Morgunblaðið - 06.02.1983, Page 20

Morgunblaðið - 06.02.1983, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Útgefandi iXiTatiií) hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakiö. Kjördæmamálið og bráðabirgðalögin Hvalirnir hafa verið kvaddir á alþingi, að sinni að minnsta kosti. Nú þarf að taka þar rösklega til hendi og huga að réttindum okkar landsins barna, gera þarf taf- arlausar ráðstafanir til að draga eins mikið úr misvægi atkvæða og frekast er kostur. Til þess þarf að ná þverpóli- tísku samkomulagi á alþingi sem brýtur þær viðjar sem myndast hafa í kringum ríkis- stjórnina, eins og gerðist í hvalamálinu. Náist um það samstaða er unnt að ganga til næstu þingkosninga á þeim forsendum að skiptingu upp- bótaþingsæta hefði verið breytt með hagsmuni þéttbýl- isins í huga. Með einfaldri lagabreytingu er unnt að breyta dreifingu uppbótar- manna. Reglurnar um það efni eru í lögum, hins vegar þarf að breyta stjórnarskránni til að fjölga þingmönnum, lækka kosningaaldur og gera grund- vallarbreytingar á kjördæma- skipuninni. Breytingar á stjórnarskránni kæmu ekki til framkvæmda fyrr en að lokn- um einum þingkosningum. Formenn stjórnmálaflokk- anna hafa rætt kjördæmamál- ið á mörgum fundum undan- farið. Sjónarmið flokkanna hafa skýrst. Framsóknarflokk- urinn hefur sögulega sérstöðu í kjördæmamálinu. Framsókn- armenn eru jafnan nokkrum áratugum á eftir öðrum í við- horfum sínum til kjördæma- málsins. Til marks um það er meðal annars, að nú telur einn þingmanna Framsóknarflokks- ins, Ólafur Þ. Þórðarson, sér óhætt að vitna í tveggja ára- tuga gömul ummæli Bjarna Benediktssonar máli sínu til stuðnings í umræðum um kosningarétt og atkvæðaþunga. Enginn sem fylgdist með hat- rammri baráttu framsóknar- manna gegn því að réttlætis- sjónarmiðin næðu fram í bar- áttunni fyrir breyttri kjör- dæmaskipan 1959 hefði þá vog- að sér að segja, að sá tími kæmi að framsóknarmenn myndu leita skjóls í rökstuðn- ingi Bjarna Benediktssonar. En tímarnir breytast og meira að segja framsóknarmenn með. Innan þingflokks framsókn- armanna eru þeir háværir sem vilja komast hjá því að taka afstöðu í kjördæmamálinu fyrir næstu kosningar. Sá leik- ur sem þeir sjá sér á borði er að þrýsta á um afgreiðslu bráða- birgðalaganna frá 21. ágúst 1982 í von um að þar með stuðli þeir að þingrofi, áður en dregur til úrslita í kjördæmamálinu. Eftir úrslit forvals Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík þar sem þingflokksformaðurinn lenti í fjórða sæti hefur þing- flokkur þess tekið þá stefnu í kjördæmamálinu að því beri að hraða sem mest. Finnst al- þýðubandalagsmönnum rétt að fresta frekari umræðum um bráðabirgðalögin á alþingi á meðan kannað er til þrautar, hvort meirihluti myndist fyrir breytingum á kosningalögum og ákvæðum stjórnarskrárinn- ar um fjölda þingmanna. Geir Hallgrímsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, er sá í hópi forystumanna stjórn- málaflókkanna sem fastast hefur kveðið að orði um nauð- syn þess að eyða misrétti og draga úr misvægi atkvæða. I áramótagrein hér í blaðinu 31. desember sl. lýsti hann fylgi sínu við sjónarmiðið sem kennt er við einn mann, eitt atkvæði, sem sé fullt jafnræði, en taldi jafnframt að fyrir því fengist ekki meirihluti á alþingi. Það mat er á rökum reist eins og nú er búið um hnúta. Sjálfstæðis- menn hafa haft frumkvæði í viðræðum stjórnmálaflokk- anna um kjördæmamálið, trúir stefnu sinni og lýðræðisholl- ustu. Þingflokkur sjálfstæð- ismanna hlýtur því að styðja hvert það skref sem stigið er í jafnræðisátt, þótt ekki sé nú unnt að ganga