Morgunblaðið - 14.01.1983, Síða 16

Morgunblaðið - 14.01.1983, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 fRwgsiitltfitfrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Verðlagsstjóri og vísitöluleikur Deila Reykjavíkurborgar við verðlagsyfirvöld vegna fargjalda með Strætisvögnum Reykjavíkur er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, hefur gegnt vanþakklátu starfi sínu í átta verðbólguár. Hann telur verðbólguna sveiflast upp á við hér á landi án tillits til starfa Verðalagsráðs enda sé það að takast á við afleiðingar bólgunnar en ekki orsök. Þessi staðhæfing verðlagsstjóra er að vísu dregin í efa af sumum, því að oftar en einu sinni hefur Þjóðviljinn haldið því fram að verðbólguna megi alla rekja til viðskiptaráðherra, Tómasar Árnasonar, og Framsóknar- flokksins, sem fer með yfir- stjórn verðlagsmála. Af málflutningi verðlags- stjóra í sjónvarpinu er ljóst, að verðlagsyfirvöld hafa ekkert við það að athuga að fargjöld með SVR hækki, þau sam- þykktu 100% hækkun á far- gjöldunum á síðasta ári og mátti skilja að hið sama kæmi til álita í ár, svo framarlega sem borgaryfirvöld færðu með formlega réttum hætti rök fyrir máli sínu og hækkunun- um mætti dreifa á allt árið til að þjóna hinu úrelta vísitölu- kerfi. Verður ekki önnur álykt- un dregin af röksemdarfærslu verðlagsstjóra en hann teldi stofnun sinni og Verðlagsráði skylt að sjá til þess að leikur- inn innan hins vitlausa vísi- tölukerfis gæti haldið áfram áfallalaust, annars myndu verða of miklar kollsteypur á vaxtarskeiði verðbólgunnar. í orðum verðlagsstjóra felst, að ákvarðanir um nauðsynleg- ar hækkanir má ekki taka með hliðsjón af því sem kemur sér best fyrir viðkomandi starf- semi og þar með neytendur, heldur verður að miða þær við hið vitlausa vísitölukerfi. Markmið borgaryfirvalda með 50% hækkun á strætisvagna- gjöldum nú strax í upphafi árs er, að ekki þurfi að koma til frekari hækkana á árinu. Á ár- inu 1982 var smáskammtaleið Verðlagsráðs farin með þeim afleiðingum að fargjöldin hækkuðu um 100% en vísi- tölukerfið stóð það af sér. Kerf- ishyggjan er svo sannarlega orðin yfirþyrmandi hér á landi, þegar embættismenn sem eiga að gæta að því að verðlag fari ekki úr hömlum verða að haga gjörðum sínum með þveröfug- um hætti til að þóknast því kerfi sem síðan snýr verðbólgu- skrúfunni sífellt hraðar. Ákvarðanir sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn 'Steykjavíkur eru í andstöðu við þetta snarruglaða kerfi og auð- vitað snýst kerfið svo til varnar með því að vísa til formreglna og fordæma, en á bak við slíkan embættismúr fihnst duglaus- um stjórnarherrum í landinu best að skjóta sér þegar á bját- ar. Það eru niðurt.alningar- meistarar Framsóknarflokks- ins sem stjórna ferðinni í verðlagsmálum og jafnréttis- herrar Alþýðubandalagsins sem taka ákvarðanir um fjár- veitingar svo að unnt sé að halda uppi vörnum fyrir kerfið. Það er hins vegar hrópleg hræsni þegar þessir aðilar segja að kerfisvörnin snúist um það að vernda hag neytenda og þeirra sem minnst mega sín. Svo er alls ekki, þeir eru að verja vísitölukerfið og rétt ríkisvaldsins til að haga verð- ákvörðunum eins og þeim hent- ar á hverjum tíma, sem telja vísitöluleikinn besta úrræðið til að skerða kjör almennings með blekkingum. Niður með álið! Síðasta lotan í álviðureign Morgunblaðsins við Hjör- leif Guttormsson og Alþýðu- bandalagið hélt áfram í forystugrein Þjóðviljans í gær. Þar skín inn í sjálfa kvikuna í málflutningi kommúnista. Og hvað blasir við? Sú stefna sem Hjörleifur Guttormsson lýsti í byrjun desember 1980, að besti virkjunarkostur okkar íslend- inga væri að loka álverinu í Straumsvík. Þessum orðum sjálfs iðnaðarráðherra hefur Morgunblaðið haldið á loft síð- an og auðvitað ekki af ástæðu- lausu. Niðurrifsmenn Alþýðu- bandlagsins hafa markvisst stefnt að því að Alusuisse væri ógjörlegt að halda hér áfram álbræðslu. Stefna