Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 25

Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 25 Heimsókn til Pakistan eftir sr. Bernharð Guðmundsson 5. grein í vor förum við aft- ur heim að berjast Kunnugur maður sagði mér að helmingur afgönsku þjóðarinnar væri nu horfinn frá heimaslóð- um sínum. Það hefði verið tak- mark Rússa til þess að auðveld- ara væri að brjóta þá á bak aft- ur. Þessi maður er norskur og hefur starfað í Pakistan í ald- arfjórðung, nú síðast meðal af- ganskra flóttamanna. Hann taldi að ein milljóna Afgana væri fallin, tvær milljónir væru í fangelsum, aðrar tvær milljónir hefðu verið fluttar nauðungar- flutningum til landsvæða fjarri heimilum sínum og fjórar millj- ónir væru landflótta í Pakistan og íran. En tölfræði, bætti hann við, er nú ekki sérlega þróuð hér. Afganarnir sem leitað hafa hælis í Pakistan búa flestir við landamærin í norðurhluta landsins í grennd við Himalaya- -fjöllin. Pakistanar hafa opnað land sitt fyrir þeim, enda eru báðar þjóðir af múhameðstrú. Pakistan hefur ítrekað sýnt samstöðu sína við aðrar múham- eðstrúarþjóðir og reyndar notið nijög góðs af, enda hafa olíuríki araba veitt miklu fé til landsins. Sú samstaða hefur og veitt pak- istönsku þjóðinni vissar rætur, því að hún líður fyrir það að eiga sér nær enga sögu. Það var ekki fyrr en 1947 að Pakistan varð til, er Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima. Margir Pak- istanir eru því fæddir og uppald- ir þar sem nú er Indland og hef- ur löngum verið óvinaland Pak- istan. Þar við bætist að fylkin sem mynda Pakistan eiga sér eigin tungur og margbreytilega sögu. En Pakistanir tóku flótta- mönnunum vel og deildu með þeim kröppum kjörum. Það hef- ur reyndar gefið nokkuð í aðra hönd síðustu mánuðina því að fjölmargar erlendar þjóðir og hjálparstofnanir hafa veitt um- talsverðu fjármagni til hjálpar- starfsins, sem kemur auðvitað heimamönnum óbeint til góða. Pakistanir hafa hlotið nokkra virðingu og vinsældir alþjóðlega fyrir viðbrögð sín. Afganarnir líta hinsvegar varla á sig sem flóttamenn. — Við erum aðeins gestir hér, í vor förum við heim að berjast sagði foringinn í flóttamannabúðum, sem við heimsóttum. Þeir, sem með honum voru tóku undir. I ljós kom að dag hvern eru vopn- færir karlmenn þar við heræf- ingar. I búðunum voru um 5.000 manns og fimm aðrar búðir voru þar í grennd. Flestar fjölskyld- urnar höfðu flutt úr tjöldunum sem þeim höfðu verið lánuð og höfðu reist sér kofa úr Ieir og höfðu nauðsynlegustu áhöld til heimilishalds. Víða sátu börn og konur og ófu hinar sérkennilegu mottur afganann. Reyndar hurfu konurnar eins og skot inn í kofana er við birtumst. Á rann í grennd og grafin hafði verið rotþró. Nokkrar hænur voru á ferli og börnin virtust vel haldin og hin kátustu og karlarnir sýndu þeim hlýju. Von og baráttuhugur glamp- aði úr dökkum augum þessara framandi manna. Nú er vetur en í vor fara þeir heim til þess að berjast til þess að frelsa land sitt. Ég hef líka komið í flótta- mannabúðir Palestínu-araba í ísrael. Fólkið þar er ekki ósvipað Afgöngum að ytra útliti, en þar ríkir vonleysi og hatrið. Það er ómennskasti staður sem ég