Morgunblaðið - 14.01.1983, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983
Ólafsvík:
Snjómokstur síðustu
daga gerður að engu
Olafsvík, 13. janúar.
í MORGUN skall hér á hvassviðri
með míkilli snjókomu sem stóð i 5—6
klukkustundir og nægði það alveg til
að gera að engu þann snjómokstur
sem búið var að vinna.
Er nú kolófært um allt plássið og
nágrenni. Margar gðtur hér hafa
ekki verið opnar frá því um áramót,
bæði vegna þess að ekki er hægt að
losna við snjóinn nema keyra hann í
burtu og eins vegna þess að svo stutt
hefur verið á milli hríðanna.
Ólafsvíkurenni er alveg ófært og
ekki stóð til að opna það í dag vegna
snjóflóðahættu, en verið gat að
reynt yrði að stinga þar í gegn í
kvöld til að komast á flugvöllinn
vegna sjúkraflutnings. Leiðin inn í
Grundarfjörð er trúlega erfið í
mokstri, því svo til alla leið voru
komnar mjóar, djúpar traðir, sem
nú hafa kolfyllst í þessari síðustu
gusu.
Helgi
Tvívegis
ekið á hvít-
an SAAB
TVÍVEGIS var ekið á kyrrstæða bif-
reið þar sem hún stóð við Garðahéð-
inn að Stórási 4—6 í Garöabæ, án
þess að eiganda væri gert viðvart.
Að morgni miðvikudagsins var
ekið á hægra afturbretti bifreiðar-
innar, sem er hvítur SAAB, módel
1981, og ber einkennisstafina G-
17799. I gærmorgun var svo aftur
ekið á bifreiðina á Stórási. Nú á
hægra afturbretti en stuðari
skemmdist einnig.
Þeir sem kunna að hafa orðið
vitni að ákeyrslum þessum eru
vinsamlega beðnir að láta lögregl-
una í Hafnarfirði vita.
Ævar Kvaran
með fyrir-
lestra í Bíóbæ
ÆVAR Kvaran flytur fyrirlestra á
undan sýningum á myndinni „Að baki
dauðans dyrum“, sem sýnd er í Bíóbæ
í Kópavogi þessa dagana, en myndin
er byggð á sannsögulegum heimildum
um fólk sem dáið hefur líkamsdauða
og reynslu þeirra af því hvað tekur við
handan við mörkin.
Erindi Ævars byggjast á efni
kvikmyndarinnar og þeim hugleið-
ingum sem hún vekur. Á laugardög-
um og sunnudögum hefjast erindi
Ævars og sýningar myndarinnar
kl. 18.30 og 21, en á virkum dögum
aðeins kl. 21.
Úr leikritinu „Hiauptu af þér horn-
ín .
Leikfélag Kópa-
vogs til Eyja
NK. HELGI hyggur Leikfélag Kópa-
vogs á leikfór til Vestmannaeyja,
með gamanleikinn „Hlauptu af þér
hornin", eftir Neil Simon. Verða
sýningar í Vestmannaeyjum nk.
fóstudagskvöld og laugardagskvöld.
Var gamanleikur þessi sýndur
10 sínnum í Kópavogsleikhúsinu
sl. haust. Með hlutverk í leikritinu
, fara: Skúli Rúnar Hilmarsson,
Eiríkur Hjálmarsson, Helga
Harðardóttir, Ægir Geirdal,
Kristín Atladóttir, Júlía Jóhann-
esdóttir og Svanhildur Th. Valdi-
marsdóttir. Leikstjóri er Guðrún
Þ. Stephensen, lýsingu annaðist
Lárus Björnsson en ögmundur Jó-
hannesson sá um leikmynd.
Þessi mynd, sem er á sýningunni, hlaut fyrstu verðlaun i flokknum „fólk í fréttum". Hún heitir „Hið lifandi
Rushmore fjall" og tekur Ijósmyndarinn við nafngiftina mið af hinu fræga fjalli í Suður-Dakóta, en í það eru höggvin
andlit nokkurra frægra Bandaríkjaforseta. Ljósmyndarinn er Harry N. Naltchayan hjá Washington Post.
