Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 Vönduð gjöf fyrir börn og unglinga í rétta stólnum situr þú rétt og í réttri hæð við borðið. Þannig þreytist þú síður. PE 82 er þægilegur stóll framleiddur hérlendis í tveimur útfærslum, fyrir byrjendur (skólafólkið) og þá sem lengra eru komnir í lífinu. PE 82 stóllinn er bólstraður, á hjólum og með gaspumþu. Einnig fáanlegur með örmum og veltusæti. Verðiö er aðeins kr. 1.790.- — Ja, það ættu allir að hafa efni á að eignast slíkan stól. Hver hefur annars efni á að eyðileggja heilsu sína vísvit- andi með rangri setu? HALLARMÚLA 2 - SlMI 83211 SÍJORWJNABFRÆflSLA Vinnuvistfræði — öryggi á vinnustöðum Tilgangur námskeiösins er aö gefa yfirlit yfir hvernig vinnuumhverfi og vinnuaöstæöur í fyrirtækjum eiga aö vera og taka til umfjöllunar öryggismál á vinnustööum. Einkum verður fjallað um eftirtalda þsatti: — Gerð og eiginleika mannslíkamans, aðlögun vinnustaðarins að mannin- um, áhrif varhugaverðra efna, háv- aöa o.fl. þátta ásamt slysahættu. — Aðferðir til aö auka vellíðan starfsmanna, bæta aðbúnað og hollustuhætti og auka öryggi á vinnustöðum. — Löggjöf um vinnuumhverfismál, skyldur stjórnenda, starfsmanna o.fl. aöila, uppbygging innra starfs í fyrirtækjum, hlutverk opinberra aö- ila. Sýndar veröa litskyggnuraðir og kvik- myndir um afmörkuö efni. Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað starfsmanna- stjórum, trúnaðarmönnum, starfsmönnum og forystu- mönnum launþegafélaga, framkvæmdastjórum fy 'rtækja og öðrum þeim sem vinna aö endurbótum vinnuum. verfis. Tími: 6.-8. apríl kl. 14.00—18.00. Staður: Síðumúli 23, 3. hæð. Ath.: Starfsmenntunarsjóöur Starfsmannafélags ríkis- stofnana greiðir þátttökugjald fyrir félagsmenn sína á þessu námskeiöi og skal sœkja um þaö til skrifstofu SFR. Einnig greiðir Verslunarmannafélag Reykjavíkur þátttökugjald fyrir félagsmenn sína á þessu námskeiöi og skal sækja um það til skrifstofu VR. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. STJÓRNUNARFÉLAfi ISLANDS SlÐUMÚLA 23 SÍMI 82930 Leiðbeinandi: Eyjólfur S«e- mundsson efna- verkfrasðingur, for- stjóri Vinnueftirlits ríkisins. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON STJÓRN Reagans forseta telur að borgarastríðið í El Salvador sé komið á alvarlegt stig og reynir að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja að hernaöaraðstoðin við landið verði aukin um 60 milljónir dala. Jafnframt er í athugun að auka áhrif bandarískra hernaðarráðunauta á vígstöðvun- um, án þess aö þeir taki þátt í bardögum, og fjölga þeim úr 37 í um 55. Sagt er að Reagan vilji auka aðstoðina til að sýna El Salvador og Rómönsku-Ameríku að Bandaríkjamenn muni ekki snúa við þeim baki. Svo alvarlegt er ástandið talið að sett hefur verið fram ný „dóminó- kenning". Verði aðstoðin ekki aukin muni Salvador-stjórn tapa stríðinu. Stöðva verði útbreiðslu kúbansks kommúnisma áður en flóðbylgja bylt- ingarinnar berist til Mexíkó og Panamaskurðar. „Meiriháttar þjóðar- hagsmunir Bandaríkjanna" eru í húfi að sögn Thomas Enden, aöstoðar- utanríkisráðherra Ameríkumála. „Engin ríkisstjórn í Mið-Ameríku verð- ur óhult.