Morgunblaðið - 04.02.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983 27 Ásta Guðjónsdóttir var fædd hér í Reykjavík, á Bergstaða- stræti, ef ég man rétt, og hér ól hún aldur sinn. Hér giftist hún ung Hallgrími Benediktssyni prentara og átti með honum fjög- ur börn, sem upp komust, þrjár dætur og einn son, sem löngu eru gift. Tvær dætur hennar eru bú- settar í Vesturheimi, en hin tvö börnin búa í Reykjavík. Barna- börnin eru 14 og nokkur barna- barnabörn. Allt er þetta myndar- legt og gott fólk, eins og það á kyn til. Ásta var greind kona, hressileg, glaðlynd og félagslynd. Þegar rúmlega 300 konur í Reykjavík stofnuðu Hvöt, félag sjálfstæð- iskvenna í Reykjavík, fyrir tæpum 46 árum, var Ásta meðal stofn- enda. Hvöt var, eins og kunnugt er, stofnuð til að efla og styrkja Sjálfstæðisflokkinn og stuðía að aukinni þátttöku kvenna í stjórn- málum. Þótt staða kvenna í Sjálfstæðisflokknum sé enn all- fjarri þessu síðara markmiði, er enginn vafi á því, að Hvatarkonur hafa unnið mikið og gott starf í þágu Sjálfstæðisflokksins. Þar átti Ásta Guðjónsdóttir stóran hlut að máli. Hún var mjög áhuga- söm um stjórnmál, sótti vel fundi, sem er eitt höfuðskilyrði þess, að slíkur félagsskapur geti þrifizt, starfaði í nefndum félagsins, eink- um til að efla fjárhag þess, og lagði oft á sig mikla vinnu í því skyni. Hún sat í varastjórn Hvat- ar frá 1941—46, en 1 aðalstjórn 1955—68, var í trúnaðarráði fé- lagsins og árum saman í Full- trúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Hún var mjög oft full- trúi Hvatar á Landsfundum Sjálf- stæðisflokksins og sat stofnfund Landssambands sjálfstæðis- kvenna og var fyrsti gjaldkeri þess. í öllu þessu starfi naut Ásta sín vel. Hún hafði ákveðnar skoð- anir, sem hún var ófeimin að halda fram, og lét engan segja sér fyrir verkum, heldur tók hún ákvarðanir sínar í samræmi við sannfæringu sína og samvizku, og alltaf sátu hagsmunir flokksins í fyrirrúmi. Hún var hrókur alls fagnaðar í ferðalögum og á skemmtifundum og forkur dugieg, þegar með þurfti. Ég kynntist Ástu í Hvöt, eins og fleiri mætum konum. Við sátum mörg ár saman í stjórn Hvatar, og þess vegna þekki ég vel dugnað hennar, ósérhlífni og áhuga. Eftir að Ásta fluttist á Austurbrún 6 vorum við oft samferða á Hvatar- fundi og aðrar samkomur í flokkn- um, oft með Guðrúnu Ólafsdóttur, annarri sómakonu og stofnanda Hvatar, sem býr einnig á Austur- brún 6. Þá kynntist ég annarri hlið á Ástu, þekkingu hennar á mönnum og málefnum og lífs- reynslu hennar, en einnig glettni hennar og spaugsemi. Oft rædd- umst við líka við í síma, mér til ánægju og fróðleiks. Við höfðum ákveðið að verða samferða í hóf í Hvöt hinn 26. október sl. vegna útkomu bókar- innar Frjáls hugsun, frelsi þjóðar, sem gefin var út í tilefni 45 ára afmælis Hvatar, þar sem m.a. er viðtal við Ástu. Af því varð þó ekki, því að daginn áður veiktist hún og var lögð inn á Borgarspít- alann. Þaðan átti hún þó aftur- kvæmt, og enn áttum við samleið í Valhöll. Stuttu síðar fór hún aftur á sjúkrahús og þó að batahorfur virtust sæmilegar um stund, sótti aftur í sama far og hún andaðist 22. janúar á Borgarspítalanum. í viðtalinu við Ástu, sem áður er minnzt á, segir hún í lokin: „Öll þessi 45 ár hefi ég verið í Hvöt og' haft gagn og ánægju af því og ætla að vera það þangað til ég dey. Þótt maður sé kannski ekki alltaf ánægður með allt, menn og mál- efni, þá hvika ég ekki frá því að sjálfstæðisstefnan, sú stefna að fólk fái að gera það sem það sjálft kýs þjóðfélaginu til heilla, sé ákaf- lega mikils virði fyrir einstakl- ingana og okkar þjóð.