Listasafn alþýðu:
Sýning á 160 frétta-
ljósmyndum M 1982
Nk. laugardag kl. 16.00 verður
opnuð sýning á 160 fréttaljósmynd-
un frá World Press Photo ’82 í
Hollandi, í Listasafni alþýðu að
Grensásvegi 16, segir í fréttatil-
kynningu frá Arnarflugi.
Það er Amarflug sem hefur feng-
ið sýninguna hingað og stendur hún
í 3 vikur, lýkur sunnudaginn 6.
febrúar. Sýningin verður opin frá
kl. 14.00 til 19.00 á virkum dögum
og frá kl. 14.00 til 22.00 á laugar-
dögum og sunnudögum. Lokað á
mánudögum.
Ljósmyndarar hvaðanæva úr
heiminum senda árlega sínar
bestu myndir í samkeppnina. Úr
þúsundum mynda sem berast, og
skipt er í tíu efnisflokka, er valin
mynd ársins. Verðlaunin eru 5
þúsund gyllini, eða tæplega 35
þúsund íslenskar. Úr hópi bestu
myndanna í hverjum efnisflokki
er síðan valin fréttamynd ársins,
og verðlaunin þau sömu og fyrir
mynd ársins.
Þá hafa á síðustu árum verið
veitt mjög myndarleg aukaverð-
laun, svonefnd Oskar Bjarnack-
verðlaun er nema 10 þúsund gyll-
inum. Þessi verðlaun eru veitt
fyrir myndafrásagnir er lýsa
manninum og umhverfi hans.
Auk verðlaunanna fá verðlauna-
hafar fríar ferðir með KLM-flug-
félaginu til og frá Hollandi. Sig-
urvegarar í hverjum flokki fá
styttu er nefnist „Golden Eye“,
eða Gullna augað.
Dómnefnd hverju sinni er skip-
uð valinkunnu fólki úr bókaút-
gáfu- og ljósmyndaheiminum, og
gerir hún að vonum strangar
kröfur til gæði myndanna. Þann-
ig er ekki fyrirfram víst, að dóm-
nefndin veiti verðlaun í öllum
flokkum — í flokknum „Náttúra"
voru að þessu sinni engin verð-
laun veitt, aðeins ein viðurkenn-
ing. í flokknum „Gleðilegar frétt-
ir“ (myndröð) voru heldur engin
verðlaun veitt, og kann það að
vera tímanna tákn.
Þá er það hlutverk dómnefndar
að velja myndir í árbók samtak-
anna, sem í ár er 112 síður, og
ganga frá sýningu á myndunum.
Sett er annarsvegar upp sýning á
300 myndum, og hinsvegar sýning
á 150—160 myndum. Það er stðar-
nefnda sýningin sem Arnarflug
hefur fengið hingað.
World Press Photo-stofnunin
var sett á laggirnar árið 1956 af
þremur hollenskum fréttaljós-
myndurum, sem það ár breyttu
árlegri sýningu hollenskra frétta-
ljósmyndara í alþjóðlega sam-
keppni. Stofnunin efnir m.a. til
ráðstefnu um ljósmyndun, annast
útgáfu ljósmyndabóka og lætur
almenn málefni og réttindakröf-
ur fréttaljósmyndara til sín taka.
í síðustu samkeppni bárust
5319 myndir frá 915 ljósmyndur-
um í 51 landi, þar af voru um 25%
myndanna í lit. Þess má geta að
Ragnar Axelsson, ljósmyndari
hjá Morgunblaðinu, var eini ís-
lenski þátttakandinn í síðustu
samkeppni, en náði ekki að skipa
sess meðal hinna fremstu að
þessu sinni.
Nú er að renna út frestur fyrir
þátttöku í WPP fyrir 1983, þ.e.
mestanpart myndir teknar 1982,
og verður sú sýning opnuð í
Amsterdam í apríl nk.
