Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 31 Ástæðurnar fyrir því að Norð- menn fóru að stunda hvalveiðar hér við iand voru fyrst og fremst þær, að þeir höfðu gengið svo hart að hvalstofninum við Finnmörku að fljótlega varð þar iítil veiði, svo að 1880 voru þar sett hvalfriðun- arlög. En um það leyti bárust þær fregnir með norskum síldveiði- mönnum við ísland, að þar væri hvalagengd mikil. Og til þess að halda hvalveiðunum áfram þurftu Norðmenn að leita á fjarlægari mið. Vestfirðir urðu fyrsti vett- vangur Norðmanna til hvalveiða hér við land og reis fyrsta hval- stöðin á Langeyri í Álftafirði árið 1883. Thomas Amlie veitti þeirri stöð forstöðu og er sagt að upphaf- lega hafi Svend Foyn, uppfinn- ingamaðurinn sem áður er nefnd- ur, ætlað að vera með í fyrirtæk- inu, en hafi dregið sig til baka er honum samdi ekki við yfirvöld hér. Norskum hvalveiðistöðvum hér á landi fjölgaði ört á næstu árum og um aldamótin voru átta hval- veiðistöðvar á Vestfjörðum og fimm af þeim við ísafjarðardjúp og í Jökulfjörðum. Árið 1889 reistu bræðurnir Hans og Andreas Ellefsen hvalveiðstöð í Önundar- firði og varð það stærsta stöðin er Norðmenn ráku hér við land og stærri en aðrar stöðvar í Norður- Atlantshafi á þeim tíma. Voru fimm hvalveiðibátar gerðir út frá stöðinni. Af öðrum hvalveiðistöðv- um sem reistar voru á næstu árum má nefna stöðina í Framnesi í Dýrafirði, á Suðureyri í Tálkna- firði, á Dvergasteini í Álftafirði, Stekkeyri í Hesteyrarfirði, Upp- salaeyri í Seyðisfirði og á Meleyri í Veiðileysufirði. í Hornstrendingabók er þess getið, að norskum hvalveiði- mönnum hafi orðið gott til fanga fyrstu árin. Hvalur gekk inn á ísa- fjarðardjúp og hina stærri firði og þar gengu Norðmenn að þeim eins og kindum á blóðvelli. Eftir því sem hvalveiðistöðvunum fjölgaði dró brátt til ofveiði og rányrkju fyrir Vestfjörðum og upp úr alda- mótunum var veiðin orðin það treg þar vestra, að ýmsum hinna norsku hvaleiðimanna þótti væn- legast að flytja bækistöðvar sínar til Austfjarða. Árið 1900 flutti Ellefsen stöð sína til Mjóafjarðar og brátt komu fleiri á eftir. Ekki er unnt að rekja í smáat- riðum sögu norsku hvalveiðanna hér við land en áður en við skiljum við þetta tímabil er rétt að vitna í grein sem Jón Jónsson fiskifræð- ingur ritaði í tímaritið Ægi fyrir nokkrum árum en þar segir m.a.: „Árið 1883 hófu Norðmenn veiðar hér við land en því miður hjuggu þær veiðar það stórt skarð í steypireyðar- og langreyðarstofn- ana að þeir hafa ekki ennþá náð sinni upprunalegu stærð ..." og seinna segir Jón í grein sinni að norsku hvalveiðarnar hafi verið ákaflega lærdómsríkar og skýrt dæmi um það hvernig ótakmörkuð sókn megnar að eyða blómlegum dýrastofnum á nokkrum árum. Þess er getið í Hornstrend- ingabók að við upphaf innrásar Norðmanna til hvalveiða hér við land hafi strax gætt tortryggni landsmanna gagnvart aðförum þeirra og hafi það m.a. komið fram í umræðum á Alþingi sumar- ið 1883. Og þar segir ennfremur: „Fáir höfðu jafn nærstæða ástæðu til að líta hvaladráp Norðmanna óhýru auga og Arnfirðingar. Þar hafði sjálf náttúran komið upp eins konar hvalgripabúi, sem flestir fjarðarbúar nutu góðs af. Þeir stunduðu og iðkuðu lengst þá miklu íþrótt að skutla hvali. Á hverju ári komu nokkrar reyð- arhvalkýr inn á fjörðinn með nýfædda kálfa sína og héldu sig þar sumarlangt, meðan afkvæmi þeirra stækkuðu. Voru þær svo spakar, að helst minnti á húsdýr. Arnfirðingar gældu við þessar sækýr og gáfu þeim nöfn eins og kúm sínum í landi. Kölluðu þeir eina þeirra Skeifu, aðra Skjöldu, þriðju Höllu og fjórðu Rafnseyr- ar-Kollu. Þóttust þeir vissir um, að þetta væru sörnu kýrnar, sem þangað komu ár eftir ár. Þegar Frá hvalskurði í bækistöó Hvals hf. í Hvalfirði. Á myndinni sést vel stærð dýrsins. Nýtísku skutulbyssa í stefni eins hvalveiðiskipsins frá Hval hf. hvalveiðum og allt fram á okkar dag hafa þeir verið leiðandi þjóð í hvalveiðum. Almennt er talið að veiðar þeirra hér við land hefjist árið 1883, en áður höfðu þó verið gerðar tilraunir frá landstöðvum hér á landi og má þar nefna til- raunir Bandaríkjamannsins Thomas Roys og bræðra hans laust eftir 1860 og svo útgerð Hammers-félagsins um 1866, en tilraunir þessara aðila báru ekki tilætlaðan árangur. Fornar heimildir Upphaf hvalveiðisögu