Morgunblaðið - 04.02.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
Að móta steftiu í áfengismálum
— eftir Arna
Gunnarsson, alþm.
Um langt árabil hefur það verið
helsti Þrándur í götu þeirra
manna, sem barist hafa gegn
ofneyslu áfengis, að hér á landi
hefur hið opinbera enga stefnu
mótað í áfengismálum. Þar hafa
félög og einstaklingar tekið frum-
kvæðið, en ríkið ekki viðurkennt
þá ábyrgð, sem það ber, í tengslum
við einkasölu sína á áfengum
drykkjum. Samtök bindind-
ismanna hafa unnið virðingarvert
starf, en hin síðari árin hefur
mest borið á baráttu SÁÁ, sem
hafa náð umtalsverðum árangri
og tekist að opna augu almennings
fyrir þeim gífurlega vanda, sem
við er að etja.
Ýmis alþjóðleg samtök hafa í
mörg ár beitt sér fyrir því, að bar-
átta gegn áfengisneyslu yrði aukin
að mun, en oftar en ekki talað
fyrir daufum eyrum. Hinir gífur-
legu hagsmunir áfengisframleið-
enda hafa ósjaldan borið ofurliði
tilraunir af þessu tagi. Stjórnvöld
hafa ekki lagt fram nægilegt fjár-
magn til að vega upp á móti áróðri
framleiðendanna, sem hafa úr gíf-
urlegum fjármunum að spila.
Við setningu ársþings Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) í Genf haustið 1978 gerði
Halfdan Mahler, aðalforstjóri
stofnunarinnar, áfengisvandamál-
ið að sérstöku umræðuefni. Hann
taldi það einn mesta vanda heil-
brigðismála í heiminum. Hann
beindi þeim tilmælum til ríkja,
sem aðild eiga að stofnuninni, að
þau settu lög er stuðluðu að minni
áfengisneyslu. Hann benti á, að
tiltæk ráð væru hærra áfengis-
verð, minni framleiðsla, innflutn-
ingshömlur og fækkun dreif-
ingarstaða áfengis. Hann taldi, að
þegar í stað yrði að hefjast handa,
afleiðingar hiks yrðu bæði dýrar
og alvarlegar.
Þessi afstaða Mahlers þótti
nokkrum tíðindum sæta, þar eð
áður hafði höfuðáherslan verið
lögð á hverskonar fræðslustarf.
En sérfræðingar Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar höfðu
komist að þeirri niðurstöðu, að í
áfengismálastefnu yröi að taka
mið af nauðsyn á ýmis konar
hömlum. Sérfræðingarnir voru
sammála um, að aðgerðum yrði að
beina gegn áfenginu sjálfu, en
ekki aðeins ofneyslu þess. Þetta
kemur heim og saman við niður-
stöður rannsókna á undanförnum
árum, sem sýna svo ekki verður
um villst, að tjón af völdum áfeng-
isneyslu margfaldast ef heildar-
neyslan eykst. Jafnframt hefur
verið lögð áhersla á það, að af-
staða almennings til áfengis skipti
sköpum um hve alvarlegt tjónið
verður.
Þannig hafa t.d. bandarísk heil-
brigðisyfirvöld viljað draga úr
tjóninu með því að beita ákveðn-
um hömlum. Þau hafa bent á eft-
irfarandi atriði: Að halda áfengis-
verði háu, m.a. með skattlagningu,
— að fækka vínveitingahúsum og
áfengisútsölum, — að draga úr
styrkleika áfengis, — að auka eft-
irlit með áfengisauglýsingum, —
að hækka lögaldur vegna áfengis-
kaupa, og að setja reglur um ritun
viðvarana á áfengisflöskur.
Fjöldi vísindamanna er alfarið
þeirrar skoðunar, að beint sam-
band sé á milli áfengismagns, sem
þjóð eða annar tiltekinn hópur
drekkur, og fjölda ofdrykkju-
manna og drykkjusjúklinga. Það
sé heiidarmagn hins hreina vín-
anda, sem skipti máli, en ekki
hvort áfengisins sé neytt í formi
öls, víns eða sterkra drykkja. Svo
náið samband telja þeir vera
þarna á milli, að þeir hafa mótað
einfalda reglu. Ef áfengisneysla
þjóðar tvöfaldast verða „ofneyt-
endur" fjórum sinnum fleiri. Ef
hún þrefaldast verða þeir níu
sinnum fleiri. — Þess má geta, að
allir norsku þingflokkarnir eru
sammála um, að áfeng-
ismálastefna, þar sem tilteknum
hömlum sé beitt, sé hin eina er
samrýmist niðurstöðum nýrra
rannsókna austan hafs og vestan.
