Morgunblaðið - 23.02.1983, Page 3

Morgunblaðið - 23.02.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 Saksóknari kannar meint brot á skráningu vinnutíma í Frfliöfninni: Ríkisendurskoðun taldi ekki þörf á aðgerðum segir Guömundur Karl Jónsson framkvæmdastjóri Akureyringar hafa eignast sitt „Strik" eða „Austurstræti“. Umferðin um Hafnarstræti var ekki mikil, þegar Ijósmyndari Mbl. átti þar leið um klukkan átta á sunnudagsmorgni. Ljósm. G.Berg. Skólaskákmót Norðurlanda: íslendingar sigursælir EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur nú til athugunar erindi, sem Jón Aðal- steinn Jónasson, stjórnarmaður f Frí- höfninni. sendi Rannsóknarlögreglu ríkisins. í gögnum, sem Jón Aðalsteinn fékk send frá nokkrum starfsmönnum Kríhafnarinnar, koma fram ávirðingar á verkstjóra fyrirtækisins, sérstaklega er varðar yfirvinnuskráningar og notk- un stimpilkorta. Morgunblaðið bar þetta mál undir Guðmund Karl Jóns- son, framkvæmdastjóra Fríhafnarinn- ar, í gær og sagði hann meðal annars, að ríkisendurskoðun hefði yfirfarið gögn varðandi fyrrnefnd atriði og ekki séð ástæðu til aðgerða í málinu. Guðmundur Karl sagði meðal ann- ars: „Upphaf þessa máls er, að Jóni Aðalsteini Jónassyni, stjórnarmanni í stjórn Fríhafnarinnar, bárust bréf og munnlegar kærur frá tveim til þrem starfsmönnum Fríhafnarinnar um ýmiskonar ávirðingar á sam- starfsmenn sína í trúnaðarstöðum f fyrirtækinu. Fyrst og fremst var því haldið fram að stimpilklukka fyrir- tækisins hafi verið misnotuð, og skráð yfirvinna ákveðinna manna væri meiri en efni stæðu til. Mál þetta var tekið fyrir á stjórn- arfundi Fríhafnarinnar 16. nóvem- ber 1982 og var mér falið að kanna hvort þetta ætti við rök að styðjast. Þar sem hér var um alvarlegar ásak- anir að ræða tilkynnti ég ríkisend- urskoðun að mál þetta væri komið upp og eftir athugun mína á málinu lagði ég greinargerð mína og niður- stöður, ásamt stimpilkortum í þeirra hendur. Ríkisendurskoðun taldi kæruatriði fullskýrð og ekki þörf að- gerða. Ríkisstarfsmenn njóta sér- stakrar verndar f starfi gegn æru- meiðandi aðdróttunum sbr. 108. gr. almennra hegningalaga. Jón Aðalsteinn hefur nýlega sent Rannsóknarlögreglu ríkisins þau skriflegu gögn f máli þessu, sem hann hefur undir höndum. Ég hef þá trú að viðkomandi stjórnarmaður rengi ekki niðurstöður ríkisendur- skoðunar, eða vantreysti þeirri endurskoðun að neinu leyti, heldur hitt að þær ásakanir sem fram koma í bréfaskriftum um lögbrot manna í trúnaðarstöðum.i fyrirtækinu eru þess eðlis að nauðsynlegt er að þeir menn, sem slíku halda fram að ósekju, víki úr starfi og sæti ábyrgð lögum samkvæmt. Það væri rangt af viðkomandi stjórnarmanni að stinga bréfum þessum undir stól og stuðla þannig að því óbeint, að menn þurfi ekki að bera ábyrgð á sínum fullyrð- ingum.“ Guðmundur Karl var spurður hvort yfirvinna hefði aukizt í fyrir- tækinu á síðustu árum og sömuleiðis á hvern hátt vinnu væri háttað í fyrirtækinu. „Ef yfirvinna er borin saman árin 1980 og 1982 kemur í ljós, að síðara ári nam yfirvinna í magni aðeins um 60% af því, sem var árið 1980. Árið 1981 er hins vegar ekki hægt að taka með í þessum sambandi, en þá voru sérstakir bónussamningar í gildi. Stimpilklukku var byrjað að nota í fyrirtækinu vorið 1981, en erfitt er að mæla tima í fyrirtækinu vegna óreglulegs vinnutíma. Menn vinna í fjóra daga og eiga síðan frí í fjóra daga, en starfsmenn þurfa að mæta