Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Hvalveiðiskip í Rejkjavíkurhöfn. Nú er rætt um að selja þessa glæsilegu farkosti í brotajárn. A livalaslóðum í norðurhöftim Hvalveiöar hafa mjög sett svip sinn á þjóömálaumræöur hér á landi aö undanförnu og hafa þar margir lagt orð í belg þar sem sitt sýnist hverjum, enda tengist málið hinum ýmsu sjónarmiðum. Má þar nefna sjónarmið náttúruverndar- manna, sem telja að þessu tignarlega dýri, hvalnum, sé hætta búin vegna ofveiði, en aðrir eru hins vegar þeirrar skoðunar, að íslendingar geti enn um sinn nýtt sér þessa lífsbjörg og vitna í skýrslur vísindamanna máli sínu til stuðnings. En það er fleira sem komið hefur fram í umræðum manna um þetta mál og er það eitt, hversu langt skuli gengið í því að láta undan þrýstihópum í fjarlægum löndum í svo mikilvægu máli sem þessu og vissulega eru hér miklir hagsmunir í húfi, á hvorn veginn sem er. Með samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um stöðvun hvalveiða tengdum iðnaði frá og með árinu 1986 áttu íslendingar ekki um nema tvennt að velja: Ánnars vegar að hlíta niðurstöðu Alþjóðahvalveiðiráðsins og samþykkja þar með sjónarmið náttúruverndarmanna eða hins vegar að mótmæla hvalveiöibanninu opinberlega, stunda veiðar áfram og eiga þar með á hættu að skaða viðskiptahagsmuni sína í Bandaríkjunum vegna hefndaraðgerða náttúruverndar- manna. Hvorugur kosturinn var góður og var málinu vísað til Alþingis, sem samþykkti, með naumum meirihluta, að mót- mæla ekki banninu og þar með leggja niður þennan þátt í atvinnusögu íslendinga frá og með árinu 1986. Hér verður ekki tekin afstaða til ákvörðunar Alþingis heldur skal í stuttu máli rakin saga þessarar atvinnugreinar, sem senn mun líða undir lok á íslandi. Ierlendum fræðiritum er þess getið að líklega hafi menn stundað hvalveiðar frá örófi alda og að margt bendi til að steinaldarmenn hafi veitt litla hvali og höfrunga sér til lífsviðurværis. Vitað er með vissu að Indíánar í Norður- Ameríku og Eskimóar hafa veitt hvali frá ómuna tíð með skutlum eða stungutækjum úr beini, horni, tinnu eða flögugrjóti. Þá er og vit- að um bækistöð hvalfangara í Al- aska á árunum 100 til 200 eftir Krist. Þetta kemur meðal annars fram í grein eftir Ásgeir Jakobs- son, sem hann ritar í tímaritið Ægi (16. tbl. 1975), en þar vitnar höfundur í alfræðiritið „The En- cyclopedia Britanica" og segir þar m.a.: Evrópa er þó vagga hvalveið- anna, eins og þær hafa þróast, og fyrstu sagnir um hvaiveiðar Evr- ópumanna eru frá Noregi og Flandern í Belgíu og eru þær sagnir allt frá 9. öld. En það er varla hægt að tala um hvalveiðar sem atvinnugrein fyrr en til koma veiðar Frakka og Baska frá ströndum Biskayaflóans. Þessar veiðar hófust á 10. öldinni og beindust að sléttbakinum í Norður-Atlantshafi. Sléttbaks- veiðar Frakka og Baska blómstr- uðu á síðari hluta miðalda en það tók að draga úr þeim um miðja 17. öldina og þær dóu út með öllu um 1800 því að þá var sléttbakurinn horfinn af þessu svæði. Meðan þessu fór fram í Bisk- ayaflóa og þar í grennd, fóru Baskar einnig að þreifa fyrir sér með úthafsveiðar á stórskipum og mun það hafa verið um og upp úr 1400. Þeir yfirgáfu hafnir sínar við Biskayaflóa og hættu að svip- ast um eftir hvölum úr háum turnum á ströndinni, og lögðu á úthafið til að elta sléttbakinn norður í höf. Leikurinn barst norð-vestur á bóginn til Ný- fundnalands og í St. Lawrence- flóann og á 16. öldinni til Islands, þar sem þeir fundu fyrir íslend- inga og Norðmenn við þessar hvalveiðar. Um 1700 var svo komið að sléttbakurinn í Norðaustur- Atlantshafi var að deyja út, en í norðurhöfum fundu Baskarnir Grænlandssléttbakinn, sem var stærri og þyngri en Biskayahval- urinn og hafði þykkra spik og lengri bein. Endalok sléttbaksins í norðurhöfum Grænlandssléttbakurinn hleypti nýju lífi í hvalveiðar og hófst nú mikil útgerð til hvalveiða í norðurhöfum. Upphaf þessarar útgerðar er miðað við árið 1611, þegar Muscovy-félagið gerði út leiðangur með