Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 23

Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 23 standandi fjárlagaári. Fé það sem hér um ræðir, hefur ýmist verið veitt sem framlög eða lán. Víst er að það hefur átt drjúgan þátt í að leggja grunninn að aukinni hag- ræðingu og nýjum tekiumöguleik- um landbúnaðarins. A því hefur sannarlega verið þörf og á því verður full þörf á komandi árum. Á þeim árum sem fé þetta tekur til, hefur mikið verið unnið að veiðimálum, fiskeldi og fiskrækt. Þar hefur einnig komið til viðbótar fé frá Fiskræktarsjóði og Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Nefna má byggingu fiskeldisstöðvar Hólalax hf., nýja fiskvegi og til- raunir. Stofnað hefur verið útibú frá Veiðimálastofnun á Egilsstöð- um og útibúi fyrir Norðurland ákveðinn staður á Hólum í Hjalta- dal. En þar er nú beðið eftir manni til þess að veita útibúinu forstöðu. Enn hafa þessir fjármunir tæp- lega svarað því sem vonast hefur verið til í veiðimálum, því síðustu tvö árin hafa laxveiðar farið minnkandi í mörgum veiðiám landsins, einkum á Austur- og Norðausturiandi. Kenna sérfræð- ingar það að verulegu leyti erfið- um náttúrufarsskilyrðum vegna kulda í árferði en einnig hafa út- hafsveiðar Færeyinga verið okkur mikið áhyggjuefni. 1 sumar voru því merkt 140.000 seiði, sem sleppt var í ár víðs vegar um landið, ekki síst á Norður- og Austurlandi, svo við getum kannað í vaxandi mæli, hvort iaxar, sem uppaldir eru í ís- ienskum veiðiám, finnist í afla Færeyinga á komandi árum. Merkingar á laxaseiðum hafa til þessa verið mjög iitlar á þeim landsvæðum, þar sem mestur sam- dráttur hefur orðið í laxveiðum. Veiðimálin og nýting hlunninda hafa lengi borið mikla björg í bú þjóðarinnar. Við bindum fullar vonir við að svo geti orið í vaxandi mæli í framtíðinni, en þó fyrst og fremst til styrktar landbúnaðinum og búsetu um strjálar byggðir landsins. Meginhlutinn af því fé, sem var- ið hefur verið til fóðuröflunar, hef- ur runnið til þess að bæta fóður- verkun hjá bændum sjálfum, einkanlega til þess að auka súg- þurrkun, en einnig nokkuð til vot- heysverkunar og einstakra til- rauna. í tengslum við þessi mál er rétt að minna á, að unnið er að eflingu fóðuriðnaðar í landinu og næsta sumar mun væntanlega taka til starfa ný fóðurverksmiðja í Vallhólmi í Skagafirði. Verk- smiðjan í Saltvík er enn á undir- búningsstigi, og áhugi er einnig fyrir nýjum verksmiðjum í Borg- arfirði og á Suðurlandi. Það verður seint ofbrýnt hvílík undirstaða ræktun og fóðuröflun er fyrir landbúnaðinn. „Búskapur er heyskapur," segir gamalla manna mál. Seint rekur þann bónda í nauð, sem jafnan hefur gnægð af heimafengnu fóðri. Með sama hætti eru það búhyggindi fyrir landbúnaðinn í heild að nýta kosti landsins til fóðuröflunar og fóðurframleiðslu, en forðast að byggja um of á aðfluttum aðföng- um. Þessu sjónarmiði til stuðnings voru hafnar tilraunir með korn- rækt til fóðurframleiðslu á Suður- landi sl. sumar. Eru fullar vonir bundnar við hagkvæmni og sæmi- legt öryggi þeirrar framleiðslu. Orðið er tímabært að undirbúa löggjöf um fóðuriðnað og verslun með fóðurvörur. Loðdýraræktin og þó einkum refaræktin hefur verið í mikiili sókn á síðasta ári. Sex minkabú eru starfandi í landinu með um 6.500 dýrum. í þremur stærstu búunum hefur geisað blóðsjúk- dómur f stofninum. En á síðasta ári var tekin um það ákvörðun að lóga öllum dýrum í minkabúinu á Sauðárkróki, en flytja í staðinn inn dýr af heilbrigðum stofni í þeim tilgangi að freista þess að út- rýma þessum sjúkdómi. Verða í vor fluttar inn tæpar 2.000 minkal- æður frá Danmörku