Morgunblaðið - 09.01.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
25
Golda Meir biður gyðingana að leyfa börnunum að sleppa fyrst á undan hinum fullorðnu.
Golda Meir er mitt
langbezta hlutverk
Hin ástsæla leikkona Ingrid
Bergman lést í haust, en myndir
hennar lifa. Sjónvarpið sýnir um
áramótin síðustu mynd hennar
sem rétt tókst að ljúka áður en
hún lést. Meðan á myndatökum
stóð, gekk sá orðrómur fjöllum
hærra, að heilsu leikkonunnar
færi hrakandi, en hún harðneit-
aði því allt undir það síðasta:
„Heilsa mín er í lagi, mér líður
vel og ég er ekki komin á graf-
arbakkann," sagði hún Bert
Reisfeld, blaðamanni Photo-
plays. Hér á eftir fer stutt grein
um síðustu mynd hennar, sem
margir telja hápunktinn á löng-
um, stormasömum en glæsi-
legum ferli hennar.
„Þeir hljóta að vera að grín-
ast,“ hugsaði blaðamaðurinn
Bert Reisfeld, þegar hann frétti
að Ingrid Bergman ætti að leika
Goldu Meir í sjónvarpsmynd um
ævi þjóðarleiðtogans. Golda
fæddist í Rússlandi, fluttist til
Bandaríkjanna er hún var sex
ára, gerðist bandarískur þegn og
kennari, en fluttist á þrítugs-
aldri, ásamt manni sínum Morr-
is, til ísraels til að taka þátt í
frelsisbaráttunni.
„Ég hélt að framleiðendurnir
hefðu snögglega brjálast," sagði
Ingrid, er hún var beðin að leika
Goldu Meir. „Ég hélt að sú sem
léki Goldu þyrfti að líkjast
henni, vera Gyðingur, og vera
allrasíst sænsk." Henni var sagt
að örvænta ekki. „Golda Meir
var mesta kona veraldar í aug-
um ísraela."
Loks tókst að sannfæra
Ingrid, en hún krafðist þess að
leika fyrst í prufutökum. „Ég
varð að vera algerlega trú þess-
ari miklu konu,“ segir hún.
— sagði Ingrid
Bergman
Þegar Ingrid var spurð að því
hvaða hlutverk hún héldi mest
upp á, svaraði hún: „í gamla
daga hefði ég sagt „Jóhanna af
Örk“ eða „Casablanca", en eftir
að hafa leikið Goldu Meir er ég
viss um að það er mitt besta
hlutverk. Ég tel það vera mitt
langbesta hlutverk og að leika
Goldu hefur verið stórkostleg
reynsla."
Golda Meir var leiðtogi, og allt
hennar lífsverk, að gera sitt
besta fyrir Israel, yfirgnæfði allt
annað: börn hennar, eiginmann-
inn og einkalíf. Hjónabandið
brást, en annað tókst.
Astralska leikkonan Judi Dav-
is (lék í Framadraumum) leikur
Goldu á yngri árum.
Saga Goldu Meir er ekki saga
Gyðinga, hún er saga ofsótts
fólks, sem óskar þess eins að fá
að lifa í friði.
Golda Meir var ekki bara eld-
harður foringi, heldur var hún
einnig húmoristi og fara margar
slíkar sögur af henni. Nokkrum
mánuðum áður en hún lést, árið
1978 (rúmlega áttræð), varaði
einn vinur hennar hana við
keðjureykingum. „Hvað, ertu
hræddur um að ég deyi ung?“
var svarið.
Þegar Golda heimsótti Rich-
ard Nixon í Hvíta húsið, bað
Nixon, sem þá var í vandræðum
vegna Víetnam-stríðsins, Goldu
að lána sér einn af generálum
hennar, t.d. þennan með augn-
pjötluna. — „Auðvitað," svaraði
Golda, „bara ef þú lánar mér tvo
generála." „Hverja?" spurði Nix-
on og Golda segir: „General Mot-
ors og General Electric ...“
HJÓ
Ingrid Bergman leikur Goldu Meir. Við hlið hennar er Moshe Dayen,
ísraelski varnarmilaráðherrann.
