Morgunblaðið - 04.02.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Blikksmiðir Blikksmiðir óskast til starfa. Rásverk, blikksmiðja, Kapaihrauni 17, Hafnarfirói. Sími 54888 og 52760. Mosfellssveit Blaðbera vanta í Holta- og Tangahverfi. Uppl. hjá afgreiöslunni. Sími 66293. Prjónamaður Óskum eftir aö ráða prjónamann. Upplýsingar í síma 31960. Rammaprjón, Súðavogi 50. Vana háseta vantar á netabát sem rær frá Vestfjörðum. Upplýsingar í síma 94-2590. Sendill Iðnaðarráðuneytið óskar að ráða sendil til starfa hálfan daginn, fyrir hádegi. Upplýsingar í iðnaðarráðuneytinu, Arnar- hvoli. Keflavík Blaðberar óskast strax. Uppl. í síma 1164. Skrifstofustarf Starfskraftur óskast til símavörslu, vélritunar og skrifstofustarfa hjá fyrirtæki í Hafnarfirði. Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist augl.deild Mbl. fyrir 8. febrúar nk. merkt: „Björg — 3846“. Deildarstjóri íslenskur markaður hf. óskar aö ráöa í starf deildarstjóra póstverslunar. Verslunar- eða stúdentspróf áskiliö. Mjög góö hæfni í ensku og enskum bréfaskriftum nauðsynleg, ásamt vélritunarkunnáttu. Góð kunnátta í öðrum tungumálum svo sem þýsku og frönsku æskileg. Umsóknum sé skilað til íslensks markaöar hf. Keflavíkurflugvelli, fyrir 10. þ.m. Með allar umsóknir veröur farið sem trúnaðarmál. Félagsmálastjóri Starf félagsmálastjóra á Sauðárkróki er laust til umsóknar. Umsækjandi þarf aö geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur um starfið er til 15. febrúar nk. Umsóknir skulu stílaðar á bæjarstjórann á Sauöárkróki sem jafnframt gefur allar nánari upplýsingar um starfið. Bæjarstóri. Tækniteiknari Verkfræðistofan Rafteikning hf., óskar að ráða tækniteiknara til starfa. Reynsla í raflagnateikningum æskileg. Nánari uppl. á skrifstofunni. Rafteikning hf„ Borgartúni 17, sími 28144. Skáksveit Búnaðarbankans sigursæl: Sigraði sveit AMRO-bankans í Amsterdam með yfírburðum SKÁKSVEIT Búnaðarbanka íslands sigraöi nýverið skáksveit hollenska hankans AMRO í Amsterdam með I6V2 vinningi gegn 3'/2. Tefldar voru tvær umferðir. AMRO-bankinn er stærsti banki Hollands og starfa í honum um 27.000 manns. Þetta er í fjórða skipti sem skáksveit Búnaðar- bankans keppir við erlendan banka og hefur hún sigraði þá alla. Sigur Búnaðarbankans vakti mikla athygli í Hollandi og sagði Björn Sigurðsson, einn af skák- mönnum Búnaðarbankans, að keppnin hefði vakið mikla athygli í Hollandi og hefðu þeir notið vinsælda Friðriks Olafssonar. Björn sagði að móttökurnar í Hollandi hefðu verið mjög góðar. Teflt var á Hilton Hotel í Amst- erdam. Skáksveitin hlaut í vinning bikar, sem Arnarflug gaf til keppninnar, einnig fengu þeir bókagjafir frá AMRO-bankanum. Tefldar voru tvær umferðir, eins og fyrr segir, og fara úrslitin hér á eftir: Guðrún Guðmunds- dóttir níræð í gær Níræðisafmæli átti í gær, hinn 3. þ.m., Guðrún Guðmundsdóttir. Hún er nú ein eftirlifandi af börn- um Guðrúnar Jónsdóttur og Guð- mundar Arngrímssonar, sem bjuggu á Eyri við Ingólfsfjörð í Árneshreppi. Þessi elskuleg börn voru vel að guði gerð, falleg, góð og vel gefin. Ég, sem þetta skrifa, var tekin nokkurra vikna gömul í fóstur af foreldrum Guðrúnar. Þar naut ég ástar og umhyggju þeirra allra. Og ekki síst minnar góðu fóstursystur Guðrúnar. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um hjá þeim á uppvaxtarárunum. Það þurfti mikið að vinna til að hafa til hnífs og skeiðar. Guðrún fór ung að árum vestur til ísafjarðar. Þar giftist hún þeim góða glæsilega manni, Guðmundi Magnússyni, skipstjóra, lengst af á Hermóði. Ég man að ég var ung þegar ég sá þau fyrst saman, hún falleg með sitt síða hár, hann fas- mikill og myndarlegur. Þau bjuggu lengst af í Reykja- vík, á Bræðraborgarstíg 4. Þar var mikill gestagangur, og veitt af rausn, þótt efnin væru ekki alltaf mikil. En hjartarýmið var alltaf nægt. Þar komu bræður og systir saman til samræðna og spila- mennsku. Þar var hún veitandinn og húsbóndinn hrókur alls fagnað- ar. Sex börn eignuðust þau Guðrún og Guðmundur. En sorginni og missinum fóru þau ekki varhluta af. En trúin á Guð hefur verið leiðarljós frá móður okkar, sem kenndi börnum sínum og fóstur- börnum trúna á það góða. Guðrún mín, ég veit, að öll þín elskulegu börn og barnabörn leiða þig og vernda. Á því bjarta og góða dvalarheimili, Sólvangi, vefja þig allir ást og blíðu. Guð blessi þig systir mín. Ó.S. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aöra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaöur. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaösins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línuhili. AMRO-bank Búnaðarbanki íslands (Amsterdam-Roterdam-bank) Wolthuis 0 — Jóhann Hjartarson 1 Buurman 0 — Bragi Kristjánsson 1 van der Meyden 0 — Jón Kristinsson 1 Jansen 0 — Hilmar Karlsson 1 de Lange 0 — Guðmundur Halldórsson 1 Vos 0 — Stefán Þ. Guðmundsson 1 Bypost Vi — Guðjón Jóhannsson ‘/2 Laar 1 — Kristinn Bjarnason 0 Lohmann 0 — Björn Sigurðsson 1 Plynaar 0 — Árni Þ. Kristjánsson 1 Fyrri umferð: 1V4 — 8'h Wolthuis 0 Jóhann Hjartarson 1 Hensbergen 0 — Bragi Kristjánsson 1 van der Mayden 0 — Jón Kristinsson 1 Jansen 0 — Hilmar Karlsson 1 de Lange lh — Guðm. Halldórsson '/4 Vos 0 — Stefán Þ. Guðmundsson 1 Bypost >/2 — Guðjón Jóhannsson '/2 Bennink — Kristinn Bjarnason Vi Lohmann 'h — Björn Sigurðsson Vi Boomsma 0 — Árni Þ. Kristjánsson 1 Seinni umferð: 2 — 8 Samtals: AMRO-bank 3'h — Búnaðarbanki íslands 16'Á Hin sigursæla skáksveit Búnaðarbankans. í efri röð, talið frá vinstri: Jón Kristinsson, Guðmundur Halldórsson, Guðjón Jóhannsson, Bragi Kristjáns- son, Stefán Þormar Guðmundsson og Björn Sigurðsson. Neðri röð frá vinstri: Kristinn Bjarnason, Árni Kristjánsson, Jóhann Hjartarson og Hilmar Karls- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.