leiðina á enda. Innan Alþýðuflokksins er meirihluti fyrir breytingum sem miða að því að draga úr misrétti milli kjósenda. Afstaða Gunnars Thorodd- sens, forsætisráðherra, til framgangs mála á alþingi er óljós. Hann hefur ekki lýst stuðningi við þau sjónarmið Steingríms Hermannssonar og Svavars Gestssonar að efna beri til kosninga sem fyrst. Forsætisráðherra gaf út bráða- birgðalögin frægu í ágúst og honum er mikið í mun að sanna að þau njóti stuðnings á þingi. Hann vill hins vegar ekki flýta þingrofi eins og ýmsir fram- sóknarmenn og ber þá fyrir sig stjórnarskrármálið. Gunnar Thoroddsen hefur aldrei lýst því yfir, að það muni sjálfkrafa leiða til þingrofs, að bráða- birgðalögin verði felld. Þing- rofsrétturinn er í hans höndum á meðan ríkisstjórnin situr, hvorki framsóknarmenn né al- þýðubandalagsmenn hafa til þessa léð máls á því að slíta stjórnarsamstarfinu fyrir kósningar eða til þess að flýta kosningum. í stórum dráttum er þetta pólitíska staðan á alþingi um þessar mundir. Til úrslita er að draga í kjördæmamálinu og sama óvissa ríkir nú og áður um afdrif bráðabirgðalaganna. Þau eru notuð til að flækja stöðuna og sem hótun án þess að ljóst sé hvaða afleiðingar það hafi bæði efnislega og á stöðu ríkisstjórnarinnar verði þau felld. Hins vegar eru al- þingismenn búnir að leggja svo mikið undir í yfirlýsingum um bráðabirgðalögin, að víðtækar ályktanir verða dregnar af niðurstöðu atkvæðagreiðslunn- ar um þau og þar er ekki síður mikið í húfi fyrir stjórnar- andstöðu en ríkisstjórn. Kjarni málsins er auðvitað sá, að ríkisstjórnin hefur ekki haft starfhæfan meirihluta á alþingi síðustu 5 mánuði eða frá því bráðabirgðalögin voru gefin út. Hér hefur í raun verið langvarandi stjórnarkreppa. Stjórnarflokkarnir hafa neitað að viðurkenna þessa staðreynd samhliða því sem þeir reyna með ósmekklegum aðferðum að trygKja bráðabirgðalögunum meirihluta. Hámarki nær ósvífni stjórnarliða þegar þeir hóta stjórnarandstöðu að leið- rétting í kjördæmamálinu nái ekki fram nema bráðabirgða- lögin fylgi, þing verði rofið til að spilla fyrir framgangi kjör- dæmamálsins. Það er þjóðar- krafa að það mikla réttlætis- mál nái fram og hvorki stjórn- málaflokkar né einstakir stjórnmálamenn geta leyft sér að hindra framgang þess. Úr því sem komið er skiptir mestu að heildarsamkomulag takist á alþingi um kjördæmamálið, kjördag og önnur málefni. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | Reykjavíkurbréf i :......... Laugardagur 5. febrúar ............* Verdbótaskerd- ing, vöru- gjaldshækkun og verdlags- þróun Bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar, sem gefin vóru út í ágúst 1982, settu svip sinn á þinghaldið í liðinni viku. Þau vóru fyrst lögð fram á Alþingi er mánuður var liðinn af siarfstíma þess I haust. Þau komu ekki til umfjöllunar í síðari þingdeild fyrr en fimm mánuðir vóru liðnir frá útgáfu þeirra. Ríkisstjórnin fór fetið í framgangi málsins á þingi, lengst af, enda kjarnaatriði laganna þeg- ar komin til framkvæmda. Meginreglan er sú að kjara- samningar, sem aðilar vinnu- markaðarins standa að, eiga að standa óhaggaðir, á ábyrgð þeirra er þá gera, út umsamið samnings- tímabil. Þó getur verið réttlætan- legt, í undantekningartilfellum, að grípa inn í gerða kjarasamninga, en þó aðeins sem liður í heildstæð- um efnahagsráðstöfunum til að afstýra vá í þjóðarbúskapnum. Vinstri stjórnir hafa hinsvegar skert umsamdar verðbætur á laun í iandinu 13 sinnum frá 1978, sam- tals um 50%, án þess að um heild- stæðar efnahagsráðstafanir hafi verið að ræða. Launalækkunin, sem kom til framkvæmda 