Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983
Úrval annast pantanir og fareeAla fyrir færeysku ferjuna Smyril og þessi mynd er af nýja skipinu, sem á Portlet Hotel á Jereey-eyju.
að leysa Smyril af hólmi í sumar.
Ferðaáætlun Úrvals 1983 komin út:
„Ótæmandi möguleikar, þar sem flest-
ir geta fundið eitthvað við sitt hæfiw
— segir Steinn Lárusson forstjóri
Ferðaáætlun ferðaskrif-
stofunnar Úrvals er nýút-
kornin, og að sögn Steins
Lárussonar forstjóra er þar
að finna ýmsa nýja ferða-
möguleika, en áfram verður
þó megináherzlan lögð á
samskonar ferðamáta í
sumarleyfisferðum og að
undanförnu.
„Sólarlandaferðir okkar til
Mallorca og Ibiza eru í föstum og
traustum skorðum. Þó bjóðum við
upp á nýjan gististað á Mallorca
sem er við hinn rómaða Alcudia-
flóa á norðausturhluta eyjunnar.
Þar gefur að líta glæsilegan gisti-
stað með góðri strönd og
skemmtilegu umhverfi," sagði
Steinn. Árið 1983 er 13. árið í röð
sem Úrval býður beint leiguflug
til Mallorka. Hægt er að velja úr
eins, tveggja og þriggja vikna
ferðum með gistingu í fyrsta
flokks íbúðum eða hótelum. Mall-
orca hefur notið meiri vinsælda
ferðamanna en flestir staðir aðrir
í Evrópu undanfarna áratugi,
enda rómuð fyrir fegurð, og þar
geta allir fundið staði, gistingu,
dægradvöl og félagsskap við sitt
hæfi. í Úrvalsferðum til Mallorca
og Ibiza er, að sögn Steins, veittur
afsláttur fyrir börn allt að 16 ára
aldri og hefði þetta gert mörgum
fjölskyldum kleift að njóta
sumarleyfisins saman og fá þann-
ig tvöfalda ánægju út úr ferðinni.
Steinn sagði að skrifstofan
mundi áfram bjóða ungu fólki
fjölbreytta og hagstæða ferða-
möguleika. Stjörnuferðir fyrir
ungt fólk til Ibiza, sem skipulagð-
ar hefðu verið í samvinnu við
Hollywood, hefðu undanfarin
sumur notið mikilla vinsælda.
Allt væri í þeim sniðið við þarfir
ungs og lífsglaðs fólks, sem gisti
saman á sér gistihúsi og nyti að-
stoðar sér fararstjóra.
Jafnframt væri ungu fólki inn-
an 26 ára boðið upp á 30 daga ferð
að frjálsu vali með járnbrautum
um flest lönd Vestur-Evrópu og
Marokkó á ótrúlega hagstæðu
verði. Einnig væri boðið upp á
ótakmarkað ferðalag innan
ákveðinna tímamarka með
stærstu hópferðafyrirtækjum
vestanhafs, um Bandaríkin,
Kanada og hluta af Mexíkó.
Ennfremur væri ungu fólki innan
við 21 árs boðið upp á sérstök
ódýr flugfargjöld til Evrópu.
„Eins og áður bjóðum við öllum
60 ára og eldri alls staðar af land-
inu sérstakar ferðir á góðu verði
og kjörum. f ár verður boðið upp á
ferðir til Mallorca, Noregs og
Jersey, en auk þess standa eldri
borgurum til boða allar aðrar
ferðir Úrvals," sagði Steinn.
Steinn sagði að í Noregsferð-
inni yrði ekið með þægilegum rút-
um um fegurstu og þekktustu
staði Noregs, eins og Hamar, Elv-
erum, Tynset, Þrándheim, Krist-
jánssund, Molde, Geiranger, Lille-
hammer og Eidsvall, auk þess
sem dvalið yrði í Osló í þrjá daga.
Einnig yrði boðið upp á þann
möguleika að dvelja í hálfan mán-
uð í Kristjánssandi í tengslum við
leiguflug til Noregs 16. júní og 7.
júlí.
Varðandi ferðir fyrir eldri
borgara til Jersey sagði Steinn að
þessi fallega Ermarsundseyja
hefði í vaxandi mæli hlotið vin-
sældir farþega Úrvals í einstakl-
ingsferðum. Því yrði nú boðið upp
á sérstakar hópferðir þangað.
Eyjan byði upp á góða veðráttu,
mikla náttúrufegurð og gamlar
minjar ásamt skemmtilegum
bæjum með fjölbreyttu lífi, góða
veitingastaði og verzlanir og ekki
sízt hagstætt verðlag. I ferðinni,
sem farin yrði 4. júní, yrði staldr-
að við í London í þrjá daga á
fyrsta flokks hóteli.
Þá sagði Steinn að eins og und-
anfarin ár mundi Úrval annast
pantanir og útgáfu allra farseðla
fyrir færeysku ferjuna Smyril,
sem haldið hefur uppi föstum
áætlunarferðum hingað sl. sjö ár.
