Morgunblaðið - 23.02.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.02.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 Umræður um fargjaldahækkun Strætisvagnanna: Borgarfulltrúa að ákveða hve mikill halli SVR á að vera — segir Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi FRETTIR TJR BORGARSTJÖRN Ljósm. Mbl. KÖE. BORGARSTJÓRN staðfesti á fundi sínum sl. fimmtudag þá samþykkt burgarráðs, að hækka strætisvagna- fargjöld um 25%, til samræmis við þá hækkun sem Strætisvögnum Kópavogs og Landleiðum hf. var ný- lega heimiluð. Jafnframt var vísað frá tillögu Al- þýðubandalagsins um að hefja á ný sölu afsláttarkorta í strætisvagnana, á þeirri forsendu að fjárhagur SVR leyfði slíkt ekki. Frávísunartillaga meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 9 atkvæðum minni- hlutans. Hér á eftir verða rakin helstu atriðin sem fram komu við umræður um málið. Fargjaldatekjur standi undir 2/:i hlutum kostnaöar Guðrún Jónsdóttir, Kvennafram- boði, sagði að á borgarráðsfundin- um, þar sem hækkunin til strætis- vagnanna var samþykkt, hefði borg- arstjóri óskað eftir því að ekki yrðu greidd mótatkvæði við 25% hækkun- artiilöguna, en litið yrði á hjásetu sem mótmæli við hækkuninni. Guð- rún kvaðst hafa setið hjá, vegna þess að þá hafi legið ljóst fyrir að ekki yrði hafin sala afsláttarkorta, þó 25% hækkun næðist. Hins vegar gat hún þess að hún hefði greitt tillög- unni atkvæði, ef ákveðið hefði verið að hefja sölu afsláttarkorta. Þá lýsti hún þeirri skoðun Kvennaframboðs, að fargjaldatekjur af vögnunum ættu að standa undir2/3. hlutum rekstrarkostnaðarins. Þá nefndi hún að borgarstjóri hefði notað sömu aðferð við að til- kynna 25% hækkunina og hann við- hafði þegar 46,5% hækkunin var til- kynnt í janúar, báðar hefðu verið til- kynningar um einhliða hækkun. Sagði Guðrún ástæðuiaust að hafa sama háttinn á aftur og sagði það meirihiutanum ekki til hróss að halda uppteknum hætti. VIÐ SAMÞYKKT fjárhagsáætlunar fyrir árið 1983 lá fyrir ákvörðun borg- arstjórnar um hækkun á gjaldskrá SVR, sem nam 46,5% að meðaltali. Voru fjárhagsáætlunartölur við það miðaðar, að fargjaldatekjur standi undir 77,8% af rekstrargjöldum, að frádregnum vöxtum og afskriftum, en 25% hækkun meiri en menn eiga að venjast Næst talaði Guðrún Ágústsdóttir, (Abl). Hún flutti tillögu Alþýðu- bandaiagins úr borgarráði um að hefja þegar sölu afsláttarkorta SVR. Hún sagði og að 25% hækkun far- gjaidanna væri meiri en menn hefðu átt að venjast, en þar sem afslátt- arkort væru ekki seld, þá þýddi 25% hækkunin um 45% hækkun tekna SVR á ársgrundvelli, og þar með væri náð þeirri hækkun tekna sem að hafi verið stefnt með hækkuninni í janúar. Síðan varpaði hún fram spurningum um það, hvort það væri stefna meirihlutans að sækja ekki um hækkanir til Verðlagsráðs, hvort fækka ætti ferðum vagnanna og hvað hefði breyst í rekstrinum, sem kaliaði á niðurskurð þjónustu. Tekjuaukning 45% á ársgrundvelli Næstur talaði Markús Örn Ant- onsson borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Hann sagði að það væri grundvallarstefna sjálfstæð- ismanna, að það væri hlutverk borg- arfulltrúa að taka ákvörðun um, með hve miklum halla Strætisvagnar Reykjavíkur væru reknir, en ekki Verðlagsráðs. Hann sagði að með síðustu hækkun hefði verið eins far- ið og hækkun á aðgangseyri sund- staða, sem staðfest var. Sagði Mark- ús að fyrir hefði legið, þegar Verð- lagsráð heimilaði hækkanir til SVK og Landieiða um 25%,bókun um að SVR væri heimiluð samsvarandi hækkun. Varðandi tai minnihlutans um af- sláttarkort, sagði Markús, að af- sláttarmiðar væru ekki seldir í Strætisvögnum Kópavogs, eins og gert hefði verið í Reykjavík, en ákvörðun um