“ guatemala/ .. . , / HONDURAS juottmola v ’City j' ’A Tegucigolpa cuimchaico ^ * ‘Son^Salvodor hÖíA7ai\ EL______^ qai vAnnp Sjálfhelda í Salvador Stjórn Reagans vonar að með því að flýta fyrirhuguðum kosningum í El Salvador verði auðveldara að fá samþykki þings- ins. George P. Shultz utanríkisr- áðherra segir að áskoranir kirkju- leiðtoga og annarra um samn- ingaviðræður Salvador-stjórnar og skæruliða séu aðeins hvatning til uppreisnarmanna um að reyna að komast í stjórn með vopna- valdi. En þótt flestir embættis- menn stjórnarinnar vilji að að- stoðinni við El Salvador verði haldið áfram, munu nokkrir þeirra vilja kanna möguleika á viðræðum. Ástæðan er sú að lík- lega mun Bandaríkjaþing setja ný skilyrði fyrir aukinni aðstoð og að þau muni neyða Salvador-stjórn til að hefja friðarviðræður. Charles Percy, formaður utan- ríkisnefndar öldungadeildarinnar, vill að slíkar viðræður verði settar sem skilyrði. Hann vill einnig að áherzla verði lögð á langtíma efnahagsaðstoð í stað þess að efla herinn, að stjórnarandstæðingar fái vernd fyrir og eftir fyrirhugað- ar kosningar í desember og að þeir sem beri ábyrgð á morðunum í El Salvador verði leiddir fyrir rétt. Barátta Reagan-stjórnarinnar fyrir samþykki þingsins hefur ver- ið erfið. Hörðust gagnrýni hefur komið frá hópi demókrata, sem gagnrýnir að stefna stjórnarinnar auki sjálfstraust hægrisinnaðra hryðjuverkamanna og efli vinstri- sinnaða hryðjuverkamenn á sama tíma og þeir sem raunverulega vilji frið fyllist vonleysi. Full sam- staða virðist ekki rfkja í stjórn- inni. Fréttir herma að Enders ráð- herra vilji að fylgt verði tvíþættri stefnu: stuðningi við Salvador- stjórn verði haldið áfram, en reynt um leið að stuðla að viðræðum við skæruliða fyrir milligöngu þriðja aðila. Sendiráð Bandaríkjanna f El Salvador telur lífsnauðsyn að endurskipuleggja stjórnkerfið og herinn til að afstýra algeru hruni. Bandarískir embættismenn eru sammála um að hernaðarástandið hafi versnað verulega á síðustu sex mánuðum. Skæruliðar sæki að heita megi að vild inn í borgir og bæi án verulegrar mótspyrnu og taki fleiri hermenn til fanga og meira vopnamagn herfangi en nokkru sinni fyrr. Þeir tala um aukið áræði skæruliða, sem eru 6- 7.500 talsins, en hæfni 22.400 her- manna stjórnarinnar er dregin í efa og hálfgerður uppgjafarandi sagður ríkja í sumum hersveitum. Bandarískur þingmaður hefur jafnvel eftir æðsta hernaðarráðu- naut Bandaríkjamanna, Waghle- stein ofursta, að ekki sé hægt að sigra skæruliða. Fulltrúar Salvador-stjórnar segja alrangt að sigur skæruliða blasi við og bera til baka fullyrð- ingar um að skotfærabirgðir hers- ins muni aðeins endast í einn mánuð. Ástandið sé „alvarlegt", en ekki eins skuggalegt og Banda- ríkjastjórn staðhæfi. Með auknu samstarfi bandarískra hernaðar- ráðunauta og Salvador-hermanna á vígvellinum á að bæta ástandið. Ráðunautarnir eiga að fá meiri áhrif á hermennina, sem þeir þjálfa, og yfirmenn þeirra. Léleg forysta sumra yfirmanna, einkum pólitískra gæðinga, er ein helzta ástæða frekar slælegrar frammi- stöðu stjórnarhersins. Stríðið er f sjálfheldu: hvorugur aðilinn hefur haft betur. Bardagar blossa upp í hvert skipti sem skæruliðar láta á sér kræla og gangurinn er þessi: