Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 21 — kastaði 85,12 metra í Los Angeles „ÉG ÞAKKA ÞETTA fyrst og fremst þjálfurum mínum hér. Ég er mjög ánægöur meö þá og aðstööuna alla saman. Þeir hafa unnið stórvirki og lagaö tækni mína stórkostlega. Þessi bætti árangur er fyrst og fremst tilkominn vegna stórbreytinga á kasttækninni. Öryggið í köstunum er orðið miklu meira, ekki þessi sveifla sem verið hefur hjá mér. Ég held að þetta sé aö koma hjá mér og er bjartsýnn á framhaldið," sagði Einar Vilhjálmsson spjótkastari úr UMSB í samtali viö Morgunblaðið í gær, en um helgina setti Einar nýtt og glæsilet íslandsmet í spjótkasti á frjálsíþróttamóti í Los Angeles. Einar kastaði 85,12 metra á mótinu, en hann átti sjálfur eldra íslandsmetið, sem var 81,22 metr- ar, sett á ísiandsmeistaramótinu 1981. Hann kastaöi lengst í fyrra 80,64 metra. „Ég geröi ekki ráö fyrir aö hvíla mig fyrir þetta mót, en þar sem ég erti dálítið gömul eymsl í baki i síð- ustu viku, þá kom ég ekkert í lyft- ingaherbergiö þá vikuna, og var því afslappaöur og mjúkur til átaka. Viö erum mjög bjartsýnir hér, það eru hlutir sem ég veit aö ég get enn aukiö, tækniatriöi sem ég á eftir aö ná betra lagi á," sagöi Einar. Metiö kom í öðru kasti hjá Ein- ari, og í næstu umferð kastaöi hann 84,44 metra, og undirstrikar það afreksgetuna. í fyrstu umferö kastaöi Einar 77,60 metra, „og ég fann þá aö ég mundi kasta mjög langt, því ég geröi mistök í fyrsta kastinu og var reyndar hissa hvaö þaö reyndist langt. Þjálfarinn ákvaö aö ég skyldi hætta eftir fjórðu umferöina, sem fór fram hálftíma eftir þá þriðju, þar sem viö vorum ekki aö stíla á þetta mót, en í fjóröu umferðinni kastaði ég 79,48 metra," sagöi Einar i samtali viö Mbl. Glæsilegt met í spjótkasti hjá Einari Vilhjálmssyni • Einar Vilhjálmsson setti glæsilegt íslandsmet í spjótkasti, kastaði 85,12 metra og bætti sitt eigið met. Einar segist eiga von á því aö geta gert enn betur. Ljósm. Þónrinn Ragntrsson. Brad Miley: Var reiðubúinn til að taka þr jú vítaskot 99 „MÉR ER alveg óskiljanlegt hvernig hægt var að dæma á mig þrjár sekúndur. Klukkan sýndi Þórdís reyndi við Norðurlandamet Það munaði engu aö ísland eignaöist sitt fyrsta Norðurlanda- met í frjálsíþróttum um langt ára- bil á laugardag, því þá var Þórdís Gísladóttir frjálsíþróttakona úr ÍR tvívegis aðeins hársbreidd frá því að stökkva 1,92 metra í hástökki og setja Norðurlandamet. En Þór- dís setti þó alltént íslandsmet utanhúss, því hún stökk 1,87 metra. „Það var ansi gremjulegt að hún skyldi ekki fara yfir 1,92, því tvisvar var hún komin alla leið, en kræktí í bæði skiptin í rána með hælnum. Ég er viss um að hún á eftir að stökkva þessa hæð, ef ekki betur,“ sagöi Þráinn Haf- steinsson frjálsíþróttamaöur í samtali viö Morgunblaðið, en þau Þórdís eru í hópi margra ís- lenskra frjálsíþróttamanna í Ala- bama. Þetta var fyrsta utanhússmót Þórdísar og því ekki slæm upp- skera aö setja strax met, en fyrra metið átti hún einnig, þaö var 1,86 metrar, og sett er hún varö banda- rískur háskólameistari í fyrra. Þór- dís varö, sem kunnugt er, banda- rískur háskólameistari innanhúss um síðustu helgi, stökk þá 1,88 metra, sem er að sjálfsögöu ís- lenskt innanhússmet. Þráinn sagði aö Þórdís heföi beðið um hækkun í 1,90 metra eft- ir aö hún stökk 1,87 metra, en fyrir einhver mistök var hækkað í 1,92 metra, og komst Þórdís ekki aö því fyrr en í lok keppninnar, þegar mælt var aö nýju. Það þarf vart aö taka fram að Þórdís varö