Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 19 Unnur María Ingólf.sdótCir, fiðluleikari, er byrjud aö spila med kammersveitinni Camerata í Bern, höfuðborg Sviss. Camerata var stofnuð fyrir 20 árum af einleikurum sem höfðu útskrifast frá tónlist- arskólanum í Bcrn. Hún er nú skipuð 14 faststarfandi einleikurum sem tengjast Bern á einn eða annan hátt. Unnur María giftist Svisslendingi í sumar og á von á að flytjast hingað frá London í júní. Tveir kunningjar hennar úr Juliard-tónlistarháskólanum í New York eru í Camerata. Þeir þekkja til leiks hennar og urðu til þess að henni var boðið í hljómsveit- ina þegar eitt af fjórum sætum fyrstu fiðlu losnaði um jólin og Unnur María greip gæsina meðan hún gafst. Unnur María kom fyrst fram ur. Lægðirnar við ísland hafa með Camerata á tónleikum i Múnsingen, borg skammt frá Bern, laugardaginn 29. janúar. I blaðadómi af þeim tónleikum segir að heilagleiki kirkjunnar, sem þeir voru haldnir í, hafi gleymst, hlátrasköll hafi kveðið við og fagnaðarlátunum hafi aldrei ætlað að linna. Sömu tón- leikar voru haldnir í tónlistar- skólanum í Bern mánudaginn 31. janúar. Á efnisskránni voru verk eftir Wassenaer, Vivaldi, Bottes- ini, Gershwin og Britten, hvert öðru skemmtilegra og betur leik- ið. Aðsókn var ekki nema miðl- ungsgóð, á íslandi hefði örugg- lega verið fullt út úr dyrum, en undirtektirnar voru frábærar. Camerata hefur leikið inn á þó nokkrar plötur fyrir Deutsche Grammophon og enn ein upp- taka stendur fyrir dyrum. Hljómsveitin mun fara í tónleik- aferð til nokkurra borga í Þýzka- landi í vor og næsta vetur fer hún í mánaðarreisu til Banda- ríkjanna og mun meðal annars koma fram í Kennedy Center í Washington og Carnegie Hall í New York. Unnur María verður því mikið á ferðinni á næstunni. Hún hefur samið um að halda einkatónleika í London í febrúar, mars og maí. Hún vill ekki gera mikið úr þessum tónleikum en segist þó hlakka sérstaklega til tónleikanna í maí sem verða haldnir í St. Martin-in-the- Fields við Trafalgar Square. Unnur María var í jóla- og skíðafríi þegar hún byrjaði að æfa með Camerata í kringum áramótin. Hún var ekki heppn- ari með skíðafæri en aðrir sem hafa lagt leið sína til Sviss í vet- valdið vorblíðu á meginlandi Evrópu og hafa nú flestir fengið nóg af því góða. Svisslendingar eru vanir að komast mjög auð- veldlega á skiði í góðum snjó á þessum árstíma. En nú verður að fara lengst upp í fjöll til að forðast gras og grjót á skíða- brautunum. Skíðafrí skólanna eru að hefjast og fólk er í öngum sínum af því að krakkarnir geta ekki einu sinni rennt sér á sleða í brekkunni heima hjá sér. Þeir Hann sparar sér pappírskostnað í snjóleysinu og skreytir gangstéttina. Blómin blómstra í skíðabrekkunum verða að sætta sig við skógar- ferðir i skíðafríinu og heldur þykir það skítt í febrúar. Snjóleysið hefur komið illa niður á þeim sem lifa á skíða- íþróttinni og heimsbikarkeppnin á skíðum hefur átt í svolitlum vandræðum. Það varð að aflýsa Lauberhornkeppninni í Sviss og halda hana í staðinn í Kitzbuhel í Austurríki. Um tíma leit út fyrir að keppninni í Sarajevo i Júgóslavíu yrði einnig aflýst en hún var svo haldin á hræðilega hæðóttri braut sem virtist stór- hættuleg og keppendurnir komu niður í loftköstum. Svisslending- urinn Peter Múller, sem var stigahæstur í keppninni, datt mjög illa um stein á brautinni daginn fyrir keppnina. Hann var Unnur María Ingólfsdóttir í blíðunni í Bern. fluttur heim með heilahristing í sjúkraflugi. Sagt var að hinir keppendurnir hefðu mætt til leiks daginn eftir með hálfum huga og ekki verið of ánægðir með aðstæður. Vonandi verða þær betri þegar vetrarólympíu- leikarnir verða haldnir i Saraj- evo 1984. Áhugi á heimsbikarkeppninni er mjög mikill í Sviss. Sjón- varpstæki eru út um allt, í versl- unargluggum, á vinnustöðum, sundstöðum og veitingastöðum og fólk stendur límt við tækin meðan á keppninni stendur. Svissneska liðið í bruni er mjög sterkt og það kætir landsmenn mikið. Állt ætlaði um koll að keyra á litlum matstað í Bern daginn sem Bruno Kernen, al- gjör nýliði sem kom öllum á óvart, vann brunkeppnina í Kitz- búhel. Fólkið ákvað á stundinni að kaupa dagblaðið Blick daginn eftir og finna allt út um þennan Kernen. Blick er svissneska blaðið sem leigði þyrlu til að elta Karl Bretaprins og Díönu um skíðabrekkurnar í byrjun janú- ar. Það varð til þess að prinsess- an fór í fýlu og allir blaðamenn voru reknir heim. Páskaferð 27. mars -16 dagar 12. apríl - 3 vikur - Odýr vorferð Páskaferð 27. mars -16 dagar Úrvals umboðsmenn um allt land: Akureyri - Ferðaskrifstofa Akureyrar ® 96-25000 - Borgarnes: Þóra Björgvinsdóttir 5? 93-7485 - Stykkis- hólmur: Axel Björnsson S 93-8202 - ísafjörður: Ferðaskrifst. Vestfjarða h.f. S 94-3557 - Flateyri: Jonina Asbjörnsdottir S 94-7674 - Bolungarvik: Margrét Kristjansdottir S 94-7158 - Husavík: Ingvar Þórarinsson S 96- 41234 - Egilsstaðir: Ferðamiðst. Austurlands 5? 97-1499 - Selfoss: Suður- garður K 99-1666 - Keflavík: Nesgarður S 3677/3899 - Vestmannaeyjar: Erla Gísladóttir s 98-1903 - Akranes: Ólafur B. Ólafsson S 93-1985 - Patreksfjörður: Flugleiðir h.f. S 94-1133 - Höfn i Hornafirði: Viðar Birgis- son S 97-8575. 12. apríl - 4 vikur - Odýr vorferð Allir vinsælustu gististaðirnir á vinsælustu baðströndunum URVAL viöAusturvöll S 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.