Morgunblaðið - 14.01.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983
15
Elizabeth vill ætt-
leiða ísraelskt barn
London, 13. janúar. AP.
ELIZABETH Taylor hefur sýnt áhuga á því að ættleiða eina litla
ísraelska telpu, sem hefur verið á munaðarleysingjahæli í ísrael. Nú
hefur faðir telpunnar hins vegar komið fram á sjónarsviðið og harðneit-
ar að láta barnið frá sér og segist munu annast uppeldi dóttur sinnar.
Frá þessu var sagt í Daily
Mirror í London í dag og sam-
kvæmt þeirri frásögn sá Eliza-
beth barnið, sem er rúmlega árs-
gamalt, þegar hún var í ísrael nú
fyrir stuttu. Móðir barnsins lézt
úr hvítblæði um jólaleytið og
ekki var vitað hvar faðirinn var
niðurkominn.
Elizabeth Taylor, sem er nú
komin til Bandaríkjanna, sagði í
dag að hún vonaðist til þess að
faðirinn skipti um skoðun og
gerði sér grein fyrir því, að barn-
inu væri bezt borgið hjá sér.
Benti hún á hversu vel hefði tek-
izt til með uppeldi Mariu Burton,
sem er nú 21 árs og var korna-
barn ættleidd af Elizabethu og
Eddie Fisher.
Kjarnorkutilraunir sjötta áratugarins
I deiglunni í Bretlandi:
Tólf þúsund manns
fara í læknisskoðun
Lundúnum, 13. janúar. AP.
VARNARMÁLARÁÐUNEYTIÐ tilkynnti í dag að það muni láta fara fram
mjög nákvæma læknisskoðun á þeim 12.000 hermönnum og óbreyttum
borgurum sem tóku þátt í tilraunum Breta með kjarnorkusprengingar á
sjötta áratugnum.
Tilkynning þessi kom í kjölfar
fullyrðinga um að 150 fyrrverandi
hermenn sem tóku þátt í tilraun-
unum, hafi annað hvort látist úr
krabbameini vegna geislunar eða
þjáist af öðrum sjúkdómum því
tengdu.
Þessar tilraunir, sem stóðu yfir
í sex ár, fóru fram í Ástralíu og á
Christmas Island í Kyrrahafi og
voru sprengdar tuttugu kjarn-
orkusprengjur.
Talsmaður varnarmálaráðu-
neytisins hefur staðfastlega neit-
að áðurnefndum fullyrðingum
sem komu fram í Observer síðast-
liðinn sunnudag og einnig í sjón-
varpi og sagt, að varúðarráðstaf-
anir við tilraunirnar hafi verið
meira en fullnægjandi: „Það eru
enn engar sannanir fyrir því að
fólk hafi sýkst af þessum völdum."
Áhrif getnaðarvarna-
sprautu könnuð í USA
Wa.shington, 10. janúar. AP.
NEFND ÚR matvæla- og lyfjaeftirlitinu hóf í dag vitnaleiðslur til að geta
síðar kveðið á um það hvort leyfa eigi áframhaldandi notkun getnaðarvarna
í formi sprautu, en áhrif hennar vara í þrjá mánuði og þykja öruggari en
„pillan". Andstæðingar leyfisveitingarinnar halda því fram að þessi getn-
aðarvörn auki til muna líkurnar á krabbameini.
Getnaðarvörn þessi, „Depo Pro-
vera“, er nú fáanleg í 84 löndum og
er notuð af 1,5 milljónum kvenna,
en hefur notið vaxandi andstöðu í
Bandaríkjunum frá því matvæla-
og lyfjaeftirlitið leyfði notkun
hennar árið 1974.
Rannsóknarnefndin sem að
málinu starfar getur tekið sér
þann tíma sem hún æskir í að
ákvarða niðurstöðuna eftir að
vitnaleiðslunum lýkur, en talið er
að niðurstaða þessi muni koma til
með að hafa mikil alþjóðleg áhrif,
þar sem margar þjóðir hafa beðið
með að taka afstöðu til getnaðar-
varnarinnar þar til Bandaríkja-
menn hafa gert upp hug sinn.
Svíar setja upp
rannsóknarnefnd
— vegna kjarnorkuknúna gervitungls-
ins sem stefnir stjórnlaust til jarðar
Stokkhólmi, 13. ianúar. AP.
