Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
67. tbl. 70. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Stjórnarmyndunin í Bonn:
Strauss verður
ekki ráðherra
Skipan stjórnarinnar væntanlega kunngerö í dag
Miinrhen, 21. marz. AP.
Frá fundi fjármálaráðherra aðildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu í gær, þar sem gengi marksins var hækkað um
5,5% en gengi frankans var lækkað um 2,5%. Til vinstri er Gerhard Stoltenberg, fjármálaráðherra Vestur-Þýzkalands
en til hægri Jacques Delore, fjármálaráðherra Frakklands.
GjaldmiÖhim átta
EBE-landa breytt
Markið hækkað, frankinn felldur, dollarinn hækkar í kjölfarið
Brussel, 21. marz. AP
FUNDI fjármálaráðherra aðildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu (EBE)
lauk í dag, með því að gerðar voru talsverðar leiðréttingar innbyrðis á átta
gjaldmiðlum og skiptu þar mestu máli 5.5 % hækkun á gengi vesturþýzka
marksins og 2,5 % lækkun á gengi franska frankans. Þetta er sjöunda
leiðréttingin innbyrðis á gjaldmiðlum Vestur-Evrópu síðan 1979, er
svonefndu peningakerfi Evrópu var komið á fót til þess að auka jafnvægi í
peningamálum innan EBE, en með því voru gjaldmiðlar átta af löndum
bandalagsins tengdir hver öðrum með tilliti til gengis.
Samkomulag náðist aðeins
nokkrum klukkustundum áður en
stjórnarleiðtogar aðildarlanda
EBE, sem eru tíu, komu saman til
reglulegs fundar til þess að ræða
fjármál landanna innbyrðis en
einnig samskipti austurs og vest-
urs, ástandið í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafsins og fleiri
alþjóðamál, sem efst eru á baugi.
komu upp í flokknum. Nú hefur þessi
flokkur þó hlotið meiri stuðning en
nokkru sinni áður.
Auk kommúnistaflokksins hafði
Miðflokkurinn tapað miklu fylgi eða
3,3%. Ekki var þó enn vitað, hve
marga þingmenn sá flokkur fengi,
þar sem hann var í kosningabanda-
lagi við tvo aðra flokka í sumum
kjördæmum.
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna
létu í ljós undrun í kvöld yfir gengi
Landsbyggðarflokksins.
Ekki var tekin ákvörðun um
gengi gagnvart Bandaríkjadollar
á fundi ráðherranna, en hann
"hækkaði strax mikið, er gengis-
breyting EBE-landanna innbyrðis
var kunngerð. Þannig var verð
dollarans orðið 7.2425 franskir
frankar aðeins nokkrum klukku-
stundum síðar, en var 6.9250 sl.
föstudag. Gengi marksins varð
2.4150 á móti dollar, en var 2.3900
sl. föstudag.
Aðrar gengisbreytingar inn-
byrðis, sem gerðar voru á fundi
fjármálaráðherranna, voru þær,
að hollenzka gyllinið hækkaði um
3.5 %, danska krónan hækkaði um
2.5 % og belgíski og luxemburgíski
frankinn hækkuðu um 1,5 %. It-
alska líran lækkaði um 2,5 % og
írska pundið um 3,5 %.
Eitt helzta markmið gengis-
breytinganna var að lækka verð á
frönskum útflutningsvörum og
ferðamannaþjónustu og draga úr
innflutningi Frakka frá Vestur-
Þýzkalandi, sem er aðal viðskipta-
land þeirra. Eiga þessar aðgerðir
að draga úr óhagstæðum við-
skiptajöfnuði Frakka, sem nam 93
milljörðum franka (13,6 milljörð-
um dollara) á síðasta ári og hafði
tvöfaldast frá árinu 1981. Það er
þessi viðskiptahalli, sem grafið
hefur undan gengi franska frank-
ans á undanförnum vikum og
gerði gengisleiðréttinguna nú að
knýjandi nauðsyn. Þetta er í
þriðja sinn, sem gengi franska
frankans er lækkað, frá því að
Francois Mitterand var kosinn
forseti 10. maí 1981.
Finnsku þingkosningarnar:
FRANZ Josef Strauss hefur
hafnað boöi Helmuts Kohls,
kanslara Vestur-Þýzkalands,
um aö taka sæti í samsteypu-
stjórn hans í Bonn og hefur í
þess staö ákveöið aö gegna
áfram embætti sínu sem for-
sætisráðherra fylkisstjórnar-
innar í Bæjaralandi. Skýröi
Kdmund Stoiber, fram-
kvæmdastjóri CSU, sem er
flokkur Strauss, frétta-
mönnum frá þessu í dag, eft-
ir aö sérstakur fundur hafði
verið haldinn í miöstjórn
CSU til þess að fjalla um viö-
ræöur þær um stjórnarmynd-
un, sem staðið hafa yfir í
Bonn.
