Morgunblaðið - 20.01.1983, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— umsjón Sighvatur Blöndahl
99
Bank of America“:
30D. i
1 € 29,5. » i • 1
29,0. / 1 L 1 i
28,5. /
"J 285 M |k imðv. 1» ■!«hS
j 1 iB.fM.ai4. pf rnibn. Im Im
UB.
1ÞM. i
ijat.
Jr
7,70. !
1 I 1 PMdBB j
7.10. /
j
aiá þr. rmóv þV. méto. fim.fM
Dollarinn hækkaði
um 0,77% í sl. viku
TILTÖLULEGA litlar breytingar urðu á
gengi íslenzku krónunnar í síðustu
viku. Bandaríkjadollar hækkaði um
0,77% í verði, en solugengi hans var í
upphafi vikunnar skráð 18,270 krónur,
en sl. fristudag var það skráð 18,410
krónur.
Ef þróun Bandaríkjadollars er
skoðuð frá áramótum, kemur í ljós,
að hann hefur hækkað um 10,57%.
Sölugengi hans var skráð 16,650
krónur í upphafi ársins. Loks má
geta þess, að Bandaríkjadollar hefur
hækkað um 124,92% frá áramótum
1981—1982, en í upphafi síðasta árs
var sölugengi hans skráð 8,185 krón-
BREZKA PUNDIÐ
Brezka pundið lækkaði um 0,52% í
liðinni viku, en við upphaf hennar
var sölugengi brezka pundsins skráð
29,250 krónur, en sl. föstudag var það
komið niður í 29,097 krónur. Reyndar
hefur verið töluverð hreyfing á
brezka pundinu á erlendum gjald-
eyrismörkuðum að undanförnu.
Frá áramótum hefur brezka pund-
ið síðan hækkað um 8,45%, en í upp-
hafi árs var sölugengi þess skráð
26,831 króna. Frá áramótum
1981 — 1982 hefur brezka pundið síð-
an hækkað um 85,9%, en í upphafi sl.
árs var sölugengi þess skráð 15,652
krónur.
DANSKA KRÓNAN
Danska krónan hækkaði aðeins um
liðlega 0,2% í liðinni viku, en við upp-
haf hennar var sölugengi dönsku
krónunnar skráð 2,2169 krónur, en sl.
föstudag var það skráð 2,2220 krónur.
Frá áramótum hefur danska krón-
an hækkað um 11,93%, en í upphafi
ársins var sölugengi hennar skráð
1,9851 króna. Þá má geta þess, að
danska krónan hefur hækkað um
98,59% frá áramótum 1981—1982, en
í upphafi síðasta árs var sölugengi
hennar skráð 1,1189 krónur.
VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ
Vestur-þýzka markið hækkaði um
tæplega 0,21% í liðinni viku, en við
upphaf hennar var sölugengi vestur-
þýzka marksins skráð 7,8311 krónur,
en sl. föstudag var það skráð 7,8474
krónur.
Frá áramótum hefur vestur-þýzka
markið síðan hækkað um 12,03%, en
í upphafi ársins var sölugengi þess
skráð 7,0046 krónur. Frá áramótum
1981—1982 hefur vestur-þýzka mark-
ið síðan hækkað um 115,48%, en í
upphafi síðasta árs var sölugengi
þess skráð 3,6418 krónur.
Hagvöxtur í heiminum
verður um 2% á árinu
Samkeppnishæfni bandarískra útflytjenda hefur rýrnað um 25% á 2V2 ári
EFNAHAGSÁSTANDIÐ í heimin-
um mun batna eitthvað á þessu ári,
en uppgangurinn verður mjög hæg-
ur, hægari en menn höfðu vonað,
segir í niðurstöðu yfirlits „Bank of
America**, stærsta viðskiptabanka
heims, um efnahagshorfur i heimin-
um á þessu nýbyrjaða ári.
í yfirliti bankans segir, að hag-
vöxtur verði að meðaltali rétt inn-
an við 2%, en þá er miðað við, að
meðaltalsaukning þjóðarfram-
leiðslu ríkja heimsins, hafi verið í
námunda við 0,5% á liðnu ári.
„Uppgangur efnahagslífsins í
heiminum almennt veltur að
mestu leyti á því hvernig til tekst
í Bandaríkjunum og nú eru mörg
spurningamerki á lofti á þeim
bæ,“ segir í yfirliti bankans.
Ennfremur segir, að búast megi
við því, að alþjóðaviðskipti muni
aukast lítilsháttar, eða jafnvel
standa alveg í stað á þessu nýbyrj-
aða ári. „Þótt eitthvað fari að rofa
til í efnahagsmálum heimsins á
næstunni, má búast við því, að það
taki efnahagsástandið a.m.k. 10
ár, að verða eitthvað í líkingu við
það sem gerðist á áratugnum
1960—1970,“ segir ennfremur.
í yfirlitinu segir, að samkeppn-
isstaða bandarískra útflutnings-
vara sé um 25% lakari en hún var
fyrir aðeins tveimur árum, vegna
stöðugrar styrkingar doilarans
gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
„Hins vegar má gera ráð fyrir,
með auknum viðskiptum Banda-
'kjamanna og auknum viðskipta-
að dollarinn muni eitthvað
veikjast gagnvart vestur-þýzka
markinu, svissneska frankanum
og japanska jeninu á árinu," segir
ennfremur.
