Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 arlist svo orð fór af og hún af- burða smekkleg, þrifin og verk- hög. Á heimilinu ríkti glaðværð og heimboðin urðu að unaðsstundum. Á Vopnafirði var líka stundum farið í gervi matreiðslumeistara (sem enginn var þá á staðnum) og útbúin glæsileg veisluborð fyrir árshátíðir eða aðra mannfagnaði eða sett upp leikrit til að rjúfa tilbreytingaleysi langra vetrar- kvölda við nyrsta haf og máske leyndist þar neisti frá föðurbróður hans, Guðmundi Kamban. Hagur byggðarinnar sem hann var í forsvari fyrir var bæði áhugamál hans og atvinna. Langt er síðan að örla tók á þeim sjúkdómi, sem átti eftir að vinna sitt skemmdarverk hægt og bítandi og að lokum að beygja ákafan og sterkan vilja. Ekkert var fjarri skapferli Haraldar en að búa við örkuml og það var ávallt hans ósk, að frá því yrði sér forðað. Þessi bæn hans var heyrð og nú er hann allur. En þó kallið kæmi svo óvænt og snöggt, þá var sem það hefði fyrir löngu verið gefið til kynna með raunsæi hans sjálfs og æðruleysi. Með þessum línum er kvaddur fóður drengur og fágætur vinur. !g bið Drottin að styrkja Björgu og börnin hans. Gefin er minning sem vermir og gleður um ókomin ár. Skúli G. Johnsen Þann 16. nóvember 1978 var Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum formlega stofnað. 1. janú- ar 1979 var Haraldur Gíslason ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri sambandsins og gegndi hann því starfi þar til hann var skyndilega burtkallaður úr þessum heimi, löngu fyrir aldur fram, aðfaranótt sunnudagsins 30. janúar sl. Haraldur var fæddur 28. sept- ember 1928 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson kaupmað- ur og alþingismaður og kona hans Hlín Þorsteinsdóttir. Haraldur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Hann stundaði nám í viðskiptafræðum og stjórn- vísindum við Boston University og Columbia University í New York og hjá Sameinuðu þjóðunum. Framhaldsnám við hagræðingu stundaði hann hjá Commercial Life Insurance i St. Louis 1960. Haraldur stundaði aðallega ým- iss konar verslunarstörf framan af ævi, en frá árinu 1967 helgaði hann sveitarstjórnarmálum krafta sína. Hann var ráðinn sveitarstjóri á Vopnafirði 1967 og gegndi því starfi til 1974, er hann tók við stöðu sveitarstjóra í Gerðahreppi, sem hann gegndi til ársins 1978. Á sveitarstjóraárum sínum í Garðinum átti Haraldur jafn- framt sæti í Samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suðurnesjum, er stofnað var til snemma árs 1971 og var jafnan skipað fram- kvæmdastjórum sveitarfélaganna sjö á Suðurnesjum. Sú samstarfs- nefnd var undanfari Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem síðan 1978 er eitt af 7 landshluta- samtökum sveitarfélaga í landinu. Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum, skammstafað SSS, hefur mjög fjölþættum störfum að gegna sem snerta flest svið sveit- arstjórnarmála. Má þar nefna heilsugæslu, sjúkrahús, öldrun- armál, skólamál, brunavarnir, sorpbrennslu og sorphirðu, hita- veitu, atvinnumál og fleira. Jafnvel þó flestum þessum mál- um sé stjórnað af til þess kjörnum nefndum, þá er augljóst, að mikill hluti starfsins hvílir jafnan á herðum framkvæmdastjórans. í því starfi naut Haraldur sín vel og var alla tíð fullur áhuga á hinum margvíslegu verkefnum, sem við var að glíma. Hann var ötull tals- maður aukinnar samvinnu sveit- arfélaganna á Suðurnesjum enda tók hann virkan þátt í mótun og uppbyggingu sambandsins í byrj- un og bar vöxt og viðgang þess mjög fyrir brjósti alla tíð síðan. Haraldur var tillögugóður og ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM HVAÐA LEIKIR ERU Á ENGLANDI UM PÁSKANA? Margir Islendingar leggja leiö sína til Englands um páska — fylgjast meö knattspyrnuleikjum og sitt- hvaö fleira. Viö upplýsum þá sem áhuga hafa um ýmislegt varðandi leikina. > § X Leikir helgarinnar Svörtu perlurnar í ensku knattspyrnunni Bobby Robson landsliösþjálfari Englendinga valdi sex svertingja í landsliö sitt gegn Vestur-Þjóöverj- um í haust og vakti það mikið umtal. Sagt er frá nokkrum bestu svertingjunum í ensku knattspyrn- unni. PoroitmXiXaijiiti ítarlegar og spennandi íþróttafréttir samningslipur, en gat verið fastur fyrir, ef á þurfti að halda og gaf þá ekki sinn hlut. Á góðum stundum var Haraldur hrókur alls fagnaðar enda sannur heimsmaður og höfðingi heim að sækja. Eigum við samstarfsmenn hans margar góðar minningar um frábærar móttökur og glaðværar samverustundir á hinu fagra heimili þeirra hjóna Haraldar og Bjargar. Hin síðari ár gekk Haraldur ekki heill til skógar, en þrátt fyrir það stundaði hann starf sitt af fullum þrótti til hinsta dags. