Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI „Og enn syngja launþegalorsprakkarnir hástöfum gamalkunna sönginn um hið mikla erfiði, sem þeir verða að leggja á sig vegna „hinna lægst launuðu". En hver er svo reyndin? Raungildi kaups láglaunamanna rýrnar stöðugt, meðan topplaunamenn skara eld að sinni köku.“ Væri ekki tilvalið að fá Culture Club hingað? Tvær tólf ára skrifa: „Velvakandi. Er ekki hægt að fá hliómsveit- ina Culture Club til lslands í sumar? Hún er búin að fara til allra Evrópulanda nema tslands. Hljómsveitin hefur orðið þekkt fyrir lögin sín „Tirne" og „Do You Really Want to Hurt Me?“ og er langvinsælasta hljómsveitin núna. Lagið „Time“ er nú í fyrsta sæti á vinsældalistanum og „Do You Re- ally Want to Hurt Me?“ var þar heillengi. Væri ekki alveg tilvalið að fá hljómsveitina hingað í sumar, þar sem hún er best um þessar mund- ír Að baki Tímans tjalda E.E. skrifar: „Á flokksþingi Framsóknarflokksins urðu harðar deilur um starfsemi Tímans og þótti mörgum flokksmönnum blaðið fara versnandi. Ekki verður séð, að blaðið hafi batnað síðan. Um sl. áramót var Jónasi Guðmundssyni rithöfundi vikið frá og kvaddi hann fyrirtækið fremur kuldalega með grein í D.V. Ein nýbreytni er þó tvímælalaust til bóta, því að nú birtast í Helgar-Tímanum cocktail-uppskriftir sem koma munu lesendum blaðsins að góðum notum: 1. Sjást að baki Tímans Tjalda tötrughypjur skuggavalda. Merlar urðarmánaskini, markað vaðli blaðsins svið. Grýlukerti gefa mið, greina má þar falska vini. Mæðir flokksins mæta syni Möðruvallafíflalið. Helgisiðum hvergi breyta, hrútum djúpa lotning veita. Sauðvitrir í svaðið troða sjálfumglaðan stýrimann. Mannvit setja í mesta bann, menningunni stefna í voða. Sálmabækur sínar skoða, sinna rækt við boðskap þann. Batna munu bænda hættir blöndu nýrri höldar kættir, hanastél um helgar teygar hver og einn í gleði og frygð. Vænkast ráð um víða byggð, veldi Tímans hvergi geigar. Droplaug byrlar dýrar veigar, Dóra veldur gremju og hryggð." GÆTUM TUNGUNNAR Dagatal fylgiblaðanna * ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM * IÞROTTA ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á föstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF Á SUMINUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróðleikur og skemmtun Mogganum þinum! fttaqjtitiMiifrffr Boy George, söngvari Culture Club. Sést hefur: Hann vann sér góðan orðstý. Rétt væri: Hann gat sér góðan orðstír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.