Morgunblaðið - 09.01.1983, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1983
t
Eiginmaöur minn og faðir,
JENS VIGFÚSSON,
veggfóðrari,
Laugarnesvegi 84,
lést í gjörgæsludeild Borgarspítalans 7. janúar.
Fyrir hönd aöstandenda,
Laufey Asbjörnsdóttir,
Birgir Jensson.
t
Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
MATTHÍASAR WAAGE,
Rauöalæk 38,
er lést 1. janúar sl., veröur gerð í Dómkirkjunni í Reykjavík, mánu-
daginn 10. janúar kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina.
Ingíbjörg Waage,
Sigríóur Jónsdóttir, Gunnar Jónsson,
Edda Petersen, Walter Petersen,
Kristín Waage, örn Aðalsteinsson,
og barnabörn.
t
Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR KRISTÍNAR SVEINSDÓTTUR,
Ásvallagötu 35,
fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 11. janúar kl. 15.00.
Jóhannes Ó. Guömundsson,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
Faöir okkar,
MAGNÚSÞÓRÐARSON
frá Neóradal,
Lönguhlíö 23,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 11. janúar kl.
Þórarinn Magnússon,
Sigmundur Magnússon,
bóröur Eydal Magnússon.
t
Minningarathöfn um
INGIBJÓRGU MARÍU (BUGGU) THOMPSON,
áöur til heimilis Vesturgötu 21, Rvík,
veröur haldin þriöjudaginn 11. janúar nk. kl. 15.00 í Fossvogskap-
ellu hinni nýju.
Þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru beönir um aö láta Krabba-
meinsfélag íslands njóta þess.
Fyrir hönd vandamanna,
Bergljót Ingólfsdóttir.
t
Eiginkona mín, móöir, dóttir og tengdadóttir,
ÁSDÍS STEINUNN LEIFSDÓTTIR,
kennarí,
Sævangi 7, Hafnarfiröi,
sem lézt í Landspítalanum 4. janúar sl., veröur jarösungin frá
Hafnarfjarðarkirkju.-þriöjudaginn 11. janúar kl. 13.30.
Guðfinnur G. Þóröarson,
Eyrún Björg Guöfínnsdóttir,
Leifur Steinarsson,
Ingibjörg Bjarnadóttir, Þóröur Gíslason.
t
Faöir okkar, tengdafaöir, afi, langafi og langalangafi,
JÓN EIRÍKSSON,
skipstjóri,
Drápuhlíö 13,
veröur jarösunginn frá Háteigskirkju, þriöjudaginn 11. janúar kl.
13.30.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og aörir niöjar.
t
KRISTJANA GUDMUNDSDÓTTIR
frá Hjöllum,
lést 3. janúar. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn
10. janúar kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hínnar látnu er bent á Dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna.
Sigríöur Kristjánsdóttir,
Björn Kristjánsson,
Ari Kristjánsson,
Halldór Kristjánsson,
Aöalsteinn Kristjánsson,
Lilly Kristjánsson,
Auöur Axelsdóttir,
Hulda Sigurðardóttir,
Hjördís Jónsdóttir,
Anna Hjartardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Matthías Waage
— Minningarorð
Þann 30. desember sl. fylgdi ég
föðurbróður mínum Matthíasi
Waage á sjúkrahús, eins og svo oft
áður, þegar hann fékk sín veik-
indaáföll. í þetta skipti eins og hin
skiptin sagði ég við hann: „Við sjá-
umst fljótlega aftur Matti minn.“
Og grunaði mig þá ekki að þetta
væri mín hinsta kveðja. En
Matthías lést aðfaranótt 1. janúar
sl.
Matthías Waage var faeddur 20.
júní 1907 í Reykjavík. Foreldrar
hans voru hjónin Sigurður E.
Waage kaupmaður og kona hans
Hendrikka Jónsdóttir Waage. Eft-
irlifandi kona Matthíasar er Ingi-
björg Waage f. 23. júní 1913, en
þau höfðu verið gift í rúma hálfa
öld. Naut hann einstakrar um-
hyggju hennar og fórnfýsi í veik-
indum sínum í gegnum árin og til
hinstu stundar.
Börn þeirra eru: Sigríður Reg-
ina f. 22. janúar 1932. Gift Gunn-
ari Jónssyni, búsett í Garðabæ.
