Morgunblaðið - 22.03.1983, Qupperneq 43
í
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983
23
A-riðill úrslitakeppni 1. deildar í handbolta:
Kristján var óstöðvandi
— skoraði 16 mörk gegn Víkingum
STÓRLEIKUR Kristjáns Arasonar
tryggdi FH-ingum sigur á Víking-
um á sunnudaginn þegar lidin
mættust í úrslitakeppninni um ís-
landsmeistaratitilinn. Kristján
skoraði hvorki meira né minna en
16 mörk í leiknum, og var hann
þó tekinn úr umferð í seinni hálf-
leik. FH hafði forystu allt frá upp-
hafi, og í hálfleik höfðu þeir yfir,
13—10, en leiknum lauk 29—24.
Vikingar höfðu ekkert svar við
skyttum FH, þeim Kristjáni, Sveini,
og Hans, en til samans skoruöu
þeir 27 af mörkum FH, en í heild
var liðið mjög gott, og átti sigurinn
fyllilega skilið.
Framan af var leikurinn jafn en
snemma tóku FH-ingar leikinn í
sínar hendur og það sem eftir var
höfðu þeir þriggja til fjögurra
marka forystu. Kristján gerði hins
vegar þrjú síöustu mörk FH og þar
með fimm marka sigur í höfn,
29—24, eins og áður segir.
Eins og geta má nærri var
Kristján afburðamaður í liöi FH en
næstir honum komu Sveinn
Bragason og Hans Guðmundsson,
sem báðir áttu góðan dag.
Sem fyrr voru það Viggó Sig-
urðsson, Steinar Birgisson og Sig-
urður Gunnarsson sem stóðu upp
úr í Víkingsliöinu.
Mörk FH: Kristján Arason 16,
Sveinn Bragason 7, Hans Guð-
mundsson 4, Valgarð Valgarösson
og Pálmi Jónsson eitt mark hvor.
Mörk Víkings: Viggó Sigurðsson
7, Sigurður Gunnarsson 6, Hilmar
Sigurgíslason 4, Steinar Birgisson
3, Ólafur Jónsson og Guðmundur
Guömundsson 2 hvor.
— BJ.
KR-ingar unnu
Víkinga létt
• Guðmundur Albertsson átti stórgóðan leik fyrir KR gegn Víkingi, og
hann ásamt Stefáni Halldórssyni skoraði grimmt í leiknum. Hér er
Guðmundur (t.v.) í höggi við Hilmar Sigurgíslason. Ljósm. Kristián.
Stórleikur Brynjars
nægði Stjörnunni ekki
ÞAÐ VAR sorglegt að sjá hvernig
spil Víkings gersamlega hrundi í
seinni hálfleik er liðið mætti KR í
úrslitakeppninni í handbolta á
laugardag. Leikurinn var í járnum
allan fyrri hálfleikinn og jafnt var
svo til á öllum tölum, en staðan í
hálfleik var 8—8. í seinni hálf-
leiknum voru Víkingarnir algerl-
ega annars hugar og eftirleikur-
inn var KR-ingum næsta auðveld-
ur, og þegar upp var staðið var
öruggur sigur þeirra í höfn,
23—18.
Leikurinn byrjaði mjög
skemmtilega þar sem bæði liöin
léku hraðan og skemmtilegan
handbolta og ekki spillti ágæt
markvarsla fyrir, einkum þó hjá
Gisla Felix í KR-markinu. Eins og
fyrr segir var jafnt á flestum tölum
en þegar fyrri hálfleikur var aö
renna sitt skeið á enda fengu
KR-ingar dæmt vítakast, og þar
með tækifæri til að komast yfir.
Alfreö brást hins vegar bogalistin
og Ellert varði, og þar með voru
þrjú víti hjá KR farin forgöröum.
í seinni hálfleiknum var hins
vegar einstefna á mark Víkinga og
eftir 20 mínútur var staðan orðin
17—10 KR í hag. Þessi munur
hélst síðan út leikinn en rétt fyrir
lokin náði Einar Jóhannesson aö
minnka muninn niöur í 5 mörk og
úrslitin því 23—18.
Lið KR var mjög jafnt í þessum
• Ólafur Lárusson skorar hér eitt
af sex mörkum sínum gegn FH á
sunnudaginn. Guðmundur Magn-
ússon kemur engum vörnum við.
L|ó«m Krittjén Einartton.
FH SIGRAÐI Stjörnuna á laugar-
daginn í úrslitakeppninni í 1.
deild karla í fjörugum leik þar
sem boðið var upp á góðan varn-
arleik og stórkostlega mark-
vörslu á báöa bóga. Leiknum lauk
19—16 og var nánast sem um
einvígi markmannanna Brynjars
Kvaran og Sverris Kristinssonar
væri að ræða, en í því sígraöi sá
síðarnefndi, varöi alls 20 skot en
Brynjar 16.
Stjörnumenn komust fljótlega í
leik, en þeir sem áttu hvað bestan
leik voru Stefán Halldórsson og
Guðmundur Albertsson.
Hjá Víkingi bar mest á Steinari
Birgissyni og Sigurði Gunnarssyni
en aðrir náðu sér ekki á strik.
Mörk KR: Stefán Halldórsson 7,
Guðmundur Albertsson 5, Gunnar
Gíslason 4 (1 v.), Alfreð Gíslason
og Anders Dahl 3 og Haukur
Ottesen 1 mark.
