Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 33 Sunnudagsstúdíóið kl. 20.00: N íundubekkingar Á dagskrá hljóövarps kl. 20.00 er Sunnudagsslúdíóið — Útvarp unga fólksins. Guðrún Birgisdóttir stjórnar. — Þessi þáttur verður helgaður 9. bekkingum, sagði Guðrún, — þeir voru að ljúka við samræmdu prófin um hádegi á föstudag. Ég skrapp í heimsókn í Hagaskóla og rabbaði við nokkra krakka sem voru að koma út úr prófi, spurði þá hvernig gengið hefði, um próf almennt, um þrýsting frá foreldrum um fram- haldsnám og hvað þau eigi að gera. Loks talaði ég við einn af kennurun- um. Nú svo liggur auðvitað beinast við að slappa af og skemmta sér eftir prófin. í tilefni af því fer ég upp í Tónabæ, þar sem 9. bekkingar verða fjölmennir í kvöld. Þar ræði ég við starfsfólkið um fjögur skemmtikvöld, sem verða á dagskrá Tónabæjar í febrúar. Einnig spjalla ég við strákana í hljómsveitinni Lótus frá Selfossi, sem leikur fyrir dansinum þessi fjögur kvöld. Lögin í þættinum verða tileiknuð prófun- um sem 9. bekkingar voru að ljúka, eitt danskt, eitt enskt og eitt ís- lenskt. Bréfalesturinn verður á sín- um stað eins og fyrr, svo og frétta- tíminn, og fréttaþulurinn er Olfur Hróbjartsson. Guðrún Birgisdóttir Sunnudagsstúdíóið bregður sér f Tónabæ í kvöld og ræðir m.a. við strákana í Lótus, sem þar eru að leika fyrir dansi. í Stundinni okkar verður m.a. litið inn hjá Leikfélagi Mosfellssveitar, sem nýlega sýndi Galdrakarlinn í Oz. Á myndinni er leikstjórinn, Sigriður Þorvaldsdóttir, að snurfusa þrjá af leikurunum, sem þátt tóku í sýning- unni. Stundin okkar: Mosfells- sveitarrispa og Hattur- inn Dembir Á dagskrá sjónvarps kl. 18.00 er Stundin okkar. Umsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir, og Þorsteinn Mar- elsson. llpptökur stjórnar Viðar Vík- ingsson. í Stundinni okkar verður skropp- ið upp í Mosfellssveit, nágranna- byggð Reykjavíkur, en þar er fé- lagslíf í miklum blóma. Þar starfar Skólahljómsveit Mosfellssveitar, sem leikur undir stjórn Birgis D. Sveinssonar, og Kór Varmaskóla syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Einnig verður litið inn hjá Leikfélagi Mosfells- sveitar, sem var að sýna Galdra- karlinn í Oz, en leikstjóri var Sig- ríður Þorvaldsdóttir. Bjarni Karlsson les þjóðsögu, sem heitir Hatturinn Dembir, með mynd- skreytingum Önnu Gunnlaugsdótt- ur og tónlist er eftir Ingólf Steins- son. Kristó blómafrændi leikur listir sínar. Ása lítur inn í leiktækjasal og talar við krakkana og sýndur verður þáttur með Smjattpöttum. Sjónvarp kl. 21.55: Þegar magn- olían blómstrar Á dagskrá sjónvarps kl. 21.55 er þáltur í myndaflokknum Kvöldstund með Agöthu ('hristie og nefnist hann Þegar magnolían blómstrar. Iæikstjóri er Jon Frankau, en í aðalhlutverkum Ciaran Madden, Jeremy Clyde og Ralph Bates. Þýð- andi er Dóra Hafsteinsdóttir. Þetta er saga um konu sem reyn- ist erfitt að velja milli eiginmanns og elskhuga. .o^ ■TS-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.