Morgunblaðið - 05.02.1983, Side 3

Morgunblaðið - 05.02.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 3 Vann tíu ára gömul til verð- launa í ljós- myndasamkeppni Félag áhugaljósmyndara heldur Ijósmyndasýningu í Norræna húsinu dagana 5.—13. febrúar. A sýningunni veróa 124 myndir frá höfundum bæöi innlendum og erlendum, en sýningin er haldin í tilefni 30 ára afmælis félagsins, sem var stofnaö 6. febrúar 1953. Yngsti þáttakand- inn í þessari sýningu er 12 ára gömul stúlka, Astrid Björk að nafni, sem á þrjár myndir á sýn- ingunni. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur meöal annars af- rekaö það aó vinna til verðlauna fyrir Ijósmynd, en það var á ár- inu 1980 í Ijósmyndasamkeppni sem tímaritið Practical Photo- graphy efndi til. Morgunblaðið hafði tal af Astrid og spurði hana útí feril hennar sem myndasmiðs. „Ég byrjaði að taka myndir fyrir tveim til þremur árum og hef gert talsvert af því síð- an. Á þessari sýningu sem nú er að opna á ég þrjár myndir. Eina þeirra tók ég síðastliðið sumar og tvær um sumarið eða haustið þar áður. Þetta eru allt saman svarthvítar myndir. Ein er frá Arnar- stapa, ein er af lóninu, sem er á leiðinni inní Þórsmörk, ég man ekki hvað það heitir í Astrid Björk með verðlaunin í Ijósmyndasamkeppninni. MorgunblaAið/ Kmilía. augnablikinu og sú þriðja er af bílum á leið inní Þórs- mörk,“ sagði Astrid. Verðlaunamyndin. Framkallarðu sjálf? „Nei ekki ein, við pabbi hjálpumst að við að fram- kalla.“ Hvernig vél ertu með? „Það er Yasica max gt, sem ég hef átt í um tvö ár, en sjálf vélin er gömul, svona 20—21 árs.“ Nú hefur þú unnið til verð- launa fyrir ljósmynd áður, ekki rétt? „Jú, það var í Englandi fyrir tveimur árum síðan í ljós- myndasamkeppni fyrir börn. Ég sendi inn þrjár myndir og ég fékk verðlaun fyrir eina, myndina sem tekin er við lón- ið á leiðinni upp í Þórsmörk og er ein myndanna minna á sýn- ingunni. Ég fékk þriðju verð- laun og verðlaunin voru myndavél. Þá myndavél nota ég meira innan dyra, því að hún er með flassi." Kom þér ekkert á óvart að vinna til þessara verðlauna? „Jú svolítið, ég er svo ný- byrjuð að taka myndir." Hvað finst þér erfiðast við að taka myndir? „Það er erfiðast að vita hvernig maður á að lýsa myndirnar og annað í tengsl- um við það.“ Aðspurð hvort alltaf væri jafn gaman að taka myndir, kvað Astrid já við, en hún hefði þó ekki hugsað sér að leggja ljósmyndun fyrir sig þrátt fyrir það, heldur vildi hún hafa hana sem tóm- stundagaman áfram. Sýningin verður opin alla daga frá 14.00—22.00, nema opnunardaginn frá 16.00— 22.00. A sjúkrahús með slæma matareitrun TVEIR .sjúklingar úr Húnavatnssýslu hafa verið lagðir inn á sjúkrahús í Reykajvík vegna gruns um alvarlega matareitrun að sögn landlæknisem- bættisins. Er talið líklegt að hér sé um að ræða Botulineitrun. Stafar hún af sporamyndandi jarðvegsbakteriu, ('lostridium Botulinum, en þessa bakteriu er að finna víða í jarðvegi m.a. hérlendis. Bakterian framleiðir eitur við sérstök skilyrði t.d. í súrefn- issnauðu umhverfi en eitrið eyði- leggst við 20 mínútna suðu. Eitrið veldur lömun tauga, nánar tiltekið tauga er stjórna augn- hreyfingum, kyngingu, tali og önd- un. Eitrun stafar oftast af neyslu matvöru sem soðin er niður í heimahúsum. Þó er rétt að geta þess að oft reynist erfitt að finna orsök eitrunar. í þessu tilviki sem um ræðir beinist grunurinn ekki að neinni einstakri tegund matvæla en sýni hafa verið tekin á heimili viðkomandi sjúklinga og þau send erlendis til rannsóknar. Botulineitrun var síðast greind hér á landi 1981 en þá veiktust fimm manns á sama heimili í Skagafjarðarsýslu. Friðrik Sóphusson Magnús L. Sveinsson Sigurður Óskarsson Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins: Kvöldráðstefna um atvinnumál VERKALÝÐSRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins heldur kvöldráðstefnu um atvinnumál mánudaginn 7. febrúar í Valhöll Háaleitisbraut 1 og hefst hún kl. 20.30. Á undanförnum vikum hefur at- vinnuleysið stóraukist sérstaklega í Reykjavík og á stór-Reykjavík- ursvæðinu og er fjöldi atvinnu- lausra nú meira en helmingi fleiri en á sama tíma á undanförnum árum og þarf að fara allt aftur til áranna 1968 og 1969 til að finna hærri tölur. Því er orðið tímabært að spyrja Hvað er að gerst í atvinnumálum? Frummælendur á kvöldráð- stefnunni um atvinnumál verða: Friðrik Sóphusson, alþingismað- ur, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður atvinnu- málanefndar Reykjavikurborgar. Fundarstjóri verður: Sigurður Óskarsson, formaður Verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins. (Krá VorkalýAsráði.) QpiÓ i dag til kl 4 SAAB- eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan -eða seljum hann fýrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. 7ÖGGURHR SAAB UMBOÐtÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMAR 81530-83104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.