Morgunblaðið - 09.01.1983, Side 29

Morgunblaðið - 09.01.1983, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 Minning: Kristjana Guðmunds- dóttir frá Hjöllum Fædd 12. september 1890 Dáin 3. janúar 1983 „Svo hardur er enginn hafsins kleltur að hafaldan vinni ekki á honum seinast." Jana var Vestfirðingur og í þeim landshluta hóf hún lífs- baráttu sína, þótt örlögin höguðu því þannig að meiri hluta ævi sinnar hafi hún búið í Reykjavík. Maður hennar var Kristján Ein- arsson bóndi að Hjöllum í Skötu- firði og við þann bæ kenndi Jana sig æ síðan. Þau eignuðust sjö börn, en elzta barnið, Aðalheiður, dó úr lungnabólgu aðeins ellefu ára. Hin eru: Guðmundur stýri- maður (látinn), Sigríður hús- freyja, Björn lögreglumaður, Ari stýrimaður, Halldór glerslípunar- maður, og yngstur er Aðalsteinn stýrimaður. Að þola örlögin er að sigra þau stendur einvers staðar og á þessi -fullyrðing svo sannarlega við vinkonu mína, Jönu frá Hjöllum, sem nú hefur skilað sínu hlutverki með reisn. Árið 1927 missir hún mann sinn frá ungum börnum og þá kom tími erfiðra ákvarðana í lífi Jönu. Næsta ár býr hún á Hjöllum, en hún sá fram á að það gekk ekki og flyzt svo alfarin til Reykjavíkur árið 1928. A-llir vita að á þessum árum var ekki drekr- að við fólk eða alið á vorkunnsemi, þótt eitthvað bjátaði á, hver og einn varð að standa fyrir sínu og bjarga sér, enda var það í sam- ræmi við skapgerð Jönu. Hún tók þá ákvörðun, sem án efa hefur verið þungbær, að koma börnum sínum fyrir hjá góðu fólki við Djúp og fara sjálf burt þar sem atvinnumöguleikar voru meiri. Það var svo sem ekki einsdæmi á þessum tímum að fjölskyldur sundruðust við fráfall maka, en sárt hlýtur það að hafa verið. Jana hafði hugrekki til þess að láta skynsemina ráða og hefur hún ef- laust haft hag barna sinna efst í huga og talið sig geta stutt þau betur með því að flytja burt, og afla fjár þar sem möguleikarnir voru meiri en í heimabyggðinni. Hugur hennar var alltaf við Djúp, þar sem börn hennar voru og á hverju sumri kom hún vestur og heimsótti börnin sín og sá til þess að tengsl hennar við þau rofnuðu aldrei. Það var einmitt í sambandi við þessar sumarheimsóknir Jönu vestur, að ég sem barn minnist hennar fyrst, þegar hún gisti hjá foreldrum mínum. Móðir mín hafði kynnzt henni, 16 ára ungl- ingur, alin upp á næsta bæ við Hjaila, og leiddu þau kynni til ævilangrar, dýrmætrar vináttu við þessa mætu persónu, sem síð- an náði til okkar afkomendanna og man ég ekki eftir mér án þess að Jana væri náinn þáttur í fjöl- skyldu okkar þótt lengi væri vík milli vina. Jana kunni að rækja vináttu og var aufúsugestur hvar sem hún kom, hún flutti með sér í þessum ferðum á heimaslóðir and- blæ hins fjarlæga og umfram allt glaðlyndi, sem smitaði út frá sér. Svo liðu árin, börn hennar urðu fullorðið og mannvænlegt fólk og tóku að leita til Reykjavíkur eftir menntun og vinnu. Hún varð þeirrar gleði aðnjótandi að sjá þau öll verða að dugandi þjóðfélags- þegnum eins og hún var sjálf. Börnum sínum og fjölskyldum þeirra var hún nátengdari en nokkru sinni og mátti halda að þau hefðu aldrei orðið viðskila við hana, svo sterk voru tengslin. Dugnaður Jönu var óumdeildur og vann hún við ýmislegt gegnum árin. Lengi vann hún við að hreinsa áhöld á Landakoti, ræst- ingar í skólum stundaði hún um tíma, en síðustu árin sem hún stundaði vinnu starfaði hún í þvottahúsi á Hótel Vík. Hún hætti störfum 79 ára gömul og flutti þá á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna, þar sem hún undi sér vel þar til yfir lauk. Foreldrar mínir sakna góðs vin- ar. Sjálf tel ég það mikið lán, að ég og börn mín fengum að eignast vináttu og nema af lífsreynslu Jönu, sem hafði svo mikið hug- rekki til þess að lifa lífinu sjálfri sér og sínum til gleði, þrátt fyrir harðar ytri aðstæður. Þórunn Þórðardóttir