SÆNSK STJORNVÖLD tilkynntu í dag, að þau hefðu sett almannavarna- og
rannsóknarnefnd í kjarnorkumálum í viðbragðsstöðu vegna hins sovéska
kjarnorkuknúna gervitungls, sem talið er að falli nú stjórnlaust til jarðar.
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í
síðastliðinni viku um gervitunglið
og hvöttu stjórnvöld annarra ríkja
til að vera vel á verði.
Gervitunglið, Cosmos 1402, sem
Bandarikjamenn lýsa sem njósna-
gervitungli, mun að öllum líkind-
um koma inn í gufuhvolfið ein-
hvern tíma milli 21. og 23. janúar
og segjast vísindamenn geta gefið
nánari upplýsingar um ferðir þess
u.þ.b. fjórum dögum áður.
Sænsk yfirvöld segja, að sovésk
yfirvöld hafi tjáð þeim að gervi-
tunglið verði að öllum líkindum úr
sögunni á þeim tíma sem áætlað
er að það komi inn í gufuhvolfið og
því sé ekki um neina hættu að
ræða.
Begin kann að boða
til nýrra kosninga
Tel Aviv, 13. janúar. AP.
LOKAYFIRIIEYRSLUR rannsóknarnefndarinnar, sem skipuð var í fsrael,
til þess að grafast fyrir um orsakir fjöldamorðanna í flóttamannabúðunum
fyrir utan Beirút, fara fram á sunnudag og telja heimildir, að lokaniðurstöðu
sé að vænta eftir mánuð.
í tilkynningu frá nefndinni, sem
gefin var út í dag, sagði að hún
hafi fengið í hendurnar skriflegan
framburð átta þeirra níu hátt-
Kambódía:
Miðlar
Belgíustjórn
málum?
Seoul. SuAur-Kóreu, 13. janúar. AP.
LEO Tindemans, utanríkisráðherra
Belgiu, sagði í dag, að ríkisstjórn hans
hefði engar ráðagerðir eða tilboð fram
að færa vegna ástandsins í Kambódíu,
en bætti því við að hún myndi ekki
neita, væri hún beðin hjálpar.
Tindemans, sem kom til Seoul síð-
astliðinn mánudag í fyrstu opinberu
heimsókn sína til Suður-Kóreu,
sagði þetta á blaðamannafundi í
morgun, skömmu áður en hann lagði
af stað til Thailands.
Fregnir að undanförnu hafa
hermt, að Belgíustjórn hafi verið
beðin um að miðla málum í Kambód-
íu, en ekki kom fram nein staðfest-
ing á því í viðræðum við fréttamenn.
settu embættismanna, sem varað-
ir voru við því, að niðurstöður
nefndarinnar kynnu að skaða
mannorð þeirra. í tilkynningunni
var ennfremur frá því skýrt, að
Menachem Begin, forsætisráð-
herra, hefði lýst því yfir, að skrif-
legur framburður hans, sem barst
nefndinni í desemberbyrjun, væri
lokaorð hans í þessu máli.
Samkvæmt lögum eru niður-
stöður nefndarinnar ekki bind-
andi, en talið er víst að þeim beri
saman við almenningsálitið í öll-
um meginatriðum. Heimildir
herma einnig, að Begin muni efna
til nýrra kosninga í landinu, kom-
ist rannsóknarnefndin að því í
niðurstöðum sínum, að ríkisstjórn
hans eigi sök á því hvernig fór í
flóttamannabúðunum.
í STUTTU MÁLI:
Þakka
föngum fyrir
liðveislu
North Tarrytown, New York, 13. janúar.
AP.
SAUTJÁN gíslar sem lifðu af
fangauppreisnina í hinu gamla
Sing Sing fangelsi sögdust í dag
þakka lífgjöfina Tóngum, sem
béldu yfir þeim verndarhendi í
þær 53 klukkustundir sem þeir
voru í haldi.
„Við vilum sérstaklega
þakka föngum í B-álmu það
sem þeir gerðu fyrir okkur
meðan á uppreisninni stóð,“
sagði einn varðanna þegar
hann las yfirlýsingu frá þeim í
gær og bætti við: „Þrátt fyrir
að við sæjum ekki andlit þeirra
verður því sem þeir gerðu fyrir
okkur ekki gleymt."
