Morgunblaðið - 14.01.1983, Page 26

Morgunblaðið - 14.01.1983, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1983 + Móöir okkar, UNA EINARSDÓTTIR, Valnsstíg 10, lóst 12. þessa mánaöar í Hjúkrunardeild Heilsuverndarstöðvarinn- ar. Ásta Magnúsdóttir, Einar Magnússon, Inga Maríe Magnúsdóttir. ■ Móöir okkar. h JÓRUNN SIGURDARDÓTTIR, Ysta-Skála, Vostur-Eyjatjöllum, lést í Sólvangi 11. janúar. Börnin. i Systir okkar og móöursystir. h ÞÓRHANNA B. ÁRNADÓTTIR, lést 11. janúar. Guöjón Árnason, Anaís N. Árnadóttir, Árný Ólafsdóttir Crano, William A. Crane. Bróöir minn, h STEFÁN EGGERT BJÖRNSON, lést í Landakotsspítala 12. janúar. Fyrir hönd vandamanna. Glúmur Björnson. / t Eiginmaöur minn, ÞORVALDUR SKÚLI SÍVERTSEN, Laufásvegi 10, andaöist í Borgarsjúkrahúsinu 12. janúar 1983. Ingibjörg Guönadóttir. I + Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, GUDMUNDUR B. VIGFÚSSON, fyrrv. borgarfulltrúi, Heióargeröi 6, lést aö kvöldi 12. janúar. Marta Kristmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + MAGNÚS JÓNASSON, Smáratúni 13, Selfossi, verður jarösunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 15. janúar kl. 14.00. Sesselja Halldórsdóttir, Jónas Magnússon, Aöalbjörg K. Haraldsdóttir, Halldór Magnússon, Erla G. Kristjánsdóttir, Ragr.ar R. Magnússon, Guöleif Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Utför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, INGIBJARGAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Tjarnargötu 20, Keflavlk, er lóst í Landakotsspítala miövikudaginn 5. janúar sl., veröur gerö frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 15. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfólag aldraöra Suöurnesjum. Karl Kr. Jónsson, María Karlsdóttir, Stefán Geir Karlsson, Kristinn Karlsson, Magnea Reynaldsdóttir, Sólveig Guómundsdóttir og barnabörn. Minning: Friðrik Guðna- son fulltrúi Fæddur 11. september 1927 Dáinn 5. janúar 1983 Friðrik Guðnason lézt 5. janúar sl. og vil ég með nokkrum orðum minnast þessa góða drengs og fé- laga míns úr Glímufélaginu Ár- manni um margra ára skeið. Hann var fæddur í Reykjavík 11. nóvember 1927 og var hann því 55 ára er hann lézt. Foreldrar Friðriks voru Margrét Guð- brandsdóttir ættuð úr Skagafirði og Guðni Stígsson, ættaður úr Hafnarfirði. Þau bjuggu lengst af að Veghúsastíg 1 hér í borg og þar bjó Friðrik, er kynni okkar hófust árið 1943, en það ár hóf hann æf- ingar undir leiðsögn minni í hnefaleikum. Eins og svo margir piltar heillaðist Friðrik af hinni göfugu sjálfsvarnaríþrótt og þeirri fullkomnu líkamsþjálfun er hún veitir ungum fullhugum eins og Friðrik var. Friðrik var einn þeirra er sérstaka eftirtekt vakti, sökum dugnaðar við æfingar. Hann var einstaklega fljótur að ná valdi yfir hreyfingum sínum. Þær voru bæði snöggar og mjúkar og framkoman öll drengileg og traust. Hann varð þrjú ár ís- landsmeistari í sínum þyngdar- flokkum þ.e. 1944-1945 og 1947 auk þess að vera Ármanns- meistari í sínum flokkum nokkr- um sinnum. Friðrik mun ásamt vini sínum, Marteini Björgvinssyni, hafa keppt fleiri kappleiki í hnefaleik- um en nokkrir aðrir íslendingar m.a. vegna þess hve eftirsóttir þeir voru vegna keppna á vegum Bandaríkjahers um nokkurra ára skeið. Var hann einn örfárra ís- lendinga er skrifað hefur verið um vegna kunnáttu og getu í hinu þekkta ameríska hnefaleika- og glímublaði „The Ring". Friðrik var sérstaklega hæglátur maður og var þetta því á fárra vitorði, enda var hann drengur góður og mis- notaði aldrei hæfileika sína. Hann var alla tíð félagi sínu til sóma og er nú sárt saknað af sínum gömlu félögum. Friðrik hóf ungur nám í pípu- lögnum hjá mági sínum, Sigurjóni Fjeldsted pípulagningameistara, og útskrifaðist með sveinspróf í iðninni 30. nóvember 1949. Meist- arabréf hlaut hann 9. desember 1952. Það var mjög kært með þeim Sigurjóni og unnu þeir saman að iðn sinni allt til ársins 1965, er Friðrik hóf störf sem fulltrúi á Löggildingarstofunni og starfaði þar til dauðadags. Friðrik kvæntist eftirlifandi konu sinni, Helgu Þorsteinsdóttur, árið 1954. Var hún honum alla tíð góð kona og eignuðust þau tvö börn, Auði, sem er gift Jóni Gísla- syni, bónda að Réttarholti í Skagafirði og eiga þau þrjú börn, og Kjartan, sem er enn í foreldra- húsum. Friðrik og Helga keyptu fyrir nokkrum árum