“ Það er sjónarsviptir að konum eins og Ástu Guðjónsdóttur. Ólöf Benediktsdóttir Gísli Guðmundsson Hafnarfirði - Minning Fæddur 20. mars 1903 Dáinn 10. janúar 1983 Þann 18. janúar síðastliðinn var Gísli Guðmundsson kvaddur hinstu kveðju. Gísli var á áttug- asta aldursári þegar hann lst 10. janúar. Hann hefði því orðið 80 ára þann 20. mars næstkomandi. Það má segja sem svo, að lífs- starfinu sé að mestu lokið eftir tæplega 80 ára strit og því eftir litlum feng að slægjast. Víst er um það, að Gísli vissi vel að hverju stefndi, enda sagðist hann búast við dauðanum þegar vetur gengi í garð. Það var engu líkara en hann væri fullkomlega sáttur við að tími hans á þessu tilverustigi væri að renna út. Á sínum yngri árum var Gísli vel metinn vörubifreiðarstjóri í Hafnarfirði, en síðustu árin starf- aði hann hjá vinum sínum, Auð- unsbræðrum, í fiskvinnslufyrir- tæki þeirra í Hafnarfirði. Gísla kynntist ég um vorið 1977 þegar ég réðst til starfa hjá Auðunsbræðr- um. Eg komst strax að því að Gísli leyndi á sér. Þessi gamli maður var drjúgur til vinnu og ekki spillti það fyrir að glettnin ólgaði og sauð í honum og braust gjarnan uppá yfirborðið þegar best lét. En Gísli kunni sér hóf á þessu sviði sem öðrum. Oftar en ekki gerði hann grín að sjálfum sér. Við Gísli vorum vinnufélagar í rúma 5 mánuði og á þeim tima tókst með okkur góður kunnings- skapur, þó margir áratugir skildu okkur að hvað aldur snerti. Það var ekki hægt að tala um kyn- slóðabil þegar Gísli var annars- vegar. Fannst mér Gísli standa mér nær en margir sem mun yngri voru honum að árum. Þankagang- ur hans var á sömu bylgjulengd og gott að vera í návist við þennan glaðlynda öldung. Þó líkaminn væri gamall, var hugurinn ungur og síkvikur. Ég minnist enn stundanna þeg- ar við Gísli sátúm úti í sólinni þetta sumar. Hann sötraði kaffið sitt úr flöskunni sem hann geymdi jafnan í sokk til að halda því heitu. Ég sötraði ölið mitt og bruddi súkkulaðikex eins og yngri kynslóðinni er tamt. Gísli hafði miklar áhyggjur af því hvurslags fæðu æskan nærðist á, en var þó aldrei með neinar predikanir. Kímnin réð ávallt ferðinni. Þar sem ég var að tengjast fjöl- skyldu Gísla um þetta leyti, rædd- um við oft um líðandi stund og hvað framtiðin myndi bera í skauti sér. Leit Gísli framtíðina jafnan björtum augum og taldi alla vegi færa fyrir sig og sína. Skepnurnar voru honum mjög kærar og bar hann ríka virðingu fyrir öllu sem lífsandann dró. Rétt ofan við bæinn var Gísli með anga af búrekstri. Hann átti örfáar kindur og túnskika og eyddi flest- um frístundum sínum í að hugsa um féð. Kindurnar stundaði hann sam- viskusamlega, en eftir að hann varð að láta þær frá sér vegna heilsubrests, var auðsætt að hverju stefndi. Þrátt fyrir að sjón- inni hrakaði og líkaminn stirðn- aði, hvarf kímnin aldrei úr þessum hlýlegu augum. Síðastliðið sumar kom Gísli oft í heimsókn til okkar á Hringbraut- ina til að fylgjast með því hvernig barnabarnið og barnabarnabarnið dafnaði og hvernig sprettan væri í túnblettinum okkar. Þegar honum þótti grasið orðið nógu sprottið, dró hann fram orfið og ljáinn í síðasta sinn og sló blettinn. Þó ekki væri um mikið gras að ræða var það þurrkað og hirt. Gísli gat ekki séð af tuggu, þó lítil væri. Svona var Gísli Guðmundsson. Nýtinn og samur við sig líkt og sönnu aldamótabarni sæmdi, fram á síðasta dag. Blessuð sé minning hans. Jónatan Garðarsson Guðný Frímanns- dóttir — Það var í júlí 1932, ég stóð í fjörunni í Sandvík í Grímsey, óstyrk á fótum og sjóveik eftir ferð með smábát frá Húsavík, þá kemur telpa á aldur við mig hlaupandi, tekur utan um hálsinn á mér og segir: „Sæl, ég er búin að suða svo í honum pabba að fá að fara með honum á sjó í dag að ég get ekki sleppt því. Við sjáumst hjá afa og ömmu í kvöld." Ég dáðist að henni þá og ég dá- ist að henni enn. Hún var glaðlynd og hress og hló að erfiðleikunum þegar aðrir hefðu bognað. Hún hringdi til mín í desember sl. og við töluðum og skemmtum okkur konunglega þó við vissum báðar að hún væri fárveik og væri að fara á sjúkrahús. Hún sagði allt í einu að Guðjóni þætti nú nóg kom- ið af hlátrasköllunum, en hann Minning ætlaði að koma með sér eitthvert kvöldið til mín. Stuttu seinna var hún komin á sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt þaðan. Guðný Frímannsdóttir fæddist á Akureyri 30. september 1920. Hún var dóttir hjónanna Emilíu Matthíasdóttur (prests í Grímsey) og Frímanns Frímannssonar (hreppstjóra