Morgunblaðið - 20.01.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 27
Kiko Korriro
Myndlist
Valtýr Pétursson
Kiko Korriro er ekki gott að
gera sér grein fyrir, hvernig til
hefur orðið. Þetta er vægast sagt
undarlegt nafn, sem hefur fram-
andi hljóm, en samt kunnugleg-
an. Höfundur þess, Þórður
Valdimarsson, hefur valið það,
að nokkurs konar listamanns-
nafni sínu, og er þvi einn um að
vita merkingu þessa nafns og
uppruna, en okkur hinum á það
aðeins að festast í minni, og þar
með er það mál úr sögu.
I Listmunahúsinu við Lækj-
argötu stendur nú yfir sýning á
óvenjulegu myndmáli. Þarna er
sýning á verkum Kiko Korriro,
og er þetta í fyrsta sinn, sem
þessi einkennilegi listamaður
sýnir verk, er hann hefur gert á
langri ævi. Hann hefur stundað
list sína í tugi ára, en myndir
hans hafa verið fyrst og fremst
hans einkamál og gerðar ein-
göngu fyrir hann sjálfan. Þarna
eru myndir um þrjátíu ára gaml-
ar og jafnvel eldri, sem virðast
hafa verið gerðar á undanförn-
ura dögum. Þarna eru myndir,
sem eiga sér engan tíma og eru
því bæði aldnar og ungar í senn.
Þarna er ferskur blær yfir
myndgleði, sem er tvinnuð pers-
ónulegum táknum og draumnum
um tilveru, sem er svo framandi
og persónuleg, að margur mun
staldra við og spyrja, hvað er
listamaðurinn að fara? Óvenju-
legur heimur, sem venjulegt fólk
á afar litla hlutdeild í. Vísir
menn gætu eflaust lesið sitt af
hverju úr þessum verkum Þórð-
ar Valdimarssonar, en ég efast
um, að þeim tækist að þýða þessi
myndtákn á það mál, sem efst
var í huga listamannsins, er
hann skóp þessi verk. Sköpun
Þórðar er ekkert stundarfyrir-
bæri eða eitthvað, sem tekið er
upp á efri árum til að forða leið-
indum í sambandi við tímann.
Hér er það eðlileg tjáningarþörf,
sem knúið hefur fram það
mynstur og þær fígúrur, sem svo
áberandi eru í þessum verkum.
Hér spilar sálarlíf og sköpun-
armáttur á háum nótum. Hér
kveður við mannlegur harmleik-
ur og gáskafull veröld. Hér sam-
einast jurtir, fiskar og fuglar í
nokkurs konar paradísarsöng
hins dreymandi manns í hvers-
dagsins grámyglu. Hér slær
skáldið á hörpu, sem aðeins ör-
fáum er gefin í vöggugjöf. Hér
sveiflast harka og mýkt fyrir
hljómfalli litar og línu í heimi,
sem felst í huga einstaklingsins
og verður að persónulegri veröld,
sem í flestum tilfellum er öðrum
lokuð.
Þessi sýning á verkum Kiko
Korriros er að vísu nokkuð mis-
jöfn, en það mun vera óþarft að
draga þessi verk í dilka hér. Því
er nefnilega þannig farið, að þar
skiptir svo greinilega í gott og
miður gott málverk, að ábend-
ingar er ekki þörf. Það besta á
þessari sýningu er afbragð, og
það, sem miður fer, er verra, en
ekki slæmt. Þessi sýning kom
mjög á óvart, og var það vel til
fundið hjá frænda listamanns-
ins, Gunnari Erni, að draga
þessa hluti fram í dagsljósið.
Hann á þakkir fyrir að hafa gert
þessa sýningu að veruleika, sem
svo sannarlega á erindi til al-
mennings og einnig skilar nokk-
uð góðu framlagi til íslenskrar
myndlistar í heild. Þarna er svo
sérstæð sýning á ferð, að ég veit
ekki, hvort slíkur viðburður
verður endurtekinn á næstu ár-
um. Myndirnar á þessari sýn-
ingu eru gerðar með nokkuð
blandaðri tækni, ég held, að
vatnslitir og litað blek sé uppi-
staðan, en öll meðferð efnisins er
á þann veg, að ekki er gott að
gera sér fullkomlega grein fyrir
aðferðum, en það gerir ekkert
til. Listrænt gildi er hvergi Iátið
líða fyrir tækni, og það er ein-
mitt mál málanna. Þarna er
fæddur litameistari á ferð, þegar
best lætur, og aðalatriði þessar-
ar sýningar er einkum og sér í
lagi sá árangur, sem Þórður nær
í litameðferð.