Paul Dirac
heiðraður
Tallahassee, Flórida, 13. janúar. AP.
SÆNSK stjórnvöld hafa gefið út
frímerki til heiðurs Nóbelsverð-
launahafanum Paul A.M. Dirac,
sem er prófessor í eðlisfræði við
ríkisháskólann í Flórída.
Dirac, sem verður áttræður
síðar á þessu ári, hlaut Nóbels-
verðlaunin árið 1933 fyrir
rannsóknir sínar og uppgötv-
anir í eðlisfræði er hafa síðan
þá auðveldað ýmsar tækninýj-
ungar.
Flórída:
Hákarlatorfa
veldur ugg
Hallandale, Flórída, 13. janúar. AP.
HÁKARLATORFA hefur valdið
því að undanfarna daga hefur
ekki verið hægt að synda i sjó á
þessum miklu ferðamannaslóð-
um, en eftirlitsþyrlur sem könn-
uðu torfuna í gær telja að ekki sé
um færri en fimm hundruð dýr
að ræða.
Yfirvöld á þessum slóðum
hafa verið gagnrýnd fyrir að
halda ströndunum opnum með
hákarlatorfuna rétt fyrir utan,
en þau segja ekki vera um
neina hættu að ræða meðan að
allir fara varlega og enginn fer
í sjóinn.
Sovétríkin:
Andlát Podgornys
vekur litla athygli
Moskvu, 13. janúar. AP.
ANDLÁTSFREGN Nikolai V. Podgornys, fyrrverandi forseta Sovétríkj-
anna, var formlega birt í málgagni stjórnarinnar, Izvestia, i dag og
hljóðaði upp á minna en fimmtiu orð. Hún var undirrituð af forsætisnefnd
Æðsta ráðsins.
í tilkynningunni kemur fram,
að Podgorny hafi látist á þriðju-
dag eftir langvarandi veikindi og
var hún birt á látlausum stað í
blaðinu án nokkurra eftirmæla
eða umyrða. Hins vegar var far-
ið mörgum orðum um Kiselev,
aukafulltrúa í stjórnmálaráðinu,
sem lést sama dag.
Podgorny fæddist 18. febrúar
árið 1903 í þorpinu Karlovka í
Úkraínu. Árið 1917 hóf hann
störf hjá vélaverslun nokkurri
og tók að stunda nám í kvöld-
skóla, en varð á sama tíma virk-
ur innan kommúnistahreyf-
ingarinnar.
Það fór heldur lítið fyrir hon-
um framan af, en hann starfaði í
heimahéraði sínu í Úkraínu og
frami hans innan flokksins var
skjótur. Hann varð formaður
flokksins í.Úkraínu árið 1957 og
fór þá fyrst að bera á honum á
æðri stöðum í landinu.
Podgorny var kjörinn í mið-
stjórn flokksins árið 1956 og
varð fullgildur meðlimur í
stjórnmálaráðinu árið 1960.
Hann varð síðan forseti Sovét-
ríkjanna árið 1965 og var þá einn
þriggja æðstu manna í landinu
ásamt þeim Leonid I. Brezhnev,
þáverandi aðalritara Kommún-
istaflokksins, og Alexei N. Kos-
ygyn, forsætisráðherra. Hann
tók við forsetaembættinu úr
höndum Mikoyans, sem sjálfur
tók þá ákvörðun að draga sig í
hlé áður en dauði, sjúkdómar eða
hreinsanir kæmu honum frá
völdum.
Vestrænir fréttaskýrendur
höfðu í upphafi mikla trú á því
að hann yrði leiðandi afl í sov-
éskum stjórnmálum, en svo varð
Podgorny
ekki. Honum var vikið frá völd-
um árið 1977 á fremur kulda-
legan hátt, svo að Brezhnev gæti
tekið við.
Podgorny hélt fjölskyldu sinni
ætíð fyrir utan opinberar skyld-
ur sínar og ekkert kom fram um
hana í hinni opinberu tilkynn-
ingu sem birt var í dag. Hann
mun hins vegar láta eftir sig eig-
inkonu og þrjú börn.