Morgunblaðið - 04.02.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.1983, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983 28 Ramb á barmi útrýmingar — eftir Ferdinand Jónsson Tilefni þessara skrifa er stór- góður fréttapistill frá Peking, sem fluttur var í Ríkisútvarpinu í lok frétta miðvikudaginn 26. janúar. Umfjöllunarefni þessa pistils var yfirvofandi útrýming Jövu- nashyrningsins. Ég hefi um nokk- urn tíma haft mikinn áhuga á verndun hinnar villtu náttúru, en þó sérstaklega verndun hinna tveggja sjaldgæfu nashyrninga- tegunda, sem lifa í Suðaustur- Asíu. Upplýsinga hef ég aflað mér af lestri erlendra spendýrabóka svo og lestri Wildlife-tímaritsins, sem náttúruverndarmenn gefa út. Það eru til fimm ólíkar tegundir nashyrninga í heiminum, en engin þeirra telst til þeirra lífvera, sem örugga framtíð eiga fyrir höndum. Þó er framtíðin aðeins bjartari hjá þeim tveimur tegundum, sem lifa í Afríku en Asíutegundunum þremur. Asíutegundirnar eru: Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros un- icornis), Súmötrunashyrningurinn (Didermoceros sumatrensis) og Jövunashyrningurinn (Rhinoceros sondiacus). Jövunashyrningurinn hafði fyrir nokkrum árum, og hefir sennilega enn, þann vafasama heiður að vera talinn sjaldgæfasta legkökudýr jarðarinnar. Maðurinn og mikill fjöldi annarra tegunda teljast til legkökudýra. Jövunashyrningurinn er um 5‘h fet að hæð og vegur um það bil 1 'h tonn. Hann er frumskógardýr, sem lifði eitt sinn um alla Jövu frá strönd og upp til fjalla og á eyj- unni Súmötru og á Malakkaskag- anum allt norður til Indlands. En með tilkomu hvíta mannsins í þennan heimshluta og nýtísku- legra skotvopna hans, fór því mið- ur að halla undan fæti hjá þessari sérstæðu skepnu. Nashyrningur- inn var veiddur gegndarlaust þar til hann dó út á öllum ofantöldum svæðum nema eldfjallaeyjunni Jövu. Ástæðan fyrir þessari gegndarlausu veiði er sennilega sú þjóðtrú, sem ríkjandi er í þessum heimshluta, að mulið nashyrn- ingshorn notað sem meðal sé allra meina bót og auki jafnvel kyngetu. Auðvitað er þetta rangt og á við engin rök að styðjast. Það, sem er ef til vill sorglegast við þetta dráp á Jövunashyrningi, er að hið eina horn, sem dýrið ber, er lítið og kvendýrin hafa hér um bil ekkert horn. Ekki ber svo að skilja, að sóknin í horn nashyrningsins sé eina ástæðan fyrir hinni gífurlegu fækkun Jövunashyrnings. Þar kemur einnig til eyðing skóga þessara svæða og allra handa eyðilegging á heimkynnum hans. Um aldamótin síðustu blasti svo við útrýming Jövunashyrningsins, en það varð gæfa hans, að ein- hverjar mestu náttúruhamfarir okkar tíma urðu fyrir utan vestur- strönd Jövu. Eyjan Krakatau sprakk í miklu eldgosi og byggð eyddist á skaga einum eigi langt frá höfðuborg Jövu (Indonesíu), Djakarta. Nashyrningarnir settust að á þessum skaga og hann varð síð- asta heimkynni þeirra á þessari jörð. í dag er Udjankulan-skaginn náttúrugriðland og þar voru árið 1973 44 Jövunashyrningar. Árið 1978 var þeim svo fjölgað upp í 50—54 dýr og verður það að teljast ágæt fjölgun miðað við að nashyrningar verða kynþroska fimm ára og kýrnar eiga afkvæmi 3ja hvert ár. Enginn vafi er á því að gæta verður þessara seinustu heim- kynna Jövunashyrningsins vel gegn ásælni veiðiþjófa, sem hafa til mikils að vinna, svo hátt er verðið á möluðum nashyrnings- hornum á mörkuðum í Singapore Sumötru nashyrningurinn Java-nashyrningurinn og Hong kong. En vonandi tekst hinum ósérhlífnu náttúruverndar- mönnum og ríkisstjórn Indónesíu að bjarga þessu fágæta dýri. Ekki horfir heldur gæfulega fyrir frænda