1. desember sl., sam- kvæmt ákvæðum bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar, reyndist nema röskum 7%. Það kom fram í um- ræðu á Alþingi um þetta atriði, að skerðingin nam samtals 135 m.kr. í liðnum jólamánuði, og að lögin þýða rúmlega 1600 m.kr. skerð- ingu 1983. Þessar 13 aðfarir að kjarasamningum, sem tíundaðar hafa verið, eru einu efnahagsað- gerðir eða verðbólguhemlar vinstri stjórna frá 1978. Önnur ráð fundu þær ekki. En það er ekki amalegt fyrir launafólk í landinu að eiga „vin- veitta ríkisstjórn". Til að vega á móti launalækkun, sem nemur 1600 m.kr. á einu ári (samkvæmt desemberverðlagi 1982), var ákveðið að verjá 50 m.kr. í lág- launabætur! En sá böggull fylgir skammrifi að samtímis hækkar ríkisstjórnin vörugjald, sem hækkar verðlag á nauðsynlegum neyzluvörum (s.s. matvörum), sem á gildistímanum, sex mánuðum, skilar ríkissjóði hartnær tvöfaldri þeirri fjárhæð, sem ráðgert er að greiða í láglaunabætur 1982 og 1983. Framkvæmd láglaunabótanna er síðan sérkapítuli um pólitiskt vinnuvit, sem reynzt hefur launa- fólki sérlega lærdómsríkur. Hver er svo árangurinn? Hefur ríkisstjórnin náð því fyrst talda markmiði í stjórnarsáttmála sín- um frá í febrúar 1980 að „vinna að hjöðnun verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði verðbólga orðin svipuð og í helztu viðskiptalöndum íslendinga"? Og hvað um kaup- máttinn og atvinnuöryggið? Við blasir 70% verðbólga, er- lendar skuldir sem nema 55% af þjóðarframleiðslu, 5000 m.kr. viðskiptahalli á 2 sl. árum, sam- dráttur í þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum, hrun á innlendum lánsfjármarkaði, atvinnusam- dráttur, lífskjaraþrenging og hús- næðiskreppa. Þetta eru þær urtir sem vaxið hafa í krús ríkisstjórn- arinnar. Samráöid viö Alþýðusam- band íslands Það kom fram í nefndaráliti Sighvats Björgvinssonar, fulltrúa Alþýðuflokksins í fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar, að fullt samráð var haft við tiltekna forystumenn úr verkalýðshreyf- ingunni um þær reiknireglur lág- launabóta, sem mestum mótmæl- um hafa mætt hjá lágtekjufólki. Fulltrúi fjármálaráðherra, sem mætti hjá þingnefndinni, upplýsti, að forseti ASI, yfirmenn á skrif- stofu ASÍ og Guðmundur J. Guð- mundsson hafi setið samráðsfundi um þessar reiknireglur. Fulltrúi fjármálaráðherra var spurður: „Vóru einhverjar hug- myndir eða tillögur um útfærsl- una, sem fulltrúar ASÍ andæfðu eða mótmæltu, sem engu að síður vóru framkvæmdar?" Svarið var nei. Sighvatur segir í greinargerð sinni: „Ástæðulaust er að orð- lengja þetta frekar, en ljóst er af þeim upplýsingum, sem fjárhags- og viðskiptanefnd hlaut, að ítar- legt og náið samband var milli fjármálaráðuneytisins og forystu ÁSÍ um alla tilhögun málsins og stóð það samráð í tvær til þrjár vikur." Þetta er einkar athyglisvert. Og ekki síður samanburður á við- brögðum þessara forystumanna 1978, þegar gripið var til mun hóflegri íhlutunar í kjarasamn- inga, sem þar að auki var liður í heildstæðum efnahagsaðgerðum. Þá var gripið til ólöglegra verk- falla og útflutningsbanns á sjáv- arafurðir (sem fyrst og fremst kom Kanadamönnum vel í sölu- samkeppni við íslenzka aðila á Bandaríkjamarkaði). Nú kaus verkalýðsforystan leikbrúðuhlut- verk, sem hún hefur gegnt á þrett- án-skerðinga-göngu ráðherra Al- þýðubandalagsins síðan þeir kom- ust í ríkisstjórn 1978. Það er greinilega ekki sama hvort það er bara Jón eða séra Jón sem krukkar í kjarasamninga launafólks í landinu. Snjóflóðavarnir Það er víða sem hyggja þarf að bragarbót í samfélagi og umhverfi okkar. í aprílmánuði 1981 var samþykkt