Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Reykjavíkurborg: Kjartani Ólasyni mynd- listarmanni veitt 30 þús- und króna viðurkenning KJARTAN Olason myndlistar- rnaóur hlaut í gær 30 þúsund króna viðurkenningu frá Reykja- víkurborg, í tilefni myndlistarsýn- ingarinnar „Ungir myndlistar- menn“, sem í gær var opnuð á Kjarvalsstöðum. Einar Hákonarson, formaður stjórnar Kjarvalsstaða, afhenti verðlaunin, sem eru hugsuð sem ferðastyrkur til kynnisferðar til útlanda. Kjartan ólason er einn hinna 58 unga myndlistar- manna, sem nú sýna á Kjarvals- stöðum, en hann er 28 ára að aldri. Einar Hákonarson sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að Kjartan hlyti ferðastyrkinn fyrir þau verk, sem eftir hann eru á sýningunni á Kjarvals- stöðum. Hann væri ágætur full- trúi þess sem nú væri efst á baugi hjá ungum myndlistar- mönnum, þar sem aðallega væri málað undir áhrifum hins „nýja málverks". Annað tveggja verka Kjartans á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Afli í janúar VERTÍÐ er nú víðast hvar að kom- ast í gang. Þó svo að vetrarvertíð hafi ekki byrjað fyrr en á fimmtu- dag, 3. febrúar, samkvæmt gamalli viðmiðun, byrjuðu margir róðra upp úr áramótum. Hér fer á eftir sam- antekt Fiskifélags íslands á botn- fiskafla í nokkrum verstöðvum í janúarmánuði: Verstöð Hátar Togarar Vestmannaeyjar 933 868 Þorlákshöfn 1191 518 VEGNA bilunar í prentvél Morgunblaðsins verður að takmarka stærð blaðsins í dag og er m.a. af þeim sökum ekki unnt að nota lit í blaðinu. Verstöð Hálar Togarar Grindavík 1884 0 Sandgerði 864 264 Keflavík 983 247 Reykjavík 272 1937 Hafnarfjörður 101 282 Akranes 501 946 Rif 664 0 Ólafsvík 886 0 Grundarfjörður 142 362 Stykkishólmur 74 0 Patreksfjörður 522 0 Tálknafjörður 143 208 Bíldudalur 0 155 Þingeyri 118 202 Flateyri 60 253 Suðureyri 33 206 Bolungarvík 171 458 fsafjörður 278 1265 Súðavík 0 278 Eskifjörður 60 305 Fáskrúðsfjörður 62 441 Djúpivogur 78 255 Hornafjörður 439 0 Páskaundirbúningur hafinn Páskar eru í aprflbyrjun, og þótt sumum flnnist langur tími þangað til, eru ýmsir farnir að undirbúa komu þeirra, m.a. framleiðendur páskaeggja. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Kristján Einarsson, leit við í sælgætisgerðinni Nóa og var páskaeggjaframleiðsla þar í fullum gangi. A myndinni virðir starfsstúlka fyrir sér sýnishorn, sem eflaust á eftir að bragðast vel þegar þar að kemur. Kristján Loftsson forstjóri Hvals: „Öll okkar áform miðast við áframhald hvalveiða „ÖLL okkar áform miðast við áframhaldandi hvalveiðar. Við erum ekki farnir að skoða hlutina í Ijósi samþykktar Alþingis, miðum allt við að hvalveiðar verði stundaðar áfram,“ sagði Kristján Loftsson for- stjóri Hvals hf. í samtali við Mbl. í gær. Hann sagði ógerlegt að segja um það á þessari stundu hvort ríkis- sjóður yrði hugsanlega krafinn bóta vegna fyrirsjáanlegrar stöðvunar Hvals hf. vegna ákvörðunarinnar aö mótmæla ekki banni Alþjóðahval- veiðiráðsins. Kristján sagði að á vertíðinni í sumar væri veiðikvóti íslendinga 167 langreyðar og 100 sandreyðar, auk 300 hrefna, sem bátar á Vest- fjörðum og Norðurlandi hefðu veitt. I fyrra var kvótinn 194 lang- reyðar og 100 sandreyðar, en af þeim veiddust þó ekki nema 71. Kristján sagði veiðikvótana 1984 og 1985 ekki ákveðinn fyrr en í ársbyrjun viðkomandi ára, en sam- kvæmt ákvörðun Alþjóðahvalveiði- ráðsins verða allar hvalveiðar bannaðar frá og með árinu 1986. Þá kom fram í spjallinu við Kristján að fyrirtækið hefði á und- anförnum árum varið ip átta milljónum króna til ýmiss konar rannsókna á hvölum, aðallega til merkinga. Aðspurður sagði Kristján erfitt að gera sér grein fyrir á þessari stundu hvort hvalstöðin væri til annara hluta nothæf ,en vinnslu hvals, en auk stöðvarinnar á Hval- ur hf. fjóra hvalbáta og frystihús og frystigeymslu í Hafnarfirði. Hvalur hf. er í eigu um 70 hlut- hafa að sögn Kristjáns. Formaður stjórnar Hvals er Arni Vilhjálms- son, en auk hans eru í stjórninni Óttar Ellingsen kaupmaður, Bene- dikt Gröndal verkfræðingur og Kristján Loftsson, en einn stjórn- armanna, Kristján Guðlaugsson, féll frá í vetur. