Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Spþll um útvarp og sjónvarp Síðari hluta sjöunda áratugar- ins voru á dagskrá útvarps og sjónvarps íslenskir skemmti- þættir sem vöktu athygli. Ég minnist þess að Svavar Gests stjórnaði í útvarpi vinsælum þætti og nokkrum árum áður stjórnaði Jónas Jónasson flutn- ingi leikrita, sem meginþorri þjóðarinnar fylgdist með og ekki má gleyma ágætum þáttum Ólafs Gauks Þórhallssonar og hljómsveitar í sjónvarpi, „Hér gala gaukar". Áratug síðar eða á árunum 1974—1977 stjórnaði Jónas R. Jónsson skemmtiþátt- um í sjónvarpi sem voru vinsæl- ir. Jónas kynnti íslenskar danshljómsveitir t.d. KK-sext- ettinn og Lúdó sextettinn, spjall- aði við hljómsveitarmeðlimi og Halli og Laddi skemmtu með sínum frábæra húmor. Nú er öldin önnur, nú eru al- vörutímar og drunginn áberandi í dagskrá ríkisfjölmiðlanna þessa síðustu daga. Engu er lík- ara en að útvarp og sjónvarp sitji uppi með húmorlausa menn. Jón Múli er að vísu að reyna að læða inn húmor á milli dag- skráratriða og tekst stundum. Hermann Gunnarsson í íþrótta- þætti og Þráinn Bertelsson í spjalli sínu í útvarpi og Ómar Ragnarsson og Trausti veður- fræðingur í sjónvarpi fylla einn- ig fámennan flokk húmorista og er þá mannskapurinn upptalinn. Alvaran og drunginn eru yfir- þyrmandi og þá sérstaklega ; leikritavali útvarpsins. Það heyrir til undantekningar ef þar er annað á ferðinni en grátur og volæði. Þar sem nýr maður hefur nú tekið við leiklistardeildinni, há- menntaður frá Svíaríki og á all- an hátt hinn ágætasti maður, sem ég persónulega bind vonir við, þá langar mig að beina því til hans að leiklistardeildin setji eins og einn til tvo gamanleiki á dagskrá áður en vorar og lífgi þannig uppá tílveru fjölda fólks á sjúkrahé.sum, elliheimilum og öðrum stofnunum sem hlustar mikið á útvarp. Umfram allt eitthvað sem styttir fólkinu stundir á erfiðum vetri, eitthvað sem það getur brosað af. Á miðjum vetri er enginn ís- lenskur skemmtiþáttur í sjón- varpi eða útvarpi. Hrafn Gunn- laugsson og samstarfsmenn hafa sem betur fer yfirgefið félags- heimilið á landsbyggðinni og haldið til byggða að filma. Þætt- irnir um félagsheimilið voru flestir, þó ekki allir, misheppn- aðir og í heild húmorlausir. Því ekki að mynda t.d. einhverja af þeim revíum sem Leikfélag Reykjavíkur hefur verið með í gangi á miðnætursýningum í Austurbæjarbíói undanfarna vetur og sýna í sjónvarpi síðari hluta vetrar? Já, hvers vegna ekki? Ég spyr. Lista- og skemmtideild sjónvarpsin3 þarf að hrista af sér slenið og setja á dagskrá íslensk leikrit og ís- lenska skemmtiþætti og fólk myndi borga afnotagjöldin með glöðu geði. Fimmtudagur 27. janúar: Skömmu fyrir dagskrárlok í útvarpi eða um klukkan ellefu byrjaði kvöldstund með Sveini Einarssyni, Þjóðleikhússtjóra. Gestur hans var Sigurveig Hjaltested söngkona, sem sagði frá söngferli sínum og söng nokkur lög. Söngur hennar líkaði mér vel. Sigurveig hefur fagra rödd og hefur nú um árabil verið í röð fremstu óperusöngkvenna okkar en því miður heyrist sjaldnar til hennar hin síðari ár. Áður hafa verið gestir Sveins ýmsir þjóðkunnir söngvarar t.d. Guðrún