þingsályktun á Alþingi um heildarlöggjöf, skipulag og varnir vegna hættu af snjóflóðum og skriðuföllum. Þingsályktunin var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að undirbúa og leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um skipulag varna gegn tjóni af völdum snjóflóða og skriðufalla. Við samningu löggjafarinnar verði m.a. höfð í huga eftirfarandi atriði: a) Staðið verði skipulega að gagnasöfnun um snjóflóð og skrið- ur sem fallið hafa og rannsóknum á staðháttum og veðurfarsþáttum á þeim stöðum þar sem búast má við hættu af völdum snjóflóða eða skriðufalla. Á grundvelli slíkra at- hugana verði landinu skipt í svæði með tilliti til þessara þátta og settar verði reglur um nýtingu einstakra svæða. b) Við skipulag byggðar gildi sú meginregla að byggja ekki hús til íbúðar eða atvinnurekstrar á svæðum, sem talið er af sérfróðum aðilum að snjóflóð eða skriðuföll geti náð til. Ekki verði hafin vinna við skipulag vegna byggðar á nýj- um svæðum fyrr en fyrir liggur úttekt og afstaða réttra aðila með tilliti til ofangreindra þátta. Sé talið óhjákvæmilegt að byggja á slíkum svæðum liggi fyrir mótað- ar tillögur um kröfur til bygginga, um varnarvirki, tilkostnað og fjármögnun við gerð þeirra, áður en afstaða er tekin til skipulags- tillagna af yfirvöldum. c) Gerðar verði tillögur um var- anleg varnarmannvirki fyrir byggð á hættusvæðum svo og fyrir mikilvægar samgönguleiðir, orkulínur, hitaveitur og önnur mikilvæg mannvirki. d) Rannsóknum á þessu sviði og fyrirbyggjandi varnaraðgerðum verði markaður ákveðinn sess í stjórnkerfi landsins og lagður fjárhagslegur grundvöllur að slíku starfi og mótaðar reglur um kostnaðarhlutdeild opinberra að- ila í því sambandi. e) Tryggt verði að ekki sé hald- ið áfram mannvirkjagerð á líkleg- um hættusvæðum nema að vand- lega athuguðu máli eða uns viðun- andi varnaraðgerðum hefur verið komið í framkvæmd. f) Á stöðum, þar sem byggð er risin og hætta er talin á snjóflóð- um, verði komið upp eftirlits- og viðvörunarkerfi er tengist áætlun um rýmingu svæðanna þegar hætta er talin yfirvofandi. Á þeim stöðum á landinu, þar sem snjó- flóðahætta er mest, verði stefnt að því að koma á fót svæðisstöðvum þar sem fylgst verði með veðurfari og öðrum þáttum, sem áhrif hafa á snjóflóða- og skriðuhættu, og safnað og miðlað upplýsingum til réttra aðila. g) Lögð verði áhersla á fræðslu og upplýsingar til almennings um MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 21 Mætti ég stinga lapparskarninu inn fyrir, sagði Hjálmar tuddi þegar hann vildi koma máli sínu á framfæri á æðri stað en honum var ætlaður. Líkt fer fyrir Gáru- höfundi, sem endilega vill láta í ljós skoöun á endurskoðun stjórn- arskrár, sem ætluð er þingmönn- um einum. Við þegnarnir þiggjum stjórnarskrá og kosningarétt úr þeirra hendi, eins og Islendingar þáðu 1874 stjórnarskrá úr hendi Kristjáns IX. Svo var hún með- tekin af miklu þakklæti úr „föð- urhendi", að kóngur er búinn að standa steyptur í kopar á Stjórn- arráðsblettinum hartnær 80 ár og ota fram plagginu. Nú er öldin önnur. I stað þess að meðtaka bljúgur part úr atkvæði úr náð- arhendi þingmanna, er maður bara með múður og rækni á borð við þessa sem hann Káinn lýsir: K'tta er ekki |»jóAra kni «U þaAan af síAur guðrækni heldur íslenzk heiftrækni og helvítis bölvuA langrækni. En þeim var nær að vera að vera að veifa framan í okkur, þetta óbljúga nútímafólk, tillög- um að nýrri stjórnarskrá. Þar er komið í fyrsta sinni inn í íslenzkri stjórnarskrá „Lýðræði, þingræði og jafnrétti eru grundvallarreglur stjórnskipunar íslands. Stjórn- völd