Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 Afganistan: Hörð átök við Kandahar Moskva, 21. okt. AP. FRÁ því var greint í sovéska sjónvarpinu í gær, aó miklir bardagar við afganskar frelsissveitir stæðu yfir við borgina Kandahar í norðurhluta Afgan- istan og fengi borgin ekki nema einn fjórða hluta orkuþarfar sinnar af þeim sokum. I»á hermdu sovéskar fregnir frá Afganistan að bandarískir ráðgjafar væru að þjálfa „hryðjuverkamennina" afgönsku í notkun eiturefnavopna og í nýlegum herferðum gegn „skæruliðum" hefðu sovéskir hermenn haft hendur í hári all margra erlendra málaliða. Þetta er í fyrsta skiptið sem Sovétmenn ýja að því að Banda- ríkjamenn sjái frelsissveitunum fyrir eiturvopnum, en þetta er tal- ið svar Sovétmanna við marg- ítrekluðum ásökunum Banda- ríkjamanna, að Rússar beiti slík- um vopnum í hernaði sínum í Afg- anistan. Frá meintum efnavopnahlut- deildum Bandaríkjamanna í Afg- anistan var einnig frá greint í sov- éska flokksblaðinu Trud. Þar sagði að afganskur frelsissveitarmaður sem handtekinn var af sovéskum hermönnum, hafi greint frá því að bandarískir ráðgjafar hafi kennt sér að tendra og varpa frá sér eit- urefnahandsprengjum. Þá greindi Tass frá því að 18 málaliðar hafi verið handteknir í árás sovéskra hermanna á stöðvar frelsissveit- anna. Ekki gat Tass þess hverra þjóða hinir meintu málaliðar Flóttamaður send- ur nauðugur heim l/ondon, 21. mars. AP. RÍKISSTJÓRN Margrétar Thatch- ers í Bretlandi sætir nú gagnrýni fyrir að hafa sent Rúmeníumann nokkurn heim til sín gegn vilja hans. Þetta er hið sérkennilegasta mál, Rúmeninn Stancu Papusoiu, hafði beðið um hæli sem pólitískur flótta- maður og rúraensk stjórnvöld höfðu tilkynnt þeim bresku, að þau kærðu Smyslov frestaði fyrstu skákinni Velden, Austurríki, 21. mars. AP. FJÓROIINGSÍJRSLITIN fyrir heims- meistaraeinvígið í skák hófust í gær með viðureign þeirra Nönu Ioseliani frá Sovétrfkjunum og Liu Shi Lan frá Kína og lauk henni með jafntefli. í karlaflokki var fyrstu skákinni hins vegar frestað. Nokkrum stundum áður en skák þeirra Vassili Smyslovs og Roberts Húbners átti að hefjast, fór Smysl- ov fram á að henni yrði frestað vegna veikinda hans og var þá ákveðið, að hún skyldi fara fram á morgun, þriðjudag. Ef Smyslov get- ur ekki teflt skákina þá hefur hann tapað henni. Síðastliðinn laugardag vann sov- éski stórmeistarinn Garri Kasp- arov, sem er aðeins 19 ára gamall, sér rétt til þátttöku í undanúrslit- um heimsmeistaraeinvígisins með því að sigra landa sinn, Alexander Belyavsky, í Moskvu. Kasparov fékk sex vinninga í viðureigninni en Belyavsky þrjá. sig ekki um að fá manninn fram- seldan. Papusoiu kom til Bretlands í apríl og voru pappírar hans ekki í lagi. Hann baðst hælis sem pólit- ískur flóttamaður, en níu af síð- ustu ellefu árunum hefur hann dvalið í rúmenskum fangelsum fyrir sex tilraunir til að flýja til Vesturlanda. Rúmeninn var í haldi í Ashford áður en hann var sendur til síns heima. Að sögn Lionel Bloch, sem var lögfræðingur hans í Englandi, var skjólstæðingur hans tvívegis barinn sundur og saman af fanga- vörðum á staðnum. „Ég greindi ekki frá því þar sem ég taldi það myndi draga úr líkum á því að Stancu fengi að vera um kyrrt.“ Starfsfólk á Heathrowflugvelli fylgdist með er verðir drógu Pap- usoiu spriklandi og sparkandi út í rúmenska flugvél á miðvikudag- inn í síðustu viku. Var hann víða marinn og blár, með ör á höndum og fótum, auk þess sem í hann vantaði nokkrar tennur. Talsmaður rúmenska sendiráðs- ins í London sagðist í gær ekkert skilja í innanríkisráðuneytinu breska, „við tjáðum breskum stjórnvöldum að við vildum ekki sjá að fá Papusoiu aftur til Rúm- eníu, en þau sendu hann samt, án þess að yrða frekar á okkur.