Morgunblaðið - 20.01.1983, Page 23

Morgunblaðið - 20.01.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 23 Fjölskyldan í Borjanesi: Andrea Marta og Vigfús, Jón, Freydís Er- lingsdóttir og Hlynur Freyr. Það var þó sérstakt lán að kind- urnar og skepnurnar skyldu ekki drepast. Það munaði einni stíu að fjögur hröss lentu ekki undir einum steinsteypta veggnum sem brotnaði í átökunum. Þegar sendiferðabíll, rúgbrauð, og Cortina, fuku eins og fiður um hlað- ið, var maður nú að fara að líta á broslegu hliðarnar á þessu. Ég var þá búinn að afgreiða rúgbrauðið á haf út og var orðið andskotans sama. Þá hafði ég orðið gaman af rúgbrauðinu og Cortinunni, því það var eins og brjálaðir menn sætu undir stýri, en bílarnir voru mann- tu undir lausir“ lausir. Þeir rásuðu í kapp við hvorn annan um hlaðið, ekki aðeins fram og aftur, heldur einnig þvert út á hlið. Svo var eins og þeim væri klossbremsað áður en spýtt var í til annarrar áttar. Cortinan endaði undir hlöðuveggnum, en rúgbrauðið Svo mikið var aflið, að sperrubitar, sem voru festir á steyptan gafl með skotnögl- um á 20 sm bili kubbuðust af eins og hendi væri veifað. Cortinan endaði undir hlöðuveggnum, þar sem Vigfús stendur, eftir að hafa feykst fram og aftur frá þeim stað, sem hún er aftur komin á, á þessari mynd til hægri. tókst á loft og fauk inn í húsagarð- inn og lagði þar undir sig flaggstöng úr járni. Heyvagn, sem er smíðaður úr vinkiljárni og 4 mm járnplötum í palli, fauk út á tún á hvolf og ég hélt nú að hann myndi þá liggja kyrr úr því, en það varð nú aldeilis ekki. Hann fauk aftur á réttan kjöl og þá sviptist járnpallurinn af og rúllað- ist upp eins og um sardínudós væri að ræða. Allir suðupunktarnir gáfu sig. Þegar maður lendir í slíku er auðvelt eftir á að trúa öllum roksög- unum undan Fjöllunum. Auk skemmda á íbúðarhúsinu sem fyrr er getið, fóru rúður úr kjallara, svalahandriðið fauk, alls skemmdust þrír bílar á hlaðinu, og skemmdir upp á hundruð þúsunda króna urðu á peningshúsum, fjár- hús sópuðust burtu og tvær hlöður stórskemmdust. Helmingurinn fór af aðalfjóshlöðunni, sperrur og öll yfirbygging og svo mikið var aflið að sperrubitar svo voru festir á steyptan gafl hússins með skotnögl- um á 20 sm millibili, kubbuðust af eins og hendi væri veifað og þó voru þeir einnig festir með gluggagirði- böndum þvert yfir. Járnplötur fóru víða af útihúsum og því snjóaði þar inn og m.a. niður í hey. „Það er helzt hægt að líkja þessu við fellibyl," sagði Vigfús, „eða eins og maður væri á sprengisvæði þar sem loftþrýstingurinn væri svo mikill. Myndir hristust á veggjum í íbúðarhúsinu og er það þó steinhús. Þetta var skjálftaveður sem við lentum í, en það getur strax munað miklu á vindhraða á tiltölulega stuttu bili hérna, allt eftir því hvernig stendur af fjallinu. Ekki undir 650 metrar af girðing- um hafa eyðilagst, staurar eru víða brotnir og vír slitinn, sums staðar er hann hreinlega upptættur í hnykla. 