fara með vald sitt í umboði þjóðarinnar", „Allir skulu njóta frelsis, mannhelgi og jafnréttis að lögum" og „Mannréttinda skulu menn njóta án manngreinarálits vegna kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, lit- arháttar, efnahags eða stöðu sinnar í öðru tilliti." Hissa? Svo sem ekki von að kóngur færi að veita okkur jafnrétti. Og varla er stætt á því í stjórnarskrá lýðveld- isins, sem gerð er á árinu 1983, að gleyma því. Við íslendingar erum nefnilega búnir að skuldbinda okkur allt frá 1948 með undirrit- un Mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna, að: „Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði sem fólgið er í yfirlýsingunni og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþátt- ar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, upp- runa eigna, ætternis eða annarra aðstæðna". Og að „Vilji þjóðar- innar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjórnar. Skal hann lát- inn í ljós með reglubundnum, óháðum kosningum, enda sé kosn- ingaréttur jafn og leynileg at- kvæðagreiðsla viðhöfð eða jafn- gildi hannar að frjálsræði". Og í lokin segir að ekkert þessara at- riða megi túlka á þann veg, að nokkru ríki, flokki eða einstakl- ingi sé heimilt að aðhafast nokk- uð það, er stefni að því að gera að engu nokkur þeirra mannréttinda sem hér hafi verið upptalin". Svipað segir í Mannréttinda- sáttmála Evrópu frá 1950, sem við erum aðilar að. Þetta er allt kvitt og klárt og á að bindast í stjórn- arskrá íslands. Varla trúi ég að nokkur þingmaður greiði atkvæði á móti þessu, eða hvað? Semsagt er nú brátt í stjórn- arskrá íslands að jafnréttis skuli ailir njóta að lögum. En ef ein- hverjir ætla svo að fara að skammta einum þegni úr hnefa brot úr atkvæði, hvert á hann þá að snúa sér til að ná rétti sínum? I uppkasti að stjórnarskrá er ekki gert ráð fyrir neinum óháðum stjórnlagadómstóli. Búin að gera lúsaleit í plagginu að slíku. Þar segir bara í 54. grein að dómstólar skeri úr um hvort lög brjóti í bág við stjórnarskrána. Oll vitum við hve langan tíma og mikla peninga kostar að reka mál alla leið upp í hæstarétt. Sumar aðrar þjóðir verja þegnana með óháðum stjórnlagadómstóli, svo sem Þjóð- verjar, sem illilega brenndu sig á lagamisrétti gegn borgurunum fyrir 50 árum, eins og við erum nú rækilega minnt á. Ósjaldan úr- skurðar hann lög frá sambands- þinginu brjóta í bág við stjórn- arskrána og gegn þegnunum og ógildir þau. Fyrsta skref dómstóls yrði vitanlega að skera úr um hvort löggjafinn megi taka af ein- staklingi kosningarétt eða hluta af kosningarétti. En þingmenn sjá við því sem fyrr, með því að halda inni í þessari hinni sömu stjórn- arskrá andstæðum lögum. Annars vegar þar sem sagt er fyrir um jafnan rétt, en hins vegar um takmörkun á kosningarétti til sumra með því að hafa þar inni framkvæmdaatriðin líka, eins og mörk kjördæma og bindingu þing- manna á ákveðin svæði, burt séð frá kjósendum. Framkvæmdaat- riði, sem ekkert erindi á í raun í stjórnarskrá, heldur ætti að vera til uppfyllingar í venjulegum lög- um. En almenn lög eru víkjandi fyrir ákvæðum í stjórnarskrá. Það er lóðið. Þá er vitanlega miklu betra að hafa þar tvenn ákvæði sem stangast á. Hvað mundi hæstiréttur gera? Sjálfsagt að láta á reyna. Mannréttindaákvæðin verða því ekki einu sinni í stjórnarskrá 1983 sú trausta vörn, sem hún ætti að vera. Þar eru að vísu nú tilburðir til að setja undir leka með ármanni, sem á að gæta þess að stjórnsýsluyfirvöld skerði ekki rétt manna í störfum sínum. En vitanlega er svo bætt við, að nán- ar skuli fjalla um valdsvið hans