“ Mikil reiði er víða í Bretlandi vegna þessa máls, þar er gjarnan rætt um hvernig standi á því að lýðræðisríki eins og Bretland geti samvisku sinnar vegna sent sak- lausan mann í greipar fangaklefa í kommúnistaríki. David Frost ásamt brúði sinni, lafði Carina Fitzalan Howard. David Frost kvæn- ist hertogadóttur London, 21. mars. AP. DAVID Frost, sem kunnur er af sjónvarpsviðtölum sínum, gekk sl. laugardag að eiga dóttur hertogans af Norfolk, lafði Carina Fitzalan Howard, og fór hjónavígslan fram á skráningarskrifstofu Lundúnaborg- ar. Um 500 manns söfnuðust saman fyrir utan skrifstofuna til að árna brúðhjónunum til hamingju. Þetta er annað hjónabandið hjá David Frost, sem er 43 ára að aldri, en lafði Carina, sem nú stendur á þrítugu, hefur ekki verið gift áður. Frost, sem skildi við leikkonuna Lynne Frederick í júní í fyrra, sagði, að þau hjón- in ætluðu í stutta brúðkaupsferð en síðan sneri hann aftur til starfa í næstu viku. Vinskapur þeirra Frosts og lafði Carinu hefur staðið allt frá því að upp úr hjónabandi þeirra Frost og Lynne Frederick slitn- aði en hún var áður gift Peter heitnum Sellers. Faðir lafði Car- inu er kaþólskur en sjálfur er Frost sonur meþódistaprests. „Gandhi“ hreppti 5 titla London, 21. mars. AP. KVIKMYND Richard Attenbor- oughs, „Gandhi", hreppti dýrmæt- ustu verðlaunin hjá bresku kvik- myndaakademíunni um helgina. Myndin var kjörin besta kvikmynd ársins, Richard Attenborough var kjörinn besti leikstjórinn, Ben Kingsley, sá er lék Gandhi, var kjör- inn besti karlleikarinn í aðalhlut- verki og efnilegasti nýliðinn í kvik- myndaheiminum. Þá var Rohini Hattangandhy kjörin besta leikkon- an í aukahlutverki, en hún lék eig- inkonu indverska þjóðarleiðtogans. Attenborough sagði i samtali við fréttamenn um helgina, að myndin hefði þegar skilað 30 milljónum dollara í beinhörðum peningum í kassann. Aðrir sem heiðraðir voru hjá akademíunni voru Katherine Hepburn fyrir leik sinn í mynd- inni „On Golden Pond“, en fyrir sama hlutverk nældi hún í Oscars-verðlaun á síðasta ári. Besti karlleikarinn í aukahlut- verki var kjörinn Jack Nicholson fyrir hlutverk sitt í „Reds“. Besta kvikmyndunin var að mati aka- demíunnar í myndinni „Missing" og fransk/ ítalska myndin „Christ stopped at Eboli“ var kjörin besta erlenda kvikmyndin. Breska Verkamanna- flokknum spáð ósigri London, 21. mnrs. AP. Verkamannaflokkurinn breski mun missa þingsæti sitt í Darlington í aukakosningunum nk. fimmtudag, að því er fram kemur í skoðana- könnun, sem birtist í The Sunday People í gær. Því er spáð, að sigur- vegarinn verði frambjóðandi kosn- ingabandalags jafnaðarmanna og frjálslyndra. Það gengur nú fjöliunum hærra, að Michael Foot, leiðtogi Verka- mannaflokksins, muni segja af sér formennsku ef Darlington tapast, en fyrir aðeins mánuði missti flokkurinn Lundúnakjördæmið Bermondsey yfir til kosninga- bandalagsins. I skoðanakönnun- inni kemur fram, að kosninga- bandalagið hefur nú fylgi 38,6% kjósenda í Darlington, Verka- mannaflokkurinn 36,5% og íhaldsflokkurinn 24,6%. í fyrri skoðanakönnunum hefur Verka- mannaflokkurinn haft forystuna. The Sunday People segir einnig, að svo virðist sem Margaret Thatcher njóti nú minna fylgis en áður meðal íhaldssamra kvenna í Darlington og að ástin þeirra í augnablikinu heiti Tony Cook, glæsilegur maður og kunnur úr sjónvarpinu á staðnum, en hann er jafnframt frambjóðandi kosn- ingabandalagsins. Bandarfkin: Hagvöxturinn um 4% á fyrsta ársfjórðungi Washington, 21. mars. AP. MIKILS