Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 23 Tónlist- in á að hugga og sefa segir Connie Bryan píanisti frá Jamaica sem leikur undir borð- um á Hótel Holti „Friður, ást og samræmi, er það sem ég trúi á í lífinu, og þetta eru þær tilfinningar sem ég revndi að vekja hjá hlustendum mínum," segir Connie Bryan pí- anisti frá Jamaica, en hún er nú stödd hér á landi og leikur Ijúfa tónlist undir borðum á Hótel Holti. Connie hefur feröast til 85 landa og leikið á píanó á mat- sölustöðum, og hér á ísiandi er hún stödd í annað sinn, en hún lék á Hótel Holti í 4 mánuði árið 1966. „Ef mér líkar vel við lönd sem ég heimsæki, kem ég yfir- leitt alltaf aftur," sagði Connie þegar hún var spurð þess hvers vegna hún kæmi aftur til ís- lands. „Og mér líkar vel við landið ykkar, þótt ég verði að játa það að snjór og rigning er ekki í neinu sérstöku uppá- haldi hjá mér. Þegar ég var hérna '66 var ekki svo mikið um snjó. En núna, maður lif- andi, ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá þessa hvítu breiðu úr flug- vélinni." Connie hefur leikið á píanó frá 6 ára aldri og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn. Og hún hefur ákveðnar skoð- anir á tónlist, ákveðinn smekk sem hún ræktar og mótar sinn stíl út frá. „Þegar ég spila þá kem ég ekki fram eins og konsertpían- isti sem er eins og hengdur upp á þráð í tvo tíma á meðan hann spilar frammi fyrir fullum sal áheyrenda sem gera ekkert annað en að hlusta. Mín músík er bakgrunnsmúsík, sem á að vera mjúk og róandi. Hún á að vekja hjá hlustandanum til- finningu hvíldar og afslöppun- ar. Hún á að hugga og sefa. Þegar ég spila í huggulegum veitingasal, þar sem fólk er að borða við kertaljós, talar sam- an í hálfum hljóðum, er með öðrum orðum ánægt og kyrr- látt, þá fyllist ég sjálf ein- hverri innri tilfinningu friðar og ástar sem hefur svo aftur áhrif á leik minn. Ég kæri mig ekkert um klapp og húrrahróp frá hlustendum mínum, mér nægir þögul ánægja þeirra og vellíðan." Haukur og Hörður við eitt verka sinna. Gallerí Lækjartorg: Haukur og Hörður sýna verk sín TVÍBURABRÆÐURNIR Haukur og Hörður opnuðu í gær, laugardag, sýningu á grafíkmyndum sínum í Gallerí Lækjartorgi. Verkin sem þeir bræður sýna eru unnin á síðustu sex árum og segir í frétt frá Galleríinu að þar komi fram. sú þróun sem átt hafi sér stað í listsköpun þeirra. Fæst verkanna hafa verið sýnd áður, en um er að ræða svonefnt „mícró relíf“-þrykk og skúlptúr- grafík. Sýningin stendur til 13. febrúar og er opin daglega frá klukkan 14—18, nema fimmtu- daga og sunnudaga, þá til kl. 22. afeláttur á afelátt enn lækkar vönivc Nií um K )% til viobótar vioútsöíu afeláttirm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.