timburhúsið Lindargötu 44b, sem þau endur- nýjuðu og innréttuðu mjög smekklega. Fyrir ári bar skugga á líf þeirra, en þá uppgötvaðist að Friðrik var haldinn sjúkdómi þeim, er leiddi hann til dauða. Þrátt fyrir þá raun að uppgötva að kallið gæti komið fyrirvaralaust, gætti ekki svarts- ýni í viðhorfi hans til lífsins. Frið- rik var fram á síðustu stund bjartsýnn á lífið og framtíðina og var ákveðinn í því, að nú eftir síð- ustu áramót færi hann í aðgerð, sem skæri úr um batahorfurnar. Því miður fór það á annan veg. Kallið kom og gerði ekki boð á undan sér. Við vinir hans huggum okkur við það, að Friðrik átti skemmtilega æsku og ávallt ánægjulegt heimilislíf, fyrst hjá góðum foreldrum og systkinum, og síðar hjá konu sinni og börnum. Jesús sagði við lærisveina sína: „Ég fer heim til að búa yður stað. I húsi föður míns eru mörg hí- býli.“ Af kynnum mínum við Friðrik + Eiginmaöur minn og faöir okkar, TÓMAS SIGURÐSSON fró Reynifelli, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 14. janúar kl. 13.30. Hannesína Einardóttir og börn. + Útför fööur okkar, VALDIMARS JÓNSSONAR, veggfóörarameistara, fer fram frá Lágafellskirkju, Mosfellssveit, laugardaginn 15. janúar kl. 14.00. Börn hins látna. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, SVERRIS SIGURÐAR ÁGÚSTSSONAR, flugumferóarstjóra. Guö blessi ykkur öll. Ágústína Guörún Ágústsdóttir og vandamenn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför GÍSLA GUÐNASONAR, fyrrverandi Póst- og símastjóra, Breiðdalsvík. Guö blessi ykkur öll. Ingibjörg Guömundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Guðnason trúi ég, að þessi orð Frelsarans eigi einnig við hann og að hann eigi sér góða heimkomu hjá föður okkar á himnum. Ég votta aðstandendum hans öllum okkar dýpstu samúð og bið góðan Guð að gefa þeim styrk í sorg þeirra. Guðmundur Arason í dag verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík Friðrik Guðnason fulltrúi. Hann lést að kvöldi 5. janúar 1983. Friðrik var fæddur í Reykjavík, 11. september 1927, sonur hjón- anna Margrétar Guðbrandsdóttur og Guðna Stígssonar að Veghúsa- stíg 1, Reykjavík. 17. apríl 1954 kvæntist hann mágkonu minni, Helgu Þorsteins- dóttur úr Reykjavík, dóttur hjón- anna Sæunnar J. Jóhannesdóttur og Þorsteins Á.G. Ásbjörnssonar prentara. Þau hjónin eignuðust tvö börn. Þau eru Kjartan, fæddur 7. janúar 1954, hann er ókvæntur og Auður, fædd 4. september 1955, gift Jóni Gíslasyni bónda, Réttarholti, Skagafirði og eiga þau þrjú börn; Braga Þór, Lindu Björk og Róbert örn. Voru þau sólargeislar afa síns og oft dvöldu þau í Reykjavík hjá afa og ömmu og var þá mjög gaman hjá þeim. Einnig dvöldu afi og amma oft í Réttarholti hjá barnabörnum sínum, og veit ég að það voru ógleymanlegar stundir hjá þeim öllum. Fiddi, eins og hann var alltaf kallaður, lærði ungur pípulagnir og starfaði við þær um langt skeið, eða þar til hann hóf störf á Lög- gildingarstofu ríkisins 1965, og starfaði hann þar til síðustu stundar. í þessu starfi var hann mjög oft sendur út á land, stund- um í stuttar ferðir en oft voru þetta langar ferðir. Ég kynntist Fidda 1969, er ég giftist mági hans, og er það okkur hjónunum og dætrum okkar mikil ánægja að hafa fengið að kynnast honum, þó að okkur finnist þetta ekki langur tími sem við höfðum hann, en við þökkum fyrir þennan tíma. Alltaf var hann tilbúinn að rétta hjálparhönd, enda var hann mjög vel verki farinn. Ekki sá hann heldur eftir tímanum sem hann gaf tengdafólki sínu, eða al- draðri tengdamóður, sem á honum svo margt að þakka, en hann var henni eins og sonur. Við kveðjum góðan dreng og hiðjum honum guðs blessunar. Elsku Helga og fjölskylda, við biðjum guð um styrk í ykkar miklu sorg. Guðný, Addi og dætur Þegar góður samferðamaður á lífsleiðinni kveður þennan heim, setur mann hljóðan, en hugurinn fyllist þakklæti fyrir að hafa notið samfylgdar hans í gegnum mörg ár. I dag er kvaddur hinstu kveðju Friðrik Guðnason. Hann fæddist 11. september 1927 og var því að- eins 55 ára er hann andaðist 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Guð- brandsdóttir og Guðni Stígsson, sem bæði eru látin. Friðrik átti ávallt heima í Reykjavík. Hann nam pípulagnir við Iðn- skólann í Reykjavík og starfaði við þá iðngrein í áraraðir með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.