bata er nú farið að gæta í bandarísku efnahags- lífí og í dag greindu sérfræð- ingar stjórnarinnar frá því, velli hefði aö öllum líkindum verið um 4% það sem af er þessu ári, sá mesti í tvö ár. Bráðabirgðatölur bandaríska að hagvöxturinn á ársgrund- viðskiptaráðuneytisins benda til, Sovétríkin: Fimmtugsafinælið varð ráðherranum að falli Moskvu, 21. mars. AP. SOVÉSKUR aóstoðarráðherra, sem byggði sér sumarhús á kostn- að ríkisins og hélt einhverja glæsi- legustu afmælisveislu, sem sögur fara af í Sovétríkjunum, hefur ver- ið rekinn úr starfi fyrir spillingu, að því er Pravda, málgagn komm- únistaflokksins, skýrði frá í gær. Pravda sagði, að Anatoly M. Yershov, fyrsti aðstoðarráð- herra í því ráðuneyti, sem hefur með ýmis aðföng til léttaiðnað- arins að gera, hefði verið rekinn úr starfi og auk þess hefði „mjög alvarleg áminning" verið skráð í flokksskírteinið hans eftir að upp um hann komst. Yershov er háttsettastur þeirra manna, sem orðið hafa fórnarlömb herferð- arinnar á hendur spillingu í Sov- étríkjunum eftir að Yuri Andr- opov varð leiðtogi kommúnista- flokksins í nóvember sl. Pravda nefndi tvö dæmi um spillt athæfi Yershovs. Annað var fimmtugsafmælið hans, sem hvergi stóð að baki tilstandinu við opinberar heimsóknir, og hitt var sumarhúsið í sveitinni, sem var með eindæmum vel byggt og vandað í alla staði. Allt á ríkisins kostnað að sjálfsögðu. Þegar Yershov varð fimmtug- ur hélt hann „dálítið hóf“ í Moskvu og komu til þess sendi- nefndir hvaðanæva að úr Sovét- ríkjunum, menn, sem á einn eða annan hátt unnu fyrir ráðuneyt- ið hans, og meðan gestirnir biðu eftir því að geta afhent gjafir sínar, mynduðu þeir biðröð, sem var eins í laginu og nafnið eða undirskrift Yershovs sjálfs. Pravda tók þó fram, að að sjálf- sögðu hefði enginn þurft að hafa áhyggjur af ferðakostnaðinum eða af gjöfunum, ríkið hefði ver- iö látið borga það allt saman. Fimmtugsafmælið hans Yers- hovs varð honum að falli, sagði Pravda. „Það fór ekki hjá því að þessi hátíðahöld vektu athygli og það kom líka í ljós, að sá, sem stóð fyrir þeim, var orðinn því vanur að lifa í vellystingum praktuglega," sagði í blaðinu. að hagvöxturinn nú hafi ekki verið meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi 1981. Larry Speakes, talsmaður forsetans, sagði, að þetta væru „stórgóðar fréttir og besta vís- bendingin um að endurreisn efna- hagslífsins væri hafin.“ Sam- kvæmt þessum tölum er verðbólg- an með tilliti til þjóðarframleiðslu aðeins 2,8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sú minnsta í 11 ár. Á síðasta ársfjórðungi 1982 var hún 4,9%. Tekið er fram, að bráða- birgðatölur viðskiptaráðuneytis- ins eru fremur grófur útreikning- ur á helstu efnahagsstærðum, sem oftar en ekki þarf nokkurra leið- réttinga við þegar frekari upplýs- ingar berast. Ýmsir efnahagssérfræðingar hafa verið að spá þessum bata í efnahagslífinu, en flestir eru þeir sammála um, að framundan sé ekki bara beinn og breiður vegur, heldur muni endurreisnin nokkuð ganga í bylgjum. Ástæðan fyrir því er sú, að sumar greinar efna- hagslífsins eiga enn við verulega erfiðleika að etja. Mjög hefur lifn- að yfir iðnaðarframleiðslunni og fjörkippur er hlaupinn í húsbygg- ingar en ennþá hallar undan fæti fyrir þjónustugreinunum. At- vinnuleysið er enn mikið, 10,2%, og er ekki búist við að úr því dragi fyrr en nokkuð líður frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 67. tölublað og Íþróttablað (22.03.1983)
https://timarit.is/issue/119079

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

67. tölublað og Íþróttablað (22.03.1983)

Aðgerðir: