Morgunblaðið - 23.02.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983
5
30 mál hafa verið lögð
fyrir Búnaðarþing
30 MÁL hafa nú þegar verið lögð fyrir Búnaöarþing en heimilt er samkvæmt
þingsköpum að leggja fram mál fyrstu sjö daga þingsins. Var málunum
flestum vísað til nefnda þingsins en þær hófu störf í gær en ekki var búist við
að þær afgreiddu þá nein mál frá sér. Eina málið á dagskrá Búnaðarþings í
gærmorgun var erindi sem Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands
bænda, flutti um sölu landbúnaðarafuröa og framleiðslustjórnun.
Eftirfarandi mál hafa verið lögð
fram á Búnaðarþingi:
Mál nr. 4: Erindi Búnaðarsam-
bands Dalamanna um jöfnun raf-
orkuverðs.
Mál nr. 5: Drög að reglugerð um
dráttarvélar og hlífðarbúnað við
aflflutning frá þeim. Nefndarálit.
Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags
íslands.
Mál nr. 6: Erindi Búnaðarsam-
bands Skagfirðinga um tryggingar
í landbúnaði.
Mál nr. 7: Erindi Svínaræktarfé-
lags íslands um að sett verði í bú-
fjárræktarlög ákvæði um framlag
á skýrslufærðar gyltur. Lagt fyrir
af stjórn Búnaðarfélags fslands.
Mál nr. 8: Uppkast að reglugerð
um útflutning hrossa. Frá land-
búnaðarráðuneytinu. Lagt fyrir af
stjórn Búnaðarfélags íslands.
Mál nr. 9: Frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 89 17. des.
1966 um Framleiðnisjóð landbún-
aðarins, 104. mál 105. löggjafar-
þings. Frá landbúnaðarnefnd efri
deildar. Lagt fyrir af stjórn Búnað-
arfélags íslands.
Mál nr. 10: Frumvarp til laga um
breytingu á jarðræktarlögum nr.
79 29. maí 1972, 105. mál 105. lög-
gjafarþings. Frá landbúnaðarnefnd
efri deildar. Lagt fyrir af stjórn
Búnaðarfélags íslands.
Mál nr. 11: Frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 41 7. maí
1982 um breytingu á lögum um
Stofnlánadeild landbúnaðarins,
landnám, ræktun og byggingar í
sveitum nr. 45 frá 16. apríl 1971
ásamt síðari breytingum. Frá land-
búnaðarnefnd efri deildar. Lagt
fyrir af stjórn Búnaðarfélags Is-
lands.
Mál nr. 12: Erindi Búnaðarsam-
bands Strandamanna um áburðar-
verð og fjárhagsvanda Áburðar-
verksmiðju ríkisins. Lagt fyrir af
stjórn Búnaðarfélags Islands.
Mál nr. 13: Erindi stjórnar Stétt-
arsambands bænda um orkunýt-
ingarráðunaut. Lagt fyrir af stjórn
Búnaðarfélags íslands.
Mál nr. 14: Erindi Matthíasar
Eggertssonar og Ketils A. Hann-
essonar um rekstraráætlanagerð
fyrir bændur.
Mál nr. 15: Erindi Jóseps Rósin-
karssonar um endurskoðun reglna
um mat á dilkakjöti.
Mál nr. 16: Erindi Jóseps Rósin-
karssonar um breytingu á
verðhlutfalli milli gæðaflokka
dilkakjöts.
Mál nr. 17: Erindi stjórnar Bún-
aðarfélags íslands um gjaldtöku
fyrir teikningar og aðra vinnu fyrir
einstaka bændur eða aðra.
Mál nr. 18: Erindi Egils Bjarna-
sonar, Gísla Ellertssonar og Hjalta
Gestssonar um landnýtingu, bú-
fjárframleiðslu og gerð jarðabókar.
Mál nr. 19: Erindi Búnaðarsam-
bands Vestur-Húnavatnssýslu um
eflda tollskoðun á farangri og far-
artækjum fólks, sem kemur til
landsins. .
Mál nr. 20: Erindi Búnaðarsam-
bands Austurlands um jarðræktar-
framlag á rafmagnsgirðingar.
Mál nr. 21: Erindi Búnaðarsam-
bands Austurlands um breytta
gjaldskrá fyrir símaþjónustu.
Mál nr. 22: Erindi stjórnar Bún-
aðarfélags Islands um silungsveiði
og markaðsmál.
Mál nr. 23: Erindi formanna-
fundar Búnaðarsambands Austur-
Húnavatnssýslu um lánafyrir-
greiðslu og aukið stofnfé til Áburð-
arverksmiðjunnar í Gufunesi.
Mál nr. 24: Erindi formanna-
fundar Búnaðarsambands Austur-
Húnavatnssýslu um skil til land-
búnaðarins á fjármagni, sem spar-
ast vegna breytinga á jarðræktar-
lögum.
