Morgunblaðið - 23.02.1983, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983
26
Gísli Jónsson Patreks-
firöi - Minning
Hinn 27. janúar sl. lést á Borg-
arspítalanum í Reykjavík Gísli
Jónsson frá Patreksfirði.
Gísli var fæddur á Arnarstapa í
Tálknafirði 14. febrúar 1912 og var
því 71 árs er hann lést. Foreldrar
hans voru hjónin ólína Guð-
mundsdóttir og Jón Jóhannesson,
útvegsbóndi. ðlína var fædd í
Stóra-Laugardal í Tálknafirði 17.
október 1893, dáin 3. ágúst 1969.
Móðir hennar var Svanborg Ein-
arsdóttir, fædd á Gili í Örlygs-
höfn, Rauðasandshr., Einarsson-
ar, síðar bóndi á Lambavatni í
sömu sveit. Enn síðar fluttist
hann á Vatneyri við Patreksfjörð,
en hann var lærður smiður og
vann þar að iðn sinni. Hann lést á
miðjum aldri. Guðmundur Jó-
hannes, faðir ólínu, var sonur
Guðmundar Jónssonar, f. 1831 í
Hokinsdal í Arnarfirði, en bjó
rausnarbúi á kirkjujörðinni
Stóra-Laugardal.
Jón, faðir Gísla, f. 3. apríl 1884,
d. 8. febrúar 1950, var sonur hins
mæta héraðshöfðingja í Tálkna-
firði, Jóhannesar Þorgrímssonar á
Sveinseyri, er var heiðraður með
Dannebrogsorðu fyrir framtaks-
semi í búskap og hjálparstörf við
nauðstadda samfélagsmenn, en
hann var lengi hreppstjóri sveit-
arinnar. Faðir Jóhannesar var
Þorgrímur Jónsson, f. 23. sept-
ember 1804, Þórðarsonar á Kvíg-
indisfelli í Tálknafirði. Móðir Jó-
hannesar var Sigríður Gísladóttir,
f. 10. nóvember 1792, dóttir hins
göfuga prests á Selárdal í Arnar-
firði frá 1785 til 1829. Gísli fædd-
ist árið 1739, d. 31. ágúst 1834, son-
ur Einars rektors í Skálholti og
síðar sýslumanns. Gísli gegndi áð-
ur prestsstarfi í Skálholti. Sr.
Gísli var kvongaður Ragnheiði
Bogadóttur, f. 21. júní 1765, Bene-
diktssonar fræðimanns og sýslu-
manns í Hrappsey á Breiðafirði og
síðar á Staðarfelli á Fellsströnd,
Dalasýslu. Bogi var kvæntur
Ragnheiði dóttur Skúla Magnús-
sonar landfógeta í Viðey.
Eftir fæðingu Jóhannesar slitu
Sigríður og Þorgrímur samvistum
og ólst Jóhannes því upp hjá afa
sínum Gísla og hjá móðurbróður
sínum, sr. Einari Gíslasyni, f. 23.
ágúst 1787, d. 20. janúar 1866, er
tók við prestsskap af föður sínum
á Selárdal og þjónaði í 51 ár til
1863. Einar var mikið valmenni og
mjög vel virtur kennimaður. Sr.
Einar var kvongaður Ragnhildi
Jónsdóttur frá Suðureyri, Tálkna-
firði, f. 26. ágúst 1789.
Jóhannes á Sveinseyri var
þríkvæntur og tvær síðari konur
hans voru Kristín og Ragnheiður
Kristín, dætur Gísla Árnasonar
Gíslasonar prests í Selárdal og
Þórunnar Einarsdóttur Gíslason-
ar prests í Selárdal. Gísli og Þór-
unn voru því systkinabörn, og
bjuggu á Neðribæ í Selárdal. Þess-
ar tvær konur Jóhannesar voru
því náskyldar honum. Með Krist-
ínu átti hann Ólaf, f. árið 1867,
hinn kunna framkvæmdamann og
frumkvöðul í togaraútgerð og öðr-
um framfaramálum á Patreksfirði
á fyrri hluta þessarar aldar. Jón,
faðir Gísla, sem hér er minnst, var
hins vegar sonur Ragnheiðar
Kristínar. Frá Jóhannesi á Sveins-
eyri er kominn allmikill ættbogi,
m.a. i Reykjavík og á Akureyri.