Þetta kemur einnig fram í rann-
sókn, sem gerð var hér á landi, en
um niðurstöður þeirrar rannsókn-
ar segir dr. Tómas Helgason m.a.:
„Þeir, sem bjuggu í þéttbýli, þar
sem hægara var að nálagst áfengi
en í dreifbýlinu, höfðu 13% líkur
til að verða drykkjusjúkir og
nærri 20% líkur til þess að verða
ofdrykkjunni að bráð. En aðeins
4% karla, sem voru búsettir í
Bráðabirgðayfirlit Seðlabanka um þróun greiðslujafnaðar og gjaldeyrisstöðu á árinu 1982:
Viðskiptajöfnuður var óhagstæður
um 3.500 millj. kr. á síðasta ári,
eða um 11 % af þjóðarframleiðslu
MORGUNBLAÐINU barst í
vikunni eftirfarandi bráða-
birgðayfirlit Seðlabankans
um þróun greiðslujafnaðar
og gjaldevrisstöðu á árinu
1982:
Nú liggja fyrir ýmsar upplýs-
ingar, sem varpa ljósi á þróun
greiðslujafnaðar og gjaldeyris-
mála á árinu 1982 og stöðu þeirra
um sl. áramót. Hér á eftir verða
birtar tiltækar tölur um helstu
þætti þessara mála og samanburð-
ur gerður við árið 1981. Tölur um
1982 eru að jafnaði bráðabirgða-
tölur, þótt það sé ekki sérstaklega
tekið fram.
Viðskiptajöfnuður
Fyrstu bráðabirgðatölur um
innflutning og útflutning benda til
þess að vöruskiptajöfnuður á ár-
inu 1982 hafi orðið óhagstæður um
1.900 m.kr. á f.o.b. grundvelli eða
um 6% af þjóðarframleiðslu. Árið
1981 nam halli á vöruskiptajöfn-
uði 315 m.kr. reiknuðu á gengi
1982 og var það nálægt 1% af
þjóðarframleiðslu. Samkvæmt
beinum inn- og útflutningstölum
reiknuðum á gengi 1982 hefur
vöruskiptajöfnuður 1982 orðið ná-
lægt 1.600 m.kr. óhagstæðari en
árið áður. Þessi óhagstæða þróun
vöruskiptajafnaðar á fyrst og
fremst rætur að rekja til sam-
dráttar í útflutningi, en gjaldeyr-
isverðmæti vöruútflutnings rýrn-
aði um 20% miðað við árið áður,
og var rýrnunin mest á seinni
hluta ársins. Á fyrra helmingi
ársins nam samdráttur útflutn-
ings 8,4% miðað við sama tíma
árið áður, en á seinni helmingi
ársins nam samdrátturinn nálægt
27%. Hér fór saman minnkandi
framleiðsla og allmikil birgða-
söfnun einkum í skreið og áli. í
heild er áætlað, að útflutnings-
vörubirgðir hafi aukist um
900—1.000 m.kr., og fer það að
nokkru eftir matsverði skreiðar-
innar, en aukning skreiðarbirgða
nemur um % hlutum af heildar-
aukningunni. Fyrstu bráðabirgða-
tölur sýna, að heildarinnflutning-
ur á árinu 1982 hafi dregíst saman
um 4% miðað við árið áður. Á
fyrstu mánuðum ársins jókst
innflutningur allmikið og kom í
beinu ftamhaldi af þróun fyrra
árs, en þá var aukning innflutn-
ings mikil, einkum síðustu mánuði
ársins. Á fyrra helmingi ársins
1982 jókst heildarinnflutningur
um 8% miðað við sama tíma árið
áður, en dróst saman um 11% á
síðara helmingi ársins, og mestur
varð samdrátturinn í desember-
mánuði 38%.
Samkvæmt þeim bráðabirgða-
tölum, sem fyrir liggja um þjón-
ustujöfnuð, reyndist hann hafa
orðið óhagstæður um 960 m.kr. á
tímabilinu janúar—september
1982. Á árinu í heild má ætlað, að
þjúnustujöfnuður verði óhagstæð-
ur um 1.500—1.600 m.kr. eða 5%
af þjóðarframleiðslu á móti 4%
árið áður. Samkvæmt því sem áð-
ur er sagt um vöruskiptajöfnuð,
má áætla að viðskiptajöfnuður
ársins 1982 muni verða óhagstæð-
ur um nálægt 3.500 m.kr., sem er
rúmlega 11% af þjóðarfram-
leiðslu, en hallinn 1981 nam 5%
metið á sama hátt.