og fer hluti þeirra á tvö ný bú, annað í Horna- firði, hitt á Hólum í Hjaltadal, sem jafnframt er ætlast tii að verði kennslubú fyrir bændaskól- ann þar. Sala minkaskinna hefur gengið vel í vetur og er verð þeirra í er- lendri mynt svipað og áður. Nú eru starfandi 87 refabú í landinu, en tala þeirra þrefaldaðist á síðasta ári. Talið er að í búum þessum séu um 4.200 dýr. Mikill fjöldi um- sókna um ný refabú liggur nú fyrir. Miklar vonir eru bundnar við framtíð refaræktar í landinu, en að sjálfsögðu verður að meta stöðu þessarar greinar af raunsæi og bú- ast við verðsveiflum á skinnum. Þannig hefur nú orðið verðlækkun frá fyrra ári sem nemur allt að 25%. Stafar þetta fyrst og fremst af mjög auknu framboði refa- skinna í heiminum, en eftirspurnin er svipuð og áður. Ullarkanínur voru fluttar til landsins árið 1981 og nú hafa fjór- tán bændur fengið nokkrar kanín- ur. Mikill áhugi er fyrir ræktun þessara dýra og margar umsóknir, en reynsla er enn ekki fengin af hagkvæmni kanínubúskapar. f samræmi við tillögur stjórn- skipaðrar nefndar er unnið að því að afla fjár til skipulegrar upp- byggingar fóðurstöðva fyir loð- dýrafóður. Verða leyfisveitingar fyrir nýjum loðdýrabúum að vera mjög í tengslum við þá uppbygg- ingu. Með lagabreytingum á síð- asta Alþingi voru sjóðagjöld af loðdýraafurðum lækkuð og jafn- framt voru aðflutningsgjöld af efni til loðdýrabúa felld niður og tekin upp endurgreiðsla á uppsöfn- uðum söluskatti. Með þessum að- gerðum hefur loðdýraræktin feng- ið sambærileg starfsskilyrði og út- flutningsiðnaðurinn. Eðlilegt er að loðdýraræktin njóti stuðnings meðan henni er að vaxa fiskur um hrygg og meðan verið er að komast yfir áföll af völdum sjúkdóma. Uppbygging hennar verður þó að miðast við það að hún geti staðið á eigin fótum í framtíðinni. Það er tæpast álitamál að sam- dráttarskeiðinu í landbúnaðinum, sem var nauðsynlegt en á að mín- um dómi að vera lokið, hafi fylgt efnahagslegir erfiðleikar fyrir bændur, einkum í þeim byggðar- lögum, sem samdrátturinn hefur orðið mestur, en hann er nokkuð misjafn eftir einstökum héruðum. Samtímis hafa þrjú af fjórum síð- ustu árum verið meðal þeirra köld- ustu á þessari öld. Fjárhagsstaða bænda er því ábyggiiega misjöfn, og kannski mikill mismunur á henni eftir landshlutum. Líklegt er og að sú raunvaxtastefna, sem fylgt hefur verið síðustu árin, eigi sterkan þátt í að teygja úr þessum mismun. Víða heyrast raddir um að afkoma sauðfjárbænda sé lak- ari en kúabænda, sem væntanlega skýrist af meiri rekstrarfjárþörf og því hve fjármagnið, sem lagt er í reksturinn, er seint að skila arði. Öll þessi mál eru nú til athugunar hjá nefnd, sem ég skipaði í nóv- embermánuði sl., en hún starfar undir stjórn Bjarna Braga Jóns- sonar, forstöðumanns Hagdeildar Seðlabanka íslands. Nefndinni er falið að kanna fjárhagsstöðu bænda og hvort mismunur sé á henni eftir landshlutum eða bú- greinum. Ég er sannfærður um að nefndin starfar rösklega að þessu máli og skilar niðurstöðum sínum og tillögum til ráðuneytisins áður en langt um líður. Meðai grundvaliaratriða í stefnutillögu ríkisstjórnarinnar I landbúnaðarmálum, sem nú liggur fyrir Alþingi, er að tryggja efna- hagslegt sjálfstæði og félagslegt jafnrétti bændafólks. Margt hefur verið gert til að leitast við að tryggja þetta markmið. Nýtt verð á búvörum hefur yfirleitt komið til framkvæmda á réttum dagsetn- ingum, eftir að Sexmannanefnd hefur lokið sínum ákvörðunum. Ríkisstjórnin hefur ekki tafið slík- ar ákvarðanir, sem altítt var af fyrri ríkisstjórnum, en þá töpuðu bændur iðulega hundruðum millj- óna gamalla króna vegna