Morgunblaðið - 20.01.1983, Page 44
75
_ ^skriftar-
síminn er 830 33
75
jpglýsinga-
síminn er 2 24 80
r
Islending-
ar drukku
333 þúsund
lítra af
vodka í fyrra
Vindlingareykingar
jukust áriö 1982
ÍSLENDINGAR reyktu 10 millj-
ónum fleiri vindlinga á árinu
1982 en 1981, samkvæmt upplý.s-
ingum um tóbaks- og áfengissölu
Áfengis- og tóbaksverzlunar
ríkisins. Hins vegar varó reyk-
tóbaksneyzlan á síðastliónu ári
rúmlega fjórum tonnum minni
en 1981, og áfengisneyzla
minnkaói miðaó vió drukkna
alkóhóllítra á mann.
Samtals reyktu íslendingar
416.443 mill af vindlingum í
fyrra, en í hverju milli eru þús-
und stykki, miðað við 406.508
mill árið 1981. Þá var neytt
38.950 kílóa af reyktóbaki í
fyrra miðað við 43 þúsund kíló
1981. Og loks voru 13,9 milljón-
ir vindla (13.976 mill) reyktar í
fyrra miðað við 14,4 milljónir
(14.448 mill) árið 1981.
Áfengisneyzla Islendinga
1982 jafngilti því að hvert
mannsbarn hefði drukkið 3,133
alkóhóllítra, miðað við 3,179
lítra 1981. Vodka reyndist
mest seldi drykkurinn, samtals
voru drukknir 333.200 lítrar af
þeim drykk, 326.000 lítrar af
brennivíni og 126.580 lítrar af
whisky.
Loks reyndist neftóbaks-
neyzlan í fyrra tæplega 14,5
tonn, minnkaði um 15 kíló frá
1981. Neftóbaksneyzlan hefur
dregizt jafnt og þétt saman,
var 33—34 tonn fyrir tveimur
áratugum.
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1983
Vigfús Andrésson í Berjanesi gefur hrossunum út úr hlöóugrunninum, en veggir og þak fuku í ofviðrinu. Undir veggjarbrotunum sér í fólksbílsflak.
Morgunblaöið/RAX.
Berjanes undir Austur-Eyjafjöllum
7—800 þúsund króna tjón af völdum veðurs
FOKTJÓNIÐ á bænum Berjanesi
undir Austur-Kyjafjöllum í
skjálftaveðrinu skömmu fyrir jól
er talið nema um 700—800 þúsund
krónum, samkvæmt upplýsingum
bóndans, Vigfúsar Andréssonar.
Tvær hlöður stórskemmdust,
fjárhús, íbúðarhús, þrír bílar, 35
tonn af heyi fuku og vatn olli mikl-
um skemmdum á heyfeng. Þá fóru
flestar rúður úr húsum og m.a.
fennti inn í fjós þar sem 14 mjólk-
andi kýr voru. Kru þær ekki byrj-
aðar að mjólka aftur vegna áfalls-
ins.
Vigfús bóndi sagði að það
hefði verið engu líkara en að
fellibylur gengi yfir, enda sópað-
ist allt leirtau út úr skápum í
íbúð á efri hæð hússins þegar
veðurhamurinn braut þar alla
glugga og los komst á rishæðina.
Vigfús kvað illt í efni, því að eins
og mál stæðu myndu bætur að-
eins duga fyrir nokkrum hluta
skemmdanna.
Sjá í miðopnu „Kins og brjálað-
ir menn sætu undir stýri, en
bílarnir voru mannlausír".
Benzínlítrinn
í 15,50 krónur
— Verðlagsráð samþykkti 12,3% hækkun
VKKÐLAGSRÁÐ samþykkti á
fundi sinum í gærdag að heimila
12,3% hækkun á benzíni, þannig
að hver lítri hækkar úr 13,80 krón-
um í 15,50 krónur. Á liðnu ári
hækkaði benzín um liðlega 63,2%,
en frá 31. janúar 1982 hefur benz-
ínlítrinn hækkað um liðlega 83,3%.
Verðlagsráð samþykkti enn-
fremur á fundi sinum, að heim-
ila 11% hækkun á fargjöldum í
innanlandsflugi. Á síðasta ári
hækkuðu fargjöld í innanlands-
flugi um 89,3%.
Þá samþykkti Verðlagsráð að
heimila 6% hækkun á steypu og
15% hækkun á fargjöldum sér-
leyfishafa.
Janúar-nóvember 1982:
Gjaldeyrisviðskipti nei-
kvæð um 1200 milljónir
Gjaldeyriskaup bankanna nettó
voru neikvæð um 1.212 milljónir
króna fyrstu ellefu mánuðina í fyrra,
en keyptur gjaldeyrir var upp á
12.096 milljónir króna, en seldur
gjaldeyrir hins vegar upp á 13.308
milljónir króna.
Til samanburðar voru gjaldeyr-
iskaup bankanna jákvæð um 823
milljónir króna á sama tíma árið
1981, þegar kaupin voru upp á
12.984 milljónir króna, en gjald-
eyrissala upp á 12.161 milljón
króna.
I nóvembermánuði einum sér
voru gjaldeyriskaup bankanna
jákvæð um 84 milljónir króna, en
þá var keyptur gjaldeyrir upp á
1.758 milljónir króna, en seldur
gjaldeyrir upp á 1.674 milljónir
króna.
Á sama tíma, þ.e. í nóvember
1981, voru gjaldeyriskaup bank-
anna jákvæð um 9 milljónir króna,
en þá var keyptur gjaldeyrir upp á
1.637 milljónir króna, en seldur
gjaldeyrir hins vegar upp á 1.628
milljónir króna.
Varðandi tölur fyrir árið 1981
ber þess að geta, að þær eru um-
reiknaðar til gengis 1982 sam-
kvæmt vísitölu meðalgengis.
Á öllu árinu 1981 voru gjaldeyr-
iskaup bankanna jákvæð um 401
milljón króna, en þá var keyptur
gjaldeyrir upp á 9.244 milljónir
króna, en seldur gjaldeyrir upp á
Atvinnuhúsnæði hækkaði svip-
að og vísitala byggingarkostnaðar
og íbúðarhúsnæði utan höfuðborg-
arsvæðisins hækkaði um 67% á
sama tíma. Þetta gildir þó ekki um
íbúðarhúsnæði á höfuðborgar-
svæðinu, sem hækkaði talsvert
meira, eða um tæp 90% til jafnað-
ar, en smáíbúðir hækkuðu meira,
8.843 milljónir króna. Reyndar
þarf að fara alveg aftur til ársins
1975 til að finna neikvæð gjaldeyr-
iskaup bankanna, en þá voru þau
neikvæð um liðlega 45 milljónir
króna.
sem áður segir. Greiðslukjör voru
óhagstæðust í apríl, en þá var til
jafnaðar 78% af heildarsöluverði
íbúðarhúsa á höfuðborgarsvæðinu
greitt á fyrsta ári, og hefur Fast-
eignamatið ekki mælt óhagstæð-
ari kjör. Þá var fasteignaverð
einnig hið hæsta sem reiknað hef-
ur verið út, miðað við fast verðlag.
Fasteignaverö á höfuöborgarsvæðinu:
100% hækkun á litl-
um íbúðum í fyrra
LITLAK íbúðir á höfuóborgarsvæóinu, tveggja og þriggja hcrbergja, hækk-
uóu á síóasta ári um rúmlega 100% að því er fram kom á blaðamannafundi
Fasteignamats ríkisins í gær, þar sem tilkynnt var um drcifingu á nýjum
fasteignamatsseólum.