hef kynnst. En skyldu þeir ekki líka hafa verið fullir af bjartsýnni von fyrstu árin þar. Trúlega hafa þeir líka ætlað að fara að berjast að vori. En það vor er liðið og linnulaus vetur í lífi þeirra nú. Þeir mættu ofurefli. Hvað skyldi verða um Afgan- ana? Stríðið í landi þeirra stend- ur enn. Hve lengi tekst þeim að sporna við? Séð til flóttamannabúða f grennd við Peshavar. Hjálparstofnunin Bjargið börnunum annast þar umönnun fólksins. Nokkrir af afgönsku flóttamönnunum. Konurnar má ekki mynda. Kynningarfundur AFS á Akureyri SL. LAUGARDAG var haldinn kynningarfundur á Akureyri á vegum AFS. Tilgangurinn var að kynna noröanmönnum samtökin og jeggja drög að stofnun AFS deildar á Akureyri. Framkvæmdastjóri AFS á íslandi, Sólveig Karlvelsdóttir, heimsótti Akureyri og sagði frá starfseminni vítt og breitt um heiminn. Einnig var sagt frá nýjum sumarskiptum sem nú eru að fara í gang. Hún ræddi um þá vinnu sem sjálfboöaliðar um allan heim leggja á sig til stuðnings þessum samtökum, en þeir eru nú um 100 þúsund í öllum heims- álfum. Hvatinn er sú hugsjón sem að baki býr, en það er aö læra að skilja, viðurkenna og virða menningu annarra þjóða. A þann hátt er reynt að stuðla að friði í heiminum. Sigríður Guðnadóttir, kennari á Akureyri og fyrrverandi skipti- nemi, stjórnaði fundinum og í ávarpi sínu hvatti hún Akureyr- inga til að leggja þessum samtök- um lið. Pétur Þórir Pétursson, kaupmaður, einn af sjálfboðalið- um AFS, sagði frá því hvernig val umsækjenda fer fram, hvernig þátttakendur eru undirbúnir áður en þeir fara út og hvernig fylgst er með þeim meðan á dvöl þeirra stendur. Ásgeir Pétur Ásgeirsson sagði frá reynslu sinni af því að hýsa erlendan skiptinema, en hjá fjölskyldu hans dvaldi kanadísk stúlka árið 1981—’82. Það erfið- asta við þá reynslu var að kveðja nemann að úvöl lokinni, að hans sögn. mörg ár starfi 'i aðeins einn fulltrúi á vei en það var egum AP’S á Akureyri Olafur i '(!dson læknir, sem nú er í framhaldsnámi er- lendis. Ása Helgadoti.ir tók við af ólafi og hún ásamt Jónhildi Val- geirsdóttur sjá nú um málefni samtakanna á Akureyri. Nýtt útibú Samvinnubankans Opnað hefur verið nýtt útibú Samvinnubankans í Reykjavík, við Höfðabakka 9. Útibússtjóri er Ingileif Örnólfsdóttir, sem hér sést á miðri mynd ásamt þeim Guðrúnu Yrsu Sigurðardóttur, til hægri, og Kristbjörgu Sigurfinnsdótt- ur, til vinstri, starfsmönnum útibúsins. Fyrsta ástin kviknar. Fjórir vinir Kvikmyndir Ólafur Jóhannsson FJÓRIR VINIR Leikstjóri: Arthur Penn. Tónlist. Elizabeth Swados. Höfundur handrits: Steven Tesich. Nafn á frummáli: Four Friends. Sýningarstaður: Bíóhöllin. Ég held að verði að telja Arthur Penn meðal fremstu kvikmynda- leikstjóra Bandaríkjanna. Að vísu gekk honum fremur illa i byrjun og vakti fyrsta mynd hans er fjall- aði um líf Billy the Kid „The Left-Handed Gun“ og gerð var 1957 ekki ýkja mikla athygli. Sama gilti um næstu myndir „The Miracle Worker" (1962), „Mickey One“ (1964) og „The Chase" sem var sýnd í kringum sextíu og fimm að mig minnir. En árið nítján- hundruð sextíu og sjö slær Penn í gegn með myndinni „Bonnie and Clyde“. Nú héldu ýmsir að kapp- inn væri kominn í heila