Skæruliðar „hertaka" bæ eða borg þegar þeir hafa ráðið niðurlögum fámenns setuliðs, efna til skrúðgöngu og halda stundum dansleik á aðal- torginu, mála nokkur vígorð á veggi stjórnarbygginga, sprengja upp aðalveginn til bæjarins til að tefja sókn stjórnarhersins og fara svo. Eftir hvern bardaga flýja nokkur hundruð manns á öruggari staði, íbúum bæjanna fækkar og bæjunum hnignar. Saklausir borg- arar verða fórnarlömb átakanna. Hermenn skutu 74 smábændur í aðgerðum gegn skæruliðum f hér- aðinu Sonsonate í febrúarlok. Skæruliðar ræna ungum mönnum, neyða þá til að ganga í lið með sér og skjóta þá ella. Enn er þetta ekki hreinræktað stríð. Skotkraftur stjórnarhersins er ekki það mikill og skæruliðar hafa ekki fengið almenning í lið með sér, þannig að uppreisn hefur ekki brotizt út eins og í Nicaragua. Röskunin er þó eins mikil og í stríði. Um 250.000 hafa misst heimili sín og búa í flóttamanna- búðum og fátækrahverfum eða hjá ættingjum í öðrum bæjum. Efna- hagslífið er í kalda koli og varð- veizla slíks ástands virðist megin- markmið skæruliða. Það sýna árásir þeirra á brýr, vegi, raforku- ver, sykurreyrsakra og samgöngu- tæki. Þannig getur stríðið haldið áfram í mörg ár ef uppreisnar- menn fá næg vopn. Mikið af þeim hafa þeir tekið herfangi eða fengið með mútum frá stjórnarhernum. Stjórnarherinn hefur breytt um baráttuaðferðir í bardögunum, sem geisa aðallega í norðurhluta landsins, nálægt landamærum Honduras. Skæruliðar hafa lengi haft norðausturhéraðið Morazan á valdi sínu og í fyrrahaust hélt Jose Guillermo Garcia landvarnaráð- herra því fram að hernám þess skipti engu máli, þar sem þetta væri hrjóstrugur afkimi og hefði litla efnahagslega og hernaðarlega þýðingu. En í síðasta mánuði sendi Garcia þangað eina af þremur hersveitum, sem Bandaríkjamenn hafa þjálfað, til að stjórna þessu „frelsaða svæði“, sem hann óttast svo mjög. Bærinn Perquin var tek- inn eftir meiriháttar hernaðarað- gerðir. Þessar aðgerðir gáfu skærulið- um færi á að ná borginni Berlin í Usulutan, stærstu borginni sem þeir hafa tekið, og halda henni um tíma. Þessi töluverði áróðurssigur hafði áhrif i Bandaríkjunum. Skæruliðar fóru ránshendi um Us- ulutan, sem er blómlegt hérað, og náðu stórum hluta þess á sitt vald. Hersveitin, sem Bandaríkjamenn þjálfuðu, var send til Morazan í sama mund og njósn barst af því að fjöldi skæruliða væri að laum- ast inn í Usulutan. Bandarískur hernaðarráðunautur telur að úr- slit stríðsins verði ráðin í Usulut- an. Salvador-her hefur þannig breytt gegn ráðleggingum banda- rískra hernaðarráðunauta, sem leggja áherzlu á að efnahagsleg skotmörk séu varin í stað þess að yfirráðum sé haldið uppi í ein- angruðum bæjum og þorpum í Morazan. En þessi aðferð er líka gagnrýnd á þeirri forsendu að ef afskekkt vígi skæruliða séu af- skrifuð gefist þeim tími til að skipuleggja aðgerðir sínar á svæði þar sem þeir séu óhultir. Enn er deilt um menn og aðferðir í hern- um og staða Garcia hershöfðingja virðist lítið hafa batnað síðan Ochoa ofursti gerði uppreisn í janúar vegna lélegrar stjórnar hans á stríðsrekstrinum. Salvador-hermenn leita að skæruliðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.