Jón Jóhannesson var tvíkvænt-
ur. Fyrri konuna, Rannveigu
Jónsdóttur Ólafssonar, fædd á
Álftamýri í Arnarfirði, missti Jón
frá ungum syni, Ólafi. Hann bjó á
Patreksfirði. Ólínu, móður Gísla,
kvæntist Jón árið 1912 og hóf þá
búskap á Arnarstapa. Önnur börn
þeirra eru Kristinn, f. 1917, út-
gerðarmaður á Patreksfirði,
Fanney, f. 1922, húsmóðir á Akur-
eyri og Björg f. 1935, húsmóðir í
Reykjavík.
Jón var fjölgáfaður maður, at-
orkusamur sjósóknari, söngmaður
góður, gleðirnaður, en gekk jafnan
hægt um gleðinnar dyr. ólína,
kona hans, var fríðleikskona, mild
í viðmóti og hafði vakandi auga á
velferð fjölskyldunnar.
Árið 1933 kvæntist Gísli eftirlif-
andi konu sinni, Lovísu Magnús-
dóttur, Guðmundssonar, fæddur á
Holti í Fífustaðadal í Ketildölum.
Móðir Lovísu var Guðrún Guð-
mundsdóttir, Sörenssonar, f. 1846
í Otradalssókn, kvæntur Kristínu
Bjarnadóttur, f. 1855, Torfasonar,
ættaður úr Rauðasandshreppi, dá-
inn 53ja ára 1873, þá bóndi á
Ytri-Bakka, Tálknafirði. Kona
Bjarna var Sigríður Bjarnadóttir,
fædd í Keflavík í Rauðasands-
hreppi.
Við giftinguna gafst Gísla góður
kvenkostur, sem stóð við hlið hans
í harðri lífsbaráttu og endurvakti
yndi nýs lífs í fjölskyldunni.
Börn Lovísu og Gísla eru: Mag-
dís, gift Ingimar Jóhannssyni, vél-
stjóra á Patreksfirði, þau eiga 7
börn. Jón Óli, skipstjóri í Reykja-
vík, kvæntur Jóhönnu Þorbergs-
dóttur. Þau eiga 3 börn. Erla, gift
Birgi Péturssyni, verkstjóra á
Patreksfirði. Þau eiga 7 börn.
Svala, gift Ásmundi Kristjáns-
syni, bónda á Stöng í Mývatns-
sveit. Þau eiga 4 börn. Yngstur er
Jón Björn, byggingarmeistari á
Patreksfirði, kvæntur Sigríði Sig-
fúsdóttur. Þau eiga 3 börn.
Gísli og Lovísa hófu búskap í
sambýli með foreldrum Gísla á
Arnarstapa, en árið 1934 keypti
fjölskyldan Innri-Bakka í Tálkna-
firði og hélt þar áfram sambýli. Á
Arnarstapa og víkunum þar innan
við í landi Sellátra var frá fornu
fari alþekkt útgerðarstöð. Hins
vegar er jörðin landlítil og háði
það mjög athafnasömum mönnum
við búrekstur. Er vélar komu til
sögunnar og bátar stækkuðu,
hæfðu lendingarskilyrði illa, en
innfirðis var öllu hægara til at-
hafna á stærri bátum. Innri-Bakki
bauð ennfremur upp á meiri land-
kosti til búrekstrar en Arnarstapi.
Gísli bar svip ætta sinna, allhár
og þrekvaxinn, dökkhærður, fríður
vel, glaðlyndur og hafði yndi af
góðum samskiptum við meðbræð-
ur sína. Hann hafði andlegt og lík-
amlegt atgervi til þess að gegna
hverju því starfi, sem aðstæður
leiddu hann í, en skyldurækni við
foreldra haslaði honum völl á
heimavettvangi. Til marks um
trygglyndi hans má geta þess að
yngsta son sinn lét hann heita
nafni bernsku- og æskuvinar síns
Jóns Björns Einarssonar á Sel-
látrum, sem drukknaði í sjóslysi
við strendur Ameríku árið 1945.
