Morgunblaðið - 20.01.1983, Page 41

Morgunblaðið - 20.01.1983, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983 41 vIlwÍkaNdi SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS l'orstoinn Pálsson Árni Johnsen Nýja menn þarf til breytinganna Guðmundur Jónsson verkamaöur skrifar: „Velvakandi. Eg telst víst orðið til aldinna Sunnlendinga og tala því af nokk- urri reynslu fyrir mitt kjördæmi. Óðaverðbólga og mergsognir atvinnuvegir einkenna þessa tíma okkar. Við sem teljumst til verkafólks sjáum sjaldnast annað en brostn- ar vonir og tóm launaumslögin um miðjar vikur og mannlífið allt ber keim af þessu. Enginn virðist skara fram úr lengur, meðal- mennskan er í algleymi, jafnt í mannlífinu sem á Alþingi. Við Sunnlendingar eigum svo sem nokkra rólfæra þingmenn, en heldur þykir mér nú lágt á þeim risið til þess að taka einarðlega afstöðu til vandamálanna og er víða uggvænlegt að sjá þetta á húsum við svo fjölfarna götu sem Laugavegurinn er. Fyrir nokkrum árum síðan lenti ég í því að bjarga konu sem varð undir hengju af snjó og klaka niðri á Hverfisgötu og hún var mikið meidd. Við vor- um fjórir sem komum að henni og grófum hana upp með höndunum úr dyngjunni. Og ekki eru mörgár síðan það varð banaslys af þessu á Akureyri. Það hlýtur að koma i hlut borgaryfirvalda, sem hafa í sinni þjónustu lyftubíla, að af- stýra þessari stórkostlegu hættu, því að fólk hefur almennt enga möguleika til þess að annast þetta verk. skilja okkur, fólkið í fábrotnu störfunum. Ég hef sannfærst um að til breytinganna þarf nýja menn og öll erum við sannfærð um að breytinga er þörf. Ég bendi ykkur á tvo menn. Annar þeirra skilur fullkom- lega þarfir atvinnulífsins og þá hörku sem þarf að beita gegn verðbólgunni. Þetta er Þorsteinn Pálsson. Hinn maðurinn hefur ávallt þreifað á púlsi mannlífsins og er fljótur að gera viðvart í skrifum sínum, sýnist honum hjartslátt- urinn veikjast. Hann er alinn upp á heimili útgerðarmanns og þekkir því þá baráttu gjörla. Hann er maður sem er þekktur fyrir annað en að láta deigan síga þegar syrtir í álinn. Þetta er auð- vitað Árni Johnsen. Sýnum nú kjark, því til breyt- inganna þurfum við vissulega nýja menn. Við þurfum þá Árna og Þorstein." Þjóðsöng- urinn og þingið I»orsteinn Guöjónsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Éiginlega ætlaði ég að vera hættur að skrifa, en þó komst ég ekki hjá því að taka eftir nokkrum greinum hjá þér — og víðar — um þjóðsönginn og skammarlega meðferð á honum, sem menn hljóta að taka afstöðu til, enda hafa sumir gert það. Raunar hef ég aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi kvæðisins — þykir t.d. miklu betra kvæðið „Leiðsla" sem skáldið Matthías orti skömmu síðar en þjóðsönginn. En það kvæði er svo sérstakt að það hefði aldrei getað orðið þjóð- söngur. Sumir útlendir menn sem ég hef átt tal við, hafa verið stórhrifnir af „Ó, guð vors lands", og haft mikinn áhuga á persónu séra Matthíasar í því sambandi. Og fáir munu bera á móti því að lag Sveinbjarnar Sveinbjörnsson- ar við kvæðið sé mikið listaverk. En hvað sem líður listgildi ljóðs og lags, virðist það svo sjálfsagt mál, að þjóðsöngur njóti réttar- verndar, þannig að ekki geti hvaða drusla og ómenni traðkað á hon- um eftir lund sinni, að furðulegt hlýtur að teljast að slíkt skuli vera vanrækt. Það er talað um að setj- ast niður og semja langa laga- bálka til verndar þjóðsöngnum, í stað þess að gera eitthvað í mál- inu! Gott ef það þarf ekki heila stjórnarskrá tit þess að hægt sé að gera einföldustu hluti. Þingmenn og þingmannsefni hafa verið í kosningaleik í allt haust og allan vetur — á kostnað þjóðarinnar. En enginn einasti þeirra hefur sagt orð til varnar minningu listamannanna Matthí- asar Jochumssonar og Sveinbjarn- ar Sveinbjörnssonar." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til aö skrifa þættinum um hvaöeina, sem hugur þeirra stendur til — eöa hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki viö aö skrifa. Meöal efnis, sem vel er þegiö, eru ábendingar og oröaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisróng veröa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó aö höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæöa til aö beina því til lesenda blaösins utan höfuöborgarsvæöisins, aö þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Stofninn telur um þrjú þúsund fugla. Rétt væri: í stofninum eru um þrjú þúsund fuglar. S2F SlGGA V/öGA í AiLVtWU Þorskanet MM Viö leitum allir aö því besta. Besta fáan- lega hráefninu, bestu tækninni og ekki síst besta veröinu. Nýju H.C.G.-netin eru árangur samvinnu V-Þýskalands, Japan og Taiwan. Gæöa- standard kraftaverkanets nr. 12 er: Þyngt: 3,1 kg Slitþol þurrt: 21,6 kg Slitþol blautt: 19,6 kg Veröiö er ótrúlega hagstætt. Höfum einnig fyrirliggjandi blýteina og ból- færaefni. MÁRCO Sími 15953 og 13480 MÝRARGATA 26 REYKJAVÍK HF. Hamar og sög er ekki nóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ** Vegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali úr eik, furu, aski, oregon-pine gullálmi, perutré, brenni, antik- eik og 10 tegundum til viöbótar. . Verö frá aðeins kr. 51 .-pr. m2. BJORNINN HF Skúlatúni 4 - Sími 25150 - Reykjavik ahvrr A EGRÐ íiTURTR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.