Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 Atli Eðvaldsson: ppSem betur fer skoraði ég“ „SEM betur fer tókst mér að skora í þessum leik. Hér gildir ekkert annað en að geta skorað mörk þegar maöur er látinn leika stöðu miðherja. Ég fékk mjög góða fyrirgjöf og náði hörkuskalla og náði að innsigla góðan sigur fyrir okkur. Við náðum í tvö dýrmæt stíg, og nú er bara að vona að okkur gangi vel í næstu leikjum. Heppnin hefur nefnilega ekki verið meö okkur í síðustu leikjum okkar,“ sagði Atli Eö- valdsson í gær. — Atli átti ágætan leik um helgina meö liði sínu og skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu. Fortuna Dússeldorf slgraöi Kaiser- lautern á heimavelli sínum 2—1. Leikur liöanna var jafn og ein- kenndist af baráttu og tauga- spennu, sagöi Atli. — Viö eigum að leika gegn Dortmund næsta leik og þaö veröur erfitt. Þaö hefur veriö mikil pressa á leikmönnum og þjálfara undanfarnar vikur vegna þess að okkur hefur ekki vegnaö nægilega vel. Blööin eru dómhörö og heimta betri útkomu. Þaö létti á mér aö skora mark. Atli hefur nú skoraö 10 mörk í deildarkeppninni í vetur og er meöal markahæstu leikmanna deildarinnar. — ÞR. Fjölmennt mót fatlaðra OPIÐ íþróttamót fatlaöra var haldið í Iþróttahöllinni á Akureyri sl. laugardag. Keppendur voru um 50 talsins, þar af 35 af Reykja- víkursvæðinu. Mótið hófst klukk- an 9.00 og stóð til klukkan 19.30. „Það var síöastliöiö haust að þaö kom fyrirspurn frá iþróttasam- bandi fatlaöra til okkar á Akureyri hvort viö gætum staöiö að opnu móti fyrir fatlaöa. Þar sem svona mót krefst margra starfsmanna, leituðum viö til Lionsklúbbsins Hængs á Akureyri, og báöum þá um aöstoö," sagði Snæbjörn Þóröarson, formaöur ÍFA, er viö I ÞÓR Ak. og Víkingur léku í 1. deild kvenna í handbolta hér á Akureyri á föstudagskvöldiö og sigruöu Víkings-stúlkurnar 15—10. Staöan í hálfleik var 6—6. I fyrri hálfleik voru liöin mjög svipuö og var jafnt á öllum tölum og staðan 6—6 í hálfleik. i síöari hálfleik fór aðeins aö breikka bilið, eftir aö Víkingar tóku Guörúnu úr inntum hann frétta um mótið. Voru um 25 starfsmenn á mót- inu frá Hæng og sáu þeir um dómgæslu og fleira. Mótíð var nefnt Hængsmót og fór þaö í alla staöi mjög vel fram, og var ánægjulegt aö fylgjast meö því hvaö ánægjan og áhuginn sat í fyrirrúmi hjá öllum, bæöi keppend- um og starfsmönnuum mótsins. Mótsstjóri var Magnús Ólafsson og yfirdómari Þröstur Guðjónsson. Urslit mótsins uröu þessi: Boccia-hreyfihamlaöir: nr. 1. Tryggvi Haraldsson, nr. 2. Stefán Thorarensen, 3. Sigurrós Karls- umferö, og er ekki hægt aö segja aö Þórs-stúlkurnar spili sannfær- andi né ógnandi þegar hana vant- ar. MÖRK Þórs: Guðrún 8, Borghildur 1, Þórdís 1. MÖRK Víkings: íris 4, Eirika 3, Svava 3, Vilborg 2, Jóhanna 2 og Kristín 1. F.H. dóttir, öll frá Akureyri. Boccia- þroskaheftir: 1. Kristjana Larsen, 2. Ólafur Benediktsson, 3. Árni Al- exandersson, öll frá Sólheimum, Grímsnesi. Lyftingar: Bekkpressa, 90 kg fl. 1. Guðmundur Örn Guö- mundsson, lyfti 75 