„Þrátt fyrir þá staðreynd, að
verðbólga hefur verið frekar á
undanhaldi í flestum iðnríkjum
heimsins, hefur fjármálaástand í
þessum löndum lítt skánað, m.a.
vegna sívaxandi halla á viðskipt-
um við útlönd og halla á fjárlögum
ríkjanna. Það er alveg ljóst, að
þau lönd, sem glíma við mikinn
halla eiga fyrir höndum erfitt ár í
ár“.
Að síðustu varar bankinn ein-
dregið við því, að ríki fari að taka
upp verndaraðgerðir í einhverju
formi, til að laga stöðuna. „Það er
aðeins gálgafrestur".
Alitalia kaupir 30 DC-9-80 farþegaþotur af McDonnell Douglas:
Stærsti samningur eins
flugfélags við fyrirtækið
— en hann er upp á liðlega einn milljarð dollara
ÍTALSKA flugfélagið Alitalia skrif-
aði undir samning við McDonnell
Douglas flugvélaverksmiðjurnar
bandarísku um kaup á 30 nýjum
DC-9-80-þotum í liðinni viku, auk
þess að hafa rétt á kaupum á 10
vélum til viðbótar.
Samningnum, sem hljóðar upp
á liðlega milljarð Bandaríkjadoll-
Bandaríkin:
Reiknað er með enn
frekari lækkun vaxta
FLENTIR bankar Bandaríkjanna
lækkuðu forvexti sína úr 11,5% í
11% á dögunum og hafa vextir í
Bandaríkjunum ekki verið lægri í
liðlega tvö og hálft ár.
Vaxtalækkunin kemur i kjölfar
lækkunar á öðrum vöxtum í Banda-
ríkjunum, svo og vegna sívaxandi
eftirspurnar fyrirtækja eftir skamm-
tíma fjármagnsfyrirgreiðslu. Tals-
menn banka og fjármálastofnana
segja líklegt að þessir tveir þættir
eigi enn eftir að þrýsta vöxtum
niður, þannig að innan fárra vikna
muni þeir verða lækkaðir niður í
10,5% og síðan jafnvel niður í 10%.
Það var Chase Manhattan-
bankinn sem reið á vaðið um miðj-
an desembermánuð sl. og tilkynnti
um lækkunina, en síðan fylgdu
aðrir bankar í kjölfarið eftir ára-
mótin.
Þá hafa vextir af svokölluðum
„federal funds", sem er nokkurs
konar millibankamarkaður, lækk-
að úr 8,34% í 8,25% í síðustu viku,
en þeir vextir voru liðlega 10,21%
fyrir skömmu.
Stöðug lækkun vaxta í Banda-
ríkjunum og reyndar í fleiri lönd-
um á síðustu mánuðum hefur leitt
til þess, að meiri gróska hefur
færst í alþjóðalánamarkaði, m.a.
var um metár að ræða á hinum
svokallaða „Euro-bond“-markaði í
fyrra, en aukningin í viðskiptum
var liðlega 79,3%.
ara, var lýst af Stanford McDonn-
ell, aðalforstjóra McDonnell
Douglas, sem mikilvægasta sam-
ningi sem nokkurt flugfélaga
hefði gert við verksmiðjuna.
Talsmaður Alitalia sagði, að
vélarnar yrðu notaðar á styttri og
millivegalengdum félagsins og
kæmu í stað eldri véla af gerðinni
DC-9-30 og Boeing 727-100 og
Boeing 727-200. Hann sagði enn-
fremur, að nýju vélarnar væru
bæði hljóðlátari, tækju fleiri far-
þega, og væru auk þess eyðslu-
grennri en þær eldri vélar félags-
ins sem eru í notkun.
Samningur Alitalia og Mc-
Donnell Douglas gerir ráð fyrir að
McDonnell Douglas kaupi allar 18
Boeing 727-vélar félagsins, þrjár
DC-10 breiðþotur og fjórar DC-8
þotur. Auk þess mun McDonnell
Douglas taka sex DC-9-30-vélar
og skipta um mótora á þeim, auk
ýmiss konar endurbóta.
Fyrstu tvær nýju vélarnar
verða afhentar Alitalia í desem-
ber á þessu ári, en reiknað er með
að þær verði allar komnar í notk-
un fyrir árslok 1986. Alitalia
verður síðan að staðfesta endan-
lega kaup sín á viðbótarvélunum
tíu fyrir mitt ár 1985.
Um 85% af samningunum
verða fjármögnuð af Eximbank
og Bandaríska útflutningssjóðn-
um. Það sem á vantar verður Alit-
alia, sem er ríkisrekið félag, að
standa skil á.
íslenzkar
vörur koma
hagstætt út
í Færeyjum
SÉRSTAKT útflutningsátak
stendur nú yfir í Færeyjum, en
fulltrúi Útflutningsmiðstöðvar
iðnaðarins var þar á ferð um
mánaðamótin nóvcmber-desem-
ber sl.
Hann er nú á förum að nýju
til að reka erindi 22 íslenzkra
fyrirtækja að því er segir í
fréttabréfi FÍI. Hér er um að
ræða bæði erindi fyrir þá sem
þegar eru í útflutningi til Fær-
eyja og einnig þá sem óska að
hefja útflutning þangað. „Ýms-
ar íslenzkar vörur virðast
koma hagstætt út í Færeyjum
um þessar mundir og samgöng-
ur til Færeyja hafa stórbatn-
að,“ segir ennfremur í frétt-
abréfi FÍI.