Deilt um nýtt talstöðvarkerfi:
Hið nýja kerfi dýrt og
ekki nægilega öruggt
— segir Jóhannes Ellertsson sérleyfishafi
„Það eru um 10 ár síðan við feng-
um bréf frá Landssíma íslands
þess efnis að við yröum að leggja
talstöövar okkar niður og taka upp
annað kerfi, svokallað SSB-kerfi.
Þessu var skotið á frest þangað til
fyrir skömmu að við vöknuðum
upp við það, að SSB-kerfið skuli
nú tekið upp og að það er svo
óhemju dýrt að engu tali tekur,
talstöðin kostar 100—140 þúsund
INNLENT
krónur, auk þess sem við verðum
að henda okkar gömlu stöðvum,”
sagði Jóhannes Ellertsson, eig-
andi Vestfjarðaleiðar, í samtali við
Mbl. vegna ákvörðunar Pósts &
Síma að taka beri upp nýjar tal-
stöðar, svokallaðar SSB-stöðvar.
„Við sjáum það í hendi okkar, að
erfitt er að láta svona fjárfestingu
bera arð. Sérleyfishafar vilja
miklu heldur svokallað VHS-kerfi
og það mál er nú loks komið á
rekspöl. Það er ódýrara kerfi og
það, sem ekki er minna um vert,
öruggara í vondum veðrum. Vega-
gerð ríkisins hefur reynt þetta
kerfi svo og Selfosslögreglan og
mikil ánægja ríkir með VHS-kerf-
ið. Á þessari reynslu eigum við að
byggja.
Eins og þetta horfir við Vest-
fjarðaleið, þá myndi það kosta
2—2,5 milljónir króna að setja
SSB-kerfið í bíla Vestfjarðaleiðar.
Ég er ekki tilbúinn til þess að
snara út einu bílverði í talstöðvar.
Ég tel að mínir kúnnar yrðu
ánægðari að fá nýjan bíl.
Við höfum dregið að kaupa
talstöðvar vegna þessarar fyrir-
huguðu breytingar. Sérleyfishafar
fóru fram á það við ríkisvaldið, að
tollar og aðflutningsgjöld væru
gefin eftir af jafnmörgum tal-
stöðvum og við yrðum að leggja til
hliðar. Þetta er sanngjörn krafa,
en henni hefur verið hafnað það ég
best veit, þó ég vilji ekki fullyrða
það. I þessu sambandi má benda á,
að þegar hægri umferðin var tekin
upp á sínum tíma, þurfti að taka
hurðir vinstra megin af fólks-
flutningabílum og færa yfir á
hægri hliðina. Þessi kostnaður var
þá greiddur og þetta tel ég mjög
sambærilegt," sagði Jóhannes Ell-
ertsson.
KiKo Korriro, Þórður Valdimarsson, við eitt verka sinna. Morgunbla4íA/ólKm.
KiKo Korriro sfnir
LAUGARDAGINN 16. janúar kl. 14.00
verður opnuð í Listmunahúsinu, Lækj-
argötu 2, sýning á verkum KiKo Korr-
iro (Þórðar Valdimarssonar). Sýningin,
sem er sölusýning, stendur til 30. janú-
ar og er opin virka daga frá kl.
10.00—18.00, laugardaga og sunnu-
daga frá kl. 14.00—18.00. Lokað mánu-
daga.
í fórmála að sýningarskrá segir
Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur
meðal annars um listamanninn:
„En í þrjá áratugi, í einrúmi og
undir nafninu KiKo Korriro, hefur
Þórður átt skapandi viðræður við
þær raddir, sagnaranda sem dem-
óna, sem strítt hafa innra með hon-
um og við hin skrúfum oftast fyrir,
og fest útkomuna á ótal arkir og í
hinum fegurstu litum. Og það af
þörfinni einni og án minnstu vonar
um fjárhagslegan ávinning eða ver-
aldlega upphefð. Ég held meira að
segja að er frændi Þórðar, Gunnar
Orn listmálari, rakst á þessar mynd-
ir af tilviljun, hafi listamanninum
verið skapi næst að bera þær á eld.“