yfir- burðasigurvegari á mótinu, sem fram fór í Gainesville á Flórída, enda með næstbesta hástökks- árangur bandarískra háskóla- kvenna á nýafstaðinni innanhúss- vertíö. Samkvæmt heimildum Mbl. er Norðurlandametið i hástökki kvenna 1,91 metri og er i eigu sænsku stúlkunnar Susanne Lor- entzon. —ágás. ISLANDSMEISTARAR I FIMLEIKUM • íslandsmeistarar í fimleikum áriö 1983. Jónas Tryggvason Ármanni og Kristín Gísladóttir Gerplu. Þau voru vel aö sigrinum komin. Þau sýndu bæði mikla hæfni í æfingunum á mótinu og sigruðu nokkuð örugglega. Sjá frétt á bls. 24. Lj6.mynd Krl>lján Ein>rt>on. tvær þegar ég teygði mig fram og náði boltanum og þá var brotið illa á mér,“ sagöi Brad Miley eftir leikinn. „Þegar dómarinn rétti upp þrjá fingur var ég viss um að ég hefði fengið þrjú vítaskot og geröi mig kláran til þess að taka þau. Ég vissi varla hvaðan á mig stóö veðrið þegar ég sá aö hann hafði dæmt Valsmönnum bolt- ann. Hvílíkur dómur. — Það var sárt að tapa þess- um leik, en einhver verður að tapa. Lið okkar getur að mörgu leyti vel við unað. Við höfum staðið okkur mjög vel í vetur. Við getum veriö stoltir af því að hafa leikið til úrslita gegn Val um titil- inn. Sjá bls. 25. — ÞR Einar vann mótiö örugglega, kastaöi 10 metrum lengra en næsti maöur. Árangur hans er sá bezti, sem nokkru sinni hefur náöst í suövesturríkjum Bandaríkjanna frá upphafi, og segir þaö ekki litla sögu um ágæti afreksins. Þá er árangur Einars nýtt skólamet. Hann bætti eldra metiö um fimm metra. Þetta er jafnframt bezti árangur sem náöst hefur í spjót- kasti í Bandaríkjunum á þessu ári. „Ég verö aö segja þér alveg eins og er, aö ég er mjög bjartsýnn á komandi sumar og geri ráð fyrir að ég eigi eftir aö vinna mikið meira úr því sem ég hef verið aö gera í vetur. Ég hef aldrei æft jafn grimmt og í vetur og er staðráöinn í aö stíla inn á heimsmeistaramótiö í ágúst. Það er langt í frá aö mér finnist ég vera kominn í þaö líkam- lega form, sem ég ætlaöi mér aö vera í. Nú er bara aö halda sér frá meiðslum og vera skynsamur, því eins og við vitum er þetta andskoti meiöslasöm íþróttagrein," sagöi Einar aö lokum. __ ágás. Bjarni sigraói fimmta ário í HINN snjalli júdómaður Bjarni Friðriksson, Ármanni, varð ís- landsmeistari I opnum flokki í júdó fimmta árið í röð, síðastlið- inn laugardag er keppt var ( opnum flokkum á íslandsmótinu í íþróttahúsi Kennaraskólans. Bjarr.i glímdi til úrslita við Kol- bein Gíslason úr Ármanni, harð- skeyttan júdómann, og var glíma þeirra jöfn og spennandi. Bjarni sýndi þó og sannaði aö hann er okkar fremsti júdómaður. Hann glímdi mjög vel og vann sinn fimmta sigur í röð í þessu móti. Gott afrek hjá Bjarna. Átta kepp- endur tóku þátt í opna flokknum og var keppt í tveimur riðlum. Úr- slit urðu þessi: Karlar: 1. Bjarni Friöriksson, Árm. 2. Kolbeinn Gíslason, Árm. 3—4. Siguröur Hauksson, UMFK 3—4. Magnús Hauksson, UMFK Konur: 1. Margrét Þráinsdóttir, Árm. 2. Lisbeth Nedelberg, (gestur) 3. Eygló Siguröardóttir, Árm. Margrét sigraöi örugglega alla keppinauta sína, þeirra á meöal dönsku stúlkuna, sem keppti sem gestur mótinu. Á laugardaginn kemur, 26. mars, verður þriðji og seinasti hluti íslandsmótsins í júdó. Veröur þá keppt í flokkum júníora 17—19 ára og í flokkum unglinga 14—16 ára og ennfremur í þyngdarflokkum kvenna. v m • Bjarni Friðriksson, sterkasti júdómaður landsins um langt árabil. Hann varð fslandsmeistari í opnum flokki um helgina fimmta áriö í röð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.