Mörk Víkings: Sigurður Gunn-
arsson 7 (1 v.), Steinar Birgisson 6,
3—1 með mörkum Ólafs Lárus-
sonar, en FH-ingar voru fljótir aö
svara fyrir sig og fram undir miöjan
hálfleik var jafnt á öllum tölum. Þá
tóku FH-ingarnir góðan sprett og
höfðu yfir í hléi, 12—10.
Þeir Kristján og Sveinn juku sið-
an enn forystu FH strax í byrjun
seinni hálfleiks, og staöan því
14—10. Þá var oröið nokkuð Ijóst
hvert stefndi og þrátt fyrir góöa
tilraun tókst Stjörnunni aldrei að
Guömundur Guömundsson, Viggó
Sigurðsson, Páll Björgvinsson,
Hilmar Sigurgíslason og Einar Jó-
hannesson 1 mark hver.
Misheppnuö vítaköst: Gísli Felix
varði víti frá Viggó, Kristján Sig-
mundsson varði eitt frá Anders
Dahl, og síðan varði Ellert Vigfús-
son frá Stefáni Halldórssyni og Al-
freð Gíslasyni. Siguröur Gunnars-
son gerði eitt víti Víkinga ógilt,
steig á línu.
jafna metin, en komst næst því
þegar staöan var 16—14 og 10
mín. eftir af leiktímanum.
Eins og fyrr segir var Sverrir
stórgóður í marki FH og var besti
maðurinn í liöi sínu. Kristján var og
góður en auk þess átti Sveinn
ágætis spretti.
Hjá Stjörnunni var landsliös-
markvörðurinn Brynjar Kvaran
lang bestur en næstur honum kom
Ólafur Lárusson.
ÞRÁTT fyrir mikinn baráttuvilja
og góða markvörslu Brynjars
Kvaran tókat Stjörnunni úr
Garðabæ ekki að bera sigurorð af
Mörk FH: Kristján Arason • (3 v), Svsinn
Bragason 4, Þorgils óttar 3, Hans Guö-
mundsson 2, Pálmi Jónsson og Valgarö
Vaigarösson aitt mark hvor.
Mörk Stjörnunnar: Ólafur Lárusson 6 (2 v),
Eyjólfur Bragason 4, Guömundur Þóröarson
3 (1 v) Magnús Taitsson 2 og Magnús And-
résson 1 mark.
Mishappnuó vítaköst: Svarrir varói frá Eyj-
ólfi Ðragasyni og Ólafi Lárussyni. Guómund-
ur Þóröarson skaut yfir þriója vítinu sam fór
forgöróum hjá Stjörnunni.
Brottvísanir af laikvalli: Pálmi og Hans hjá
FH í 2 min. hvor og Guómundur Þ. hjá Stjörn-
unni í 2 mín.
— BJ.
KR er liðin mættust á sunnudag-
inn í úrslitakeppninni í hand-
bolta. Sigur KR fékkst reyndar
ekki fyrr en nokkrar mínútur voru
til leiksloka, en fram aö því var
leikurinn mjög jafn og spennandi.
Lokatölurnar uröu 22—18, en
Stjarnan hafði yfir í hálfleik,
12—11.
Leikurinn var mjög jafn til að
byrja með, en undir miðjan hálfleik
komst Stjarnan í þriggja marka
forystu, 7—4. KR-ingar voru hins
vegar ekkert á því að gefa sig og
þegar fyrri halfleik lauk höföu þeir
náð að minnka muninn niður i eitt
mark, 12—11.
Sóknarleikur Stjörnunnar virðist
vera mikill höfuðverkur og til
marks um það þá skoruðu þeir
ekki nema eitt mark fyrstu 15 mín-
útur seinni hálfleiks. Á þeim tíma
skoraði KR hins vegar 5 mörk og
staðan því 16—13. Þá tóku leik-
menn Stjörnunnar aftur við sér og
næstu 10 mínúturnar skildi aldrei
nema eitt mark á milli, en eftir það
gerðu KR-ingar út um leikinn og
sigurinn þeirra, 22—18.
Gunnar Gíslason var langbesti
maður KR í þessum leik, hvort
heldur var í sókn eða vörn. Hvaö
eftir annað lék hann varnarmenn
Stjörnunnar grátt og skoraði mörg
lagleg mörk.
Hjá Stjörnunni vakti ungur
hornamaður að nafni Sigurjón
Guðmundsson mikla og verð-
skuldaöa athygli. Skoraði hann 5
mörk í leiknum, og var ásamt
Brynjari Kvaran besti maður liðs
síns.
Mörk KR: Gunnar Gitlaton 6 (4v), Alfraó
Gttlaton 4, Jóhannet Stefántton og Haukur
Otteten 3, Guómundur Alberttton og And-
ert Dahl 2 hvor.
Mörk Stjörnunnar: Sigurjón Guómundt-
ton 5, Guómundur Þóróarton 3 (1v), Eyjólfur
Bragaton og Magnút Teittton 3, Guómund-
ur Otkartton 2 og Gunnar Einartton og
ólafur Lárutton eitt mark hvor.
Brottvíeanir af leikvelli: Guómundur
ótkartton og ólafur Lárutton 2x2 m(n. hvor
og Gunnar Einartton í 2 mín., allir í Stjörn-
unni. Hjá KR var Gunnari Gíelaeyni, Guó-
mundi Albertteyni og Andert vikió útaf í 2
mín. hverjum.
- BJ.
— BJ.
Einvígi markmannanna er FH vann Stjörnuna