sölu þeirra væri ekki tímabær enn. Þá sagði Markús að með 25% hækkuninni nú, og án sölu borgarsjóður greiddi 30,0 millj. kr. til rekstrar fyrirtækisins og legði að auki fram um 21,2 millj. kr. til vagnakaupa og annars stofnkostnaðar. Eftir að lögbannsúrskurður við fargjaldahækkuninni hafði verið kveðinn upp 19. janúar að kröfu afsláttarkorta, reiknaðist mönnum til að tekjuaukning SVR yrði um 45% á árinu, en með janúarhækkun- unni, sem lögbann var lagt á, hafi verið stefnt að 46,5% hækkun tekna. I fjárhagsáætlun hefði verið gert ráð fyrir að fargjöld SVR stæðu undir 77,8% af rekstrargjöldum og hefði janúarhækkun fargjaldanna verið miðuð við það. Yrði hins vegar hafin sala afsláttarkorta myndu fargjöld- in standa undir 68% rekstrarkostn- aðar, en án sölu afsláttarkorta mið- að við 25% hækkunina myndu far- gjöidin standa undir 73,4% af reks- trarkostnaði. Markús benti og á að fyrri meirihluti hefði miðað við það að fargjöldin stæðu undir 75% af rekstrarkostnaði, en nú væri þessi tala 73,4%. Markús nefndi að samkvæmt fjár- hagsáætlun hefði verið gert ráð fyrir að borgin greiddi 30 milljónir króna með rekstrinum á ársgrundvelli, en miðað við núverandi fargjald væri gert ráð fyrir að meðlagið yrði um 35 milljónir króna. Ef hins vegar yrði farið að tillögum vinstri flokkanna yrði meðlagið með rekstrinum um 45 milljónir króna. Þá kynnti Markús í ræðu sinni frávísunartillögu sjálf- stæðismanna, sem birt er hér annars staðar á síðunni. Greiði eftirleiðis atkvæði gegn hækkunartillögum SVR Sigurjón Pétursson (Abl.) sagði að það væri og hefði verið stefna Sjálfstæðisflokksins að „níðast á þeim sem minnst mega sín“, eins og Sigurjón komst að orði. Nú hefði hækkun fengist og þeir sem ferðuð- ust með SVR að staðaldri borguðu nú hærra verð en þeir hefðu borgað ef 46,5% hækkunin í janúar hefði náð fram að ganga. Með því að selja ekki afsláttarkort væri verið að níð- ast á þeim sem mest notuðu stræt- isvagnana. Síðan lýsti Sigurjón því yfir að hér eftir myndi hann greiða verðlagsstofnunar staðfesti borgar- stjórn ákvörðun um að hætta sölu á afsláttarfargjöldum. Með ákvörðun borgarráðs 11. febr. sl. um 25% hækkun á fargjöldum SVR er ekki náð því markmiði um hlutfall far- gjalda í rekstrarútgjöldum SVR á árinu, sem að var stefnt við sam- atkvæði gegn öllum tillögum um far- gjaldahækkun til SVR, sem fram kæmu á meðan afsláttarkort væru ekki seld. Þá sagði Sigurjón að það væri lítiimannlegt að láta herkostn- að af stríði borgarinnar við verðlags- yfirvöld bitna á þeim sem minnst mættu sín. Greiða atkvæði gegn Kristján Benediktsson (F) sagðist myndu greiða atkvæði með tillögu um sölu afsláttarkorta. Sagði hann að afnám afsiáttarkorta kæmi helst við þá sem notuðu vagnana mest. Kristján sagði að greinilegt væri að meirihlutinn vildi helst vera í stríði við Verðlagsráð og borgarbúa. Sigurður E. Guðmundsson (A) sagði hækkunina koma niður á þeim sem síst skyldi og kvaðst hann myndu styðja tillögu um sölu af- sláttarkorta. Magdalena Schram, Kvennafram- boði, ítrekaði þá skoðun Kvenna- framboðsins að hefja ætti sölu af- sláttarkorta. Úrslit kosninganna sýndu hug fólksins Albert Guðmundsson, forseti borgarstjórnar, sagði við umræðurn- ar, að Alþýðubandalagið hefði getað komið fram með sínar hugmyndir um rekstur Strætisvagna Reykjavík- ur þegar það hafi verið í forystu í borgarmálum síðastliðin 4 ár. Albert þykkt fjárhagsáætlunar. Meðan óvissa er um gildi lög- bannsins eru því ekki efni til að hefja á ný sölu afsláttarfargjalda. Borgarstjórn vísar því að svo stöddu frá tillögu í 14. lið fundar- gerðar borgarráðs frá 15. febrúar. sagði að sjálfstæðismenn stæðu allir sem einn saman í þessu máli, sem öðrum. Þá