35 tonn af heyi fuku út í veður og vind og svo veit ég ekki hvað úrkoman hefur eyðilagt. Við fengum leyfi til þess hjá Rústir fjárhúshlöóunnar. Bætur sem koma til eru metnar miðað við brunabótamat, en það er staðreynd að það er alltof lágt. Það er hægt að kaupa 25% álag á það, en Brunabótafélag íslands neitar mér um það. Þó veit ég dæmi þess að menn hafa slíkt fyrirkomulag og það er undarlegt ef eitt á ekki yfir alla að ganga í þjónustu hins opin- bera. Ég vildi m.a. foktryggja heyið inni í hlöðunni. Viðlagatrygging tekur til allra náttúruhamfara nema roks, svo við á þessu svæði erum útilokaðir frá þeirri tryggingu þótt við verðum að borga í hana. Ég hef nú leitað til Bjargráða- sjóðs til þess að fá aðstoð vegna heytjóns, bílatjóns, girðinga og fleira og þeir hafa tekið mér mjög vel, svo ég er nú heldur bjartsýnni. Tjónið á húsunum hefur verið metið á 260 þús. kr., en ég tel hins vegar að 400—450 þús. kr. væri tala sem mið- ast við staðreyndir. Þó miða ég ekki við það að komið er los á þessi hús, meira og minna og nær væri að kalla þau rústir, en ekki hús. Þetta var engu líkt. Hjón frá Yzta-Bæli voru hérna hjá okkar þegar óveðrið var að byrja á laug- ardeginum. Þau héldu þegar heim um tveggja km leið á bfl, en þegar ég spurðist fyrir um þau þó nokkru síðar voru þau ekki komin heim. Við kölluðum því út lið og fórum að leita að þeim. Þau höfðu þá teppst á miðri leið og voru hríðskjálfandi vegna kulda eftir einnar klukku- stundar töf. Ég veit ekki hvað hefði skeð ef þau hefðu orðið að dvelja í bílnum um nóttina. Það er sárgrætilegt að sjá á ein- um sólarhring 5 ára starf fara svona í kaupið. Það er því ekkert grín að basla hér. Ég kom við illan leik bandi milli fjóss og húss, sexföldu baggabandi, en það purpaðist í sundur. Loks þeg- ar við komumst í útihúsin urðum við að skríða á milli húsa, bæði tvö, á maganum." Rúgbrauðið tókst á loft og fauk inn í húsagarð, þar sem það lagði flagg- stöngina undir sig og hafnaði á hlið- inni. Þegar RAX tók þessa mynd, vár búið að rétta rúgbrauðið við, en i flaggstöngina sér undir því. hreppsnefndinni og sauðfjárveiki- vörnum, að flytja kindurnar í fjár- hús sem hafa staðið auð um árabil, en það er 15 mínútna gangur í þau. Þar eru nú 60 kindur, en auk þeirra vorum við með 2 reiðhesta á gjöf og fjögur folöld, 14 mjólkandi kýr, sem enn hafa ekki mjólkað vegna þessa veðurs. Það fóru allar rúður úr fjós- inu og því fennti þar inn og frysti. Við komumst ekki út til gegnina í rúman sólarhring. Mjólkurbíllinn kemur því ekki hingað og tekjurnar eru eftir því þessa mánuðina. Þá er- um við einnig með fjórar gyltur, grísafullar, og þótt einnig hafi fennt inn á þær, virðast þær ætla að skila sínu.“ — Hvað með tjónabæturnar? „Foktrygging komst á hér upp úr 1960 eftir stórskaða. Pabbi fékk þetta fyrstur í gegn, en nú eru allir með slíkar tryggingar hér. Gallinn er þó sá að byggingarstaðallinn dugar ekki hér, því bezt byggðu hús láta ekki síður undan þessum ofsa. skíðaíþróttin er mjög rótgróin í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð og þátttaka almennings þar gífurleg. Einnig hefur keppnin verið mjög auglýst þar, t.d. í Noregi. Aðal- atriðið er að menn fylli út þátttökukortin í blöðunum og komi þeim til skila til Skíðasam- bandsins, eða á skíðasvæðunum, strax og þeir hafa lo^ið við að fara fimm sinnum á skíði,“ sagði Hreggviður að lokum. Engin moksturstæki í lagi Klateyri, 19. janúar MJÖG mikil snjóalög eru hér í Önundafirói nú, snjór er orðinn það mikill innan bæjar að