kg. Bekk- pressa, 82,5 kg flokkur, Sigurkarl F. Ólafsson, lyfti 67 kg. Borötennis-hreyfihamlaöir: 1. Hafdís Gunnarsdóttir, AK, 2. Guð- ný Guönadóttir, Rvík, 2. Elsa Stef- ánsdóttir, Rvík. Bogfimi: 1. Snæbjörn Þóröar- son, IFA, 129 stig, 2. Hafliöi Guö- mundsson, ÍFA, 105 stig, 3. Aðal- björg Siguröardóttir, ÍFA, 93 stig. Sveitakeppni Boccia. Hreyfi- hamlaöir: 1. A-sveit ÍFA, 2. A-sveit ÍFR, 3. D-sveit IFR. Þroskaheftir: 1. A-sveit Sól- heimar, 2. A-sveit Eik, 3. B-sveit Eik. A.S. Víkingur vann á Akureyri Evrópumót á Topper-bátum haldió hér á landi í ágúst Siglingasamband íslands verð- ur tíu ára í haust, og hápunktur starfsins á afmælisárinu veröur Evrópumót á TOPPER-bátum, sem haldið veröur hér í ágúst. Veröur þaö fyrsta heila Evrópu- mótiö sem haldiö er hér á landi. Keppni á Evrópumótinu fer fram utan Álftaness eöa, ef veöur og aöstæöur leyfa, innan Skerjafjarö- ar. Mótið hefst sunnudaginn 7. ág- úst og lýkur laugardaginn 13. I keppnisstjórn verða allt aö 120 manns, þ.m.t. stjórnendur kepþn- innar á landi og sjó. Keppendur á mótinu veröa frá Englandi, Frakklandi, Vestur- Þýskalandi, Sviss, Hollandi, Dan- mörku, Svíþjóö, Finnlandi, Noregi og íslandi, aö viöbættum möguleg- um gestum frá Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Ástralíu, en TOPPER er vinsæll bátur í öllum þessum löndum. Nú þegar hafa 70—80 keppendur erlendis skráö sig til þátttöku og vænst er 30 keppenda úr klúbbum hérlendis. Því er reiknað meö aö keppendur verði um 100 talsins, og segja for- ráðamenn Siglingasambandsins þaö mjög gott — og aö þaö þyki góö þátttaka á mótum erlendis. SIL (Siglingasamband íslands) fól siglingaklúbbnum Vogi í Garöa- bæ aö sjá um framkvæmd og stjórnun mótshalds, en siglinga- klúbburinn er studdur af bæjar- stjórn Garðabæjar, sem leggur til skólahúsnæöi innan bæjarins og alla þá aðstööu sem þörf er á til aö mótiö geti farið fram. Til starfa að framkvæmd mótsins koma félaqar innan SIL úr klúbbunum Ymi Kópavogi, Brokey, Reykjavík, Þyt, Hafnarfiröi, Sigurfara, Seltjarnar- nesi, Nökkva, Akureyri og Vogi, Garöabæ. Fjölskylduíþrótt Erlendis eru siglingar fjölskyldu- íþrótt, þar sem foreldrar og skyldmenni taka þátt í undirbún- ingi og ýmsu sem tilheyrir móts- haldi, þ.m.t. kynnisferðir, skemmt- anir o.þ.h. Líkur eru á aö allt að 200 gestir komi vegna mótsins þannig að heildartala þátttakenda veröi á fjóröa hundraö. lökendum siglinga hér á landi hefur fjölgaö jafnt og þétt á liðnum áratug og eru nú skráöir um 500. Er þaö þó líklega allt of lág tala ef allir þeir væru taldir sem siglingar stunda, því eins og áöur sagði er þetta mikil fjölskylduíþrótt, og nokkur brestur er á aö allir fjöl- skyldumeölimir séu skráöir í klúbbana þó þeir stundi íþróttina. Einnig vantar í þessa tölu þá sem sigla á vegum æskulýösráöa. Sambandsfélög eru starfandl á Akureyri, í Garöabæ, Kópavogi, Hafnarfiröi og Reykjavík og von er á aö ný félög bætist í hópinn frá ísafiröi, Seltjarnarnesi, Búðardal og Borgarnesi. Bátum hefur fjölgaö. Nýjar ger- öir hafa