Morgunblaðið - 05.02.1983, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983
2
Ráðist á lögreglu-
menn á Hlemmi
Meiðsli óveruleg
ALLMAKGIR unglingar gerðu að-
súg að lögreglumönnum í biðskýlinu
á Hlemmi í fyrrakvöld. Varð að kalla
til viðbótarlögreglulið, sem skakkaði
leikinn ásamt hjálpsömum vegfar-
endum og strætisvagnastjórum. I>rír
unglingar voru handteknir. Einn
lögreglumaður meiddist lítillega,
bólgnaði á enni, og var mættur til
vinnu í gærmorgun eins og ekkert
hefði í skorizt.
Lögreglan var kölluð í skýlið kl.
20.15 í fyrrakvöld. Þar voru fyrir
unglingar svo tugum skiptu og
voru sumir þeirra til vandræða.
Skipti engum togum að unglings-
piltur tók sig út úr hópnum og
réðst á annan lögregluþjóninn.
Fleiri unglingar fylgdu fordæm-
inu og réðust að lögreglunni. Féll
annar lögregluþjónninn í gólfið en
hinn komst út við illan leik og
sótti liðsauka, 10 lögregluþjóna.
Tókst liðinu að stilla til friðar, en
þó ekki fyrr en eftir nokkurn tíma.
Þrír unglingar voru handteknir,
þar af forsprakkinn, en hann hef-
ur áður ráðist á lögreglumenn.
Fyrr um kvöldið hafði lögreglan
handsamað þrjá unglinga, sem
voru að selja töflur, sem stolið
hafði verið fyrr um daginn í Aust-
urbæjarapóteki. Er talið að þessi
handtaka hafi skapað óróa hjá
unglingunum, sem á Hlemmi voru.
Félag íslenskra iðnrek-
enda 50 ára á þessu ári
Húsið sem Krabbameinsfélagið hefur fest kaup á að Reykjanesbraut 8.
— iðnsýning verður haldin í sumar
FÉLAG íslenskra iðnrekenda
verður 50 ára næstkomandi
sunnudag, 6. febrúar. Verður af
því tilefni móttaka fyrir félags-
menn og gesti á Hótel Sögu og
hefst hún klukkan 15.30, sam-
kvæmt upplýsingum sem Mbl.
fékk hjá Víglundi Þorsteinssyni
formanni félagsins.
Félag íslenskra iðnrekenda
var stofnað 6. febrúar árið 1933 í
Ekkert
flogið
Reykjavík og var stofnfundur-
inn haldinn á Hótel Borg. Aðal-
hvatamaður stofnunar félagsins
var Sigurður Pétursson sem
kenndur er við Álafoss, og var
hann raunar fyrsti formaður fé-
lagsins, en á stofnfundinn
mættu fulltrúar nokkurra iðn-
fyrirtækja í Reykjavík.
Að sögn Víglundar verður ým-
islegt gert til þess að minnast 50
ára afmælisársins, reynt verður
að vekja athygli á iðnaðinum í
landinu og gerð grein fyrir því
hve mikil breiddin er í íslensk-
um iðnaði. Meðal annars verður
haldin iðnsýning síðla í sumar
og mun hún standa yfir í Laug-
ardalshöllinni frá 19. ágúst til 4.
september.
ALLT innanlandsflug lá niðri í gær
vegna vcðurs, ef undan er skilið eitt
sjúkraflug Flugfélags Austurlands
frá Egilsstöðum til Reykjavíkur.
Hvorki Flugleiðum né Arnar-
flugi tókst að fljúga í gær, né
landshlutafélögunum, Flugfélag-
inu Erni á Isafirði, Flugfélagi
Norðurlands á Akureyri og Flug-
félagi Austurlands.
JNNLENTV
Krabbameinsfélagið kaupir hús á 12,4 milljónir:
„Það er þjóðin
sem á þetta hús“
— segir frkvstj. Krabbameinsfélagsins
„ÞAÐ er þjóðin sem á þetta hús,
það var keypt fyrir fé það sem
safnaðist í landssöfnuninni í lok
októbermánaðar,“ sagði Halldóra
Thoroddsen framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélagsins í samtali
við Mbl. í gær. Félagið hefur fest
kaup á húsinu númer 8 við
Keykjanesbraut í Reykjavík. Var
kaupverð þess 12,4 milljónir
króna og útborgun 8 m. kr., en
afgangurinn greiðist á 4 árum.
Húsið er keypt af byggingar-
aðilanum ístak hf., sem mun af-
henda Krabbameinsfélaginu
húsið í lok marsmánaðar. Húsið
er keypt tilbúið undir tréverk og
fullfrágengið að utan. Lóð verð-
ur frágengin. Heildarflatarmál
hússins er 2.640 fermetrar á
fimm hæðum.
Áætlað er að húsið muni
kosta fullgert nokkru minna en
það hús sem Krabbameinsfélag-
ið hafði ráðgert að reisa við
Hvassaleiti. Nú stendur yfir
söfnun meðal fyrirtækja og
fleiri aðila til að unnt verði að
ljúka við Reykjanesbraut 8 sem
fyrst, en stefnt er að því að
eitthvað af starfsemi félagsins
muni flytja inn í hið nýja hús-
næði í lok þessa árs.
Krabbameinsfélagið hefur
forkaupsrétt að þeim hluta lóð-
arinnar sem ekki hefur ennþá
verið byggt á, og mun neyta þess
réttar ef fjármagn verður fyrir
hendi.
Lista- og skemmtideild sjónvarps í fjárhagssvelti?