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjaneskjördæmi: Tíu gefa kost á sér í prófkjöri FRAMBOÐSFRESTUR í prófkjöri kjördæmi fyrir komandi alþingis- Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kosningar rann út á hádegi í gær. Hjörleifur Guttormsson í skeyti til Alusuisse: Orkuverð til ÍSAL mikil- vægasti þáttur deilunnar „MIKILVÆGASTI þáttur deilu okkar er orkuverðið til ÍSAL. Ráðuneytið hefur hvað eftir annað lýst þeirri skoðun, að gjörbreyting á forsendum fyrir orkusamningnum veiti ríkisstjórninni augljósan lagarétt til að krefjast endurskoðunar á orkuverðinu eða grípa til einhliða aðgerða til að leiðrétta orkuverðið. Þetta hefur yður verið Ijóst af samþykktum ríkisstjórnar íslands, sem voru ítrekaðar í greinargerð er yður var afhent á fundi okkar 26. mars 1982 og enn tíundað í ítarlegri skýrslu um orkuverð til ÍSAL er komið var á framfæri við yður sl. haust,“ segir Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, í skeyti sem hann sendi dr. Paul Miiller, aðalsamningamanni Alusuisse, föstudaginn 4. febrúar. í skeytinu segist iðnaðarráðherra munu tilkynna Alusuisse allra næstu daga, að gripið verði til einhliða aögerða. 1 fyrri skeytasendingum aðila hefur komið fram, að dr. Paul M-ller er reiðubúinn að leggja fyrir stjórn Alusuisse tillögu um upp- hafshækkun á raforkuverði til ÍSAL enda samþykki ríkisstjórnin stækkun álversins í Straumsvík og að Alusuisse geti breytt eignar- hluta sínum. Þá hefur Alusuisse iagt til að sérfræðingar aðila hitt- ist til að ræða um raforkuverðið með hliðsjón af þröngri stöðu á ál- markaði og samkeppnisstöðu ÍSAL. Hjörleifur Guttormsson hefur ekki viljað fallast á skilyrði dr. Paul Mullers og í skeytinu á föstudag segir iðnaðarráðherra, að eins og málum sé háttað sé best að aðilar skiptist bréflega á upplýsingum um orkuverðið en sérfræðingar komi ekki saman til fundar. í síðasta skeyti iðnaðarráðherra segir einnig: „Ráðuneytið hefur oftar en einu sinni farið fram á skýr og ótvíræð svör yðar við kröfu okkar um nettóhækkun á orkuverði til ÍSAL. Ráðúneytið hefur lagt á það áherslu, að það telur óraun- hæft að halda áfram samninga- viðræðum nema þér sýnið okkur, að þér viðurkennið þessa gjör- breyttu forsendur og rétt okkar til að leiðrétta orkuverðið í samræmi við þær. Ráðuneytinu þykir því mjög miður að sjá, að þér teljið það óhugsandi að stjórn Alusuisse muni taka til meðferðar kröfu okkar um nettóhækkun á orkuverði til ÍSAL.“ Eins og fram hefur komið nýtur þessi afstaða Hjörleifs Guttorms- sonar og ráðagerðir hans um ein- hliða aðgerðir ekki meirihluta inn- an ríkisstjórnarinnar. Þar liggur fyrir tillaga frá Steingrími Her- mannssyni um að samningaviðræð- um við Alusuisse verði haldið áfram en Hjörleifur Guttormsson hafnar henni. Alusuisse hefur lýst því yfir, að það telji varanlega hækkun á orkuverði ekki koma til álita nema álverið í Straumsvík verði stækkað. Á það sjónarmið vill Hjörleifur Guttormsson ekki fall- ast. Verð á áli hefur hækkað undan- farna daga. Miðvikudaginn 26. janúar var tonnið skráð á 1.125 Bandaríkjadali, sem er hæsta verð síðan í ágúst 1980, og síðan hefur það enn hækkað og var komið í 1.200 Bandaríkjadali tonnið mánu- daginn 31. janúar. Líklegt er að áhrifa olíuverðlækkana gæti þarna, en þær hafa meðal annars veikt breska pundið. Við lækkun á olíverði raskast einnig verðsam- anburður á orkugjöfum raforkunni í óhag. Þá höfðu eftirtaldir gefið kost á sér samkvæmt upplýsingum Gísla Ólafssonar, formanns kjörnefndar og kjördæmisráðs: Álbert K. Sanders, bæjarstjóri, Njarðvík, Bragi Michaelsson, framkvæmda- stjóri, Kópavogi, Ellert Eiríksson, sveitastjóri, Keflavík, Gunnar G. Schram, prófessor, Reykjavík, Kristjana Milla Thorsteinsson, viðskiptafræðingur, Garðabæ, Matthías Á. Mathiesen, alþingis- maður, Hafnarfirði, Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, Garða- bæ, Rannveig Tryggvadóttir, kennari, Seltjarnarnesi, Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður, Mosfellssveit, Sigurgeir Sigurðs- son, bæjarstjóri, Seltjarnarnesi. Prófkörið er opið öllum stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðisflokksins 20 ára og eldri og flokksbundnum sjálfstæðismönnum, sem náð hafa 16 ára aldri. Það fer fram 26. og 27. febrúar. Bústaðakirkja: Messað kl. 2 MISHERMT var í Mbl. í gær, að guðsþjónustan í Bústaðakirkju í dag hæflst klukkan 13. Hún hefst klukk- an 14, klukkan tvö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.