íslend- inga er því venjulega miðað við komu norskra hvalfangara hingað til lands og í skýrslu sem Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sendi sjávarútvegsráðherra í október sl., er veiði stórhvala frá landstöðvum hér við land skipt í þrjú tímabil. Fyrsta tímabilið er tímabil norsku veiðanna frá 1883 til 1915, annað tímabilið er miðað við veiðar frá landstöðinni í Tálknafirði, sem starfrækt var árin 1935 til 1939 og þriðja tímabilið hófst með starf- semi hvalstöðvar Hvals hf. árið 1948. Þótt þessi tímaskipting sé hér ekki dregin í efa skulum við þó skyggnast enn lengra aftur í tím- ann og glugga örlítið í fornar heimildir. Af heimildum má ráða, að mikil hvalagengd hefur verið hér við allt land frá landsnámsöld og er víða að finna vísbendingu um að ís- lendingar hafi nýtt þessa skepnu sér til lífsviðurværis þótt ekki hafi verið um skipulagðar veiðar að ræða. Nægir hér að vitna í nokkr- ar íslendingasögur svo og Jónsbók Þættir úr sögu hvalveiða á íslandi Samantekt: Sveinn Guðjónsson frá árinu 1280. 1 Fóstbræðrasögu segir m.a.: „Sóttu margir menn til hvalveiða norður á Strandir ..." og þar er einnig að finna lýsingu á framferði þeirra fóstbræðra á hvalfjöru. Það er athyglisvert, að Hornstranda er víða getið í ís- lendingasögunum í sambandi við ferðir manna þangað norður til veiða eða annarra fanga, svo sem hvala. Af frásögnum íslendinga- sagnanna og Sturlungu er helst svo að sjá, að hvalrekar hafi verið þar daglegir viðburðir og vænta Hvalskurðarmaður brýnir hmTinn. mætti þess að finna þar hval, væri þangað leitað. Um Þorgils á Lækjamóti segir í Grettissögu, að hann hafi verið „aðdráttarmaður mikill" og farið á Strandir ár hvert og aflað þar hvala og ann- arra fanga. Og það er ekki bara á Horn- ströndum sem hval hefur verið að finna hér á landi samkvæmt frá- sögnum íslendingasagnanna. í Egilssögu, þar sem greint er frá búsýslu Skallagríms er meðal annars að finna þessa setningu: „Hvalkomur voru þá miklar og mátti skjóta sem vildi ..." Þessi setning er þeim mun eftirtektar- verðari þar sem hér er gefið í skyn að hvalir hafi verið skutlaðir, enda benda aðrar heimildir til, að það hafi verið algeng veiðiaðferð í Noregi á þessum tíma. Gildir hér einu hvort íslendingasögurnar eru skáldsögur eða heimildasögur þar sem höfundar þeirra hafa, hvort heldur sem er, þekkt þessa veiðiaðferð. Önnur merk heimild um þessa veiðiaðferð er lögbókin Jónsbók frá 1280, en í rekabálki þar er skutlaranum gert að merkja skutulinn og þinglýsa markinu, en þessi ákvæði mun einnig að finna í Gulaþingslögum hinum norsku. Fleiri heimildir frá síðari öldum um hvalveiðar íslendinga má einnig nefna, svo sem Ferðabók Eggerts og Bjarna og rit Jóns lærða Guðmundssonar um nátt- úru Islands, en Jón var uppi á ár- unum 1574—1658. Þá hefur hval- veiði íslendinga fyrr á öldum verið víða getið í ritum erlendra manna frá þessum tíma þótt ýmislegt sé missagt í þeim fræðum eins og svo mörgu öðru sem erlendir menn hafa ritað um ísland og íslend- inga. Fleiri dæmi verða þó ekki nefnd hér, en þetta brot sýnir okkur að hvalveiðar hafa ekki ver- ið með öllu óþekkt fyrirbæri hér á landi, löngu áður en norsku hval- fangararnir komu hingað upp úr 1880. Tímabil norsku hvalveiðimannanna Þegar norskir hvalveiðimenn gengu á land í hreppum Vest- fjarða þeirra erinda að reisa þar hvalveiðistöð þekktu íslendingar ekki skipulegar hvalveiðar nema af afspurn. Veiðarnar höfðu fram að þeim tíma verið æði tilviljana- kenndar og þessarar lífsbjargar höfðu þeir fremur orðið aðnjót- andi er hvalreka bar á fjörur þeirra. Þegar hafís nálgaðist land og hungurvofan glotti í gættum kotbæja, óskuðu menn þess fyrst og fremst, að þeim vágesti yrði frá þeim beint, en væri koma hans óhjákvæmileg, báðu þeir um þá líkn, að þeim yrði send næring í bjargarleysi. Sú björg var hval- reki. Hvalirnir leituðu undan haf- ísnum og á flóttanum hlupu þeir á land, stundum margir saman. Þar veittust menn að þeim með frum- stæðum lagvopnum og murkuðu úr þeim lífið. Hvalreki fylgdi þó ekki öllum ísavetrum og gat þá brugðið til beggja vona með lífs- björg manna. En með komu Norð- manna kynntust íslendingar því hvernig færa mátti sér í nyt þessa lífsbjörg með skipulögðum veið- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.