Fjöldi þorskneta í sjó:
Hámark 150
Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú
sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynn-
ingu varðandi leyfilegan fjölda þorska-
neta í sjó:
Að gefnu tilefni vekur ráðuneytið
athygli á, að samkvæmt gildandi
reglum er leyfilegur netafjöldi í sjó
þessi: Áhöfn 12 menn eða fleiri 150
net. Áhöfn 11 menn 138 net og fækk-
ar síðan netum um 12 miðað við
hvern mann sem fækkar í áhöfn.
Það frávik er gert á þessari reglu,
að sé sjálfvirkur netaafdráttar-
búnaður um borð í veiðiskipum er
slíkur útbúnaður lagður að jöfnu við
einn mann og mega því bátar sem
slíkan búnað nota hafa 12 netum í
sjó meira, en gert er ráð fyrir hér að
ofan.
Innritun í prófadeildir fer
fram mánud. 9. jan. kl. 17—21
í Miðbæjarskóla
Eftirfarandi prófadeildir veröa starfræktar ef þátttaka
reynist næg:
Aðfaranám (fyrri hluti gagnfræöanáms).
Fornám (grunnskóladeild).
1. önn Forskóla sjúkraliða
1. önn Viðskiptadeildar.
Námsflokkar Reykjavíkur.
Gengi verðbréfa
9. janúar 1983:
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJOÐS:
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. flokkur A
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
1977 2. flokkur
1978 1. flokkur
1978 2. flokkur
1979 1. flokkur
1979 2. flokkur
1980 1. flokkur
1980 2. flokkur
1981 1. flokkur
1981 2. flokkur
1982 1. flokkur
Sölugengi
pr. kr. 100.-
10.252.05
8.964.63
7.773,22
6.587.51
4.731.66
4.358,30
3.008,82
2.472.62
1.862.85
1.765,54
1.410.51
1.308.63
1.092,78
887,26
698,08
588.44
454.87
340,03
267,38
229,70
170,59
154.87
Meöalávöxtun ofangreindra flokka um-
fram verðtryggingu er 3,7—5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVERÐTRYGGÐ:
Sölugengi m.v. nafnvexti
(HLV)
12% 14% 16% 18% 20% 47%
1 ár 63 64 65 66 67 81
2 ár 52 54 55 56 58 75
3 ár 44 45 47 48 50 72
4 ár 38 39 41 43 45 69
5 ár 33 35 37 38 40 67
VEÐSKULDABRÉF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
Sölugangi nafn- Ávöxtun
m.v. vaxtir umfram
2 afb./ári (HLV) verðtr.
1 ár 96,49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92.96 2Vi% 7%
4 ár 91,14 2%% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7’/«%
7 ár 87,01 3% 7'/«%
8 ár 84,85 3% 7 %%
9 ár 83,43 3% 7Vi%
10 ár 80,40 3% 8%
15 ár 74,05 3% 8%
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
RÍKISSJÓÐS
B — 1973
C — 1973
D — 1974
E — 1974
F — 1974
G — 1975
H — 1976
I — 1976
J — 1977
1. fl. — 1981
ölugangi
pr. kr. 100.-
3.266.14
2.777,76
2.403,13
1.808,03
1.808.03
1.198,59
1.142,08
869.00
808,57
161,50
Ofanskráð gengi er m.v. 5%
ávöxtun p.á. umfram verötrygg-
ingu auk vinningsvonar. Happ-
drættisbréfin eru gefin út á
handhafa.
VerðbréfamarkaÖur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaðarbankahúsinu Simi 28566
Þetta er mikilvæg spurning þegar leiöum til þess
aö verðtryggja fé hefur fjölgaö og hægt er aö velja
mismunandi ávöxtun.
Yfirlitiö hér að neðan sýnir nokkra þá ávöxtunar-
möguleika sem í boði voru á árinu 1982 og stööu
þeirra um síöastliðin áramót.
Avöxtunarleið: Peninga- eign 1. jan 82 Peninga- eign 31.des 82 Ávöxtun
í% árið 82
JdaDDdr.skuldabréf Ríkissjóðs 100.000 167.769 68%
_Spariskírteini Ríkissióðs 100.000 169.069 69%
J/erðtrvaað veöskuldabréf 100.000 173.372 73%
Qyerðtrygg&yeðskuldabréf •100.000 173.750 74%
Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins hefur
sjö ára reynslu í veröbréfaviðskiptum og fjármála-
legri ráðgjöf og miölar þeirri þekkingu án endur-
gjalds.
Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum viö ráöleggja
þér hagkvæmustu ráöstöfun þess.
Veröbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaöarbankahúsinu Simi 28566