Á. Símonar, Þuríður Pálsdóttir og Magnús Jónsson. Þáttur Sveins var áheyrilegur, vandaður og hughreystandi eftir að Drakúla greifi hafði magnað upp draugagang í útvarpsleikrit- inu, sem verið er að flytja á fimmtudagskvöldum um þessar „Ég raulaði með og er þó laglaus“ mundir og var einmitt á dagskrá á undan þætti Sveins. Föstudagur 28. janúar: Ég hlustaði á lög unga fólksins sem Þóra Björg Thóroddsen kynnti þegar kvöldfréttum og tilkynningum lauk í útvarpi. Ragnhildur Gísladóttir, Stuð- menn, Bubbi Morthens, Tappi Tíkarrass, Purrkur Pillnikk og Þeyr sungu og léku og meira að segja heyrðist í gamla mannin- um, Megasi. Ég hef gaman af þeirri tónlist sem unga fólkið heldur mest uppá, sérstaklega íslenskri popptónlist sem mér finnst vera frumleg og kröftug og eru þó liðin tuttugu ár síðan ég uppgötvaði Bítlana og The Rolling Stones. „Á döfinni" heitir þáttur í sjónvarpi, umsjón og stjórn Karl Sigtryggsson og kynnir Birna Hrólfsdóttir. Hér er um að ræða þurra upptalningu á því helsta sem er á dagskrá í menningarlíf- inu og finnst mér þessi tíðindi úr menningunni eiga heima í „Glugganum", þætti um listir og menningarmál og óþarfi að senda út sérstakan þátt þeirra vegna. Laugardagur 29. janúar: „Orð í tíma töluð." Breskur skemmtiþáttur með Peter Cook og nokkrum kunnum gamanleik- urum í ýmsum gervum í syrpu leikatriða var á dagskrá sjón- varpsins klukkan níu á laugar- dagskvöld. Efnið var sótt í skop- legar hliðar mannlífsins og frá nokkuð óvenjulegum sjónarhól. Eitt atriðið í þessu þætti sýndi Neville Chamberlain, fyrr- verandi forsætisráðherra Breta í skoplegri túlkun bresks leikara koma til Bretlands frá fundi með Hitler í Berlín skömmu fyrir síð- ari heimsstyrjöld og ég hló inni- lega. Þýðing Þrándar Thor- oddsen er mjög góð eins og við er að búast af jafn ágætum húmor- ista. Breskur húmor er yfirleitt góður og sjónvarpið ætti að gera meira af því að sýna breska gamanþætti. Hálfsmánaðarlega á laugar- dagskvöldum er hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar í út- varpi. Ég hef af og til í vetur hlustað á ágætt rabb Þorsteins og þetta laugardagskvöld var ánægjulegt að hlusta. Þorsteinn spilaði lög með ítalska tenór- söngvaranum Benjamín Gigli, meistara meistaranna, eins og Þorsteinn nefnir þennan ítalska snilling. Líklega hefur aldrei verið uppi annar eins tenór- söngvari og Gigli og það er með- vitundarlaus maður sem ekki hrífst af söng hans. Sunnudagur 30. janúar: í síðdegiskaffinu milli klukk- an þrjú og þrjú tuttugu las Kristín Bjarnadóttir leikkona þýðingu sína á ljóðaflokknum „Það er dálítið svekkjandi" eftir dönsku skáldkonuna Vitu And- ersen. í þessum ljóðaflokki fjall- ar Vita um Ameríku, New York og Chicago. Yrkisefnið er mann- lífið á götum úti, rónarnir, mell- urnar, eiturlyfjasjúklingarnir og stórborgirnar sem eru æði, unaður, örvinglun og allt þar á miili. Ljóðaflokkurinn er óður um Ameríku, landið og fólkið. Þýðing Kristínar Bjarnadóttur er góð og flutningur hennar ágætur. „Stiklur." Áttundi þáttur. Undir Vaðalfjöllum. Fyrsti þátt- ur af þremur þar sem stiklað er um Austur-Barðastrandarsýslu, umsjón Ómar Ragnarsson, var á dagskrá