Mál nr. 25: Erindi Stefáns Aðal-
steinssonar um verndun erfðaefnis
í búfé. Lagt fyrir af stjórn Búnað-
arfélags íslands.
Mál nr. 26: Erindi Skógræktarfé-
lags íslands um endurskoðun á
ágangi búfjár o.fl. í þeim tilgangi
að tryggja jafnrétti milli búgreina.
Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags
íslands.
Mál nr. 27: Erindi orlofsnefndar
um almenna afleysingaþjónustu
fyrir bændur. Lagt fyrir af stjórn
Búnaðarfélags íslands.
Mál nr. 28: Erindi formanna-
fundar Búnaðarsambands Austur-
Húnavatnssýslu um könnun á
íbúðaþörf fyrir aldraða bændur.
Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags
Islands.
Mál nr. 29: Erindi formanna-
fundar Búnaðarsambands Austur-
Húnavatnssýslu um færanlegar
heykögglaverksmiðjur. Lagt fyrir
af stjórn Búnaðarfélags Islands.
Mál nr. 30: Erindi formanna-
fundar búnaðarsambanda um loð-
dýrarækt. Lagt fyrir af stjórn Bún-
aðarfélags íslands.
Frá setningu Búnaðarþings.
Stofnlánadeild landbúnaðarins:
Þriðjungur árgjalda árs-
ins 1982 enn í vanskilum
SKIL bænda við Stofnlánadeild
landbúnaðarins hafa versnað í ár.
Öll árgjöld til sjóðsins, (afborganir,
vextir og verðbætur) falla í gjald-
daga 15. nóvember ár hvert. Að sögn
Stefáns Pálssonar framkvæmd-
astjóra Stofnlánadeildarinnar voru
um síðustu áramót enn um 44% ár-
gjaldanna ógreidd og því komin í
vanskil. Á sama tíma í fyrra var 37%
árgjaldanna í vanskilum.
Aðspurður hvort þessi vanskil
væru aðallega vegna ungra bænda
sem væru að byggja upp og skulduðu
mikið sagði Stefán svo ekki endilega
vera, alls ekki væri hægt að flokka
bændurna þannig út. Vanskilin færu
frekar eftir því hvort búin væru í lagi
eða ekki. Stefán sagði að ekki væri
heldur neinn sláandi munur á milli
sauðfjárbænda annarsvegar og
mjólkurframleiðenda hinsvegar, þó
mikið hafi verið talað um slæma af-
komu sauðfjárbænda, t.d. væru
bændur í Strandasýslu, sem er mik-
ið sauðfjárhérað, bestu skilamenn
deildarinnar nú sem oftast áður.
Stefán sagöi að ástæður þessara
vanskila virtust meðal annars þær
að kaupfélög, önnur verslunarfélög
og sláturleyfishafar sem greitt hafa
árgjöld bændanna að verulegu leyti
hefðu staðið fremur illa um áramót
og að þau hafi því aðeins greitt ár-
gjöldin fyrir þá bændur sem áttu
inneignir á verslunarreikningum sín-
um en látið árgjöld annarra, sem
þeir hefðu annars greitt fyrir, bíða.
Annars sagði Stefán Pálsson að
mikið hefði verið greitt síðan um
áramót og væri nú um 32% árgjald-
anna í vanskilum á móti 29% á sama
tíma í fyrra.
I, STGÐI TIL,AÐ SKREPPA
GR LANDIA NÆSTGNNI
I 1/2 VIKa?
LUXEMBORG, helgarferöir._______
Verð frá kr. 6.040.- fyrir flug og gistingu á
hótel Aerogolf. Pessar ferðir bjóðast fram til
1. apríl n.k.
í i viKq?
LONDON, vikuferðir.
Verð frá kr. 8.308.- fyrir flug, gistingu og
morgunverð. Þessar ferðir bjóðast fram til
30. apríl n.k.
Ath. Nú er útsölutíminn framundan.
KAGPMANNAHÖFN, vikuferðir.
Verð frá kr. 8.877,- fyrir flug, gistingu og
morgunverð. Þessar ferðir bjóðast fram til
30. apríl n.k.
Þú ræður
ferðinni
FERDASKRIFSTOFA
FIB
A nýjum stað:
Borgartúni 33
Sími 29999
- við aðstoðum.
I 2 VIKCJR?
AUSTCIRRIKI, skíðaferðir.__
Verð frá kr. 10.625.- fyrir flug og gistingu.
Síðasta brottför 27. mars n.k.
í 3 VIKCIR?
KANARÍEYJAR, sólarferðir,__
Verð frá kr. 17.022.- fyrir flug og gistingu.
Síðasta brottför 20. apríl n.k.
FIBFIB