Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Rósa Andrésdóttir Hólmum Minning Móðursystir mín, Rósa Andr- ésdóttir, fædd 19. marz 1890 á Hemlu í Landeyjum, var jarð- sungin að Krossi í Austur-Land- eyjum, föstudaginn 28. janúar. Margar góðar minningar á ég tengdar henni og af alhug þakka ég fyrir samfylgdina með henni. Rósa var 10 árum yngri en móðir mín, en samt var hún eins og önn- ur móðir mín, því allt frá bernsku var ég mikið í samvistum með henni. Hún bjó á Hemlu í Land- eyjum, en ég bjó ásamt foreldrum mínum á næsta bæ. Oft saumaði Rósa handa mér föt og gaf mér, en það sem var mest um vert í fasi hennar var hlýjan, góðvildin og glaðværðin. Árið 1917 giftist Rósa Guðna Magnússyni, miklum dugnaðar- manni og sérstöku prúð- og góð- menni. Þau bjuggu í Hólmum í Austur-Landeyjum. Þangað fluttu þau 1924 og bjuggu þar til 1960 er þau hættu að búa og fótursdóttir þeirra, Gerður Emilsdóttir, og maður hennar, Kristján Ágústs- son, tóku við búinu, en þau Rósa og Guðni dvöldu þar til ársins 1967 er þau fluttu að dvalarheim- ilinu á Hellu. Þar fengu þau litla íbúð út af fyrir sig og undu hag sínum. Guðni dó 1978 og þá fór Rósa í íbúð með yngri ekkju sem var henni stoð og stvtta seinustu árin. Hún heitir Olafía Sigur- þórsdóttir og er mjög þakkarvert hve vel hún reyndist Rósu, sem síðustu árin varð að vera í hjóla- stól. Ef einhver kom í heimsókn sá Ólafía um kaffið og það var hlý- legt og heimilislegt að koma til þeirra. Rósa og Guðni áttu 4 börn, Jón, Andrés, Kristrúnu og Magneu, en að auki ólu þau upp Gerði fóstur- dóttur sína. Oft var barnmargt hjá þeim hjónum að auki við þeirra eigin börn og það þótti ekk- ert tiltökumál til dæmis þegar þau tóku að sér eina dóttur mína í 5 ár á kreppuárunum þegar víða var þröng í búi. Þau Rósa og Guðni voru mesta dugnaðar og fyrirmyndarfólk og oft ferjaði Rósa fólk yfir Þverá, ýmist á hestum eða bát ef á þurfti að halda. Rósa var mikil hann- yrðakona og dugnaðarforkur að hverju sem hún gekk að og var heimili þeirra traust og gott í alla staði. Frá því að ég man eftir mér fylgdi Rósu alltaf mikil lífsgleði. Hún var ávallt glaðlynd, há, grönn og ljóshærð og hún bar glæsileika með sér. Ég hlakkað alltaf til að fara að Hemlu, þegar hún var þar af því að hún var alltaf svo góð við mig, og þessi tilhlökkun hélzt alla tíð þegar von var á samverustund- um með henni. Það lýsir þessari merku konu þó líklega hvað bezt að á gullbrúð- kaupsafmæli þeirra Rósu og Guðna sagði bóndi hennar að þessi hálfa öld í hjónabandi hefði verið eins og sólskinsdagur. Lilja Jónsdóttir. 25 17. JÚNÍ1983 Borgaryfirvöld hafa ákveöið aö fela Æsku- lýösráöi Reykjavíkur dagskrárgerö og framkvæmd á hátíöarhöldum vegna þjóö- hátíöardagsins 17. júní. Æskulýðsráð auglýsir hér meö eftir hug- myndum og tillögum borgarbúa um dagskráratriöi og aöra þætti er snerta 17. júní hátíöarhöldin nú í ár. Vinsamlegast sendiö tillögur og hug- myndir til Æskulýösráös Reykjavíkur, Frí- kirkjuvegi 11, fyrir 11. mars nk. Æskulýðsráö Reykjavíkur FERÐA MIÐSTODIIXI Samvinnuferdir - Landsýn FERDASKRIFSTOFAN URVAL FARSKIP AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166 FERDASKRIFSTOFA FERÐASKRIFSTOFA FIB VEKJARAKLUKKAN BCR LIKA FRI Þegar siglt er með m/s Eddu til Englands eða meginlands Evrópu er engin þörí d að haía vekjaraklukku meðíerðis. í notalegum kdetum skipsins md lúra eins lengi og hvern einn lystir, og þar er gott að njóta samveru í nœði. Morgunhanar þuría samt ekki að lóta sér leiðast. Sundsprettur í lauginni örvar matarlystina, og drbítur í veitingabúðinni bragðast þd enn betur d eítir. Oían þilja er hrein unun að teyga tœrt sjóvarloítið og lóta sólina sleikja sig, hvenœr sem hún skín blessunin. í setustofunni eða krdnni hittast kunningjar og nýr kunningsskapur myndast. Mörgum íinnst vöruverðið í írihöfninni eflaust íorvitnilegt. Sumir eiga erindi í bankann eða d símstöðina, en aðrir taka lífinu með ró og fara í sauna. Kvöldverðinn snœðum við d veitinga- húsi skipsins, eða í veitingabúðinni ef við kjósum það íremur og viljum hlífa buddunni. Að kvöldverði loknum er margt hœgt að gera. Setjast inn í reyksal, rölta d milli baranna, hlusta d hljómsveit skipsins, íd sér snúning og enda svo kvöldið i diskótekinu og nœturklúbbnum. Aí bílnum höfum við engar dhyggjur. Hann hvílir sig enn um stund í bílageymslu skipsins og saínar kröít- um fyrir allar þœr aíbragðs brautir sem bióa hans handan haísins, - því lúxussigling er bara byrjunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.