Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983
Minningarkapella Hrafn-
istu vígð á sunnudaginn
Sér Sigurður H. Guðmundsson messar í nýju kepellunni á sunnudaginn.
f baksýn má sjá herra Pétur Sigurgeirsson biskup, en hann vígði kapell-
una.
Á SUNNUDAGINN var vígð kap-
ella í nýju álmu Hrafnistuhússins
í Hafnarfirði. Biskup íslands,
herra Pétur Sigurgeirsson, vígði
kapelluna, en sóknarprestur Víði-
staðasóknar, séra Sigurður H.
Guðmundsson, messaði. Kapell-
an er kostuð af minningargjöfum
sem gefnar hafa verið í heilsu-
gæslusjóð Hrafnistu, og heitir
kapellan Minningarkapella
Hrafnistu. Geta gefendur fest
upp skildi í kapellunni til minn-
ingar um látna vini og ættingja.
Þegar hafa verið festir upp fjórir
slíkir skildir.
Það var Halldór Guðmunds-
son arkitekt sem hannaði kap-
elluna, en Halldór teiknaði hús
Hrafnistu í Hafnarfirði. Við
altarið eru tveir gluggar sem
Gunnar Hjaltason hefur unnið
Þarna sjást gluggarnir tveir úr steindu gleri sem Gunnar Hjaltason gerði.
Myndirnar eru af Guðmundi góða og heilögum Þorláki.
í myndir úr steindu gleri.
Myndirnar eru af Guðmundi
góða og heilögum Þorláki og í
baksýn eru Hólar og Skálholt.
Séra Sigurður H. Guðmundsson
sagði að þetta væri táknrænt,
og ætlað til að minna á að stól-
arnir á Hólum og Skálholti
voru fyrstu stofnanirnar hér-
lendis sem beittu sér fyrir elli-
þjónustu. Þá sagði Sigurður að
kapellan væri fyrst og fremst
hugsuð sem staður þar sem fólk
gæti komið hvenær sem er og
verið eitt með sjálfu sér og guði
sínum.
Þu þarfft á henni a& halda
Bokin
ISLENSK FYRIRTÆK11983
er komin
Fyrirtækjaskrá
Umboðaskrá
Vöru- og þjónustuskrá
Skrá yfir vörusýningar
erlendis
Skipaskrá
Dagbók
Hringið og pantið eintak
sími82300
FRJÁLST FRAMTAK hf.
Utgáfa timarita og bóka, auglýsingagerð og ráðgjöf.
Armúla 18-105 Reykjavík-Ísland-Sími 82300
Höfum ákveðið að
bíða átekta og fylgjast
með framvindu mála
— segir í yfirlýsingu „frjáls-
lyndra sjálfstæðismanna“
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfírlýsing frá „frjáls-
lyndum sjálfstæðismönnum“. Undir
yfirlýsinguna rita nöfn sín Benedikt
Bogason, Sveinn Björnsson og
Gunnar Bachmann.
„Á undanförnum árum hefur
flokksræði og óbilgirni færst í
vöxt innan Sjálfstæðisflokksins.
Um leið og þessi þróun hefur
gengið gegn helstu markmiðum
Sjálfstæðisflokksins um lýðræði
og einstaklingsfrelsi, hefur hún
valdið vaxandi óánægju og kvíða
hjá fjölmörgum Sjálfstæðis-
mönnum.
Þótt benda megi á, að lítill
ágreiningur hafi komið fram um
þá víðsýnu stefnumótun, sem
flokkurinn hefur að jafnaði sett
fram í þjóðmálum, er hinu ekki að
leyna, að einstrengingsleg öfl inn-
an flokksins hafa frekar sinnt öðr-
um málum en þeim, er varða ein-
staklinginn og frelsi hans til at-
hafna.
Með þessu telja margir Sjálf-
stæðismenn að flokkurinn hafi
brugðist stefnu sinni.