Á unglingsárum mínum um
1940 bauð æskuvinur minn, Krist-
t
JÓN PÁLSSON,
sundkennari,
lést í Landakotsspítala, mánudaginn 21. febrúar.
Þórunn Sigurðardóttir,
Páll Jónsson,
Amalía Svala Jónsdóttir,
Sigurður K. Sigurkarlsson
og barnabörn.
t
Faðir minn,
GUNNAR SÆMUNDSSON,
bóndi, Breiðablík,
Arborg Manitoba,
andaöist 18. febrúar í sjúkrahúsi í Arborg.
Anna Svava Sæmundsson.
t
Minningarathöfn um
ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Ijósmóður,
Tómasarhaga 46, Reykjavík,
verður í Fossvogskirkju, miövikudaginn 23. febrúar kl. 15.00.
Jarösett veröur frá Grenivíkurkirkju, laugardaginn 26. febrúar
kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag fslands.
Guðmundur Þorbjörnsson, Auðbjörg Ingimundardóttír,
Njáll Þorbjörnsson,
Laufey Þorbjarnardóttir,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
Guörún Þorbjarnardóttir,
Sigríður Þorbjarnardóttir.
Jóna Jónsdóttir,
Jón Sigurösson,
Jónas Matthíasson,
Guðmundur Sigurðsson,
t
Þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu okkur samúð og hlý-
hug við fráfall og útför,
RAGNARS G. GUÐJÓNSSONAR,
Laufskógum 17, Hveragerði.
Guörún Magnúsdóttir,
Ragnar Gunnsteinn Ragnarsson.
t
Þökkum innilega fyrir samúð og vináttu viö andlát,
EGGERTS Þ. BRIEM.
Halldóra Bríem og börn,
Þóra Briem, Gunnlaugur E. Briem,
Guðrún Briem, Þráinn Þórhallsson,
Garöar Briem, Hrafnhildur Bríem.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og
útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa,
ÞORKELS V. ÞÓRÐARSONAR,
Hörgshlíð 6.
Guðrún Kristjánsdóttir,
Ragnheiöur Þorkelsdóttir, Helgi Sigfússon,
Þóröur Þorkelsson, Svanhildur Guðnadóttir,
Óskar Þorkelsson, Sigurbjörg Sighvatsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Tove Kerima
Labidi — Kveðja
Fædd 29. júlí 1981
Dáin 9. febrúar 1983
Lítill sólargeisli er að endingu
slokknaður, sólargeisli, er aldrei
fékk tækifæri til að skína með sín-
um fulla styrk þau tæpu tvö ár
sem honum var ætlað að lifa.
Þó að henni Tove litlu skorti
þrek til að geta lifað og þroskast
eins og önnur börn, átti hún sinn
„fjársjóð", brosið. Þetta bros gat
brætt hjarta manns á svipstundu,
jafnvel á þeim stundum þegar all-
ir geislar sólarinnar í sínum fulla
styrk dugðu ekki til.
Tæp tvö ár er ekki langur tími
af ævi manns eða það finnst þeim
fullorðnu að minnsta kosti ekki.
Hver er þá tilgangurinn með því
að kveikja á nýju lífi og slökkva á
því aftur eftir svo skamma viðdvöl
á þessari jarðvist? Þessi spurning
hefur óneitanlega leitað oft á huga
minn síðastliðna viku. Eitt er víst
að fátt er um sanngjörn svör.
Sanngjarnasta svarið er þó eflaust
að finna handan móðunnar miklu
t
Ég sendi innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu mér hlýhug og
aöstoö viö fráfall mannsins míns,
MAGNÚSAR ANDRÉSSONAR,
Hvolsvegi 17, Hvolsvöllum.
Og sérstakar þakkir sendi ég til heimilisins aö Skaröi. Einnig vil ég
þakka læknum, hjúkrunarfólki og öðrum, sem hafa hjálpaö mér svo
vel í veikindum mínum undanfarna mánuöi. Guð blessi ykkur öll og
varöveiti.
