Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 55 Kosningabaráttan hafín Sesselja Sigurðardóttir mælti fyrir munn þeirra nemenda, sem andvígir eru hinum nýju kennsluháttum. getað stundað nauðsynlegt og þroskandi sjálfsnám. Þetta nýja fyrirkomulag væri þeim nemendum því kærkomin lausn. Þá gat Kristinn þess, að stundakennarar hefðu leyfi til þess, vegna lítillar viðverðu sinnar í skólanum, að skylda nemendur til að sækja kennslustundir hina óbundnu vikudaga. Kristinn sagðist sannfærður um ágæti þessa kerfis, en með því að hlusta á gagnrýnendur mætti margt laga varðandi framkvæmd þess. Kristján Högnason mælti fyrir munn þess þorra nem- enda, sem hlynntir eru þessum nýju kennsluháttum. Taldi hann höfuðkostinn vera þann, að fyrir bragðið gætu nemend- ur betur hagað tíma sínum með tilliti til kunnáttu sinnar og stöðu í einstöku námsgreinum. Nokkrir tóku til máls að framsöguerindum loknum og sýndist sitt hverjum, eins og verða vill, auk þess sem fyrir- spurnir komu fram. Guðrún K. Einarsdóttir, nemandi, kynnti félagslíf nem- enda í skólanum — og nemend- ur buðu gestum upp á kaffi- veitingar. Heldur fáir foreldrar sátu fundinn — enda viðraði illa — og jafnvel illfært um fjallvegi. — Ólafur Fyrirlestur um nýjar að- ferðir í geð- lækningum GEÐHJÁLP, félag gedsjúkra, að- standenda þeirra og velunnara, gengst í vetur fyrir fyrirlestrum um geóheilbrigðismál og skyld efni. Fyrirlestrarnir verða haldnir á geðdeild Landspítalans, í kennslustofu á 3. hæð. Þeir verða mánaðarlega. Næsti fyrirlestur verður fimmtudaginn 24. mars 1983 kl. 20. Jónas Gústafsson sálfræð- ingur talar um nýjar aðferðir í geðlækningum. Fyrirlestrarnir eru bæði fyrir félagsmenn, svo og alla aðra, sem áhuga kynnu að hafa. — eftir Birgi ísl. Gunnarsson, alþm. Alþingi hefur verið rofið, kosn- ingar hafa verið ákveðnar þann 23. apríl nk. og stjórnmálaflokkar og aðrir, sem bjóða fram, eru að hefja kosningabaráttu. Þessi bar- átta verður stutt, en snörp. Páskar koma inn í almanakið á þessum tíma og því má búast við að það verði ekki fyrr en eftir páska, sem lokatörnin hefst, og mun þá standa í 2'k viku. Ringulreið og upplausn Hvaða mynd er það, sem blasir við okkur í þjóðfélaginu í upphafi þessarar kosningabaráttu? Svarið er ringulreið og upplausn. Ríkis- stjórninni hefur tekist að koma málum þannig fyrir að hér ríkir alvarlegt upplausnarástand. Al- þýðubandalag og Framsóknar- flokkur reyna að kenna stjórnar- andstöðunni um það ástand. Það er ómerkilegt áróðursbragð. Stjórnarandstaðan hefur ekki stöðvað eitt einasta mál stjórnar- innar. Frá stjórninni hafa engin mál komið. Hún hefur ekki sýnt af sér neitt frumkvæði til lausnar okkar vandamálum. Einstaka ráðherfar eða flokkar, sem standa að ríkisstjórninni, hafa að vísu komið fram með mál, eins og t.d. vísitölumálið. Aðrir stjórnaraðilar hafa jafnharðan brugðið fæti fyrir frumkvæði hinna. Stjórnarandstaðan hefur ekkert komið þar við sögu. Allt tal um að hún hafi sýnt af sér ábyrgð- arleysi er því sett fram til að breiða yfir getuleysi, hugmynda- leysi og sundrungu ríkisstjórnar- flokkanna. Jarðvegur upplausnarafla Það upplausnarástand, sem rík- isstjórnin hefur komið málum okkar í, er hættulegt. Mikill fjöldi fólks finnur að grundvöllurinn er að bresta. Undir slíkum kringum- stæðum er hætta á að fólk láti slíkt ástand bitna á þeim aðilum, sem það hingað til hefur hallað sér að og fundið samkennd með. Þar verða stjórnmálaflokkarnir fyrst og fremst fyrir barðinu á vonbrigðum fólks. Slíkur jarðvegur er mikil gróðr- arstía fyrir hverskyns upplausn- aröfl. Reynslan er einnig sú nú, að nýir flokkar eru stofnaðir og nýir framboðshópar spretta upp. Slíkt Birgir ísleifur Gunnarsson er ekki líklegt til að auka stöðug- leikann í þjóðfélaginu. Þvert á móti hefur reynslan í öðrum þjóð- félögum sýnt, að mikill fjöldi flokka og flokksbrota eykur á ringulreiðina og vitleysuna í þjóð- félaginu. Tveir kostir Eftir því sem nær dregur kosn- ingum verður það æ ljósara, að í rauninni er einungis um tvo kosti að velja í næstu kosningum. Ann- ars vegar höfum við svokallaða vinstri flokka, semm hafa borið ábyrgð á stjórn landsins allt frá 1978. Flokksbrot þeirra eru alls ólíkleg til að bæta þar nokkru um. Hins vegar höfum við Sjálf- stæðisflokkinn, sem óneitanlega er sterkasta aflið í okkar þjóðfé- lagi og þarf að verða enn sterkari eftir kosningar. Það er mikilvæg- ara en oftast áður að þjóðin finni hvar styrkur hennar liggur þegar á móti blæs. Ný tök nauðsynleg Sagan kennir okkur, að á erfið- um tímum hefur þjóðin náð að standa saman og takast á við örð- ugleikana, ef henni er veitt sterk forysta. Sjálfstæðismenn vilja beita nýjum tökum við stjórn landsins. Við viljum leysa úr læð- ingi framtak einstaklinganna, reisa atvinnulífið við á ný, hætta smásmugulegum ríkisafskiptum af fólki og fyrirtækjum og laða alla landsmenn til samstarfs um lausn á vanda verðbólgu og at- vinnuleysis. Þessi atriði þarf fólk vel að hugleiða næstu vikur, þegar það metur, hverjum það vill greiða atkvæði sitt. Húsiö opnað kl. 19.30. Aðgangur ókeypis. hjá Seltjarnarneskirkju í Sigtúni fimmtudaginn 25. marz kl. 20.30. Skoda-bifreið að verðmæti QC þúsund FJÖLDI GLÆSILEGRA VINNINGA |T,f jj i- • j 4. ferðavinningar. Flugferð til Kaupmanna- hafnar með Flugleiðum að verðmæti 18.552. 2. ferðavinningar meö m.s. Eddu til Bremérhaven að verðmæti kr. 13.000 hvor. Innanlands ferð fyrir tvo að verðmæti 10.000. Fjöldi annarra góðra vinn- , inga, svo sem raftæki, I matarúttektir o.fl. Heildarverðmæti vinninga: 200.000. OSAL EGILL ARNASON HF Skeifunni 3, sími 82111. SELTJARN ARNESI LANDSBANKI tSLANDS Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar V/Esso Ægisslðu — Sfmar 23470—26784 (Jón ólafsson) Aðgangur er ókeypis. Fyrir- spurnir og umræður verða eftir fyrirlestrana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.