Boðið er upp á gistingu í öllum
verðflokkum, frá þilfarsplássi upp
í tveggja manna klefa. í sumar
verða eins og áður vikulegar
brottferðir frá fslandi til Noregs,
Danmerkur og Skotlands.
Jafnframt verður lögð áherzla á
ferðamátann „flug og bíll“, sem
Úrval hefur boðið upp á undan-
Vökumenn þjóðarinnar!
Hvað sagði
þingmaðurinn?
— eftir dr. Benjamín
H.J. Eiríksson
Þingheimur ávarpaður
Hinn 29. des. sl. birtist í Morg-
unblaðinu kafli úr ræðu Egils
Jónssonar alþm. er hann flutti við
3. umræðu fjárlaga. Áburðarverk-
smiðjan safnar vanskilaskuldum,
sagði E.J. og er það nafnið á grein-
inni. En í yfirfyrirsögn kallar
hann þetta kalda jólakveðju til
bænda. Þetta er misskilningur hjá
honum. Þetta er köld kveðja til
þjóðarinnar allrar, því að bændur
bera ekki kostnaðinn af áburðin-
um, heldur neytendur, þjóðin.
Verðið á áburðinum fer beina leið
inn í afurðaverðið. Þessi kalda
kveðja er kveðja liðinna óstjórnar-
ára til þeirrar framtíðar sem nú
er komin. Ræðustúfurinn er vissu-
lega þörf ádrepa, þeim sem læsir
eru á efnið.
Þingmaðurinn segir að óskir
ríkisstjórnar varðandi samráð við
stjórnarandstöðuna um afgreiðslu
málsins hafi byggst á ósk hennar
um þögn um málið. En í ræðunni
kemur nægilega mikið fram af
staðreyndum til þess að greinilega
sjáist í hina algjörlega
fyrirhyggjulausu stjórn efna-
hagsmálanna undanfarin veltiár.
Fjármagnið
Til þess að framleiða efnaleg
gæði nægja ekki hendurnar einar.
Tæki, orka og hráefni verða að
koma til, auk einhvers jarðnæðis.
Þetta kostar fjármagn, sem síðan
er smám saman endurgreitt. Og
til þess að fá rétt framleiðsluverð
verður því að bæta upphæð sem
endurgreiðslu nemur og vöxtum
— við vinnulaun, orku og fleira
þess háttar. Setjum sem svo, að
stofnkostnaður fyrirtækis, fjár-
magnið, sé 100 milljónir króna. Á
hverju ári verður þá að ætla
ákveðna upphæð til þess að standa
straum af þessu fjármagni. Setj-
um sem svo, að fyrirtæki tapi 10
m.kr. fyrsta árið. Þetta verður
auðvitað að greiða með lánsfé.
Fjármagnið, sem standa verður
straum af, er nú komið upp í 110
m.kr. Þetta þýðir að fjármagns-
kostnaður framleiðslunnar hefir
hækkað um 10%. Haldi svona
rekstur áfram, þá sekkur fyrir-
tækið fljótt dýpra og dýpra í
skuldafenið. Fyrirtækið vantar
rekstrarfé, lesum vér í blöðunum.
Rekstrarféð er tapað. Síðan blasir
gjaldþrotið við. Tapið, sem alþýðu-
bandalagsmenn hafa svo lengi
verið duglegir að boða sem bók-
haldsatriði eitt saman, hefir því
vissulega alvarlegar afleiðingar.
Meðan fyrirtækinu er að blæða út
hafa allir atvinnu. Allt leikur í
lyndi, því að Seðlabankinn sér um
greiðsluhallann við útlönd, sem
tapreksturinn orsakar ... Eigi
ríkið fyrirtækið, þá kemur gjald-
þrotið náttúrlega ekki svo fljótt.
Það eru margvíslegir pólitískir
hagsmunir, sem taka þarf tillit til.
Vasar skattgreiðendanna eru
djúpir. Mörgum stjórnmála-
mönnum finnst þeir þekki þá út og
inn, enda heimagangar þar.
Vanskil
Þingmaðurinn talar um van-
skilaskuld Áburðarverksmiðjunn-
ar, 100 milljónir króna erlendis.
Svo að fyrirtækið er komið í van-
skil vegna skulda erlendis, upp á
litlar 100 m.kr. Þingmaðurinn
kallar þetta líka óreiðuskuldir.
Þegar Járnbiendiverksmiðjan og
Sementsverksmiðjan koma til, að-
eins með tap síðastliðins árs, þá er
upphæðin sennilega komin langt
yfir 300 m.kr. Þetta er ósnotur
upphæð, og það eins þótt hlutur
Elkem væri dreginn frá. Á mestu
af þessu á íslenzka ríkið að standa
skil. Til eru menn sem vildu helzt
að álið væri með. Ekki yrði upp-
hæðin síður myndarleg við það.
Einnig myndi Landsvirkjun geta
hjálpað upp á myndarskapinn, og
það svo um munaði.
Vanskil! Það er ekki nóg með að
skuld Áburðarverksmiðjunnar sé
stór, heldur er hún í vanskilum.