Fjármagnsjöfnuður
Af hinum ýmsu þáttum fjár-
magnshreyfinga eru nú fyrir
hendi fyrstu bráðabirgðatölur um
hinn mikilvægasta, erlendar lán-
tökur til langs tíma og afborganir
þeirra. Alls er talið, að innkomin
löng lán hafi numið 3.550 m.kr. og
afborganir 1.270 m.kr., þannig að
nettó aukning langra lána hafi
numið 2.280 m.kr. á meðalgengi
ársins á móti 1.720 m.kr. 1981
reiknað á sama gengi. Ætla má, að
aðrir liðir fjármagnshreyfinga, og
þá einkum ýmsar skammtíma
hreyfingar, hafi skilað nettó-
innstreymi um 56 m.kr. og nettó-
innstreymi á fjármagnsjöfnuði í
heiid því orðið um 2.336 m.kr. Að
frádregnum áætluðum halla á
viðskiptajöfnuði kemur það heim
við 1.164 m.kr. óhagstæðan jöfnuð
á gjaldeyrisviðskiptum bankanna.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
nam staða langra lána í árslok
1982 reiknað á árslokagengi 19.600
m.kr., sem fært til meðalgengis
1982 er um 14.700 m.kr. eða nálægt
47'/z% af áætlaðri þjóðarfram-
leiðslu, en samsvarandi skulda-
hlutfall var 37,3% í árslok 1981.
Er þetta önnur mesta hækkun
skuldastöðuhlutfalls á einu ári og
hæsta hlutfall, sem verið hefur.
Greiðslur afborgana og vaxta af
löngum lánum námu samtals ná-
lægt 3.100 m.kr., sem er um 24,5%
af áætluðum útflutningstekjum.
Greiðslujöfnuður við útlönd 1 millj. króna 1981 Bráóabirgóa áætlun 1982
Vöruskiptajöfnuður -315 -1900
Þjónustujöfnuður -1307 -1600
Viðskiptajöfnuður -1622 -3500
F'jármagnsjöfnuður 2322 2336
Heildargreiðslujöfnuður 700 -1164
Gjaldeyrisstada bankanna
Eftirfarandi yfirlit sýnir gjaldeyrisstöðu bankanna í árslok 1982,
og eru samsvarandi tölur í árslok 1980 og 1981 tilgreindar á sam-
bærilegu gengi, þ.e. gengi í árslok 1982.
GjaldeyrisstaÁa bankanna
í millj. króna
Seðlabanki
Gjaldeyrisforði 2793 3760 2441
Gjaldeyrisskuldir 470 498 948
Nettóstaða Seðlabankans 2323 3262 1494
Viðskiptabankar, nettó 153 98 180
Gjaldeyrisstaða bankanna, nettó 2475 3360 1673
Slaða í árslok
1980 1981 1982
Broytinj;
1981 1982
967
28
939
-55
885
1.686
-1319
449
-1768
82
-1686
m.kr. á
Gjaldeyrisstaða bankanna hefur því rýrnað um
árinu 1982 reiknað á gengi í árslok, en hafði batnað um 885 m.kr.
1981 reiknað á sama gengi.
Er þetta hæsta greiðslubyrðar-
hlutfall sem verið hefur til þessa,
en þetta hlutfall hefur áður kom-
hæst í 16,7% á árinu 1969 og
16,4% 1981.
Greiðslujöfnuður
Á grundvelli þess sem að framan
er sagt, er hér á eftir sýnd sam-
andregin bráðabirgðaáætlun um
greiðslujöfnuð ársins 1982 og til
samanburðar sýndar tölur fyrir
1981 umreiknaðar til sambærilegs
gengis, það er meðalviðskipta-
gengis 1982.
Gengisþróun
í ársbyrjun 1982 var almenn
gengisskráning felld niður og
gengi ekki aftur skráð fyrr en 14.
janúar. Gengi krónunnar hafði þá
með nýrri skráningu lækkað að
meðaltali um 12% frá síðustu
skráningu, en það samsvarar
13,6% meðalhækkun á gengi er-
lendra gjaldmiðla. Fyrst í stað eft-
ir gengisbreytinguna var gengi
krónunnar tiltölulega stöðugt, var
meðalgengi febrúar aðeins 0,9%
lægra en meðalgengi janúar. í
byrjun mars hófst nokkuð hratt
gengissig, sem nam 3—4% á mán-
uði, og hélst til ársloka 1982, að
undanskildum ágústmánuði, en þá
var gengisskráning felld niður
hinn 12. ágúst og hófst ekki aftur