Gert ráð fyrir 70% minna
ráðstöfiinarfé milli ára
— Barið á tilraunum sjónvarps til að vera gjaldgengur íslenzkur miðill, segir Hinrik Bjarnason
RÁÐSTÖFUNARFÉ Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins fyrir árió
1983 er áætluó 70% lægri en sl. ár miöað við skýrslu um fjárhag sjónvarps
1983 og yfirlit og skiptaáætlun fjármáladeildar Kíkisútvarpsins, sem lögð
var fram á útvarpsráðsfundi í gær. Þetta þýðir að ekki er gert ráð fyrir
neinu fjármagni fyrir LSD varðandi gerð skemmtiþátta, leikrita, áramót-
askaups, til þátta eins og Stiklur, til kaupa á innlendu efni o.s.frv.
Morgunblaöið hafði samband við Hinrik Bjarnason dagskrárstjóra Lista-
og skcmmtideildar og innti hann álits á þessari áætlun, en Hinrik vísaði
til bókunar sem hann lét gera á fundinum, en þar varar hann við þessari
þróun og teiur að verið sé að berja niður tilraunir sjónvarps til þess að
vera gjaldgengur miðill íslenzkrar menningar og lista.
I áætlun fjármáladeildar er
gert ráð fyrir 25 millj. kr. til
ráðstöfunar fyrir beinan útlagð-
an kostnað til dagskrárgerðar.
Þar af er gert ráð fyrir 10,4
millj. kr. í innkaup á erlendu
efni. Frétta- og fræðsludeild fær
samkvæmt áætluninni 10,9 millj.
kr. og þar af fara 6,2 millj. í
fréttir, 3,6 millj. kr. í íþróttir og
1,1 millj. kr. í þætti eins og t.d. Á
döfinni, Hugvekju, sjónvarp
næstu viku, hátíðarmessur,
Kastljós, innlenda umræðu-
þætti, Þingsjá og Á hraðbergi.
Lista- og skemmtideild fær
alls, samkvæmt áætluninni, 2,4
millj. kr., sem er tveir þriðju
hlutar af því sem íþróttum ein-
um er áætlað, en í áætluninni til
LSD er gert ráð fyrir þessum
peningum til Stundarinnar
okkar, Jólastundar, Gluggans og
Skonrokks.
Skiptingin er þá þannig að til
kaupa á erlendu efni eru áætlað-
ar 10,4 millj. kr., til FFD 10,9
millj. kr. og til LSD 2,4 millj. kr.
Á fundi útvarpsráðs í gær
kvaðst Hinrik Bjarnason að-
spurður hafa gert eftirfarandi
bókun vegna þessa máls:
Bókun dagskrár-
stjóra LSD
Áætlun sú, dagsett 27.1. í ár,
sem fjármáladeild Ríkisútvarps-
ins hefur gert um dagskrá og
fjárhag sjónvarps árið 1983, ger-
ir ráð fyrir u.þ.b. 50% beinni
lækkun á ráðstöfunarfé Lista- og
skemmtideildar til innlendrar
dagskrárgerðar samanborið við
1982. Miðað við spá forráða-
manna Seðlabankans um verð-
lagsþróun 1983 þýðir þetta, að
ráðstöfunarfé til innlendrar
dagskrár LSD í ár er að raun-
gildi tæp 30% af áætluðu ráð-
stöfunarfé 1982.
Er þá í báðum tilvikum stuðst
við áætlanir fjármáladeildar.
Verði þróun mála með þessum
hætti hvað varðar fjárveitingu
til innlendrar dagskrárgerðar í
þeim fjórum aðalflokkum, sem
Lista- og skemmtideild er ætlað
að sinna, er augljóst að hvergi
verður um skaplegt magn fram-
leiðslu að ræða, og í sumum efn-
isflokkum verður hún fyrir-
sjáanlega lítil eða alls engin.
Ég vara við þessari þróun og
tel að hér sé verið að berja niður
tilraunir sjónvarps til þess að
vera gjaldgengur miðill íslenskr-
ar menningar og lista. Afleið-
ingarnar eru ófyrirsjáanlegar og
snerta bæði listgreinar, lista-
menn og ekki síst allt annað fólk
í landinu. En alvarlegastar verða
þær fyrir Ríkisútvarpið sjálft.
Prófkjör sjálfstæöis-
manna á Reykjanesi:
Framboðsfrest-
ur rennur
út á hádegi
FRAMBOÐSFRESTUR til þátttöku
í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjancskjördæmi, sem fram fer
26. og 27. febrúar nk. rennur út á
hádegi.
Albert K. Sanders bæjarstjóri
Njarðvík, Gunnar G. Schram próf-
essor Reykjavlk, Kristjana Milla
Thorsteinsson viðskiptafræðingur
Garðabæ sögðu, er Mbl. leitaði til
þeirra í gær, að þau gæfu kost á
sér í prófkjörinu. Mbl. hefur áður
skýrt frá því að þingmenn kjör-
dæmisins, þau Ólafur G. Einars-
son, Matthías Á. Mathiesen og
Salome Þorkelsdóttir, gefa kost á
sér, einnig Ellert Eiríksson sveit-
arstjóri Garði og Sigurgeir Sig-
urðsson bæjarstjóri á Seltjarn-
arnesi.
JttorjjtmXiXnínfc
VEGNA bilunar í prentvél Mbl.
vcrður að takmarka stærð blaðs-
ins við 40 síður f dag. Af þeim
sökum hefur margvíslegt efni
orðið að bíða birtingar og eru
lesendur beðnir velviröingar á
því.