Hafliöína G. Hafliðadóttír.
inn bróðir Gísla, mér í vikudvöl til
fjölskyldu sinnar að Innri-Bakka,
en við höfðum kynnst á skólum á
Akureyri. Þar var unað við úti-
veru, spil og hvers konar skoðana-
skipti og umræður um landsins
gagn og vandamál. Kærleiksrík
fjölskyldan bar ungæðingslæti
okkar af umburðarlyndi og Gísli,
sem var meginstólpi búsins, tók
þátt í leikjum hinna yngri af
hjartans lyst, þegar tími gafst.
Nú hefur búseta á þessum bæj-
um lagst af, en um tugi ára hefi ég
notið þeirrar velsældar að dvelja
þar meira og minna á vor- og
sumardögum, notið friðsældar og
einstakrar náttúrufegurðar. Þótt
fá séu þar merki er minni á starf
og lífshætti fyrri kynslóða, finnst
mér ég jafnan vera þar í samfélagi
við forvera mína á þessum slóðum,
því saga þeirra og byggðarinnar
lifir í vitund þeirra, sem unna
landinu. Fyrir tólf árum átti ég
þess kost að ganga út með ystu
bæjum, sem í byggð höfðu verið á
norðurströnd Tálknafjarðar
ásamt Gísla og fleiri Tálknfirðing-
um. Það var heitur sumardagur,
en frásagnir Gísla um einstaka at-
burði, starfshætti fólksins og
skipan mannvirkja varpa mestum
ljóma á þann dag.
Árið 1946 tók Gísli sig upp frá
Innri-Bakka með fjölskyldu sína
og foreldra og flutti til Patreks-
fjarðar. Þó atvinnusviðið breyttist
mikið var hugur Gísla bundinn við
sjósóknina og störf að sjávarfangi.
Vegna atorku sinnar og samvisku-
semi var hann eftirsóttur til
starfa og öll seinni árin sá hann
um veiðarfæri og stjórnaði veið-
arfæraverkstæði útgerðarfélags-
ins Skjaldar á Patreksfirði. Hugur
hans var þó jafnan bundinn hinu
frjálsa lífi veiðimannsins. Hann
gjörþekkti fengsæl fiskimiðin
undan norðurströnd Tálknafjarð-
ar og í Patreksfjarðarflóa. Á
hverju vori sótti hann þangað sér
og sínum björg í bú og naut frels-
isins í víðáttu hafsins í ríkum
mæli.
Undanfarin ár þjáðist Gísli af
erfiðum sjúkdómi innvortis og er
dag tók að lengja elnaði sjúkdóm-
urinn og hann lést hinn 27. jan. sl.
Hann var jarðaður á Patreksfirði
5. febr. sl. Ég þykist vita, að hann
hafi vonast til að geta enn um sinn
notið vordýrðarinnar við strendur
fyrri heimabyggðar. Án efa hefur
hann sofnað inn í þann draum er
sólin sindrar um haf, bárur kvika
hljóðlega við bátssúð, í nánd er
gróið land, en í heiðríkjunni kveð-
ur við ástarsöngur, forboði vakn-
andi lífs úr vetrardái.
Við hjónin og fjölskyldan frá
Sellátrum sendum Lovísu, konu
Gísla, börnum þeirra og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigurjón Davíðsson
á því tilverustigi þar sem Tove,
Viðar, Bjarki og öll litlu börnin
sem tapað hafa stríðinu við slynga
sláttumanninn, vistast án allra
sjúkdóma, sársauka og fötlunar.
Ekkert þar mun hefta þroska
þeirra til að ná settu marki sem
mótað var við fæðingu þeirra.
Anna mín, megi góður Guð
hjálpa þér að yfirstíga sárasta
söknuðinn yfir missi lítillar dóttur
og viðhalda ósveigjanlegum styrk
þínum og vilja, sem þú hefur svo
margsinnis sýnt að þú býrð yfir í
ríkum mæli.
Vinkona