Jövunashyrningsins, Súmötrunashyrningnum, sem nú lifir á litlum svæðum á Súmötru, Malakkaskaga og ef til vill á eyj- unni Borneó. Hann er minnstur hinna fimm nashyrningstegunda, 4 'h fet á hæð og vegur um það bil 1 tonn. Einnig er hann eina nas- hyrningstegundin, sem er hærð að nokkru leyti. Súmötrunashyrningurinn hefir tvö lítil horn á nefinu og sér illa eins og allir nashyrningar, en heyrir vel og hefir gott lyktar- skyn. Mjög styggur er hann og á því gott með að dyljast veiðiþjóf- um. En hvernig skyldu veiðiþjófar fara að við að nálgast þetta fá- gæta og sjaldséða dýr? Jú, þeir leggja gildrur fyrir hann og sitja fyrir honum við þær tjarnir, sem hann baðar sig í, því að allar tegundir nashyrninga stunda reglulega böð í tjörnum og vilpum til að losna við ágang ým- issa skordýra. Súmötrunashyrn- ingurinn er dreifður yfir mikið stærra svæði en Jövunashyrning- urinn og er því mikið erfiðara að vernda hann gegn ásælni veiði- þjófa. Mér er aðeins kunnugt um eitt svæði, sem einhver fjöldi Súm- ötrunashyrninga er saman kom- inn undir einhverri vernd. Það er griðland á Norður-Súmötru, en þar eru 50—60 nashyrningar ásamt orangutanöpum og fílum. Um fjölda lifandi Súmötrunas- hyrninga veit ég ekki nákvæm- lega, en lesið hef ég nýlegar tölur sem hljóða upp á 200—250 dýr. Og ekki er það há tala. Við megum ekki gleyma því að Súmötrunashyrningur er ein teg- und eins og maðurinn er og geir- fuglinn var. I hvert sinn er dýrategund hverfur af yfirborði jarðar, verður jörðin til muna fátækari af fegurð, undrum og sérkennum sínum. Svo sannarlega hefir manninum tekist að gera jörðina sér undir- gefna. Já, jafnvel svo undirgefna að hún er tekin að visna og deyja í höndum hans. mótin eru vinsæl Norsku Eftir áramótin tóku íslenskir skákmenn þátt í tveimur alþjóðleg- um mótum í Hamri og Gausdal í Noregi. Mót þcssi voru vel sótt af fleirum en okkur, því að hróður norskra alþjóðaskákmóta hefur borist víða. Ekki eru það þó verð- launafúlgur sem draga meistarana að, því flestir prísa sig sæla með að komast sléttir úr útgerðinni, held- ur eru það ágætar aðstæður og mótafyrirkomulagið sem gefur þátttakendum mikla möguleika á að næla sér i áfanga að alþjóðleg- um titlum. Mörg alþjóðleg mót fara nú fram í Noregi á hverju ári og má það fyrst og fremst þakka Arnold J. Eikrem, fyrrum forseta norska skáksambandsins, sem hefur nú gert það að aðalstarfi sínu að halda þeim gangandi. Fram að þessu hefur honum tekist það með miklum ágætum og með hverju árinu fjölgar mót- unum. Keppendur hafa verið frá öllum heimshornum og yfirleitt eru þeir norsku í miklum minni- hluta, þannig að þau eru í hæsta máta alþjóðleg. En víkjum nú að mótinu í Hamri, sem fór fram 2.-9. janú- ar. Keppendur voru 32, þar af þrír Islendingar, þeir Margeir Pétursson, Sævar Bjarnason og Karl Þorsteins. Við lentum í hrakningum á leiðinni út vegna óveðurs hér heima og komum því of seint í fyrstu umferðina. Brugðum við því á það ráð að semja stutt jafntefli, sem kom sér vel daginn eftir, því að þá voru tefldar tvær skákir sam- dægurs. Eftir þær stóðum við allir vel að vígi í mótinu, en í fjórðu umferð varð Sævar fyrir óhappi eftir að hafa teflt vel Skák Margeir Pétursson gegn einum af öflugustu þátt- takendunum á mótinu: Svart: Sævar Bjarnason Hvítt: deFirmian (Bandaríkjun- um) Eftir flókna byrjun náði Sæv- ar undirtökunum í þessari skák, en honum varð þá á ónákvæmni og virtust nú allar horfur á að skákin myndi fjara út í jafntefli. En í síðasta leik fyrir tímamörk- in, sem voru við 36. leik, tók Sævar baneitrað peð: 36. — Dxa3?? Eftir 36. — He7 er jafnteflið