slíkra tafa. Útflutningsuppbætur hafa verið greiddar nokkurn veginn í sam- ræmi við það sem útflutningsbóta- reikningar hafa borist. Afurðalán hafa verið hækkuð í samræmi við verðlagsbreytingar. Rekstrarlán landbúnaðarins, sem stundum hafa legið eftir, voru hækkuð til jafns við verðlagsbreytingarnar 1980 umfram verðlagshækkanir 1981 og um 96,2% á síðasta ári, sem er þýðingarmikil breyting. Rétt er að vekja athygli á að í stefnutillögu rfkisstjórnarinnar segir eftirfarandi: „Tryggt verði að vinnslustöðvar landbúnaðarins greiði bændum 90% af andvirði af- urða við innlegg, en óskert grund- vallarverð við uppgjör að frá- dregnum verðmiðlunargjöldum ef tekin eru. Rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins verði hækkuð, svo þetta útborgunarhlutfall náist." Þetta er mjög mikilvægt stefnu- atriði, sem er nauðsynlegt að ná fram. Þeim bændum, sem orðið hafa fyrir sérstökum áföllum vegna náttúruhamfara, hefur verið veitt- ur þýðingarmikill stuðningur og reynt hefur verið að draga úr verstu áföllunum af völdum harð- æris. Þetta mun þó ekki leysa okkur frá því að við getum átt allra veðra von í okkar landi. Frá því að síðasta búnaðarþingi lauk, hafa ýmis mál verið afgreidd á Alþingi, sem snerta landbúnað- inn. Má þar fyrst nefna ályktun um nýja landgræðslu- og land- verndaráætlun fyrir árin 1982—1986. Ennfremur lög um breytingu á lögum um Stofnlána- deild landbúnaðarins. Lög um Búnaðarmálasjóð, lög um breyt- ingu á lögum um Landgræðslu ríkisins, lög um breytingu á ábúð- arlögum, lög um breytingu á jarða- lögum, og lög um breytingu á lög- um um dýralækna. Meðal nýmæla, sem felast í þess- um lögum, er að heimilt er að lækka sjóðagjöld af útflutnings- framleiðslu landbúnaðarins, þegar útflutningsuppbætur duga ekki. Jafnframt hefur verið fellt niður 3‘á% gjald af útflutningi dilka- kjöts og hafa þessar ákvarðanir verið teknar til þess að greiða fyrir útflutningi. Ný lagafrumvörp, er varða land- búnaðinn, verða send búnaðar- þingi til athugunar næstu daga. Herra forseti! Ég leyfi mér að minna á, að á síðasta ári áttu tvær af stofnunum landbúnaðarins merkisafmæli: Bændaskólinn á Hólum varð 100 ára og var þess minnst myndarlega. Endurreisn- arstarfið hefur gengið vel og skóla- starfið er til sóma. Á aldaraf- mælinu er verið að taka upp nýj- ungar í kennsluháttum, auk kennslu í fiskrækt er þar að rísa loðdýrabú, sem verður grundvöllur þess að færa fræðslu í þeirri grein inn í landið. Svo þarf að vera við báða bændaskólana. Minnst var 75 ára afmælis Land- græðslu ríkisins, sem alla stund hefur staðið í fylkingarbrjósti í vörn gegn eyðingaröflum náttúr- unnar og í sókn við að græða land- ið, bæta það og prýða. I þessum efnum hafa stórvirki verið unnin, sem vert er að þakka. Ég endurtek fyrri heillaóskir mínar og þakkir til þessara stofn- ana. Við upphaf þessa búnaðarþings hef ég mestar áhyggjur af mis- jafnri afkomu bænda. Þau mál eru í athugun, Á hinn bóginn búum við ekki lengur við framleiðsluvanda- mál, þannig að um offramleiðslu sé að ræða. Ég vara við meiri sam- drætti í búvöruframleiðslu bænda, en hvet til aukinnar hagkvæmni, og að lögð verði rækt við aukna arðsemi búfjárins. Á þann hátt verði vaxandi framleiðni náð. Ég tel nauðsyn að halda áfram auk- inni fjölbreytni í framleiðslu bú- vara, sem byggist á kostum lands- ins og innlendum aðföngum og skal þá ekki gleymt þeim mögu- leikum, sem við eigum í ylrækt og garðyrkju auk þess sem áður hefur verið vikið að. Það er jafnfamt nauðsyn að auka fjölbreytni í vinnsluaðferðum og beita nýrri tækni í sölumálum, bæði á inn- lendum og erlendum markaði. Að