kommúnista er einföld: Niður með álið! Væri það til dæmis í góðu sam- ræmi við láglaunabótastefnu þessa makalausa jafnréttis- flokks, að hann teldi það best til atvinnuauka í landinu að loka álverinu strax í næstu viku. Guðmundur G. Þórar- insson, þingmaður framsóknar, staðfestir það hér í blaðinu í gær, að hann hafi ekki þolað lengur samneytið við niðurrifs- öflin í álmálinu. Vekur hann rækilega athygli á því, hvað það hefur valdið þjóðinni mikl- um tekjumissi að láta Hjörleif Guttormsson vasast með þetta mál niðurstöðulaust í allan þennan tíma. Samkvæmt lýs- ingu Guðmundar sjálfs tók það - alltof langan tíma fyrir hann að sjá hið rétta eðli Hjörleifs — en hvað með Steingrím Her- mannsson og Gunnar Thorodd- sen? Jean Moriarty situr fyrir miðju til vinstri. Lars Nilsson og Úlfar Sigmundsson til hægri. Erlendir sérfræðingar kvaddir til hjálpar í ullarútflutningi ÁRLEGUR haustfundur ullariðnaðarins á vegum Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins stendur nú yfir. Ljóst er að gifurlegur samdráttur hefur orðið í ullarsölu 1982 á vesturmörkuðum, eða sem nemur 72,3 tonnum, það er 17,5% frá því 1981. Af þessum ástæðum hefur verið leit- að til Alþjóða ullarráðsins, en að baki því standa sauðfjárframleiðendur í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku og Uruguay. Alþjóða ullarráðið, eða IWS, hefur aðalstöðvar í London en deildir víða um heim. Þarna starfa sér- fræðingar við að gefa þeim, sem með ull vinna, ráð, m.a. varðandi markaðs- stjórn og hönnun, auk þess vinnur fjöldi fólks að rannsóknarstörfum og tilraunum varðandi ull. Hingað til lands eru komin þau Lars Nilsson en hann er markaðsstjóri í Gautaborg þar sem er miðstöð IWS fyrir Norðurlönd, og Jean Moriarty, yfirmaður hönnun- dardeildar í London. í deild Moriartys fer alhliða hönnun fram, fyrst eru ákveðnir litir, þá hann- að garn, og er þetta gert með um það bil 2 ára fyrirvara á tískuna því ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Úr þessu garni eru síðan hönnuð efni og komið með tillögur að klæðnaði úr viðkom- andi ullarefni. Moriarty hefur náið samstarf við tískuhönnuði víðsvegar um heim og leggur fyrir þá þær línur sem ullariðnaðurinn dregur í komandi tísku. IWS hefur þegar lokið hönnun- arstarfi fyrir 1984 og ’85 og urðu fyrstir til þess. A blaðamannafundi í gær sagði Jean Moriarty: „Við vonumst til að geta miðlað hugmyndum sem koma megi að gagni í íslenska ullariðnaðinum. ís- lensk ullarföt hafa sérstöðu varðandi útlit og viljum við endilega að það haldi sér. Það sem á vantar er skarpleiki, sem felst í því að fylgjast grannt með því hvaða stefna er tekin í tískunni, taka mið af þeim fötum, sem vel færi að nota íslensku ullarfötin við og taka tillit til þess í litavali og fleira. Þá ætti að miða flíkurnar við þarfir fólks, at- huga öll tækifæri sem til greina kæmu að klæðast ull og auglýsa flíkurnar upp með tilliti til þess. Það þarf að skapa ímynd, undirbúa andrúmsloftið. Aðal- atriðið er að höfða til notagildis og skynsemi og tengja þau tískunni. Því þegar tíska er hönnuð er ekki bara sest niður við eitthvert borð heldur er fyrst og fremst gengið út frá þeim lífsstíl sem almennastur er meðal fólks. Oft getur verið nóg að breyta smá- atriðum til að flík falli inn í tísku, til dæmis er leður mikið í tísku núna og væri þess vegna hægt að hafa á peysum leðurhnappa og bætur á olnbogum. Kraginn skiptir líka miklu máli. Fólk vill ekki hafa þröngan kraga og allra síst, ef um ullarflík er að ræða. Frá- gangi mætti líka breyta og svona mætti lengi telja. Varðandi stöðu íslands á markaðn- um held ég að þrátt fyrir mikla sam- keppni ætti það að geta haldið sinni sérstöðu með réttri kynningu og breyt- ingu í hönnun, eins og ég sagði áðan með auknum skarpleika." Iðnaðarráðuneytið um kísilvinnsluna: Leitað verður samþykkis Al- þingis til að hefja framkvæmdir MORGUNBLAÐIÐ fékk í gærkvöldi eft- irfarandi fréttatilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu: „í samræmi við lög nr. 70/1982 hefur stjórn Kísilmálmvinnslunnar hf. unnið að áframhaldandi athugunum og und- irbúningi að byggingu kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. Með bréfi dagsettu 7. janúar 1983 sendi stjórn fyrirtækisins iðnaðarráð- herra skýrslu um starfsemi félagsins og athuganir sem hún hefur gert sam- kvæmt fyrirmælum í 3. gr. laga um verksmiðjuna og var skýrslan sam- þykkt samhljóða ásamt niðurstöðum á stjórnarfundi þann 6. janúar sl. Bókan- ir stjórnarmanna eru í viðauka með skýrslunni. Á grundvelli skýrslunnar telur stjórn félagsins, að kísilmálmverk- smiðja á Reyðarfirði geti verið vænleg- ur kostur í innlendri orkunýtingu og að stefna eigi að gangsetningu verksmiðj- unnar á árunum 1986—1988, en allan undirbúning á næstunni beri að miða við, að fyrsti ofn hennar taki til starfa 1986. Nánari ákvarðanir um tímasetn- ingar innan framangreindra marka skuli teknar á grundvelli upplýsinga um þróun markaðsmáia og almenna þróun efnahagsmála í heiminum. Stjórnin telur störf sín hafa mótast af varfærni og hafi hún leitast við að leggja sjálfstætt mat á rekstrargrund- völl og samkeppnishæfni verksmiðj- unnar og leitaði til innlendra og er- lendra ráðgjafa í því sambandi. Um mat á þróun markaðar fyrir kísilmálm og hagkvæmni kísilmálmverksmiðju á íslandi sneri stjórnin sér til bandaríska fyrirtækisins Chase Econometrics, en áður hafði verkefnisstjórn iðnaðar- ráðuneytisins fengið breska fyrirtækið Commodities Research Unit Ltd. til að gera sambærilega athugun. Niðurstöður beggja þessara aðila hníga mjög í sömu átt og telja þeir að markaður fyrir kísilmálm fari vaxandi og verksmiðja á íslandi geti í framtíð- inni framleitt kísilmálm á samkeppn- ishæfu verði. Stjórnin hefur haft samband við fjöl- marga aðila, sem látið hafa í ljós áhuga á samvinnu um sölumál, eða vilja taka að sér sölu á framleiðslu verksmiðj- unnar í heild eða að hluta. Þá hefur stjórnin unnið að gerð samninga um kaup á vélbúnaði í verksmiðjuna og hafa náðst fram veru- legar verðlækkanir frá upphaflegum tilboðum. Liggja nú fyrir samnings- drög um kaup á búnaði til verksmiðj- unnar. Meginniðurstöður arðsemisútreikn- inga eru þær, að afkastavextir verði 11,2% miðað við varfærna spá Chase Econometrics um verðþróun á kísil- málmi. Er þetta heldur meiri arðsemi en gert var ráð fyrir á síðasta ári í greinargerð með frumvarpi til laga um verksmiðjuna. Á grundvelli aðalspár Chase Econometrics um markaðsþróun áætlar stjórnin, að arðsemi heildar- fjárfestingar (afkastavextir) í verksmiðjunni verði 13,5%. í arðsemisútreikningum er gert ráð fyrir, að verksmiðjan greiði að meðal- tali tæplega 18 mill á kílóvattstund fyrir raforku, en í niðurstöðum stjórn- ar verksmiðjunnar kemur fram, að hún telji að verð á raforku til kísilmálm- verksmiðjunnar eigi að vera sambæri- legt við raforkuverð til hliðstæðra fyrirtækja. I lögum um verksmiðjuna er kveðið á um, að a.m.k. 51% af hlutafé fyrirtæk- isins skuli jafnan vera í eigu íslenska ríkisins, en ríkisstjórninni er heimilt að kveðja til samstarfs aðra aðila. Tel- ur stjórn félagsins að vinna eigi mark- visst að því á næstunni, að fá til sam- starfs innlenda og erlenda, jafnframt því sem hlutafé verði aukið. Stofnkostnaður verksmiðjunnar er nú áætlaður um 1.032 milljónir ís- lenskra króna miðað við verðlag 1. október 1982, eða 70,6 milljónir banda- ríkjadala, sem er nokkuð lægra en upp- hafleg áætlun. Miðað við að verksmiðjan hefji starf- rækslu 1986 telur stjórnin að hag- kvæmast sé að hefja framkvæmdir á verksmiðjulóð á komandi sumri. Iðnað- arráðherra lagði skýrslu stjórnar Kís- ilmálmvinnslunnar fram á ríkisstjórn- arfundi i dag og á næstunni Verður skýrslan send alþingismönnum og leit- að samþykkis Alþingis á niðurstöðum hennar og að hefja framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.