Morgunblaðið - 04.02.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.02.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983 29 r Arni Gunnarsson: Auðvitað mjög kát- ur og glaður „ÉG ER auðvitað mjög kátur og glaður með þetta. l'etta fór vel fram og baráttan var drengileg. Ég er þakklátur þeim sem stuðluðu að þessu,“ sagði Arni Gunnarsson. al- þingismaður, sem hlaut fyrsta sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins á Norður- landi eystra. Árni sagði einnig: „Ég vona bara og treysti, að þessi útkoma segi þá sögu, að sú gerbreytta efnahagsstefna sem við boðuðum 1978 hafi komist til skila og sé enn í fullu gildi meðal fólksins. Fólk virðist átta sig á því að sú upp- lausn sem mér virðist ríkja í þjóð- félaginu býður upp á óstjórn og þess vegna þurfi og beri að styrkja þá flokka sem vilja berjast fyrir gjörbreyttri efnahagsstjórn. Það er algjört grundvallaratriði og kemur á undan öllum hugleiðing- um um formbreytingar á þjóðfé- laginu, sem menn telja núna að sé einhver allsherjarlausn á skulda- söfnun upp á fleiri milljarða í út- löndum og verðbólguvandanum, sem er auðvitað algjört þvaður. Auðvitað er það sjálfsagt réttlæt- ismál að breyta stjórnarskránni og kjördæmaskipaninni, en það eitt breytir engu um efnahags- vandann.“ Nýja sparisjóðshúsið á Ólafsfirði. Morgunbladi*/ Sv.v.r Sparisjóður Ólafs- fjarðar í nýtt húsnæði Olafsnrói, 31. janúar. í DAG opnaði Sparisjóður Olafs- fjarðar í nýrri byggingu að Aðalgötu 14 hér í bæ, eftir að hafa starfað að Brekkugötu frá 1928, en sparisjóður- inn var stofnaður árið 1914. Eldra húsnæðið var fyrir löngu orðið ófullnægjandi, enda hefur starfsem- in vaxið og viðskiptin aukizt á síð- ustu árum. Þetta er tveggja hæða hús með risi og kjallara, um 800 fermetrar. Húsið er glæsilegt og vandað, hannað af Haraldi Haraldssyni arkitekt frá Akureyri. Tréver hf. í Ólafsfirði sá um bygginguna, en byggingameistari var Vigfús Gunnlaugsson. Formaður stjórnar Sparisjóðs ólafsfjarðar er Stefán B. Ólafsson, en sparisjóðsstjóri er Þorsteinn Þorvaldsson. — Jakob Úr afgrciðslusalnum. Iðnaöarmcnn voru enn að verki, þcgar myndin var tekin. Páll Guðmundsson frá Húsafelli er einn hinna 58 ungu myndlistarmanna, scm sýna á Kjarvalsstöðum. Hér er hann við nokkur verka sinna, sem hann nefnir „Bændurnir í sveitinni". Ljósm.: Lmilía Bj. Bjornsdóttir. Ungir myndlistarmenn á Kjarvalsstöðum: „Þad er málað hiklaust, og stundum nokkuð gróft“ segir Einar Hákonarson um sýninguna „VERKIN á þessari sýningu eru að sjálfsögðu mjög fjölbreytileg, eins og cðlilegt er með svo mörg verk svo margra listamanna," sagði Einar Hákonarson stjórnar- formaður Kjarvalsstaða í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Þá var haldinn blaðamanna- fundur á Kjarvalsstööum í tilefni sýningarinnar „Ungir myndlista- menn“, sem opnuð verður á laugardaginn. „En þó sýningin sé svona fjölbreytileg," sagði Einar, „má þó sjá nokkur sameiginleg merki. Verkin eru mjög mörg í þeim flokki sem oft er kallaður „Nýja málverkið", og minnir dálít- ið á þýska expressionismann, sem var áberandi í Þýskalandi frá því um 1920 og fram undir valdatíma Hitlers, 1936 eða svo. Það er málað hiklaust, og ef til vill nokkuð gróft, en myndefnið er hins vegar úr öllum áttum. Hér er landslag og fólk, ab- strakt, realískar myndir, og myndir með hreinan boðskap, þessu ægir öllu saman,“ sagði Einar. Eins og þegar hefur verið skýrt frá í Morgunblaðinu, verða sýnd verk eftir 58 unga lista- menn, alls 171 verk. Auglýst var eftir verkum á sýninguna, og voru þessi valin úr meira en 400 verkum eftir 80 listamenn. Þóra Kristjánsdóttir listráðu- nautur sagði, að mörg athyglis- verð verk væru á sýningunni, og einnig væri skemmtilegt hve margir listamenn erlendis hefðu sent inn myndir. „Þetta er fólk sem hefur verið að afla sér lær- dóms og hugmynda úti í heimi, og verk þeirra hafa ekki sést hér áður,“ sagði Þóra, „eða í mjög litlum mæli.