Þrátt fyrir málefnalegt andóf
gegn þessari þróun innan flokks-
ins, hefur það komið æ betur í ljós
á undanförnum mánuðum, að í
stað tillitssemi og umburðarlynd-
is, stefnir nú í átt til aukins
flokksræðis, sem þrengja muni
flokkinn utan um harðan kjarna
fárra, gegn fjöldanum.
Með þessu er hinu breiða fylgi
Sjálfstæðisflokksins stefnt í voða.
Þar sem óvíst var, hvort hinn mik-
ilhæfi baráttumaður okkar fyrir
frelsi, víðsýni og umburðarlyndi,
dr. Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra, yrði í framboði til kom-
andi alþingiskosninga, töldum við
brýna nauðsyn til þess að láta á
það reyna, hver styrkur hans væri
í þessari baráttu, innan flokks
sem utan, til þess að sporna gegn
þessari óheillaþróun í Sjálfstæðis-
flokknum. Því var afráðið að skora
á dr. Gunnar með undirskriftum
að leiða sjálfstætt framboð til
komandi kosninga.
Undirtektir hafa verið með
ágætum, og auk þess hafa forsæt-
isráðherra borist fjölmargar
áskoranir frá Sjálfstæðismönnum
um land allt.
Því er ekki að neita, að þessar
áskoranir hafa mætt harðri and-
stöðu hinna þröngu flokksræðis-
afla í Sjálfstæðisflokknum, eins
og við var að búast, en þó ber þess
að geta, að málsvarar samlyndis
og flokkseiningar hafa eindregið
hvatt til þess, að beðið yrði átekta,
þar sem þeir telja hilla undir frá-
hvarf frá einstefnu og óbilgirni.
Við höfum í lengstu lög viljað
trúa því, að um síðir rofaði til í
flokkserjum Sjálfstæðismanna,
svo aftur næðist jafnræði milli
ólíkra sjónarmiða í stórum
Sjálfstæðisflokki og flokkurinn
gæti á ný orðið það baráttuafl í
þjóðmálum, sem hann fyrrum var.
Nú hefur dr. Gunnar Thorodd-
sen forsætisráðherra ákveðið að
gefa ekki kost á sér í komandi
kosningum, og höfum við því
ákveðið að bíða átekta, en fylgjast
vel með framvindu mála.“
Skagafjörður:
Rökkurkórinn syng-
ur í Miðgarði
Mælifelli, 15. marz.
RÖKKURKÓRINN hélt söngskemmt
un f Miðgarði sl. laugardagskvöld fyrir
fullu húsi og við ákaflega góðar undir-
tektir. Kórfélagar eru 48, aðallega úr
Akra-, Seylu- og Lýtingsstaðahreppum
og er þetta fjórði veturinn, sem hann
starfar. Söngstjóri í vetur er Gróa
llreinsdóttir, tónlistarkennari f
Varmahlíó.
Dagskrá tónleikanna var mjög
fjölbreytt, enda bæði söngstjóri og
söngfólk fjölhæft, var bæði einsöng-
ur og tvísöngur, karlakvartett, sér-
stakur kvennakór og gamanmál í
ljóði. Einsöngvarar voru Þuríður
Þorbergsdóttir, Sigfús Pétursson og
Gróa Hreinsdóttir, einnig sungu
þær Þuríður og Gróa dúett, en und-
irleikarar voru Einar Schwaiger,
Gróa söngstjóri og Heiðmar Jóns-
son. 2 kórfélagar skemmtu börnun-
um í gerfi músarinnar og refsins úr
„Dýrunum í Hálsaskógi", þeir Jó-
hann Guðmundsson og Helgi Bald-
ursson, en sá síðarnefndi kynnti líka
dagskrána á smellinn hátt.
Söngskemmtunin verður endur-
tekin nk. þriðjudagskvöld, 22. marz,
og munu áreiðanlega margir vilja
eiga skemmtilega kvöldstund með
þeim Rökkurkórsfélögum
G.LÁsg.