Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983
39
F A 8 4
10/12
Nýtt nafn í báta-
flota Akurnesinga
Akranesi, 17. mars.
NÝVERIÐ hefur Haraldur Böðv-
arsson & Co. hf. á Akranesi keypt
hluta Guðjóns Bergþórssonar skip-
stjóra í m/s Sigurfara AK 95, en
þessir aðilar hafa verið eigendur
hans undanfarin ár.
Nafni skipsins hefur verið
breytt og heitir það nú Höfrungur
AK 91. Þetta nafn er gamalkunn-
Vilja útibú
Alþýðubankans
á Akureyri
Á FUNDI, sem haldinn var að til-
hlutan Alþýðusambands Norður-
lands, með stjórnum verkalýðsfé-
laga á Akureyri, var eftirfarandi til-
laga samþykkt samhljóða:
„Sameiginlegur fundur stjórna
verkalýðsfélaga á Akureyri, hald-
inn 17. febrúar 1983, að Hótel
Varðborg, skorar á viðskiptaráð-
herra að samþykkja nú þegar um-
sókn Alþýðubankans hf. um stofn-
un útibús frá bankanum á Akur-
eyri.“
Að samþykktinni stóðu stjórnir
eftirtalinna verkalýðsfélaga: Fé-
lag málmiðnaðarmanna, Akur-
eyri, Félag verslunar- og skrif-
stofufólks, Akureyri, Iðja, félag
verksmiðjufólks, Akureyri, Raf-
virkjafélag Akureyrar, Sjómanna-
félag Eyjafjarðar, Trésmiðafélag
Akureyrar, Verkalýðsfélagið Ein-
ing og Vörubílstjórafélagið Valur.
ugt í flota Akurnesinga, því fyrir
röskum áratug átti HB & Co. hf.
þrjú skip með þessu nafni, sem öll
voru velþekkt aflaskip. Höfrungur
AK 91 er smíðaður í Noregi 1975,
en síðan lengdur og yfirbyggður
1978, hann er 422 brúttótonn að
stærð. Upphaflega hét þetta skip
Árni Sigurður AK 370 og var þá
einnig gert út frá Akranesi. Guð-
jón Bergþórsson verður áfram
skipstjóri á skipinu.
J.G.
Höfn:
Vertíðin fór
hægt af stað
vegna ógæfta
llofn, HornafirAi, 16. marz.
VERTÍÐ hjá Hornafjarðarbátum
hófst upp úr áramótum, en fór hægt
af stað, einkanlega vegna mikilla
ógæfta. Nokkrir bátar byrjuðu með
línu, en aflinn yfirleitt lítill, svona að
meðaltali um 5 tonn í róðri. í byrjun
febrúar byrjuðu þeir bátar, sem ekki
reru með línu, að leggja net sín og
svo allir bátar upp úr því, en aflinn
kom ekki og ótíðin hélst.
Alls var ætlað að 22 bátar
stunduðu róðra héðan, en einn
bátur, Akurey, heltist úr lestinni
og kemur tæplega á þessa vertíð.
Gert er ráð fyrir að viðgerð á
henni verði vart lokið fyrr en í
maí.
Heildarafli hér frá áramótum er
4.441 lest í 546 sjóferðum, en á
sama tíma í fyrra var aflinn 5.923
lestir í 550 róðrum, er það 1.432
lestum minna.
3 hæstu bátar nú eru Sigurður
Ólafsson með 309 lestir í 30 sjó-
ferðum. Hvanney með 296 lestir í
40 sjóferðum. Hún var bæði með
línu og net. Garðey með 278 lestir
í 27 sjóferðum. Til samanburðar
voru 3 hæstu bátar í fyrra á sama
tíma Hvanney með 548 lestir í 29
sjóferðum, Haukafeil með 406
lestir í 22 sjóferðum og Vísir með
398 lestir í 34 sjóferðum.
Hjá fiskverkun KASK landa 17
bátar, bæði til frystingar og í salt.
Afli þar er 3.798 lestir, og hjá
Stemmu landa 4 bátar og er afli
þeirra 643 lestir, eingöngu í salt.
(aunnar
Leiðrétting
f (iREIN í Morgunblaðinu, „Af inn-
lendum vettvangi", sem birtist á
laugardag síðastliðinn, slæddist inn
sú villa í myndatexta að Reykjavík-
urborg hefði fengið land í Viðey í
makaskiptum við Iðnaðarbankann.
Það er ekki rétt, eins og sést, ef
greinin er lesin, því þar kemur
fram að umrædd makaskipti voru
gerð við Útvegsbanka íslands. Beð-
ist er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
FACIT
NyKrona
hin hljódláta
bylting
Facit 8000,8100 og 8110 - ný kynslóð ritvéla sem búin er rafeindatækni tölvualdar. Fislétt
leturkróna, NyKrona færir þér hljóðláta en eldfljóta prentun, jafnan áslátt og fallegri
áferð en nokkru sinni fvrr.
Facit NyKrona býður þér fjölmarga tæknilega yfirburði. Vélin sér um sjálfvirka upp-
færslu og línuskiptingu, línuminnið gerir þér kleift að vélrita stöðugt um leið og þaðauð-
veldar einnig leiðréttingar, sjálf virkur talnadálkastillir tryggir þér margfaldan tímasparnað
og margt fleira léttir þér störfin á margvíslegan hátt.
Facit 8000 er einfaldasta ritvélin í NyKrona
línunni, en engu að síður búin öllum þeim
tækniyfirburðum sem máli skipta þegar vélritun
þarf að vera lipur, hröð og þægileg. Með Facit
8100 og 8110 nálgast þú ritvinnslukerfi
tölvualdarinnar enn frekar. Þú tengir þær við
tölvu- eða telexkerfi skrifstofunnar og
tæknivæðir hana til frambúðar.
framtíðarþekking í nútímaþágu
-
.
GÍSLI J. JOHNSEN ri ~\
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF I I
Smiójuvegi 8 - Simi 73111
Umboðsmenn á Akuieyri
Skrifstofuval hf. Kaupangi v Mýrangöai sími(%) 25004