammála þessari niður- stöðu, en féllst á þá málamiðlun, að fella niður kæru, þar sem Han Kun hefði skilað peningunum og „játað." Stjórn kommúnistaflokksins í Shanghai hefur nú krafist þess, að Han Kun væri hækkaður í tign og gerður að verkstjóra í verksmiðj- unni. Þessi þversögn hefur komið fólki i Kína á óvart, og ennfremur ýtt undir þann hugsunarhátt þar í landi, að ef eitthvað skilar arði, hljóti það að vera glæpur. Slag- orðið „launajafnrétti" hafi nú snú- ist upp í „fátækt öllum til handa.“ Þrettándagleði í Vestmannaeyjum. Morgunblaðid/Sigurgeir. Framtíð Líbanon undir stuðn- ingi Bandaríkjamanna komin Gemayel biðlar til Reagan um hjálp við enduruppbyggingu landsins Beirút, 8. janúar. AP. BAKDAGAR blossuðu enn upp í nótt á milli stríðandi afla múhameðstrú- armanna í hafnarborginni Tripóli eftir að allt hafði verið þar með kyrrum kjörum um skeið. Barist var í návígi um alla borgina, þrátt fyrir þau til- mæli ráðamanna landsins, að reynt yrði að halda frið. Fréttir í morgun hermdu, að bardagar hefðu hafist um leið og birti af degi. Talsvert manntjón varð í skærununum, en lögreglan í Tripóli hafði ekki nákvæmar tölur látinna og særðra á reiðum hönd- um. Frekari viðræður á milli fulltrúa hinna stríðandi afla voru fyrirhug- aðar síðar í dag, til þess að reyna að binda enda á átökin í Tripóli, sem til þessa hafa orðið yfir 200 manns að bana og tæplega 600 hafa særst. Fréttirnar af frekari átökum í Tripóli bárust aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Amin Gemayel, forseti Líbanon, hafði á ný farið þess á leit við Ronald Reag- an, að Bandaríkjamenn réttu Líbönum hjálparhönd við enduruppbyggingu landsins. Sagði Gemayel við þetta tækifæri, að framtíð Líbanon væri nærri alfarið undir stuðningi Bandaríkjamanna komin. Líbanskir ráðamenn telja, að ekki þurfi undir 10 milljörðum Bandaríkjadala til þess að koma byggingum, vegakerfi landsins og öðru nauðsynlegu í eðlilegt horf á ný. Þá telja ráðamennirnir, að einn milljarð Bandaríkjadala til viðbót- ar þurfi til að endurskipuleggja herinn. Til þessa hafa Bandaríkja- menn reitt fram 112 milljónir doll- ara til hjálpar og selt Líbönum vopn fyrir 85 milljónir dollara. Sumarhitar í Evrópu Blómin hlæja við skíöamönnunum og ferðamálafrömuðir eru lagstir í þunglyndi — Allt að þakka íslensku lægðunum segja veðurfræðingar Krankfurl, 8. janúar. AI*. GESTIRNIR í hinum glæsilegu fjallahótelum í Sviss og Ítalíu hafa það nú heist fyrir stafni að horfa á skíðamyndir, í bröttum brekkunum í Austurríki glitrar á blómaskrúðið, í Frakklandi drúpa rósirnar sínu dumbrauða höfði og yfirmenn á dönsku ísbrjótunum eru i „sumar- fríi“ á sólarströndum. Sumarið er með öðrum orðum komið til Evrópu og hvernig skyldi standa á því? Jú, það er að þakka íslensku lægðun- um, sem hafa brugðið á „mjög skemmtilegan" leik að þessu sinni. „Hlýtt eins og á Svölu sumri," var aðalfyrirsögnin í einu Frankfurt-blaðanna en í gær var þar í borg 13,6° hiti, sá mesti í janúar í 116 ár. Janúarhttinn í Svíþjóð, Danmörku, Austurríki, Sviss og víðar hefur einnig slegið öll met og segja veðurfræðingar, að ástæðan sé lægðafaraldurinn við ísland, sem veiti hlýju sjávar- lofti inn yfir meginlandið. Búast þeir ekki við breytingum fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi. Ekki eru allir jafn ánægðir með blessaða tíðina. í Ölpunum líður skíðamönnunum eins og þorskum á þurru landi og í Þýskalandi hefur orðið að aflýsa þremur heimsbikarmótum í þess- ari vinsælu vetraríþrótt. „Þetta er ömurlegt," sagði Max Hofer hjá Ferðaskrifstofu ríkisins í Sviss og hóteleigendur og eigend- ur skíðaverslana horfa bara í gaupnir sér. Það er eins og þeir geti ekki glaðst og tekið undir með sumarbjörtum hlátrasköll- unum, sem óma um borg og bý. Moskvubúar, sem eru vanir að skemmta sér á skautum og skíð- um á þessum árstíma, eru að verða nokkuð langþreyttir á veð- urblíðunni en í dag var þar 2ja stiga hiti þegar frostið á vera 20 stig. I Georgíu suður við Svarta- haf var hins vegar allt í voða vegna fannkyngis en þar á vera hálfgert hitabeltisloftslag. Á há- annatíma dönsku ísbrjótanna liggja þeir við festar og fólkið í fríi, í Vínarborg var 17 stiga hiti í dag og blómin farin að spretta í brunbrekkunum, í Frakklandi eru rósir sums staðar í blóma og brumknappar komnir á trén. Er þá hvergi vetur í Evrópu? Jú, jú. I Portúgal auðvitað en þar hefur héraðið Traz-Os-Montes verið hálfeinangrað síðustu daga vegna ísilagðra vega og stöðug næturfrost hafa slitið sundur síma- og raflínur á sömu slóðum. Fylgjast vel með sovéska hnettinum New Vork, 8. janúar. Al*. BANDARÍKJAMENN eru við öllu búnir vegna gervihnattarins, sem Sovétmenn misstu af braut og fellur nú stjórnlaust til jarðar, en hann er knúinn kjarnaofni með 45 kg af geislavirku úrani. Hnötturinn er einn af 4.799 hlutum á braut um jörðu, sem Bandaríkjamenn fylgjast með og þeir geta sagt um það með 90 mínútna fyrirvara, þegar hann verður í tæpra 10 km hæð, hvar hann muni koma niður. Embættismenn í Pentagon telja, að Rússar hafi misst hnött- inn af braut vegna þess að eld- flaugarnar, sem hafi átt að koma honum á fjarlægari braut, hafi bilað. Þeir telja einnig engan vafa leika á að hann sé njósnahnöttur, vegna þess hve jarðnánd hans var mikil, um 240 km. Ef hnötturinn, Cosmos 1402, brotnar á leið inn í gufuhvolfið, geta leifar hans dreifst yfir 518.000 km2 svæði. Cosmos 954, annar sovéskur kjarnorkuhnöttur, féll til jarðar yfir auðnum Kanada í janúar 1978 og olli mikilli geislavirkni við Stóra Þrælavatn. Það kostaði Kanadastjórn sex milljónir doll- ara að hreinsa svæðið, eftir því sem unnt var. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.