Edda f. 25. apríl 1934. Gift Walter
Petersen, búsett í Bandaríkjunum.
Kristín Helga f. 28. nóvember
1939. Gift Erni Aðalsteinssyni,
búsett í Reykjavík.
Það er ekki meining mín með
þessum fáu orðum að skýra frá
ævi þessa ágæta manns, heldur
vildi ég mega þakka mínum góða
frænda fyrir svo ótal margt sem
hann gerði fyrir mig og fjölskyldu
mína. Það verður aldrei fullþakk-
að enda mun hann ekki hafa ætl-
ast til þess, að haft væri orð á
slíku. Avallt voru þau hjón góð og
ljúf við mig og hann sem besti fað-
ir. Þau hjónin tóku alltaf á móti
fjölskyldu minni opnum örmum á
heimili sínu og hlupu börnin mín
þá ætíð upp í fang frænda. Þar
sem börn eru svo næm á eðli
mannsins hændust öll mín börn og
barnabörn að Matta, því hann var
einstaklega barngóður.
Matti hafði næmt skopskyn, var
gamansamur og léttur í lund en
tilfinninganæmur. Hann var
drenglyndur og heiðarlegur, og
var hrókur alls fagnaðar á meðal
vina og kunningja. Fals og
ódrengskapur voru honum víðs
fjarri. Hann hafði gaman af
íþróttum og þá sérstaklega af
knattspyrnu, en hann var í knatt-
spyrnufélaginu Víkingi á sínum
yngri árum. Söngur var þó honum
hans aðaláhugamál. Ungur að ár-
um byrjaði hann í kórnum Kátir
félagar en fór síðan í Karlakórinn
Fóstbræður. Hann starfaði í fé-
laginu Gömlum Fóstbræðrum frá
stofnun þess árið 1959. Hann tók
af alhug þátt í sameiginlegu starfi
þessara félaga og hélt tengslum og
kynnum við Fóstbræður allt til
hinstu daga sinna.
Matti hóf störf hjá föður mínum
er hann 1924 keypti fyrirtækið
Sanitas, en 1939 var Sanitas gert
að hlutafélagi og gerðist hann þá
hluthafi þess, og var í stjórn þess í
fjölda ára. Matta var alla tíð mjög
annt um fyrirtæki sitt, en hann
starfaði þar sem fulltrúi.
Þegar ég ungur að árum hóf
störf hjá fyrirtækinu var ég svo
lánsamur að njóta þess að verða
samstarfsmaður hans í fjölda ára.
Nú síðustu árin starfaði hann hjá
tengdasyni sínum Gunnari A.
Jónssyni og má segja að hann hafi
unnið til síðasta dags.
Ég vil nú kveðja Matta frænda
minn hinstu kveðju og þakka hon-
um allar góðar stundir sem við
höfum átt saman og bið góðan
Guð að blessa hann.
Eftirlifandi umhyggjusamri og
góðri konu hans og börnum send-
um við hjónin og fjölskylda okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Siguröur S. Waage
Mig langar með nokkrum fá-
tæklegum orðum að minnast bezta
vinar okkar hjónanna, Matthíasar
Waage, en hann andaðist á ný-
ársnótt í Borgarspítalanum, þar
sem hann hafði aðeins verið í einn
t
HÓLMFRÍÐUR JÓNA INGVARSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 11. janúar kl.
15.00.
Haraldur Sæmundsson,
dætur, tengdasynir,
börn og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför,
GUDJÓNS ÞORKELSSONAR
frá Sandprýöi,
Vestmannaeyjum.
Þuríóur Einarsdóttír,
Sigríður Guðjónsdóttir, Haraldur Hamar,
Guðbjörg Guöjónsdóttir, Eðvar Ólafsson,
Ruth Guöjónsdóttir, Bjarni Th. Mathiesen,
Gylfi Guðjónsson, Kristín Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall sonar okkar og
bróður,
ÖLVERS THORARENSEN,
Gjögri.
Guö blessi ykkur öll.
Foreldrar og systkini.
+ Þökkum innilega samúö og vináttu viö okkar, tengdamóður og ömmu. andlát og útför móöur
SIGRÍÐAR HALLSDÓTTUR,
Akranesi.