sama stað). Foreldr- ar hennar eru bæði látin. Faðir hennar lést í mars 1934, en móðir hennar í júlí 1969, Guðný var elst barna þeirra, þá Þóra sem búsett er í Siglufirði, Sigríður, sem er látin, og yngstur er Matthías. Guðný lauk húsmæðrakennara- prófi árið 1944. Hún var ákaflega vinsæl sem kennari og eignaðist ótal vini í nemendum sínum. Árið 1946 var ég við nám í húsmæðra- skólanum Ankerhus í Sorö, þá birtist hún þar allt í einu, hress að vanda, og hafði þá fengið styrk til námsferðar um Danmörk og Sví- þjóð. Hún dreif mig með séi^ til frk. Vestergaard í Sorö Husholdn- ingsskole, og skoðuðum við þar skólann sem ótal íslenskar stúlkur hafa stundað nám. Þessi dagur er mér ógleymanlegur. Skólasystur mínar sögðu mér síðar að þeim hefði þótt svo gaman að heyra okkur masa og „hlæja" á íslensku. Guðný giftist 25. mars 1948, Guð- jóni Ásgeiri Kristinssyni skóla- stjóra, ættuðum frá Hólmavík. Það hlýtur að vera sárt fyrir hann að sjá á bak henni, sem alltaf stóð keik við hlið hans hvað sem á bját- aði, þrátt fyrir veikindi sín sem höfðu staðið yfir í mörg ár. Guðný og Guðjón eignuðust tvær dætur og einn son, þau eru: Kristinn Frí- mann sem kvæntur er Brynju Harðardóttur, Anna sem gift er Þormóði Sveinssyni og Jakobína sem gift er Ragnari Erni Hall- dórssyni. Barnabörnin eru sjö. Guðný unni börnum sínum og sá ekki sólina fyrir barnabörnunum, vildi vera sem mest með þeim og var þeim öllum góð móðir og amma. Allt okkar fólk minnist hennar með gleði um leið og við vottum Guðjóni og fjölskyldu þeirra sam- úð á þessari skilnaðarstund. Guðný Hreióarsdóttir Stefania dóttir — Amma mín, Stefanía Ólafsdótt- ir, var fædd þann 30.11. 1900 að Jörfa í Kolbeinsstaðarhreppi. Hún ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Ólafi Erlendssyni og Agöthu Stef- ánsdóttur.ásamt stórum systkina- hópi. Þegar amma var ung stúlka, átti Ólafs- Minning hún þess kost að komast á nám- skeið hjá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þótti það mikill ávinn- ingur á þeim tíma. Eftir það gerð- ist hún vinnukona hjá Jóni kaup- manni Björnssyni í Borgarnesi. Þaðan réðst hún að Bæ í Bæjar- sveit, til Björns bónda Þorsteins- sonar. Kynntist hún þar manni sínum Andrési Björnssyni. Þau voru gefin saman í hjónaband þann 26.09. 1923. Vorið 1926 hófu þau búskap að Innri-Skeljabrekku í Borgarfirði. Á þessum árum átti amma við mikið heilsuleysi að stríða. Árið 1936 fluttu þau í Borgarnes og keyptu þar hús að Þórólfsgötu 5, sem síðar var byggt við. Amma og afi eignuðust 4 börn, Ólaf f. 20.10. 1974, Guðrúnu Ástu f. 12.08.1926, Áslaugu f. 26.03 1929 og Erlu f. 25.08. 1930. Þann 17.02 1967 lést afi Andrés enn amma bjó allt til dauðadags 16.11 1982 að Þórólfsgötu 5. Foreldrar mínir Ólafur og Þór- ey hafa búið alla tíð á efri hæð hússins og við systurnar þrjár. Hjá ömmu og afa ólust upp þrjú barnabörn. Það var alltaf margt um mann- inn kringum ömmu, gestagangur mikill og ætíð allir velkomnir. Gestrisni mikil mætti hverjum manni. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar til baka og rifjar upp. Þessi merka aldamótakona var greind, afar fróðleiksfús, er fylgdist vel með öllu sem gerðist jafnt í nálægð sem fjarlægð. Það var svo sann- arlega ekki lífsleiðanum fyrir að fara í hjarta hennar. Iðjusemi mikil og vandvirkni í hvívetna ein- kenndu störf hennar. Hún átti því láni að fagna að halda nánast öllu sínu óskertu allt til hinstu. stund- ar. Gat auk þess verið í sínu um- hverfi til síðasta dags. Það voru ekki svo ófáar stund- irnar sem við áttum saman hér áður fyrr við spilamennsku. Hún var alltaf boðin og búin að eyða sínurn tíma til slíkra hluta, enda var það óspart notað. Alla tíð var okkar samband náið og þakka ég henni fyrir allt og allt. Þetta eru fátækleg orð um ríka konu, sem ekki var rík af fjármun- um, heldur mannkostum. Bið ég að góður Guð geymi þessa góðu trú- ræknu konu. Stefanía Olafsdóttir Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- oji minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.