Hinn þriðja þessa mánaðar lézt að Hrafnistu frú Kristjana Guð- mundsdóttir frá Hjöllum í ög- ursveit. Hún var fædd í Arnardal í Skutulsfirði 13. september 1890, dóttir hjónanna Guðmundínu Magnúsdóttur og Guðmundar H. Kristjánssonar. Missti hún föður sinn er hún var 12 ára gömul. Eft- ir það dvaldi hún hjá vandalaus- um til 22 ára aldurs, en þá giftist hún Kristjáni Einarssyni og hóf með honum búskap að Stóru-Hlíð í Húnavatnssýslu. Bjuggu þau þar í þrjú ár en síðan eitt ár í Hnífs- dal. Fjögur ár voru þau í Efstadal í Ögurhreppi. Þaðan fluttu þau að Hjöllum í Skötufirði og stunduðu þar búskap í 7 ár. En þá lézt Kristján, fertugur að aldri. Varð að honum mikill mannskaði. Hann var bráðduglegur maður og ham- hleypa til allra verka. Kristjana stóð nú uppi með sinn stóra barnahóp. Höfðu þau hjón eignast 8 börn, en misstu tvö þeirra ung. Mér er Kristjana minnisstæð frá þessum tíma. Kjarkur og dugnður var megineinkenni skap- gerðar hennar. Hún hélt áfram búskap á Hjöllum í rúmlega eitt ár. Síðan kom hún eldri börnunum fyrir á góðum heimilum þar sem þau unnu fyrir sér. Hún og yngri börnin dvöldu á ýmsum stöðum. Fór þetta allt vel og farsællega. Börnin voru dugandi og myndar- leg eins og þau áttu kyn til. Var það móður þeirra hin mesta gæfa og gleði að sjá þau komast til manndóms og þroska. Eftir að Kristjana flutti að vest- an til Reykjavíkur vann hún lengi á Landakotsspítala og Hótel Vik, en síðar við hússtörf á heimilum. Hún naut alls staðar vinsælda og trausts. Framkoma hennar mót- aðist af hógværð og ljúfmennsku. Þrátt fyrir mótlæti í lífinu var hún oftast létt í lund. Hún vann störf sín í kyrrþey, var traustur vinur vina sinna og mannkosta- kona. Beiskju varð ekki vart í fari hennar. Hún mætti erfiðleikum með hetjuskap. Farsæld og um- hyggja barna hennar voru sigur- laun þessarar góðu og mikilhæfu konu. Það féll henni mjög þungt er hún missti Guðmund son sinn fyrir tveimur og hálfu ári, en hann var eins og börnin öll, drengskap- ar- og dugnaðarmaður. Nú þegar Kristjana frá Hjöllum er öll þakka börn hennar, allir af- komendur hennar og vinir lífs- starf hennar og manndóm allan. Hennar er nú minnzt með einlægu þakklæti og virðingu. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. janúar. S.Bj. Oskar Arni Blomster- berg — Minning Þann 7. janúar var til grafar borinn vinur minn, Óskar Árni Blomsterberg. Langar mig til að minnast hans með nokkrum orð- um og senda um leið hjartans samúðarkveðjur til foreldra hans, unnustu, dóttur, systkina og vina. Þegar ég frétti andlát Óskars fór um mig straumur hryggðar og saknaðar og brá mér mikið, svo óvæntar og ótrúlegar voru þær fréttir, því ég hafði aðeins rúmum sólarhring áður átt við hann skemmtilegt samtal um framtíð- aráform okkar. Ég kynntist Óskari heitnum í byrjun árs 1978, þegar hann kom til Akureyrar til að vinna hjá mér. Fljótlega urðum við góðir vinir og áttum mörg sameiginleg áhuga- mál. Óskar heitinn var afar geðþekk- ur maður og góður í umgengni. Hann var mér mjög hjálplegur og taldi ekki eftir sér að gera hlutina og var þá bæði fljótt og vel unnið. Við hjónin eigum margar góðar minningar um þennan góða vin okkar, hans einstöku hjartahlýju og hjálpsemi. Heimsóknir Óskars heitins á mitt heimili voru alltaf fagnaðarfundir og var þá mikið rætt og bar margt á góma bæði í gamni og alvöru. Vil ég þakka honum þær góðu og ógleymanlegu stundir og allt annað sem við átt- um sameiginlegt. Það er alltaf erfitt að sjá á bak góðum vinum en hugsunin um þær viðtökur, sem slíkir fá í Guðs ríki, gerir okkur hæfari til að bera söknuðinn og vanda betur til eigin lífsmáta. Ég vil óska ölluín aðstandend- um Óskars heitins gæfu og gengis í framtíðinni og bið algóðan Guð að gefa þeim styrk í raunum þeirra. Góðvin minn Óskar Árna Blomsterberg kveð ég að sinni. Jón Steinn