vísaði hann á bug þeim orðum Sigurjóns Péturssonar og annarra vinstri manna í borgar- stjórn, um að sjálfstæðismenn bæru ekki hag þeirra sem minnst mættu sín fyrir brjósti. Albert sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri sverð og skjöldur þeirra sem minna mættu sín í þjóðfélaginu, enda hefðu úrslit síðustu borgarstjórnarkosninga sýnt hug fólksins í borginni til vinstri meirihlutans annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Greiða gerræði verðlags- stjóra dýru verði Magnús L. Sveinsson borgarf- uiltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að minnihlutinn léti eins og hann hefíi sérstakar áhyggjur af hag þeirra sem lökust hefðu kjörin í þjóðfélag- inu. Hins vegar borgaði það fólk nú 10% hærra gjald í strætisvagnana en það hefði gert, ef janúarhækkun SVR hefði náð fram að ganga. Sagði Magnús að nú væri gjaldið 10 krón- ur, en samkvæmt janúarhækkuninni hefði verð hvers afsláttarmiða verið 9,09 krónur. Magnús sagði að skömmu eftir að verðlagsstjóri hefði fengið lögbann sett á hækkunina, hefði hann heimiiað hækkun í 10 krónur. Minnihlutinn hefði staðið með verðlagsstjóra í þessum aðgerð- um og þetta væri árangurinn. Þá sagði Magnús að verðlagsstjóri hefði beitt þeim rökum þegar hann krafðist lögbanns á fargjaldahækk- un SVR, að strætisvagnarnir þyrftu ekki hækkunarinnar með, þar sem fyrirtækið gæfi afslátt af fargjöld- um sínum. Nú hefði það komið í ljós að Reykvíkingar þyrftu að greiða gerræði verðlagsstjóra dýru verði. Þá spurði Magnús, hvort borgar- fulltrúar teldu að önnur lögmál giltu um Strætisvagna Reykjavíkur og Strætisvagna Kópavogs. Hann kvaðst telja að svo væri ekki, og benti hann á að SVK gæfi ekki af- slátt af sínum farmiðum. Frávísunartillaga sjálfstæðismanna: Ekki náð markmiði um hlutfall rekstrarútgjalda Séð yfir mestan hluta Grafarvogssvæðisins, en þar hafa verið teknar frá þrjár lóðir undir skólabyggingar. Mynd þessi er tekin úr lofti og næst sést Ártúnshöfðinn, en Grafarvogurinn fjær. Hægra megin á myndinni má sjá uppfyllingu vegna brúargerðar yfir voginn. Ljósmynd Mbi. Krístjin Eínarsson. Fræðsluráð samþykkir: Þrjár skólalóðir teknar frá á Grafarvogssvæðinu FRÆÐSLURAÐ samþykkti nýlega á fundi sínum bókun með 5 samhljóða atkvæðum, þar sem samþykkt er að við gerð deiliskipulags af Grafarvogs- svæði verði gert ráð fyrir staðsetningu aðalskóla svæðisins á miðhluta þess, en auk þess verði gert ráð fyrir einni skólalóð á vesturhluta svæðisins og annarri á austurhluta þess. í bókun formanns nefndarinnar um þetta mál, kemur fram að með samþykkt þessari sé verið að óska eftir því að þrjár lóðir verði teknar frá á svæðinu undir skólabygg- ingar. Þar með sé verið að tryggja til hins ýtrasta þarfir skólastarf- seminnar á svæðinu út frá þeim íbúaspám sem fyrir Iiggja. Þá kem- ur og fram í bókuninni að kynning- in á máli þessu hafi verið ítarlegri í fræðsluráði en áður hafi tíðkast, en fyrst verði hægt að komast að niðurstöðu um skynsamlegan fjölda árganga í hverjum skóla, þegar fyrir liggja upplýsingar um fjöl- skyldustærðir og fleiri þætti. Fræðsluráð hafi aðeins sett fram óskir um fjölda lóða, en ekki fjallað um landkosti með tilliti til vænt- anlegra skólabygginga, en það sé hlutverk skipulagsnefndar að hafa eftirlit með vali heppilegra lóða fyrir hinar ýmsu stofnanir á svæð- inu. I bókunum tveggja fulltrúa minnihlutans kemur fram sú skoð- un að ýmsir þættir málsins séu óljósir, íbúasamsetning, barna- fjöldi og fleira. Segir að allar for- sendur skorti til að taka ákvörðun um hvar á svæðinu sé réttast að byggja. Þá hafi fræðsluráð ekki mótað stefnu í skólamálum á Graf- arvogssvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.