Kristbjörg Þórðardóttir, Hilmar Þórarinsson,
Skúli Þóröarson, Soffía Alfreösdóttir,
Bragi Þóróarson, Elín Þorvaldsdóttir,
Birgir Þóröarson, Ása Gústafsdóttír,
og barnabörn.
sólarhring. Hann hafði veikzt
skyndilega, eins og oft undanfarin
ár, en heilsa hans var orðin mjög
tæp. Oft hafði hann farið á spítala
og alltaf komizt heim aftur. Von-
uðum við, að hann kæmi heim nú
eins og áður, en sú von brást; dag-
ar hans voru taldir.
Matthías fæddist í Reykjavík
20. júní 1907. Foreldrar hans voru
hjónin Hendrikka og Sigurður
Waage. Hann átti tvo eldri bræð-
ur, Sigurð Waage forstjóra Sani-
tas og hálfbróður, Jónas Ólafsson
vélstjóra. Var einkar kært með
þeim bræðrum. Móðir þeirra
missti Sigurð, mann sinn, á bezta
aldri, og varð hún þá að sjá sonum
sínum farborða. Hún setti upp
matsölu og hafði kostgangara, því
að hún var bæði dugleg og mikið
myndarleg húsmóðir. Drengirnir
hennar voru henni sérlega ástríkir
og hjálpuðu henni eins og þeir
gátu.
Þann 28. nóvember 1931 kvænt-
ist Matthías Ingibjörgu, dóttur
hjónanna Regínu Helgadóttur og
Vilhjálms Gíslasonar skipstjóra.
Hún átti tvær eldri systur, Stein-
unni og Kristínu, en Kristín var
þá gift bróður Matthíasar, Sig-
urði, sem missti hana svo langt
um aldur fram eftir ástríkt hjóna- ,
band frá þremur börnum. Kom þá
Steinunn á heimilið, annaðist
börnin og síðar giftust þau Sigurð-
ur. Það var mikill og góður sam-
gangur milli heimila bræðranna.
Matthías og Ingibjörg tóku miklu
ástfóstri við börn Sigurðar, sem
hafa endurgoldið þeim í ríkum
mæli alla tíð. Sérstaklega ber að
nefna Sigurð og Guðrúnu, sem
bjuggu í nágrenninu, og alltaf
mátti Ingibjörg hringja til þeirra,
hvort sem það var á nóttu sem
degi, ef eitthvað var að.
Matthías og Ingibjörg eignuðust
þrjár dætur, Gígí og Kristínu gift-
ar og búsettar hér í borg og Eddu
gifta og búsetta í Bandaríkjunum.
Þær eiga allar góða maka og
heimili og indæl börn, sem öllum
þótti alveg sérstaklega vænt um
afa sinn. Matthías og Ingibjörg
fóru oft í héimsókn til Eddu, dótt-
ur sinnar, og áttu þar góða daga
hjá henni og fjölskyldu hennar.
Nú síðast árið 1981 heimsóttu þau
hana í nóvember og héldu þar upp
á gullbrúðkaup sitt og dvöldust
svo hjá þeim um jólin, þeim öllum
til óblandinnar ánægju.
Aður fyrr fórum við hjónin oft í
sumarfrí með Matthíasi og Ingi-
björgu og voru það ógleymanlegar
ferðir. Við fórum oftast með börn-
in með okkur, og var einlægt mikil
kátína og skemmtun í öllum okkar
ferðalögum utan lands sem innan.
Síðastliðin 4—5 ár spiluðum við á
hverjum fimmtudegi sólóvist, og
var það alveg ómissandi skemmt-
un. Síðast komu þau til okkar á
annan jóladag, kát og hress að
vanda, og þá var tekið í spil, en nú
er það ekki lengur.
Við hjónin og börn okkar kveðj-
um elskulegan vin og þökkum hon-
um samveruna á liðnum árum. Við
biðjum Guð að blessa og styrkja
Ingibjörgu, dætur hennar og fjöl-
skyldur þeirra, vini og vandamenn
alla, sem sakna hans.
Með ljóðlínum Jónasar kveðjum
við hann í Drottins nafni.
Klýl |»ór, vinur, í fegra heim.
Krjúptu art fólum frióarboóan.s
°R njúgdu á vængjum mor^unroóans
meira aó slarfa (*uds um Ki*im.
Með innilegri saknaðar- og vin-
arkveðju.
Marta og Haraldur