í lögum. Og hverjir setja þau lög um valdsvið hans og takmörk þess? Þingmenn! Það er víst ekki heiglum hent að skammta úr at- kvæðisréttarpottinum. Enda fréttist að reiknað sé og reiknað í tölvum, og dugi ekki til að útdeila réttlætisgrautnum. Augljóst er að núverandi fyrir- komulag, sem við höfum notað, er á góðri leið með að leysa þessa fámennu þjóð íslendinga upp í frumparta sína — í 280 þúsund stríðandi einstaklinga. Hvað sýn- ist ykkur? Er ekki borin von að við tökum nokkurn tíma samtaka á með þessu móti? Ég held að eina ráðið sé að gera landið að einu kjördæmi, eins og hópur valin- kunnra manna sem er að gera skoðanakönnun hefur raunar lagt til. Á þingi ísraelsmanna, sitja 120 þingmenn, kosnir af landinu öllu í einu kjördæmi, og eru þeir ekkert síður frekir til fjárins en við. Hver flokkur stillir upp jafn- mörgum frambjóðendum, völdum af öllu landinu þar sem eru kjós- _ endur. Efst leiðtogarnir, sem eru ráðherraefni, og kjósendur vita þó um. Hver þingmaður á hvort eð er að setja lög sem koma niður á öll- um landsmönnum, burt séð frá búsetu. Mundi okkar fólk aldrei sætta sig við þingmann úr öðru kjördæmi en sínu? Eru ekki sunnlenskir sjálfstæðismenn ný- búnir að velja fyrst og fremst sem sína fulltrúa tvo Reykvíkinga, Vestfirðingar annan úr Reykjavík kratar á Áusturlandi og Vestur- landi vilja Reykvíkinga umfram aðra, og ef betur er að gáð er í öllum landsfjórðungum valdir þingmenn sem búa alfarið eða mestan hluta ársins annars stað- ar. Þykir ekki ástæða til að tor- tryggja þá fyrir það. Enda umferð um landið og samskipti all miklu greiðari en var 1874. Til að vega upp á móti, ætti bæði vald og með þvi stærri hluti framkvæmdafjár að flytjast út til sveitarfélaganna, sem eru í nánd við sína kjósendur og verkefnin þeirra, og vinna sín verk þar. Kannski gæti þá hrakfallasaga íslendinga á níunda áratug tutt- ugustu aldar endað eins og í ævin- týrunum, að upp frá því lifðu allir í sátt og samlyndi. Hvað köttur- inn er að gera úti í mýri að setja upp á sig stýri hefi ég aldrei verið klár á. Það segir að minnsta kosti ekki að hann sé þar til að öfund- ast og rífast, og eyðileggja mýr- ina. Svipmvnd frá Alþingi í sl. viku. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðustól. Efst má sjá fólk á áheyrendapöllum en sjónvarpsmenn að störfum í bakgrunni myndar. (Ljósm. Mbl. ÓL.K.M.) þessi mál, bæði að því er varðar byggð ból og ferðalög og útivist utan byggðar, um hættu vegna snjóflóða og skriðufalla. Björgun- araðilum í landinu verði kynnt undirstöðuatriði varðandi björgun úr snjóflóðum og almenningi hversu bregðast skuli við í slíkum tilvikum og forðast hættur." Þorvaldur Garðar Kristjánsson, 4. þingmaður Vestfirðinga, hefur nú lagt fram á Alþingi svohljóð- andi fyrirspurn til Svavars Gestssonar, félagsmálaráðherra: „1. Hvað líður undirbúningi að frumvarpi til laga um skipulag varna gegn tjóni af völdum snjó- flóða og skriðufalla, sem ríkis- stjórninni var falið að gera með þingsályktun 2. apríl 1981? 2. Hvenær er gert ráð fyrir að frumvarp þetta verði lagt fram á Alþingi?" Gærdagurinn - morgun- dagurinn Kosningaár er hafið. Fæðingarhríðir framboðsaðila segja til sín víða um land. Fimm tugir framsóknarmanna ganga út af kjördæmisráðsfundi á Norðurlandi vestra. Ingólfur Guðnason, alþingismaður, neitar að taka sæti á lista h’ramsóknar- flokksins í kjördæminu. Guð- mundur G. Þórarinsson, alþingis- maður, neitar þátttöku í könnun kjördæmisráðsins í Reykjavík um framboðslistann þar. Tómas Árnason, ráðherra fellur úr fyrsta sæti í prófkjöri á Austurlandi. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, er settur í tapsæti á fram- boðslistanum í Reykjavík, og segir fjölmiðlum frá „sterkum öflum“, sem unnið hafi skipulega gegn sér í forvali. Annar Möðruvellingur, Baldur óskarsson, framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins, keppti um fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðurlandskjördæmi en hrapaði niður í fjórða sæti, sem hann hafnaði á stundinni. Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur VMSÍ, rétt lafir í öðru sæti framboðslista Alþýðubandalags- ins í Reykjavík með 167 atkvæðum í síðari umferð forvals. Það þætti lítill prófkjörsstuðningur í Stykk- ishólmi, hvað þá í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur ekki farið varhluta af prófkjörsátökum, eins og fjölmiðl- ar hafa tíundað rækilega. Allt bendir þó til þess, að flokkurinn gangi heilli til kosninga nú en 1979. Sú tilraun, sem gerð var til þess að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn til langrar framtíðar, með mynd- un núverandi ríkisstjórnar, sýnist vera að renna út í sandinn. Aðeins í Vestfjarðakjördæmi bryddar á viðbúnaði til sprengiframboðs. Sú viðleitni er alvarlegur fleinn í holdi flokksins, ef fram verður haldið. Það hefur verið gifta þess fólks, sem aðhyllist borgaraleg sjónar- mið, að bera gæfu til þess að standa saman í einum sterkum og áhrifaríkum stjórnmálaflokki. Vinstri menn, sem skiptast upp í stríðandi fylkingar, hafa löngum alið öfund í brjósti vegna þess stjórnmálalega þroska, er flokks- leg samstaða borgaralegra afla bar og ber vitni um. Oft hafa þeir reynt að reka fleyg í þessa sam- stöðu. Alvarlegasta tilraunin var myndun núverandi ríkisstjórnar. Gleggsta sönnun þess að hún hafi mistekizt fékkst í borgarstjórn- arkosningunum í Reykjavík, er sjálfstæðismenn endurheimtu meirihluta sinn á sl. sumri og fengu góðan byr í segl í flestum sveitarstjórnum. Klofningsvið- leitnin kann þó enn að láta á sér kræla, en muna þarf, að sama gildir um flokk og einstakling, að hver er sinnar gæfu smiður. Engan þarf að undra að próf- kjör, þar sem margir keppa að sama marki eða sæti á framboðs- lista, sem einn skipar að lokum, skilji eftir sig viss sárindi. Sama máli gegnir raunar um val fram- bjóðenda á vegum kjördæmisráða, sem kjörin eru af almennum með- limum sjálfstæðisfélaga í hverju kjördæmi, og hafa hið endanlega vald í framboðsmálum flokksins, hvert á sínum stað. Það skiptir hinsvegar öllu að standa saman um þann framboðslista, sem kem- ur út úr þeirri starfsaðferð sem viðhöfð er, sé hún i samræmi við starfsreglur og lög flokksins. Allt annað er óvinafagnaður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið í gegn um erfiðan reynslu- tíma liðin nokkur ár. Og nauðsyn- legt er að ganga inn í framtíðina með lærdóma reynslunnar að leið- arljósi. En engu að síður er gær- dagurinn lidinn. Það er ekki gær- dagurinn sem flokkurinn á að hrærast í í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Nú skal horfa fram á veginn, efna til samátaks um að gera morgundaginn sem farsælastan fólki og flokki. Frjálslynt, fram- sækið og borgaralega þenkjandi fólk á enn sem fyrr giftu sína und- ir því, að það standi saman í stór- um og sterkum stjórnmálaflokki. Á engan annan hátt getum við betur haft nauðsynleg áhrif á þróun íslenzks þjóðfélags, þjóðfé- lagsgerðina, né hvern veg við skip- um okkur í sveit í samtökum þjóða. Það er of mikið í húfi til þess að ábyrgt fólk geti tekið á sig áhættu sundrungar þegar íslenzk- ar lýðræðishefðir, þegnréttindi og framtíðarheill eiga í hlut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.