á næsta leiti. Nú fór skakin í bið, en það var sama hvernig leitað var í hléinu, hvítur reyndist eiga óverjandi mát í öllum afbrigð- um, svo framarlega sem hann fyndi réttu leiðina: 37. He6 — Bd7, 38. Bxg7! — Hxg7, 39. Hxh6+ og svartur gafst upp. Sævari hafði yfirsézt að eftir 39. — Kg8 er peðið á d5 í uppnámi með skák um leið. Karl var einnig heillum horf- inn í þessari umferð, því að hann fékk óteflandi stöðu eftir byrj- unina gegn öðrum stigaháum bandarískum alþjóðameistara, Sergei Kudrin. í fimmtu umferðinni tókst mér að ná efsta sætinu með því að sigra deFirmian, en sú sæla stóð því miður allt of stutt, því strax í næstu umferð lék ég herfilega af mér snemma tafls í skák minni við Kudrin og hlaut að tapa. DeFirmian náði síðan aftur forystunni með því að sigra landa sína Kudrin og Bass og varð því efstur á mótinu með töluverðum yfirburðum. Loka- staðan á mótinu varð þessi: 1. DeFirmian (Bandaríkjun- um) 7lh v. af 9 mögulegum. 2.-3. Margeir Pétursson og Kudrin (Bandaríkjunum) 6'h v. 4. Bass (Bandar.) 6 v. 5.-7. De Lange (Noregi), Davies (Eng- landi) og Berg (Danmörku) 5lh v. 8.—12. Karl Þorsteins, Levitt (Englandi), Minev, (Búlgaríu), Moen og Stigar (báðir Noregi) 5 v. Sævar náði sér ekki á strik eftir skákina við deFirmian, en Karl tefldi vel á köflum og náði áfanga að FIDE meistaratitli án sérstaklega mikillar fyrirhafnar. Hann er nú greinilega kominn í þann hóp skákmanna okkar sem næst standa því að hljóta alþjóð- lega meistaratitilinn. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Ilonaldson (Bandaríkjun- um) Kóngsindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — g6, 3. Bg5 Torre árásin er mjög traust vopn gegn Kóngsindversku vörn- inni. Bandaríski FIDE-meistar- inn reynist ekki sérlega vel heima í byrjuninni og lendir fljótlega í þröngri stöðu. 3. — Bg7, 4. Rbd2 — 0—0, 5. e4 — d6, 6. Be2 - Rbd7, 7. 0—0 - e5, 8. dxe5 — dxe5, 9. c3 — h6, 10. Bh4 — b6, 11. Dc2 — Bb7, 12. Hfel — De8,13. a4 — a5, 14. Bb5! Til að stugga við þessum bisk- up neyðist svartur til að leika c7 — c6 og það veikir stöðu hans mikið. 14. — Rh5, 15. Hadl — c6, 16. Bfl — g5, 17. Bg3 — Dd8? Það var óviturlegt að leika drottningunni í skotlínu hróks- ins á dl. 18. Rc4 — Rxg3, 19. hxg3 — Bc8, 20. Rfxe5 — Bxe5, 21. Rxe5 — Dc7, 22. Rg4 — Kg7, 23. e5 - h5 24. Df5! — hxg4, 25. Dxg5+ — Kh8, 26. I)h6+ — Kg8, 27. Bd3 og svartur gafst upp. Heimamenn voru mjög ánægðir með þetta mót, vegna þess að gamla kempan Daan de Lange frá Hamri fór taplaus í gegnum mótið og tryggði sér FIÐE-meistaratitilinn þrátt fyrir að vera orðinn 68 ára gam- all. Óvæntur sigur hans yfir Kudrin var það sem langmest kom á óvart á mótinu. Bandaríkjamaðurinn hugðist vinna peð eftir að hafa teflt byrjunina sæmilega. Við það opnaðist kóngsstaða hans og hann fékk síðan ekki rönd við reist gegn rökréttri taflmennsku gamla mannsins. HvRt: Kudrin (Bandaríkjunum) Svart: deLange (Noregi) ítalski leikurinn I. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bc4 — Bc5, 4. c3 — Bb6, 5. 0—0 — d6, 6. a4 — a6, 7. Hel — Rf6, 8. d3 — 0-0, 9. Rbd - Re7, 10. Rfl — c6, II. Ba2 — Rg6, 12. h3 — Bc7, 13. d4 — d5! 14. exd5 — e4, 15. d6 — I)xd6, 16. Rg5 — Bf5, 17. Bbl — Hae8, 18. g4 Hvítur varð að halda áfram þeirri áætlun sinni að vinna peð- ið, því annars lokast riddarinn á g5 úti. 18. — Bc8, 19. Rxe4 — Rxe4, 20. IIxe4 — Hxe4, 21. Bxe4 — f5, 22. gxf5 — Rh4, 23. Db3+? — Kh8, 24. Bg5 — Bxf5, 25. Bxf5 25. — Rf3+, 26. Kg2 — Hxf5, 27. Be3 - Rh4+, 28. Khl — I)g6, 29. Rg3 — Bxg3, 30. Hgl - hxf2! og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.