sjónvarps klukkan hálf tíu um kvöldið. Þessi þáttur sem var úr Reykhólasveit byrjaði á fuglaskoðun. Farið var út í eyju og litið á æðarvarp og í næsta nágrenni hafði íslenskur örn verið með hreiður og þykja ekki lítil tíðindi þegar sá myndarlegi fugl er næstum horfinn sjónum landsmanna. Á Klukkufellsmel- um var háð hestamannamót og tækniliðið myndaði fallega gæð- inga. Ómar tók tali skólastjóra barnaskólans í Þorlákshöfn, sem þarna var staddur og spjallaði við hann um hesta og hesta- mannamót. „Stiklur" Ómars Ragnarssonar er frábær þáttur. Ómar ræðir oftast við skemmti- legt fólk, íslenskt alþýðufólk sem er óspillt af „stórborgarlífinu" á Reykjavíkursvæðinu, hann ræðir við fólk sem hefur frá mörgu skemmtilegu að segja og svo er brugðið upp myndum af náttúru íslands sem maður fær aldrei nóg af að horfa á. Öll tæknivinna við þennan þátt sýnist mér vera á alþjóðamælikvarða. Ekki gera Danir betur. Að lokinni kvöldbæn í útvarpi komu frá Akureyri, „Kvöldgest- ir“ Hildar Torfadóttur. „Kvöld- gestir" hafa verið hálfsmánað- arlega á dagskrá í vetur. Ég hef hlustað og líkað vel. Hilda velur góða tónlist til flutnings í þátt- unum, afslappandi, rómantíska tónlist og ég geng til svefns í góðu hugarástandi. í lok þáttar- ins á sunnudagskvöld söng Stef- án íslandi hið gullfallega lag, „Amma raular í rökkrinu". Ég raulaði með og er þó laglaus. Mánudagur 31. janúar: „Við“ — þáttur um fjölskyldu- mál í umsjón Helgu Ágústs- dóttur var fluttur í útvarpi síð- degis. Helga ræddi við Högna Óskarsson lækni um geðsjúk- dóma, um þunglyndi, kvíða og geðklofa. Sagt var frá reynslu ungrar konu sem átti við geðræn vandamál að stríða en horfir nú bjartari augum á tilveruna. Þátturinn var ágætur, hann fjallaði um vandamál sem því miður eru algeng hér á landi og engin ástæða er til að þegja yfir og eiga vissulega erindi í út- varpsþátt. Seint um kvöldið var einnig fjallað í útvarpsþætti um geð- ræn vandamál; þau stærstu sem upp hafa komið fyrr eða síðar nefnilega, „Upphaf þúsundára- ríkisins". Aðdragandann að valdatöku nasista í Þýskalandi 30. janúar 1933. Fimmtíu ár eru liðin síðan villidýrinu Adolf Hitler var sleppt lausu í Berlín með þeim afleiðingum að allur heimurinn hefur liðið fyrir fram á þennan dag. Útvarpsþátturinn var sagn- fræðileg upprifjun á starfi bófa- flokks Hitlers. Rakin var saga síðustu áranna fyrir valdatöku nasista, sagt frá misheppnuðum byltingatilraunum þeirra og sag- an rakin þar til hinn elliæri Óskar von Hindenburg mar- skálkur skipar Hitler kanslara eftir þingkosningarnar í janúar 1933. Nasisminn og kommúnisminn er tvennt á sama meiði. Munur- inn á þessum öfgastefnum er sá helstur að nasisminn hefur verið lagður að velli á meðan lögreglu- og herveldi kommúnismans með „alþjóðahyggju öreiganna“ að leiðarljósi færir út áhrifavald sitt, ræðst með hervaldi á þjóðir og kúgar þær og er nú svo komið að kommúnisminn ógnar öllu mannkyni og brýnasta verkefnið að sigra þá ófreskju eins og nas- ismann forðum. Einræðisstefnur eiga aldrei að geta þrifist, lýð- ræðissinnaðir menn verða að standa saman gegn þeirri ógn sem stafar af fasismanum og sósíalismanum. Þátturinn um upphaf þúsundáraríkisins var fróðlegur og stjórnendur hafa greinilega safnað ítarlegum heimildum. 