Seðlabankinn hefir sennilega
bjargað andliti ríkisins út á við,
enda er hann til þess. En stað-
reyndirnar eru jafn óhrjálegar
fyrir. Þessar 100 m.kr. verða auð-
vitað að greiðast með hærra
áburðarverði á komandi árum,
a.m.k. að öllu óbreyttu. Fer þá að
lækka risið á kenningunni um
ódýra áburðinn, frá verksmiðju
sem ríkið ætti og ræki til hagsbóta
fyrir land og þjóð, en ekki menn
sem rækju verksmiðjuna í gróða-
skyni. Þessum rökum — um ódýra
áburðinn frá ríkisverksmiðjunni
— var mikið haldið á loft gegn
okkur, sem vildum að verksmiðjan
yrði ekki ríkisfyrirtæki. Að nafn-
inu til var hún það heldur ekki, en
það var aðeins að nafninu til.
Þögn — Þögn
Að baki þessa dularfulla máls,
sem þingmaðurinn er að reyna að
vekja athygli á, máls, sem mest
líkist toppinum á ísjaka, dyljast
tvær ónotalegar staðreyndir.
Verðið á áburði þeim sem verk-
smiðjan framleiðir, framleiðslu-
kostnaðurinn, er hærra en á inn-
fluttum áburði. Fyrirtækinu er
„Meðan fyrirtækinu er aö
blæða út hafa allir at-
vinnu. Allt leikur í lyndi,
því að SeÖlabankinn sér
um greiðsluhallann viö út-
lönd, sem tapreksturinn
orsakar. Eigi ríkið fyrir-
tækið, þá kemur gjald-
þrotið náttúrlega ekki svo
fljótt. ÞaÖ eru margvísleg-
ir pólitískir hagsmunir,
sem taka þarf tillit til.
Vasar skattgreiðendanna
eru djúpir.“
illa stjórnað. Hverjir bera ábyrgð?
Alþingi og ríkisstjórn. Hvað segir
Egill?:
„Það er ástæðulaust að fara um
það hér mörgum orðum eftir hverju
er leitað við stjórnarandstöðuna í
þessum viðræðum. En það er ein-
ungis það að þegja yfir þessu máli,
að láta sem minnst á þessu bera,
lcita eftir samkomulagi við það að
þetta mætti fara inn í 6. gr. þannig,
að sem allra minnst yrði eftir því
tekið. Á þessu byggðust óskir ráð-
herra og ríkisstjórnar um samráð.“
Óskir ríkisstjórnar og ráðherra
voru þær að fá stjórnarandstöð-
una til að þegja. Skilur þjóðin ekki
hvað þingmaðurinn er að segja?
Það er um ekki minna mál að
ræða en að blekkja þjóðina. Hverj-
ir? Æðstu trúnaðarmenn hennar.
Þingmaðurinn bætir við: „Það
er engan veginn víst, að þing-
mönnum gefist kostur á því að
ræða þetta mál síðar í vetur þó að
þess væri full þörf.“ Fái þingmenn
ekki einu sinni að fylgjast með
málinu, hve mikið er þjóðinni ætl-
að að vita og skilja?
Hugsjónalandhelgi
félagshyggjunnar
Öll ættum vér að geta skilið, að
fyrirtæki, sem framleiða til út-
flutnings, og selja á heimsmarkaði
í harðri samkeppni, eins og álverið
og járnblendiverksmiðjan gera,
geti neyðzt til að stofna til skulda
á erfiðum tímum. Langtum erfið-
ara er að sætta sig við það, að
fyrirtæki, sem framleiða aðeins
fyrir vel þekktan innlendan mark-
að, skuli vera komin í hörmulegar
aðstæður vegna margra ára tap-
rekstrar og skuldasöfnunar. En
þetta á víst bæði við um sement og
áburð. Hvorttveggja eru ríkisfyr-
irtæki, undir yfirstjórn Alþingis.
Og bæði munu vera meira en ald-
arfjórðungs gömul.
Eg er þeirrar skoðunar, að
ástæðurnar fyrir feluleiknum séu
margar. Þingmaðurinn virðist
halda að ein sé mest: Þessi um-
rædda vanskilaskuld er jafnhá and-
virði alls áburðar, sem bændur
landsins keyptu á árinu 1981.
Fyrir mörgum árum komst ég
að þeirri niðurstöðu, að mistök
stjórnmálamanna í efnahagsmál-
um væru þjóðinni oft dýr, en sá
kostnaður væri samt lítill miðað
við það sem það kostaði að breiða
yfir þau.
Brot úr sögu
Þegar Framkvæmdabankinn
var stofnaður var í frumvarpinu
lagt til, að bankinn fengi tilteknar
eignir ríkisins sem stofnfé. Þar
með voru skuldabréf Sogsvirkjun-
ar, Laxárvirkjunar og Áburðar-
verksmiðju fyrir svokölluðu mót-
virðisfé, ennfremur hlutabréf
ríkisins í verksmiðjufélaginu. Ég