Elíasson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verda að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Halldór Grétar Sig- urðsson — Minning Fæddur 12. október 1921 Dáinn 30. desember 1982 Þegar ég frétti að mágur minn og vinur væri allur setti mig hljóðan. Reyndar kom lát Hall- dórs ekki mjög á óvart þeim er til þekktu. Hann hafði þjáðst af þeim sjúkdómi um nokkurt skeið sem að síðustu dró hann til dauða. Þessar línur eru ætlaðar til að þakka góð- um og göfugum vini fyrir sam- fylgdina í þessu lífi, elsku hans og umhyggju. Ég minnist allrar natni hans og ljúfmennsku sem hann veitti börnum mínum þegar þau voru að vaxa úr grasi og ekki síður þegar fullorðinsárin tóku við. Hann lað- aði börnin að sér eins og segull, því enginn var þeim betri og hjá honum fundu þau traust og vin- áttu. Ég hef engan mann þekkt að öðrum ólöstuðum sem var eins barngóður og hann. Halldór átti fjölbreytta starfsævi, hann stundaði sjó- mennsku á sínum yngri árum, vann við húsbyggingar og seinni árin við skrifstofustörf hjá Olíufé- laginu Skeljungi. öll þessi störf innti hann af hendi með trú- mennsku og samviskusemi. Hall- dór vinur minn var lánsamur í einkalífi sínu. Hann kvæntist eft- irlifandi konu sinni, Ingibjörgu Marteinsdóttur, yndislegri konu, og var sambúð þeirra elskuleg og til fyrirmyndar, enda mat hann konu sína mikið. Þeim varð ekki barna auðið en Halldór átti tvö börn frá fyrra hjónabandi og reyndist hann þeim og börnum konu sinnar af hennar fyrra hjónabandi sem besti faðir og hollráður vinur. Nú syrgja margir þennan öðl- ingsmann, ekki síst barnabörnin hans sem elskuðu afa sinn mjög heitt og máttu vart af honum sjá enda fundu þau hlýju og góð- mennsku, sem frá honum streymdi. Halldór var fríður mað- ur og mikið snyrtimenni, söng- maður góður, hrókur alls fagnaðar í fjölskyldu- og vinahópi. Halldór var sonur hjónanna Marólínu Er- lendsdóttur og Sigurðar Hall- dórssonar verkstjóra, sem bæði eru látin, en bjuggu á Lindargötu 36 hér í borg og er Halldór fæddur þar og uppalinn ásamt eftirlifandi systkinum sínum sem nú syrgja elskulegan bróðir. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir þær stundir sem við höfum átt kost á að eiga með honum. Djúpur söknuður ríkir nú hjá okkur, en við erum þakklát fyrir að eiga í huga okkar margar fagr- ar minningar um samvistina með honum. Við þökkum alla ástúðina oggóðviijan sem hann veitti okkur í svo ríkum mæli. Við kveðjum þennan mæta dreng og sam- hryggjumst öllum ástvinum hans sem nú eru harmi slegnir og biðj- um Guð að blessa þau í sorg þeirra. Halldóri bið ég blessunar á hans hinsta ferðalagi. Magnús Bergsteinsson t Þökkum kærlega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jarö- arför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, OTTÓS PÁLSSONAR, fyrrum kaupmanns, Akureyri. Jafnframt færum viö innilegar þakkir læknum og hjúkrunarliöi lyfjadeildar Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Sigfriö Einarsdóttir, Þóra Ottósdóttir, Örn Hauksson, Ottó Páll Arnarson. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, GUORÚNAR OLGU BENEDIKTSDÓTTUR. Ragnheiður Árnadóttir, Einar Sigurðsson, Guörún Olga Einarsdóttir, Siguröur Einarsson, Ragnheíður Svanbjörg Einarsdóttir, og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför bróöur míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HRÓBJARTS OTTÓS MARTEINSSONAR. Sveinn Marteinsson, Svanbjörg Hróbjartsdóttir, Guðlaug Hróbjartsdóttir, Erlendur Guðmundsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUDRUNAR ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR frá Þykkvabæjarklaustri, Álftaveri. Rannveig Oddsdóttir, Kjartan Friðriksson, Jón Rafn Oddsson, Sigþrúður Gunnarsdóttir, Þuríður Oddsdóttir, Kristófer Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.