“ Þóra sagði nýjung vera á þessari sýningu, að dag- leigugjöld yrðu greidd til þeirra listamanna sem verk eiga á sýn- ingunni, það væri nýjung, og kæmu Kjarvalsstaðir þannig til móts við kröfur myndlistar- manna í þeim efnum. Við opnun sýningarinnar mun Davíð Oddsson borgarstjóri flytja ávarp, og afhenda einum úr hópi þátttakenda ferðastyrk, sem við- urkenningu frá Reykjavíkur- borg. Rafmagn hækkar um 21,3% og heita vatnið um 18,5% Fyrirtækin fóru fram á 28% og 32,2% hækkanir GJALDSKRÁ Hitaveitu Reykjavík- ur hækkaði um 18,5% í fyrradag og smásölugjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hækkaði um 21,3%. Fyrirtækin höfðu farið fram á tals- vert meiri hækkanir, en að fengnum tillögum iðnaðarráðuneytisins ákvað gjaldskrárnefnd ríkisstjórnarinnar fyrrnefndar hækkanir. Eins og fram hefur komið hækkar heildsöluverð raforku frá Landsvirkjun um 29% nú um mánaðamótin. Sú hækkun felur í sér 16,5% kosnaðarauka hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en auk þess samþykkti gjaldskrár- nefnd 4,8% hækkun smásöluverðs þannig að raforkuverðið hækkar um 21,3%. Rafmagnsveita Reykja- víkur taldi hins vegar nauðsyn á 28% hækkun. Hitaveita Reykjavíkur fór fram á 32,2% hækkun, en gjaldskrár- nefnd samþykkti 18,5% hækkun. Iðnaðarráðuneytið lagði til 18,5% hækkun og féllst Gjaldskrárnefnd á þá tillögu. í frétt frá ráðuneyt- inu segir, að í fyrra hafi gjaldskrá HR hækkað um 93%, eða 30% um- fram verðlagshækkanir. Vinnumarkaðurinn 1981: 70% nýrra starfa í þjónustugreinum Mestur samdráttur í bygginga- og mannvirkjagerð VINNANDI íslendingum fjölgaði um 1,9% milli áranna 1980 og 1981, samkvæmt nýlcgu upplýsingariti Áætlanadeildar Framkvæmdastofnunar. Meðaltekjur hækkuðu meira en verðlagsvísitölur milli þessara ára. Heild- arlaunagreiðslur hækkuðu meira en þjóðarframleiðsla. Sjö af hverjum tíu nýjum störfum á þessu tímabili voru í þjónustugreinum: Verslun, samgöng- um og þjónustustörfum. Atvinnuþátttaka var um 87 af hundraði en kvenna um 65 af hundraði. Atvinnuþátttaka fólks á eftirlaunaaldri er mun hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Sama gildir um yngstu hópana á vinnumarkaðinum. Fólksfjöldi á vinnufærum aldri — 15—74 ára — jókst um 1,8% milli þessara ára, úr 157.000 manns í tæplega 160.000 (talið frá desember til desember). Mestur samdráttur í einstakri atvinnugrein milli þessara ára var í byggingar- og mannvirkja- gerð, 197 ársverk, eða 1,9%. Þar næst í landbúnaði, 163 ársverk, eða 1,7%. Fjölgun var hins vegar hjá bönkum, tryggingum, þjón- ustu við atvinnurekstur, eða 580 ársverk, þ.e. 10,4%. Þróun í einstökum atvinnu- greinum, mæld í ársverkum, var sem hér segir: Landbúnaður -0,3%, fiskveiðar -0,4%, fiskverk- un +6,1%, iðnaður +0,1%, bygg- ingarstarfsemi +1,9%, veitur (rafmagns-, hita- og vatnsveitur) +12,2%, verzlun +3,5%, samgöng- ur +7,2%, bankar og tryggingar +10,4%, þjónustustörf +0,3%. í aldurshópnum 15—74 ára er atvinnuþátttaka karla 86,8% og kvenna 64,7%. Á hinum Norður- löndunum var atvinnuþátttaka karla á bilinu 67% í Finnlandi til 78% i Noregi, en kvenna á bilinu 54% í Noregi til 63% í Svíþjóð. Atvinnuþátttaka karla er nokk- uð stöðug, um 90% á aldrinum 25—65 ára, en atvinnuþátttaka kvenna nær hámarki milli 40—50 ára aldurs. Meðalaldur starfandi fólks í landinu á þessu tímabili var 37 ár, hæstur í landbúnaði, 43 ár, lægst- ur í fiskveiðum, 32 ár. (Hcimild: Vinnumarkaðurinn 1981, útg. Aætlanadeild Fram- kvæmdastofnunar.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.