höfn og myndi héðan í frá sérhæfa sig í framleiðslu gangstermynda. En það var nú eitthvað annað. Næsta mynd Penn „Little big Man“ sem gerð var um 1970 fjallaði um sam- skipti hvítra manna og indiána í kjölfar Custer-fjöldamorðanna séð frá sjónarhóli Jack nokkurs Crabbs sem Dustin Hoffmann iék. Og enn slær Penn nýjan tón í þeirri mynd sem við nú sjáum í Bíóhöllinni og nefnist á frummál- inu „Four Friends" eða Fjórir vinir. Þessi mynd er býsna ólík fyrri myndum Penn að því leyti að hér er leikið á fíngerðari strengi. Markmið Penn er greinilega að sýna hve rík áhrif æskumótunin hefur á lífsferil okkar. Og þá sér- staklega hve mikilvægt gelgju- skeiðið er. Þannig virðist manni sem strákarnir þrír sem á ungl- ingsskeiði hrífast af hinni fögru Georgie Miles losni aldrei alveg við þann töfraljóma sem stúlkan sú varpaði yfir unglingsárin góðu. Við fylgjumst sérstaklega með píslargöngu eins þeirra, Danilo Prozor, sem í ákafri leit sinni að æskuástinni gengur næstum í gegnum ofurmannlega raun. Sú píslarganga verður ekki rakin hér en þó get ég ekki stillt mig um að víkja að einu atriði. En þar glittir í þann Penn sem maður þekkti í gamla daga. Hér er átt við það atriði er Danilo Prozor giftir sig eins og til að gleyma æskuástinni. Brúðkaupið fer fram með mikilli viðhöfn og nær hámarki er brúð- hjónin ganga út á svalir þeirrar hallar sem er í eigu ættmenna brúðarinnar. Faðir brúðarinnar biður menn að lyfta glösum og skála fyrir brúðhjónunum. Sjálfur er karl ekki með glas í hendi held- ur skammbyssu sem hann beinir að dóttur sinni og tengdasyni. Af tillitssemi við væntanlega áhorfendur ætla ég ekki að skýra frá hvað gerðist á næstu mínútu myndarinnar en þó skal upplýst að undirritaður bjóst við að mynd- in myndi héreftir fjalla um niður- brotinn mann sem að lokum sætti sig við hefðbundið borgaralegt líf í þeirri von að gleyma æskuástinni. En það er nú eitthvað annað, und- ir lok myndarinnar hittir Danilo æskuástina Georgiu á ný og þau rugla saman reytum. Sannarlega óvæntur endir því að það er langt síðan að „happy end“ komst úr tísku I bíó. En hér fellur sum sé allt í ljúfa löð. Æskuástin lifir af allar þrengingar og sigrar að lok- um. I gamla daga fannst manni myndir sem enduðu á líkan hátt og „Fjórir vinir" býsna sannfær- andi. Þá kom maður gjarnan útúr bíóinu með sólskinsbros á vör og bjarta drauma fyrir stafni. En ef maður sér í dag fullorðinsmynd sem endar mitt í rósrauðri draumaveröld finnst manni sem kvikmyndahöfundurinn hafi gefist upp á miðri leið. Svona hafa sænsku vandamálamyndirnar far- ið með mann. Auðvitað eru til þús- undir manna sem finna ástina á förnum vegi fráskilda, í ekkju- standi eða hreinlega hálf pipraða og gera sér lítið fyrir að nema hana til sín og riða með á brott á hvítum hesti. Auðvitað gerist þetta ekki alveg svona en til þess höfum við ímyndunaraflið að bæta svolitlu við hinn grámyglaða veruleika. Það er einmitt það sem Arthur Penn hefir gert í „Fjórum vinum". Við þurfum ekki endilega að trúa sögu vinanna en samt get- um við hrifist ögn af henni og þar með fyllt líf okkar örlítið meiri bjartsýni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.