mjög erfitt er orðið um mokstur. Flateyrarhreppur á eina litla jarðýtu og hjólaskóflu af gerðinni Case, sem er með snjótönn. I ndanfarið hefur ekki veriö unnt að moka nema lítinn hluta af gatnakerfínu vegna veðurs. Síðastliðinn sunnudag kom hingað snjóblásari frá vegagerðinni á Isa- firði með Velu. Blásarinn var feng- inn til þess að renna í gengum nokkrar götur hér, sem ekki hafði reynzt unnt að moka alllengi. Adam var þó ekki lengi í Paradís, því á mánudagsmorgun var allt orðið ófært að nýju. Líka sá hluti þjóðveg- arins á Hvilftarströndinni, sem búið var að ryðja. Snjóblásarinn var síð- an sendur af stað að nýju í gær, þriðjudag og hafði hann lokið mokstri inn að Holtsflugvelli um klukkan 3 síðastliðna nótt. Blásarinn var 11 klukkutíma að moka 7 kíló- metra leið, það er frá Flateyri inn að vegamótum, en líklega hefur hann mokað að minnsta kosti 30.000 rúmmetrum af snjó í gær. Rétt í þann mund er blásarinn kom að af- leggjaranum að Holtsflugvelli bilaði vélin, þannig að ekki tókst að moka alveg að vellinum. Annars er það ein harmsaga hvernig mokstur hefur gengið hér í Önundarfirði undanfar- ið. Jarðýta, sem vegagerðin sendi frá ísafirði í byrjun janúar, bilaði stuttu eftir að hún hafði opnað veginn að flugvellinum og ekki verður unnt að gera við hana strax, þar sem hún er stopp við flugvöllinn. Jarðýtan bjargaði því þó að hægt var að gera við rafmagnsbilunina, sem hér varð í sveitinni í byrjun janúar. Veghefillinn, sem hér er staðsett- ur af vegagerðinni, er orðinn svo gamall og linur, að hann ræður ekki við þann mokstur, sem hér þarf til. Hann er hins vegar staðsettur við flugvöllinn i Holti svo unnt sé að ryðja brautina þó vegurinn verði ekki ruddur. Ástandið er því mjög slæmt nú að sögn Guðmundar Gunn- arssonar, héraðsstjóra VR, þar sem engin tæki eru í lagi, sem hægt er að nota við mokstur hér innan fjarðar. Flug hefur ekki verið hingað í Holt síðan 8, janúar. Því er ekki unnt að senda myndir með þessari frétt. Snjóalög hér eru það mikil, að til dæmis raðhús, sem standa hér við Drafnargötu, eru löngu horfin undir snjó. Sömu sögu er að segja um barnaleikvöllinn og fleiri einnar hæðar hús. Skreiðarhjallar Hjálms hf, sem eru nálægt svonefndum Klofningshrygg, eru fenntir í kaf og að sögn Einars Odds Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, er þar um mikið tjón að ræða, en ógerlegt að segja að svo stöddu hve mikið. Aldrei fyrr hefur það skeð, að fiskhjallarnir á þessum stað færu í kaf, enda standa þeir rétt ofan við.háa bakka. Reynt verður að halda aðalgötum opnum hér á Fiateyri ef veður leyfir. Aðrar götur verða aðeins mokaðar ef koma þarf olíu í hús eða vegna annarra örvggisatriða. Mjólkurflutningar hafa gengið örðuglega. Djúpbátur- inn kom í dag með mjólk og flutning frá Isafirði og til þess að ná í mjólk frá býlum í Önundafirði. Mjólkin er flutt í brúsum með jarðýtu ræktun- arsambands bænda hér í firðinum og jarðýtu Þorvalds Gunnarssonar á Þorfinnsstöðum frá bændum í Val- þjófsdal. Mannlífið er hér nú í ágætu lagi, ekkert atvinnuleysi eða önnur óáran. Það væri þó ekki rétt frá sagt ef ég leyndi því, að fólk sé farið að lengja eftir sólinni og betra veðri. E.F.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.