Morgunblaðið - 09.01.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
5
limvH Skíðaferðirnar til SÖLDEN í Austurríki og GRINDELWALD í hinu viðfræga
* j Jungfrau - Region í Sviss eru skemmtilegar nýjungar fyrir íslenska skíða-
menn. Staðirnir hafa verið valdir með hliðsjón af sem fjölbreyttustum skíða-
^ ^ li 11 möguleikum og bæði börn og fullorðnir, byrjendur og „fullfærir" finnar þar brekkur og
B aðstöðu við hæfi.
■ Og það er auðvelt að láta sér líða vel víðar en í skíðabrekkunum einum. „Gasthof" gistingin í Sölden
F eða hótelin í Grindelwald eru heimilisleg og þægileg, veitinga- og skemmtistaðir eru fjölmargir, sundlaugar
og gufuböð má víða finna og uþþlagt er að auka tilbreytnina í vetraríþróttunum með því að leigja sér göngu-
skíði eða skauta og þiggja stutta tilsögn eða fullkomna kennslu i leiðinni.
AUSTURRÍKI - SÖLDEN
2ja vikna ferðir
Sölden skíðasvæðið er 467 ferkílómetrar og telst stærsta skíðasvæði
Austurríkis. Hæðarmismunur er 1.673 m. Auðvelt er að skiða á milli
ólíkra skiðasvæða eða nema ný lönd með áætlunarvögnum sem ganga
um allan Ötzdalinn.
Brottfarardagar: 30. jan, 27. feb, 13. mars
Flug: Beint leiguflug til Innsbruck.
Akstur: U.þ b 1 Vi klst frá flugvelli til gististaða.
Gísting: Fjórir „Gasthof" - gististaðir. Lítil og vingjarnleg gistihús. Öll herbergi
með baði. Morgunverður innifalinn.
Faeði: Unnt er að fá 'k fæði innifalið i verði og er kvöidverður allra Sölden farþega
þá framreiddur á einum stað, midsvæðis í bænum,
Lyftukort: Ma greiða i islenskum penmgum fyrir brottför
Verð: Frá kr. 9.900.- Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, flutningur til og
frá flugvelli erlendis
SVISS - GRINDELWALD
2ja vikna ferðir.
Möguleiki á framlengingu og/eða aukadvöl i Amsterdam.
Eitt allra þekktasta skiðasvæði Sviss er Jungfrau - Region og einmitt þar
er áfangastaður okkar í bænum Grindelwald Hæðarmismunur er 1.422
m. og með því að ferðast um dalinn i skíðalyftum eða lestarvögnum, sem
reyndar flytja þig alla leið upp á fjallatoppana, er hægt að ná yfir 2.000
m. hæðarmismun.
Brottfarardagar: 4 feb, 18. mars
Flug: Aætlunarflug til Amsterdam og framhaldsflug til Zúrich
Akstur: U.þ b. 2’/? klst frá flugvelli til gististaða
Gisting: Hótel Residence og Derby hotel. öndvegis góð hótel, öll herbergi með
baði, sima, útvarpi og svölum og Derby hotel að auki með sjónvarpi og Mmi-bar"
á öllum herbergjum Morgunverður innifalinn.
Fæði: Unnt er að fá Vfe fæöi innifalið i verði og er kvöldverður þa framreiddur á
hotelunum
Lyftukort: Má greiða í islenskum peningum fyrir brottför
Verð: Frá kr 11.600.- Inmfalið: Flug, gisting með morgunverði. flutningur til og frá
flugvelli erlendis.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
„Eyjan við enda himinsins“
— barnaleikrit eftir Asko Martinheimo
Á dagskrá hljóðvarps kl. 16.20 á
mánudag er barnaleikrit: „Eyjan
við enda himjnsins“ eftir Asko
Martinheimo. Áður útvarpað 1979.
Þýðandi er Dagný Kristjáns-
dóttir. Leikstjóri: Sigmundur
Örn Arngrímsson. Leikendur:
Margrét Örólfsdóttir, Gerður
Gunnarsdóttir, Þorsteinn
Gunnarsson, Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir, Orri Vésteinsson,
Einar Skúli Sigurðsson, Stefán
Jónsson, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Ásdís Þórhannsd-
óttir, Ólafur Sigurðsson, Felix
Bergsson og Valdimar Helgason.
Heath Lamberts í hlutverki predikarans.
Kona er nefnd Golda
Á dagskrá sjónvarps kl. 20.50 er
síðari hluti bandarísku sjón-
varpsmyndarinnar um ævi
Goldu Meir (1898—1978), sem
var utanríkisráðherra og síðar
forsætisráðherra ísraels á mikl-
um örlagatímum. Leikstjóri er
Alan Gibson, en í aðalhlutverk-
m
um Ingrid Bergman, Jack
Thompson, Anne Jackson, Leon-
ard Nimoy og Nigel Hawthorne.
—*Á myndinni sem hér fylgir
með eru þau Robert Loggia og
Ingrid Bergman í hlutverkum
Anwar Sadats og Goldu Meir.
Sjonvarp á mánudaiískvöld Kl. 21.40:
llljóðvarp á mánudatí kl. 10.20:
BLINDI TRUNNI
— ný kanadísk sjónvarpsmynd
Á dagskrá sjónvarps kl. 21.40 á
mánudagskvöld er ný kana-
dísk sjónvarpsmynd, Blind í
trúnni (Blind Faith). Leikstjóri
er John Trent, en i aðalhlut-
verkum Rosemary Dunsmore,
Allan Royal og Heath Lam-
berts.
í Vesturheimi hafa ýmsir
söfnuðir og predikarar tekið
sjónvarp í þjónustu sína til
að boða kenningar sínar og
afla þeim stuðnings. Myndin
segir frá ráðvilltri húsmóður
sem verður bergnumin af
slíkum sjónarpspredikara og
heittrúarboðskap hans.
Verð miðað við fluq og gengi 10. nóv. 1982.