tveimur skipum frá London til Svalbarða, en fyrir leiðangrinum var Thomas nokkur Edge. Stóðu veiðar þessar óslitið í þrjár aldir og með tímanum risu upp hvalveiðibækistöðvar á Sval- barða, Jan Mayen og Bjarnarey. Voru það einkum Hollendingar og Norðmenn sem stunduðu þessar veiðar en einnig Frakkar, Bretar og Þjóðverjar. Síðar bættust svo við Skotar og Bandaríkjamenn, sem gengu rösklega fram í að eyða síðustu leifunum af Grænlands- hvalnum. Upp úr 1840 fór að draga úr hvalveiðum í norðurhöfum enda var Grænlandshvalurinn þá orð- inn sjaldséður. Hann var þó enn mjög eftirsóttur, fyrst og fremst vegna beinanna, sem voru notuð sem stengur í lífstykki kvenna. Þurfti því mikið af hvalbeinum á þeim tíma, sem konur reyrðu sig sem mest, en er þær hættu að ganga í krínólíni lögðust veiðarn- ar að mestu af. Síðasta orðið áttu skoskir hvalfangarar, sem gengu bæði fyrir gufu og seglum, en sá síðasti þessara hvalfangara kom heim fyrir fullt og allt úr veiðiferð árið 1913. Bandaríkjamenn voru einnig stórtækir í hvalveiðum á 18. öld og veiddu þeir bæði sléttbak í norður- höfum og búrhval í heitari sjó sunnar. Gerðu Bandaríkjamenn út mikla flota hvalveiðiskipa víða um höf á 19. öld og urðu sumir leið- angrarnir æði harðsóttir og eru dæmi um að þeir hafi varað allt að fimm árum. Ástæðan fyrir því, að einkum var sótt í búrhval og sléttbak var sú, að báðar þessar tegundir flutu eftir að þær voru skutlaðar, en seglskipamennirnir höfðu ekki spilkraft né annan út- búnað til að halda hvölum af öðr- um tegundum á floti. En að því kom þó, að bættur skipakostur og framfarir í tækjabúnaði gerði hvalveiðimönnum kleift að beina veiðunum að öðrum tegundum og með þeim þáttaskilum má í raun segja að saga hvalveiða hefjist á íslandi. Sprengiskutullinn Hvalveiðar á úthöfunum voru í fyrstu stundaðar á róðrarbátum sem sendir voru frá hvalveiðiskip- unum. Voru bátarnir mannaðir sex til sjö mönnum og voru aðal- veiðarfærin skutull og lensa. Skut- ullinn var úr járni, um það bil þriggja feta langur með tréskafti og við hann var fest lína sem hval- urinn var dreginn með að veiði- skipi þegar tókst að drepa hann, sem ekki var alltaf. Þetta var frumstæð veiðiaðferð og varð oft ekki annar árangur en sá að særa dýrið og missa af veiðinni. Hval- rekar sem getið er um á þessum tíma gætu verið árangur þessara misheppnuðu veiða, eftir að dýrin höfðu hlotið banvæn sár og síðar drepist af völdum þeirra. Skutlarnir komu til sögunnar fljótlega eftir að menn komust upp á lag með að útbúa sér not- hæfa línu og er skutullinn í sjálfu sér ekki annað en spjótið óbreytt nema að það er tengt við veiði- manninn með vað eða línu. Það gefur augaleið að ekki hefur verið auðhlaupið að breyta slíku veiðar- færi á meðan skotkrafturinn var bundinn við mannshandlegginn. Þó hafa skutlarnir gerst þjálli eft- ir því sem smíði og tógspuna fór fram. Það var því ekki fyrr en skotvopn komu til sögunnr, að skutullinn fór að verða afkasta- mikill, einkum þó við hvalveiðar og aðrar veiðar á stórum sjávar- dýrum, enda varð skutullinn þá það viðamikill, að ekki tók því að nota hann nema bráðin væri í stærra lagi. Það var árið 1731, sem fyrst var farið að skjóta hvalskutlum úr byssu. í fyrstu var skutulfallbyss- an afar ófullkomin og mun þá skyttan hafa verið í eins mikilli lífshættu og hvalurinn, enda tók það um fjóra ártatugi að taka þessa aðferð almennt í notkun. Og þótt stöðugt væri unnið að endur- bótum voru hvalveiðarnar stund- aðar við þessar aðstæður í nær hundrað ár. Þá urðu hin miklu þáttaskil í sögu hvalveiðanna er Norðmaðurinn, Svend Foyn, fann upp á því árið 1864 að koma sprengju fyrir í skutulsoddinum. Sú uppfinning ásamt tilkomu hraðskreiðari skipa gjörbreytti Ollurn aðstæðum til hvalveiða og má segja að hvalveiðiaðferðin hafi ekki breyst í grundvallaratriðum frá þessum tíma allt til okkar dags. Þegar sprengiskutulsaðferð Svend Foyn kom til sögunnar fór að aukast hlutur Norðmanna í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.