Það mætti margt meira um
þessa sýningu rita, en látum
þetta nægja að sinni. Það er von
mín, að margir leggi leið sína á
þessa sýningu, þrátt fyrir vonda
færð og janúarmánuð. Hún er
þess fyllilega verð, að henni sé
verðugur gaumur gefinn og ég er
þess fullviss, að enginn, sem
kynnist þessum verkum, á eftir
að iðrast þess. Kiko Korriro,
Þórður Valdimarsson, þakkir
fyrir mikla skemmtan.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Ungur maður
sem nylega hefur útskrifast sem
stúdent á verslunarsviöi, óskar
eftir atvinnu. Allt kemur til
greina. Uppl. í síma 75726.
■w-v—y~y—
ýmislegt
Samkomusalur, leiga
Leigjum samkomusal til hvers-
konar mannfagnaóa og sam-
komuhalds.
Félagsheimili Farmanna- og
Fiskimannasambands islands
Sjómannasamband íslands,
Borgartúni 18. Si’mi: 29933 og
38141 á kvöldin.
þjónusta
Handverksmaöur
3694-7357. S: 18675.
I.O.O.F. 11 = 1642018’A =
1.1».
UTIVISTARFERÐIR
Lækjargötu 6a, 2. hæð.
Sími14606
Simsvari utan skrifstofutíma.
Þorraferð í Borgarfjöró 21. jan.
kl. 20:00. Gist í Brautartungu og
í Lundareykjadal. Þorrablót aö
þjóólegri hefö. Söngur og
söngdansar. Gönguferöir. Helg-
arferö aö vetri er krydd í tilver-
una Fararstj. Jón I. Bjarnason.
Örfá saeti laus.
Arsritið er komiö. Félagar vitjiö
þess á skrifstofuna. Sjáumst.
I.O.O.F. 5 = 16401208’A = BR.
Samkoma veröur i Hlaögeröar-
koti i kvöld kl. 20.30. Bilferö frá
Hverfisgötu 42, kl. 20.00. Alllr
velkomnir.
Samhjálp.
FREEPORT
KLÚBBURINN
fundur f kv«d kl. 20.30
f SafnsAarMielli
Bdstalaklrk|M.
Hjálpræðis-
r| herinn
Kirfcjustræti 2
Hjálpræöisherinn
Alþjóöleg bænavika 1983
I kvöld kl.20.30,samkoma, Erling
B. Snorrason forstööumaöur 7.
dags aöventista talar, 3 stúlkur
frá Filadelfíu syngja. Fleiri taka
þátt. Allir hjartanlega velkomnir.
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 20.30.
Samkomustjóri Einar J. Gísla-
son.
Grensáskirkja
Almenn samkoma veröur i safn-
aöarheimilinu í kvöld kl.20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Séra Halldór S. Gröndal.
ADKFUM
Amtmannsstíg 2B
Fundur í kvöld kl. 20.30, Sigurö-
ur Pálsson, námsstjóri sór um
efniö: .Skólarnir og kristin-
fræöin“. Allir karlmenn velkomnir.
Tilkynning frá
félaginu Angliu
Nk. laugardag 22. janúar veröur
haldin barnaskemmtun aö Síöu-
múla 11, frá kl. 14—17. Miöar
viö inngangin er kr. 60.
Sama kvöld á sama staö veröur
kvöldskemmtun meö dansleik
fyrir fullorðna frá kl. 21—2. Aö-
göngumiðar er kr. 80 við inn-
ganginn.
Stjórn Angliu.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Dagsferöir sunnudag-
inn 23. janúar
1. Kl. 13. Skiöagönguferö á Hell-
isheiöi. Skiöakennsla fyrir þá
sem þess óska. Fararstjóri:
Hjálmar Guömundsson. Verö kr.
100.
2. Kl. 13. Gönguferö á Þorbjarn-
arfell (243 m) v/ Grindavikurveg.
Fararstjóri: Asgeir Pálsson. Verö
kr. 150.
Farið frá Umferöarmiöstööinni,
austanmegin. Farmiöar viö bíl.
Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna.
ICENWOOD
/ ELDHÚSIÐ B
Eigum fyrírliggjancJi:
Kæliskápa, frystiskápa
og eldhúsviftur
Á GAMLA VERÐINU