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vill með þessum línum minnast Haraldar Gísla- sonar síns fyrsta framkvæmda- stjóra, sem markaði sín spor á vettvangi sveitarstjórnarmála á Suðurnesjum, svo að eftir var tek- ið, og þakka honum farsæi braut- ryðjandastörf. Fráfall hans er okkur, sem með honum unnum, mikið áfall. Við viljum votta Björgu Ing- ólfsdóttur, eftirlifandi eiginkonu hans og börnunum dýpstu samúð okkar og hluttekningu. Stjórn Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum. „Vinur flyt þig hærra upp.“ Þessi orð komu kiwanismönnum í hug þegar fregnin var flutt um andlát Haraldar Gíslasonar, framkvæmdastjóra, félaga í Kötlu, fyrrv. umdæmisstjóra. Harald höfum við reynt að dýr- mætri vináttu. Vinur segi ég, því við fáa menn var eins sjálfsagt og eðlilegt að nota það fagra orð sem við hann. Vinur er falslaus maður, hjarta- hreinn, traustur og öruggur, sá sem ekkert óhreint kemur nálægt, sá, sem lýkur upp hjarta sínu fyrir vinunum vegna þess, að þar hefur hann ekkert að fela. Á þessa eig- inléika Haraldar Gíslasonar bar aldrei skugga, og barnið 1 sálinni, hinn barhslega hreinleika, hafði honum tekist frábærlega vel að varðveita, eins og allir, sem þekktu hann, munu á einu máli um. Haraldur fæddist í Reykjavík 28. september 1928. Foreldrar: Gísli Jónsson, kaupmaður og al- þingismaður Barðstrendinga og síðar Vestfjarða og forseti efri- deildar Alþingis og Hlín Þor- steinsdóttir, járnsmíðameistara í Reykjavík, Jónssonar. Ættstofnar þeirra hjóna eru svo kunnir að óþarft er að rekja. Har- aldur bar þess fagran vott, hvern- ig æskuheimili hans hafði verið, en hann var „aristokrat", höfð- ingsmaður af gamla skólanum, bæði fyrir uppeldi og erfð. Haraldur gekk menntaveginn, lauk stúdentsprófi 1950, og prófi í viðskiptafræðum 1955. Haraldur var mikill námsmaður og þegar á skólaárunum kom fram hjá hon- um iðni hins grandvara og sam- viskusama manns. Jafnhliða tók hann drjúgan þátt í skólalífinu og naut gleði heilbrigðra æsku- manna. Haraldur gegndi ýmsum störf- um og trúnaðarstörfum. Haraldur gekk ekki hálfvolgur að neinum störfum, hann lagði mikla alúð við að kynna sér hin margvíslegu mál og kryfja til mergjar. í þessari al- úð hans birtist þrotlaus samvizku- semi og eigind hins grandvara manns, em allt vildi gera vel, sem hann gerði. Haraldur Gíslason hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og fór ekki í launkofa með þær. Hugur hans var opinn og frjór, það var eins og alltaf væri eitt- hvað sem kallaði á hann. Af öllum hita sinnar þróttmiklu og sterku sálar gerðist hann boðberi kiwan- ishugsjónarinnar, hann starfaði af eldlegum áhuga. Haraldur var tvíkvæntur. Seinni kona hans er Björg fv. flugfreyja Ingólfsdóttir, bygg- ingameistara í Reykjavík, Finn- fríðasta kona Reykjavíkur. Frú Björg er göfug kona og hjónaband þeirra farsælt. „Vinur flyt þig hærra upp“, fé- lagar í Kiwanisklúbbnum Kötlu og aðrir vinir Haraldar Gíslasonar, drúpum höfði, hugsum í hljóði um þá miklu braut sem okkur er öll- um búin um heima ogJiimna, og lofum hann sem af ómælanlegri náð og þrotlausri trúfestu-vakir yfir þessari vegferð allri. Kiwanisklúbburinn -Katla- sendir frú Björgu, börnum Har- aldar, barnabörnum, tengdafólki og systkinum hins látna dýpstu samúð. Trausti Jóhannsson forseti. Kveðja frá starfsfólki SSS Er við mættum til vinnu mánu- dagsmorguninn 31. janúar sl. biðu okkar þau sorglegu tíðindi að yfir- maður okkar, Haraldur Gíslason, hefði látist skyndilega að heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 30. janúar. Okkur setti hljóð. Þótt það hafi ekki farið fram hjá okkur að hann gekk ekki heill til skógar er dauðinn ávallt fjarlægur. Að leiðarlokum viljum við þakka Haraldi Gíslasyni ánægju- leg kynni og fyrir hve góður yfir- maður hann var starfsfólki sínu. Við söknum vinar í stað. Við vottum eftirlifandi eigin- konu hans Björgu Ingólfsdóttur og börnum innilega samúð okkar. EININGAHUS ÚR TIMBRI SUMARHÚS FAXAHÚS Fullbúiö Alpahús Húsbyggjendur! Viö byggjum allt áriö. Getum enn tekið að okkur að bygg fyrir þig á þessu ári. [ ALPAHÚS Athugið! Við hófum að framleiða einingahús í Vestmannaeyjum árið 1978. Nú erum við komnir með starfsemi okkar til Hafnarfjarðar. Munið! Teiknarar okkar hjá Staðalhús sf. hanna húsið eftir þinni hugmynd. Tökum að okkur sérsmíði á öllum gerðum timburhúsa. DRANGAHRAUNI 3 - SlMI 54422 BOX 406 - 222 HAFNARFIRÐI NAFNNR.: 8936-6720 Hafið samband Sendum upplýsingarit Leitið tilboða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.