1‘riðjudagur 1. febrúar: Ólafur Torfason sá um þátt- inn, „Sjóndeildarhringurinn" sem kom í útvarp síðdegis klukk- an fimm. Hann ræddi um snjó- flóð á íslandi fyrr og síðar og berghlaup eða bergskriður og sagði frá Ólafi Jónssyni, fyrrver- andi búnaðarráðunauti, sem skrifaði bækurnar Skriðuföll og snjóflóð og Berghlaup. Ég hef áður heyrt þætti Ólafs Torfason- ar frá útvarpinu á Akureyri og þykja þeir fróðlegir. Hann legg- ur mikla vinnu í þessa þætti og hefur auk þess þægilega rödd og hann flytur mál sitt vel. „Fæddur, skírður" nefnist þáttur í útvarpi í umsjón Ben- ónýs Ægissonar og Magneu J. Matthíasdóttur, sem var sendur út eftir síðari fréttir í útvarpi, klukkan langt gengin í ellefu. Fjallaði hann að mestu um heimsendaspár og var vitnað í spádóma og kenningar ýmsra manna. Einnig var rætt um náttúruhamfarir, jarðskjálfta og flóð. Minnst á horfnar borgir sem fornleifafræðingar hafa grafið upp, jafnvel af hafsbotni og Benóný Ægisson sagði um- sjónarmenn ætla að spá í örlaga- sögur heimsins. Þessi þáttur var svartsýnisþrugl á þorra og þeir sem hafa tekið það efni alvar- lega sem þar var flutt hafa lík- lega átt andvökunótt. Miðvikudagur 2. febrúar: I sjónvarpi klukkan átta þrjá- tíu um kvöldið, „Nýjasta tækni og vísindi", umsjónarmaður Sig- urður H. Richter. í heimi tækni og vísinda er margt að gerast. Athyglisverðasta fyrirbærið sem fram kom í þættinum var vél- mennið sem vann í verksmiðju kauplaust og auðvitað ekki í verkalýðsfélagi. Of langt mál væri að rekja allt sem fram kom í þættinum, hann var sem fyrr fróðlegur og Sigurður H. Richter flytur ágætar skýringar við efni þáttanna. Ólafur Ormsson Námskeið í skyndihjálp á Á ÞESSU ári sem nú er nýhafið verður af hálfu RKÍ lögð mikil áhersla á skyndihjálparfræðsluna bæði fyrir almenning, skóla og starfsmenn fyrirtækja og stofnana, segir í fréttatilkynningu frá Keykja- víkurdeild KKÍ. Reykjavíkurdeild Rauða Kross Islands hefur því ákveðið að efna til kvöldnámskeiða í skyndihjálp, einu sinni til tvisvar í viku að Nóatúni 21. I fréttatilkynningunni segir: „Áhersla er lögð á: AUKIÐ ÖR- YGGI, leiðbeiningar og ráð til al- mennings, þegar slys og önnur óhöpp henda. Á þessum námskeiðum verða teknar fyrir varnir gegn slysum og fyrstu viðbrögð þegar slys eiga sér stað. Hætta af bruna, rafmagni, eitruðum lofttegundum og kem- iskum efnum. Síðast en ekki síst hvað sé til ráða þegar veikindi, slysstað barnasjúkdóma eða slys ber að höndum. Auk þessa verður kennd blást- ursaðferðin og farið í markvissa skyndihjálp á slysstað og sýndar fræðandi myndir þar að lútandi. Fólk ætti að notfæra sér þetta einstaka tækifæri til að afla sér undirstöðumenntunar eða rifja upp fyrri kunnáttu í þessum efn- um og læra til hlítar meginatriði skyndihjálpar. Á ári umferðar og öryggis hvet- ur Reykjavíkurdeild Rauða Kross íslands almenning til að hressa uppá skyndihjálparkunnáttuna og skrá sig til þátttöku hjá deildinni að Öldugötu 4, sími 28222, eða á skrifstofu RKf Nóatúni 21 sími 26722.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.