til vinnu á hvaðá tíma sólarhrings- ins sem er. Flugvélar koma á öllum tímum og því er alls ekki um það að ræða, að starfsmenn vinni aðeins það sem kalla má venjulegan vinnu- tíma. Þá þarf að gæta að því sérstak- lega, að menn fái lágmarkshvíld í átta tíma á sólarhring eins og lög kveða á um. Af þessum sökum, og reyndar fleiri ástæðum, verður stimplun og yfirvinnuskráning flók- in, en ég vísa til þess, sem ég sagði áðan varðandi kærur um misnotkun á stimpilklukku og rangrar yfirvinnuskráningar, að ríkisend- urskoöun sá ekki ástæðu til að- gerða," sagði Guðmundur Karl Jónsson að lokum.' ÍSLENDINGAR uröu sigursælir á Skólaskákmóti Norrturlanda sem lauk í Ábo, Finnlandi í gær, hlutu flesta vinn- inga samanlagt, og sigurvegara í tveim- ur flokkum af fimm, sem í var keppt á mótinu. Frá hverju landi voru tíu þátt- takendur, sem skiptust nirtur tveir í hvern flokk. Sex umferðir voru tefldar eftir Monrad-kerfi. í flokki A, 17 til 20 ára, sigraði Karl Þorsteins, fékk fimm vinninga af sex mögulegum. Elvar Guð- mundsson varð 2. með 4,5 vinninga, 3. var J. Nielsen frá Danmörku, með 3,5 vinninga. í B-flokki, 15 til 16 ára, sigraði H. Danielsen frá Danmörku með 5 vinn- inga, Halldór Grétar Einarsson varð 2. með 4,5 vinninga, 3. varð S. Sanden frá Svíþjóð með 3,5 v. og Arnór Björnsson varð 4. með 3,5 vinninga einnig, en lægri á stigum. í C-flokki, 13 og 14 ára, sigraði R. Winnes frá Svíþjóð með 4,5 vinninga, í 2. sæti varð L. Hansen, Danmörku, með 4,5 v., 3. varð Davíð Ólafsson með 3,5 vinninga. Þröstur Þórhalls- son fékk 3 vinninga. í D-flokki, 11 til 12 ára, varð J. Sorensen, Danmörku, efstur, með 4,5 vinninga, en íslendingunum gekk heldur verr. Magnús Pálmi Örnólfs- son fékk 2,5 vinninga og örnoddur Loftsson 2. 1 E-flokki, 10 ára og yngri, sigraði Hannes Hlíðar Stefánsson með 6 vinninga af 6 mögulegum, og Þröstur Árnason varð annar með 5 vinninga. Hannes var eini keppandinn á mót- inu, sem vann allar sínar skákir. APPLE COMPUTER TILKYNNIR KOMU SUPER APPLE 99 99 tm Apple He — tekur nú við af fyrirrennara sínum — hinni heimsþekktu Apple 11+ og tryggir áframhaldandi stöðu Apple í hroddi fylkingar! ENGIN ÖNNUR TÖLVA í HEIMINUM ER NOTUD AFJAFN MÖRGUM VIÐ JAFN MARGVÍSLEG VERKEFNl OG APPLE. .Super Apple" er 64K og stækkanleg í I28K. Vélin er húin stöðluðu íslensku lyklaborði með stórum og litlum stöfum og hœgt er með einu handtaki að skipta milli íslensks og erleruis leturs á skjá. Apple fe notar sömu forrit og Apple //+, en meira en 1000 fyrirtæki hafa skrifað meira en 16000 forrit fyrir Apple — engin önnur einkatölva nýtur sliks stuðnings. Apple fe er með innhyggt Applesoft forritun- armál en getur auk þes notað Pascal, Fortran. Cohol. Forth. Logo og fleiri tölvumál. Vélin er með innbyggt sjálfsprófunarkerfi (self-test), 16 lita kerfi, Lo-res og Hi-res grafík, og er hönnuð með VLSl, sem gerir hana einstaklega örugga í rekstri. Að haki Apple tölvunum stendur stærsti framleiðandi míkrá- tölva í heiminum — Apple Computer Inc. Nú þegar hafa verið seldar meir en 750.000 Apple tölvur (40.000 í desember mánuði sl.). Apple leggur áherslu á gæðin. hver Apple tölva er prófuð í samfleytt 48 klst. áður en hún fer úr verksmiðj- unni og vélarnar eru seldar með árs ábyrgð. Apple — aðalsmerkið ^cippkz computef SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 Tölvudeild m 4' V BÚOIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.