komiö til sögunnar og yfir- byggöir kjölbátar hafa bæst í flot- ann. Nú eru gerviefni alls ráöandi sem smíöaefni, og gjörbreytir það endingu báta og þörf fyrir viðhald. Helstu kænutegundir eru: Optimist, Mirror, Enterprise, Topp- er, Laser, Wayfarer, Flipper og Fireball. Kjölbátar eru til af mörgum geröum, allt upp í 32 fet aö lengd, en algengastar eru þessar gerðir: Micro 18, PB 63 og Tur 84. Góð skílyrði Skilyröi eru góö víöa viö island til siglinga. Aö visu gerir hinn mikli munur flóös og fjöru, sem er víðast hvar sunnanlands, erfitt um vik meö hafnargerö og eru hafnar- mannvirki reyndar varla til fyrir þessa báta. En til aö geta siglt þarf fyrst og fremst vind, og af honum höfum viö oftast nóg. Á Reykjavík- ursvæöinu er Skerjafjörðurinn til dæmis afar vel fallinn til siglinga. Hann er lokaður fyrir úthafsöld- unni, í skjóli fyrir verstu rokum, bæöi í norðan- og sunnanátt, og á góöviörisdögum má meö vissu reikna meö hafgolunni af vestri frá því um hádegisbil og fram yfir kvöldmat. Eyjafjöröurinn er einnig búinn góöum kostum af þessu tagi, og svo er um fleiri staöi. Siglingamenn leggja kapp á aö fyllsta öryggis sé gætt viö iðkun íþróttarinnar. Öll áhöfn hvers báts er jafnan klædd í flotvesti. Stærri bátar eru búnir öilum öryggistækj- um sem krafist er og þeir minni fara ekki út úr innfjöröum nema fleiri saman. í keppni er haföur björgunarbátur til taks, og ekki er farið á sjó nema veöur sé talið fært. • Atli ásamt Steinunni, eiginkonu sinni, og syninum, Agli. Ljó»m. Mbl. Hortt MUIIer Jóhann Gunnarsson, formaður Siglingasambandsins: „Stefnt að því að siglingamenn komi til greina á Ólympíuleikana“ Á BLAÐAMANNAFUNDI hjá Sigl- ingasambandinu ( vikunni, þar sem starfsemi þess var kynnt kom fram aö landsliósmenn okkar í siglingum æfa úthald yfir vetrartímann og sumir láta ekki siglingar falla niður allan veturinn nema allar víkur séu ísi lagöar. Það hefur því oröiö mikil breyt- ing á iökun siglingaíþróttarinnar undanfarin ár frá því aö siglingar hófust hjá Æskulýösráöum víöa um land og von er á erlendum þjálfara í maí, Keith Musto frá Englandi. Hann kom reyndar einn- ig hingaö á síöasta sumri. Keith Musto vann til silfurverölauna í Fly- ing Dutchman í Tokyo 1964, og var í Olympíuliöi Englands allt til 1980. Hann er þakktur og eftirsóttur þjálfari. Meðal annars var hann fenginn til aö skipuleggja þjálfun- armál jaþanska siglingasam- bandsins. Hefur starf hans þar boriö verulegan árangur, sem sést í betri frammistöðu Japana á al- þjóöamótum. Mikill fengur er aö því fyrir íslendinga aö eiga ítök í slíkum manni. „Stefnt er aö því í sumar aö ná þeim árangri á erlendum vettvangi, aö siglingamenn komi til greina vegna afreka sinna þegar þátttak- endur veröa valdir til farar á Olympíuleikana 1984. Keyptir hafa veriö tveir bátar úr Olympíuflokkn- um, og munu eigendur þeirra og reyndar fleiri stefna eindregið aö settu marki," sagði Jóhann Gunn- arsson formaður Siglingasam- bandsins á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.