Talið var, að Strauss hefði haft
fullan hug á því að verða utanrík-
isráðherra og varakanslari að
auki. Með því var Kohl kanslari
hins vegar settur í mikinn vanda,
því að það hefði ekki verið unnt án
þess að ýta til hliðar Hans Diet-
rich Genscher, núverandi utanrík-
isráðherra, en álitið er víst, að sá
síðarnefndi vilji alls ekki láta
embætti utanríkisráðherra af
hendi. Kristilegu flokkarnir hafa
heldur ekki hreinan meirihluta á
þingi þrátt fyrir mikinn sigur
þeirra í kosningunum og er þeim
þvi nauðsyn á stuðningi frjálsra
demókrata, sem Genscher er leið-
togi fyrir, til myndunar nýrrar
stjórnar.
Stoiber sagði, að miðstjórn CSU
hefði einróma lýst yfir stuðningi
við ákvörðun Strauss og þakkað
honum þann árangur, sem náðst
hefði í stjórnarmyndunarviðræð-
unum í Bonn. I þessum viðræðum
hefði fengizt vissa fyrir áfram-
haldandi tengslum milli kristilegu
flokkanna, sem væri forsenda
fyrir lausn aðsteðjandi vandamála
og nauðsynlegur grundvöllur fyrir
samvinnu við frjálsa demókrata.
Gert er ráð fyrir, að viðræðum
um stjórnarmyndun ljúki í Bonn á
morgun, þriðjudag, og að ráð-
herralisti hinnar nýju ríkisstjórn-
ar verði þá kunngerður.
Hættuleg-
ur flótti frá
Póllandi
Stokkhólmi, 21. marz. AP.
POLSK einshreyfils flugvél með
12 flóttamenn um borð lenti heilu
og höldnu neyðarlendingu á flug-
velli í Suður-.Svíþjóð í morgun, að-
eins nokkrum mínutum eftir að
flugmanninum tókst með naum-
indum að koma í veg fyrir, að vél-
in færi í sjóinn. í hópnum voru
átta fuilorðnir og fjögur börn og
var farkostur þeirra 14 sæta Ant-
onov-flugvél smíðuð í Sovétríkjun-
um. Flugvélin lagði af stað í þoku-
veðri snemma á mánudagsmorgun
frá flugvelli fyrir utan Gdansk í
Norður-Póllandi og lenti tveimur
klukkustundum síðar í grennd við
Kristianstad í Svíþjóð.
Pólverjarnir báðu strax um
pólitískt hæli í Svíþjóð og er tal-
ið víst, að þeir muni fá það.
Sögðu þeir ástæðuna fyrir flótta
sínum vera stjórnmálakúgun í
heimalandi sínu. Sture Ljung-
kvist, lögregluvarðstjóri í
Kristianstad skýrði svo frá á
fundi með fréttamönnum síð-
degis í dag, að flugmaður vélar-
innar hefði tekið þá ákvörðun að
lenda neyðarlendingu, er elds-
neyti vélarinnar var á þrotum.
„Flugmaðurinn skýrði mér frá
því, að hann hefði villzt af leið,
er hann var kominn framhjá
Borgundarhólmi," sagði Ljung-
kvist. „Síðar, er flugvélin var
komin upp að strönd Svíþjóðar,
lá við, að hún færi í sjóinn, en
flugmanninum tókst að ná hæð
á nýjan leik.“
yggðarflokkur-
mjög fylgi sitt
Landsb
inn jók
llelHÍngfors, 21. marz. AP.
HELZTI stjórnarflokkurinn í Finnlandi, flokkur jafnaðarmanna, tryggði sér sigur
í þingkosningunum, sem fram fóru í dag og í gær. Landsbyggðarflokkurinn vann
þó enn meiri sigur. Er 99,9% atkvæða höfðu verið talin, höfðu jafnaðarmenn bætt
6 þingsætum við þau 52, sem þeir höfðu áður, en Landsbyggðarflokkurinn hafði
hlotið 18 þingsæti í stað 6 í kosningunum 1979. „Græningjarnir" svonefndu
komust á þing og fengu tvo menn kjörna.
Kommúnistar biðu nánast afhroð,
sem talið er vera afleiðing þess
klofnings, er ríkt hefur í röðum
þeirra að undanförnu. Allar horfur
voru á því, að þeir fengju aðeins 27
þingsæti nú í stað 35 áður. Samein-
ingarflokkur hægri manna, sem mið-
að við skoðanakannanir mátti gera
sér vonir um að vinna talsvert á,
fékk nú að finna fyrir því, að
skoðanakannanir geta reynzt rang-
ar. I stað þess sigurs, sem þessum
flokki hafði verið spáð, voru allar
líkur á því, að hann myndi tapa
tveimur þingsætum, en nú hefur
hann 44.
Haft var á orði á meðal stjórn-
málaskýrenda í Helsingfors í kvöld,
að það væri „tómahljóð" í sigri
Landsbyggðarflokksins, sökum þess
að allir vissu, hve erfitt sá flokkur
ætti með að vinna með öðrum
stjórnmálaflokkum og einsamall
fengi þessi flokkur engu áorkað.
Landsbyggðarflokkurinn kom fyrst
á óvart í þingkosningum 1970, er
hann fékk 17 þingsæti, en ekki leið á
löngu, er miklar innbyrðisdeilur