því mun vinnslu- og sölukerfi land- búnaðarins vinna, en einnig ein- staklingar, sem oft búa yfir nýjum hugmyndum og mikilli þekkingu. Stjórnkerfi landbúnaðarins er viðamikið og flókið. Ef til vill er tímabært fyrir forystumenn bænda að velta því fyrir sér, hvort unnt sé að gera það einfaldara og skilvirkara. Landbúnaðurinn hefur mikilhæfu starfsliði á að skipa. Sí- fellt er að aflast ný þekking með reynslu, tilraunum og vísinda- starfi. Menntastofnanir landbúnaðar- ins og leiðbeiningaþjónustan eru stöðugt að koma þessari þekkingu til bænda. Allt á það að miða að því að auka öryggi og hagkvæmni í búrekstrinum. Okkur er tamt að tala um erfið- leika og dægurmál. Samt skulum við minnast þess, að við íslend- ingar erum svo lánsamir að búa við lífskjör, sem eru nálægt því besta, sem gerist í heiminum. Þrátt fyrir að við búum norður við íshaf, höfum við reynst fullgildir meðal þjóða heims og aflögufærir um matvæli, fjármuni og þekk- ingu. Landbúnaðurinn á drjúgan þátt í því að okkur hefur tekist að komast frá örbirgð til velsældar. Hann býr um margt við rótgrónar hefðir, en hefur tekið byltingar- kenndum stakkaskiptum á síðari áratugum í framkvæmdum, tækni og þekkingu. Þrátt fyrir það ber okkur í sífellu að horfa fram til aukinna framfara og nýrra leiða, sem geta leitt til vaxandi hagsæld- ar. Tillaga sú til stefnumörkunar í landbúnaði, sem ég gat um í upp- hafi, þjónar þessum markmiðum. 1 samræmi við þessa tillögu hefur Rannsóknaráð ríkisins sett fram þjóðfélagsleg markmið í landbún- aði í riti sínu um rannsóknir og þróunarstarfsemi í þágu atvinnu- veganna, langtímaáætlqn 1982—1987. Markmið Rannsókna- ráðs eru að nýta landsins gæði til framleiðslu á landbúnaðarafurð- um á sem hagkvæmastan hátt án þess að landgæði rýrni; að full- nægja þörf þjóðarinnar fyrir þau matvæli, sem hagkvæmt telst og skynsamlegt að framleiða, m.a. með tilliti til sjálfsbjargargetu og öryggis á óvissum tímum, og sam- hæfa framleiðsluna sem best markaðnum; að sinna óskum neyt- enda um vörugæði og stöðugt framboð fjölbreyttra fæðuteg- unda; að framleiða eftir föngum hráefni fyrir iðnað og auka gæði þeirra. Að halda framleiðslukostn- aði í skefjum með aukinni fram- leiðni, t.d. með betri nýtingu mannafla, aðfanga og aðstöðu; að stefna að samkeppnishæfu vöru- verði á flestum sviðum jafnframt viðunandi arðsemi búrekstrar; Að byggja framleiðsluna sem mest á innlendum aðföngum, fóðri og orku; Að nýta innlendar orkulindir og aðra náttúrulega sérstöðu landsins til aukinnar verðmæta- sköpunar í nýjum búgreinum, t.d. með ylrækt, loðdýraeldi og fisk- eldi; að tryggja efnahagslegt sjálfstæði og félagslegt jafnrétti bændafólks og eigna- og umráða- rétt þess á jörðum og bæta starfsskilyrði og aðbúnað fólks við landbúnaðarstörf; að mæta vax- andi þörf þéttbýlisfólks við afnot af landinu og gæðum þess; að við- halda og treysta byggð í iandinu í aðalatriðum svo sem nú er. Svo sem sjá má af þessum markmiðum hefur Rannsóknaráð mjög haft stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar í landbúnaði til hliðsjónar. Að því er verulegur fengur. Þótt nú séu óvissir tímar í þjóðmálum, leyfi ég mér að vænta þess, að áfram verði siglt eftir þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið. Það mun reynast landbúnað- inum heilladrjúgt og þjóðinni til farsældar. Ég þakka forystumönnum Bún- aðarfélags fslands, Stéttarsam- bands bænda og starfsfólki í stofn- unum landbúnaðarins ánægjuleg samskipti á liðnu ári. Ég flyt bún- aðarþingi óskir um farsæld í störf- um til heilla fyrir land og lýð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.